Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 27. janúar til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí þann 27. janúar og þú getur valið um eina eða tvær vikur í sólinni. Það er um 25 stiga hiti á Kanarí um miðjan janúar, og hér er auðvelt að njóta lífsins við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, færðu að vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Síðustu sætin Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 49.950 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, flug, gisting, skattar. 27. janúar, 7 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Alm. verð kr. 52.450. Bókunargjald kr. 2.000. Stökktu til Kanarí 27. janúar frá 39.995 Verð kr. 39.995 Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar. 27. janúar, 7 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Alm. verð kr. 41.994. M.v. að bókað sé á www.heimsferdir.is. Bókunargjald kr. 2.000. VEGAGERÐIN hefur kynnt nýtt skipurit, sem á að gera fyrirtækið hæfara til þess að sinna hlutverki sínu og takast á við breytta tíma og ný verkefni. Gert er ráð fyrir því að fjöldi starfsmanna verði svipaður á næstu árum, „en starfsmenn þurfa í vax- andi mæli að vera við því búnir að breyta til í starfi og jafnvel skipta al- veg um starf,“ segir í greinargerð Vegagerðarinnar. „Ný verkefni, sem verið er að færa til Vegagerðarinnar, koma þó til með að hafa þau áhrif að fjölga þurfi starfsfólki eitthvað.“ Breytingarnar eiga að taka gildi 1. mars næst komandi. Jón Rögnvaldsson, vegamála- stjóri, segir að færa eigi saman verk- efni og stækka einingar án þess að fækka umdæmum. „Það verða alveg jafn öflugar stöðvar alls staðar eftir sem áður,“ segir hann og bætir við að umdæmisstjórarnir verði áfram þeir sömu og hingað til. Helstu breytingarnar eru þær að í miðstöð er stofnað þriggja deilda þróunar- svið við hlið stjórnsýslusviðs og tæknisviðs og verður Hreinn Har- aldsson yfirmaður nýja sviðsins. Því er fyrst og fremst ætlað að fjalla um framtíðarmál eins og margs konar áætlanir, rannsóknir og þróun og svo umhverfis- og skipulagsmál. Hönnun verður á tæknisviði Áætlanadeild var áður undir tæknisviði og tók þá auk áætlana til hönnunar brúa og vega. Samkvæmt greinargerð á vef Vegagerðarinnar verður hönnun brúa og vega áfram á tæknisviði en í tveimur deildum, brúadeild og veghönnunardeild. Jarðtækni tilheyrði áður rannsókn- um og þróun en verður nú í veghönn- unardeild. Undir yfirstjórn falla innri endur- skoðun og úrbætur í öryggismálum umferðar. Sömuleiðis gæðamál, ferjurekstur og staðlagerð, en fyrst um sinn stýra vinnuhópar aðgerðum á þessum sviðum. Sem fyrr heyra allar deildir í umdæmum beint undir umdæmisstjóra. „Markverðasta breytingin þar er sú að verkefni deildanna eru breytileg milli um- dæma,“ segir í greinargerðinni. „Er þetta gert til að mæta þeim breyti- leika milli umdæma í aðstöðu, um- fangi og umhverfi, sem þegar er fyr- ir hendi. Jafnframt opnar þetta möguleika fyrir frekari sérhæfingu umdæma og verkefnaflutningi milli þeirra í framtíðinni. Nokkrar breytingar verða á verk- efnum deilda í umdæmum, sem stuðla eiga að skýrari hlutverkaskip- an, sem áður var nefnd. Jón Rögnvaldsson er vegamála- stjóri, Gunnar Gunnarsson aðstoðar- vegamálastjóri, Kristín H. Sigur- björnsdóttir er yfirmaður stjórn- sýslusviðs og Rögnvaldur Jónsson yfirmaður tæknisviðs. Breytingar gerðar á skipuriti Vegagerðar BORIST hefur viðvörun frá Fjármálaeftirlitinu þar sem vakin er athygli á því að fyr- irtækin J.P. Turner & comp- any, L.L.C. og Prosper Club hafi ekki leyfi til að starfrækja fjármálaþjónustu hér á landi. Fjármálaeftirlitið gefur út þessa viðvörun vegna fyrir- spurna og athugasemda sem því hafa borist. Á síðasta ári sendi eftirlitið út sams konar viðvaranir vegna sjö erlendra fyrirtækja og er hægt að skoða þann lista á heimasíðu Fjár- málaeftirlitsins, www.fme.is. Fyrirtæki sem ekki hafa leyfi Fjármálaeftirlitsins hafa sam- kvæmt fréttatilkynningu eftir- litsins ekki heimildir til að taka á móti innlánum frá almenn- ingi, útgáfu og umsýslu greiðslukorta eða viðskipta og þjónustu með fjármálagern- inga. Fjármálaeftirlitið Varað við tveimur fyrir- tækjum EKKI hefur verið tekin ákvörðun um hvort Burðarás, fjárfestingar- armur Eimskipafélag Íslands, eigi áfram hlutabréf sín í ýmsum fyrir- tækjum eins og SH eða selji þau, að sögn Magnúsar Gunnarssonar, stjórnarformanns Eimskip. Magnús segir að eftir eigi að meta hvað verði gert við hlutabréfaeign Burðaráss, en félagið á til dæmis 27,1% í SH. „Við höfum ekkert sér- staklega verið að hugsa um sölu á þessari eign.“ Hann segir að öll þau fyrirtæki, sem Burðarás eigi hluta- bréf í, séu mjög áhugaverð og hug- myndafræðin á bak við Burðarás sé að vera hluthafi í öflugum fyrirtækj- um, sem hafi vaxtarmöguleika. Engin ákvörð- un um sölu bréfa í SH STÖÐUGUR straumur fólks hefur verið á sýningu Ólafs Elíassonar, Frostvirkni, sem opnuð var í Lista- safni Reykjavíkur-Hafnarhúsi á laugardaginn. Samkvæmt upplýs- ingum frá Listasafninu, komu um 3.000 gestir á sýninguna fyrstu tvo dagana sem hún var opin. Frost- virkni er stærsta sýning lista- mannsins á Íslandi til þessa. Í stærsta salnum gengur fólk um gólf lagt flísum úr íslenskum steinategundum og skoðar sig og aðra gesti í speglum í loftinu. Þessi faðir vildi láta soninn sjá sig betur. Morgunblaðið/Einar Falur Mikil aðsókn að Frostvirkni FLUGLEIÐIR ætla að ráða nokkra tugi flug- freyja eða flugþjóna til starfa fyrir sumarið, en ný- lega var einnig auglýst eftir flugmönnum til starfa hjá fyrirtækinu. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flug- leiða, segir að um sé að ræða stærstu ráðningu frá 11. september 2001, en í kjölfar hryðjuverkaárás- anna dró verulega saman í farþegaflugi í heim- inum. Guðjón segir félagið þurfa á flugfreyjum, flug- þjónum og flugmönnum að halda vegna aukningar í sumaráætluninni. Flogið verður til sjö nýrra áfangastaða í sumar, sem er um 20% aukning frá því sem var á síðasta sumri. Síðast þegar auglýst var sóttu tífalt fleiri um störfin en Flugleiðir gátu ráðið „Okkur vantar fleira fólk. Það er gríðarlegur áhugi þannig að við gerum ráð fyrir að það sæki margfalt fleiri um en geta fengið. Síðast þegar auglýst var eftir flugfreyjum og flugþjónum sóttu meira en tífalt fleiri en fengu,“ segir Guðjón. Þónokkrum hluta starfsmanna var sagt upp eft- ir samdráttinn í kjölfar 11. september. Segir Guð- jón að síðan hafi verið eðlileg endurnýjun í stétt- inni og fólk sem missti vinnuna hafi verið að tínast inn aftur. Því ætti að vera svigrúm til að ráða fólk sem aldrei hefur áður unnið hjá fyrirtækinu. Segir í auglýsingu Flugleiða, sem birtist í Morg- unblaðinu í gær, að umsækjendur verði að vera til- búnir til að sækja 6–8 vikna námskeið og taka próf að því loknu. Segir Guðjón gert ráð fyrir að fólk hefji störf með vorinu. Flugleiðir ætla að bæta við tugum starfsmanna í sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.