Morgunblaðið - 03.01.2004, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Næring ekki
refsing
23 EINSTAKLINGAR létust í 20
umferðarslysum hérlendis á síð-
asta ári, samkvæmt bráðabirgða-
tölum Umferðarstofu, eða sex
færri en árið 2002. Þá létust 29
manns í umferðarslysum en árið
2001 létust 24 og 32 árið 2000.
Sautján létust í dreifbýli
Af þeim 23 sem létust í fyrra
voru þrettán karlmenn, átta kon-
ur og tvö börn. Ellefu þeirra sem
létust voru ökumenn bifreiða, níu
voru farþegar og þrír gangandi
vegfarendur.
Níu manns létust í árekstrum,
en í tíu tilvikum var um að ræða
útafakstur og í einu tilviki var ek-
ið á mannvirki. Sautján hinna
látnu létust í dreifbýli en sex
manns í þéttbýli.
Flestir hinna látnu, eða níu
manns, voru á aldrinum 25–64
ára, en sjö voru eldri en 64 ára. Í
aldursflokknum 7–13 ára létust
tveir og jafnmargir í aldurs-
flokknum 17–20 ára. Þá létust
þrír á aldrinum 21–24 ára.
Sigurður Helgason, upplýsinga-
fulltrúi Umferðarstofu, segir það
vekja athygli hvaða breytingar
hafa orðið á aldri fórnarlamba
banaslysa.
„Eldra fólk er orðið hærra hlut-
fall þeirra sem látast,“ segir
hann. „Það er einnig sláandi
hversu mörg banaslys verða á
þriðja fjórðungi ársins, þ.e. á
tímabilinu júlí til september, þeg-
ar akstursskilyrðin eru hvað best.
Umferðin er reyndar meiri um
sumarmánuðina og það ætti að
hafa í för með sér minni ökuhraða
en sú er þó ekki raunin að því er
virðist,“ segir Sigurður.
Menn aka allt of hratt
úti á þjóðvegunum
Sigurður segir að brýnt sé að
auka umferðareftirlit, ekki síst á
sumrin þegar ökuhraðinn er meiri
en á öðrum tímum.
„Það er mjög áberandi hvað
ökuhraðinn úti á þjóðvegunum er
langt yfir því sem gæti talist eðli-
legt og siðlegt. Við höfum nú orð-
ið aðstöðu til að fylgjast vel með
ástandi mála á þjóðvegunum með
svokölluðum umferðargreinum
Vegagerðarinnar. Það er sláandi
að eftir því sem lengra dregur frá
höfuðborginni aka þeim mun fleiri
hratt. Oft er hraðakstur stund-
aður á vegum langt frá stærri
byggðarlögum og þar með langt
frá björgunaraðilum sem hugsan-
lega gætu breytt miklu ef slys ber
að höndum. Áhættan er því mest
á þessum stöðum og líkurnar á
því að fólk lifi af slysin minni en
nær þéttbýlisstöðum,“ segir Sig-
urður.
Tuttugu og þrír létust í tuttugu slysum í umferðinni hér á landi á síðasta ári
Brýnt að auka umferðareftirlit á þjóðvegunum
!!!
"
"
"
"
!!!
"
#
&
"
STARFSMENN fyrirtækisins
Logoflex í Reykjavík hafa haft
nóg að gera síðan á þriðja degi
jóla en þá fengu þeir það verk-
efni að skipta um skilti á öllu
húsnæði Búnaðarbankans um
land allt. Sem kunnugt er
breyttist nafn Kaupþings Bún-
aðarbanka í KB banka nú um
áramótin. Þeir Logoflex-menn
þurfa að hafa lokið verkinu fyr-
ir sjötta janúar. Heiðar Ferdin-
andsson stóð galvaskur í háloft-
unum og studdi við
Búnaðarbankamerkið þegar
verið var að taka það niður af
útibúi bankans í Vík í Mýrdal
og setja nýtt KB-merki.
Að sögn Sævars Sverrissonar
hjá Logoflex er nú búið að
skipta um merkingar á öllum
KB bönkum í Reykjavík og
einnig á Norðurlandi. Hann
segist reikna með að takast
muni að ljúka verkinu á til-
settum tíma en alls rekur KB
bankinn 36 útibú vítt og breitt
um landið.
Búnaðar-
banka-
skiltin að
víkja
Fagradal. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
ALLS voru 75
mál, flugatvik og
flugslys, tekin til
meðferðar hjá
Rannsóknar-
nefnd flugslysa á
síðasta ári og af
þeim voru 39 mál rannsökuð formlega. Árið
2002 voru málin 93 og formlegar rannsóknir
38.
Þormóður Þormóðsson, formaður Rann-
sóknarnefndarinnar, tjáði Morgunblaðinu
að málum hefði fækkað lítillega frá árunum
2000 og 2001. Árið 2000 hefðu 96 mál komið
til skoðunar hjá nefndinni og 49 fengið
formlega rannsókn en 2001 voru málin 89 og
26 tekin í rannsókn. Árið 1999 voru alls 26
rannsóknir á vegum RNF.
Þormóður sagði árið 2000 hafa verið
slæmt í flugsögunni, þá hefðu slysin verið
mörg og alvarleg en slysunum hefði fækkað
nokkuð síðan. Nefndi hann sem dæmi að
ekki hefði verið banaslys í flugi hér frá
árinu 2001 en það ár fórust tvær bandarísk-
ar flugkonur við suðurströndina, skammt
frá Vestmannaeyjum.
39 flugslys og
atvik rann-
sökuð í fyrra
SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins var í
gærkvöldi kallað að höfuðstöðvum bifreiða-
umboðsins B&L við Hestháls í Reykjavík.
Þar logaði í neyðarútgangsskilti á einum
stað í húsinu. Húsnæðið var reykræst en
tjón hlaust ekki af skiltisbrunanum. Að
sögn stöðvarstjóra hjá slökkviliðinu hefur
það gerst áður að ljósaskilti fyrir neyðar-
útganga brenni.
Neyðarútgangs-
skilti brann
anum verða til þess að vextir á
lánunum hækki.
Breytingarnar koma ASÍ al-
gjörlega í opna skjöldu að sögn
Gylfa Arnbjörnssonar fram-
kvæmdastjóra. Hann segir ASÍ
hafa talið mikilvægara að end-
urreisa félagslega húsnæðiskerfið
í stað þess að leggja það end-
anlega af. Vextir af félagslegu
húsnæði hafi verið hækkaðir í
3,5% og stór hópur fólks búi við
þann vanda að eiga ekki fyrir
húsaleigu í félagslega húsnæðis-
kerfinu. Ekkert sé gert til að taka
á vanda þessa fólks. Þá gagnrýnir
Gylfi að ekkert samráð hafi verið
haft við ASÍ vegna þessa máls.
lánakerfi. Hún er þeirrar skoð-
unar að breytingar séu undanfari
þess að færa eigi íbúðalánakerfið
til bankanna sem muni á end-
ekki skilja hvað búi að baki þess-
um breytingum, sátt hafi ríkt um
húsbréfakerfið og sér komi því á
óvart að taka eigi upp peninga-
SÉRFRÆÐINGAR í greiningar-
deildum bankanna taka almennt
mjög vel í fyrirhugaðar breyt-
ingar á fyrirkomulagi húsnæðis-
lána þótt hækkun hámarkslána
geti hugsanlega haft áhrif á verð-
lag á fasteignamarkaði. Með þess-
um breytingum sé verið að svara
breyttum kröfum markaðarins og
færa sig nær því sem tíðkast á al-
þjóðlegum mörkuðum. Breytingin
muni þýða stærri og færri skulda-
bréfaflokka sem eigi að geta
greitt fyrir lækkun langtímavaxta
þegar fram í sækir; þetta muni
styrkja íslenskan skuldabréfa-
markað og gera hann gegnsærri
og skilvirkari.
Jóhanna Sigurðardóttir, Sam-
fylkingunni, segist á hinn bóginn
Sérfræðingar bankanna segja
breytingarnar jákvæðar
Húsnæðislánin á leið til bankanna
segir Jóhanna Sigurðardóttir
Morgunblaðið/Sverrir
Aðrar/6 Skiptar/10
♦♦♦
ÖLVAÐUR maður á þrítugsaldri réðst á
mann á fimmtugsaldri á áramótadansleik í
Ólafsvík um fjögurleytið á nýársnótt, skallaði
og beit í eyrað svo brjósk aftan til á eyranu
rifnaði. Hékk stór hluti eyrans naumlega á,
en hinn bitni lá á skurðarborðinu í þrjá tíma á
meðan læknar festu hinn afbitna hluta aftur
á með tuttugu og tveimur sporum.
Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi
þegar lögreglu bar að, en hann náðist
skömmu síðar og játaði brot sitt við yfir-
heyrslur í gær. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins var árásin bæði tilefnis- og fyr-
irvaralaus og var árásarmaðurinn lögregl-
unni ekki ókunnugur, þótt hann sé ekki
þekktur fyrir líkamsárásir.
Bitinn í eyrað á
áramótadansleik
♦♦♦