Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 16
LISTIR 16 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ EKKERT leikhúsform er eins háð ímynd- unarafli áhorfandans og brúðuleikhúsið. Fyrir vikið er fátt eins gefandi og vel heppnuð brúðu- leikhússýning því að áhorfandinn veit hversu stór hans hluti er í að láta sýninguna lifna við – það er beinlínis á hans ábyrgð að blása lífi í leikarann. Vitaskuld með dyggri hjálp brúðu- stjórnendanna, en hlutur áhorfenda er aldrei meiri en í brúðuleikhúsi. Rauðu skórnir hans H.C. Andersens eru kjörið viðfangsefni fyrir brúðuleikhús að mörgu leyti. Saga sem gengur út á hreyfingu og hluti með sjálfstæðan vilja býður upp á snjallar lausnir fyrir leikhúsform sem blæs lífi í dauða hluti. Innihaldslega hefur hún kjarna sem á erindi á öllum tímum, kannski samt aldr- ei eins og nú; hvernig eftirsókn eftir hégóma getur leitt okkur inn í aðstæður sem við höfum enga stjórn á. Fíkn af öllu tagi og blinda á hvað skiptir raunverulega máli fær skýra táknræna meðferð í sögunni um stúlkuna sem missti stjórn á lífi sínu á vald skónna sinna sem ekki vildu hætta að dansa. Leikhópurinn velur þá leið að segja alla sög- una með látbragði. Það útheimtir talsverða einföldun, og án þekkingar á hvað gerist í sög- unni er hætt við að fyrri hluti sýningarinnar valdi ruglingi – svo var allavega með mig, sem hélt að verið væri að segja sömu söguna tvisv- ar, sem alls ekki er raunin. Það sem einna helst verður út undan úr sögunni er hin trúarlega vídd hennar, sem hverfur nánast alveg, en er mjög miðlæg í textanum. Eftir stendur per- sónuleg þroskasaga sem spannar allt frá fyrstu meðvitund brúðunnar um sjálfa sig og líkama sinn þar til hún hefur þurft að fórna hluta þessa líkama til að öðlast frelsi undan afleið- ingum eigin ástríðna. Brúðan sem fer með aðalhlutverkið í Rauðu skónum er frábær smíð hjá Petr Matásek og öðlast á köflum nokkuð sannfærandi líf í hönd- um þeirra Helgu Arnalds og Jóns Páls Eyjólfs- sonar. Ekki náðist þó nægilega ótrufluð inn- lifun hjá áhorfendum á frumsýningunni sem stafaði að mínu viti af tilfinningu fyrir óöryggi og fumi í vinnu leikaranna. Einu sinni þurfti reyndar að stöðva sýninguna og hefja leik að nýju vegna mistaka, nokkuð sem undirritaður hefur aldrei áður séð í leikhúsi. Slík afmörkuð atvik skipta þó minna máli en tilfinningin fyrir því að leikararnir hvíli ekki í verkefni sínu sem aftur stendur í vegi fyrir því að ímyndunarafl áhorfandans geti unnið sína vinnu. Þetta sama fum einkenndi líka sviðsetninguna sjálfa og hreyfingar leikaranna í rýminu og hin glæsi- lega brúða, gamla konan, virtist þvælast nokk- uð fyrir Hallveigu Thorlacius. Vinna með skuggaleikhús og tjald var ekki nægjanlega örugg til að ná fullum áhrifum og of oft var klaufalega staðið að því að fela hluti sem ekki máttu sjást. Mikið af þessum aðfinnsluatriðum eiga vafa- laust eftir að pússast af sýningunni. Og vita- skuld eru einstök atriði ágætlega leyst, til dæmis upphafsatriðið þar sem brúðan verður til og uppgötvar líkama sinn. Þá er öll vinna með hina mjög svo sýnilegu mekanísku um- gjörð brúðunnar, og hvernig hún er látin bera hluta merkingar sýningarinnar, skýr og snjöll. Hljóðmynd Ragnhildar Gísladóttur er um margt ágæt en skil milli „laga“ voru sum dálítið brött. Úr því tónlistin er undir nánast allan tímann hefði farið betur á að láta mismunandi stemningar renna hverja inn í aðra. Það er svo sem betur fer í hápunktinum sem sýningin er sterkust. Rauðu skórnir sjálfir eru ansi hreint mögnuð smíð, og sterkasti hluti hljóðmyndarinnar er danstónlistin. Martraðar- kennt Techno-afbrigðið er svo hárrétt að eig- inlega skilur maður ekki annað en einmitt svona hafi Andersen hugsað sér þetta. Dans dúkkunnar er áhrifaríkt ferðalag frá gleðilegu algleymi yfir í óstöðvandi hrylling, sem nær hámarki í hrottalegri lausninni sem var jafn sláandi þrátt fyrir að auðvelt væri að sjá hana fyrir. Lokamyndin lýsir bæði kyrrð og sorg. Það sem er lærdómsríkast við að horfa á brúðuleikhús er að uppgötva hversu tjáning- arríkar brúður geta verið. Augu brúðunnar í Rauðu skónum breytast aldrei sjálf, andlitið er skorið í tré. Samt tjáir svipur hennar fyrir- hafnarlaust undrun, gleði, ótta, hrylling og sársauka, kyrrð og spennu. Það er samhengið, sagan og tilfinning áhorfenda sem býr til þessa tjáningu. Og jafnvel þó fyrrgreint óöryggi standi í vegi fyrir innlifuninni náði brúðan tals- verðum tökum á okkur. Þau tök munu verða sterkari eftir því sem tök þeirra þremenninga styrkjast. Dansi dansi dúkkan mín LEIKLIST Leikhópurinn Rauðu skórnir Leikgerð Helgu Arnalds, Hallveigar Thorlacius og fleiri á sögu H.C. Andersens. Leikstjóri: Benedikt Erlingsson. Brúður og leikmynd: Petr Matásek. Tón- list: Ragnhildur Gísladóttir. Lýsing: Elfar Bjarnason. Búningar: Helga Arnalds. Leikendur: Hallveig Thorlacius, Helga Arnalds og Jón Páll Eyjólfsson. Borgarleikhúsið, litla svið, 17. janúar 2004. RAUÐU SKÓRNIR Morgunblaðið/Ásdís „Það sem er lærdómsríkast við að horfa á brúðuleikhús er að uppgötva hversu tjáningarríkar brúður geta verið,“ segir Þorgeir Tryggvason meðal annars í umsögn sinni um Rauðu skóna. Þorgeir Tryggvason Við eigum frábært Borgarleik-hús. Af hverju er það ívanda? Jú vegna þess að því er gert að skipuleggja starf sitt eins og þar væri starfandi verksmiðja. Sí- fellt heyrast þær raddir frá ráða- mönnum að forráðamönnum leik- hússins hafi nú farið fram í rekstri og þar séu hlutirnir nú að gera sig. En hvaða hlutir? Er það fagfólk sem þar starfar ánægt og finnst það vera að blómstra sem listamenn? Finnst því það fá tækifæri til að takast á við ögrandi verkefni án þess að þurfa að hafa sífelldar áhyggjur af því hvað selst af miðum? Eða er það kvíðið og niðurbeygt vegna þess að hæfni þeirra og þörf til skapa fær ekki not- ið sín? Í liðinni viku lagði minnihlutinn í borgarstjórn fram tillögu í borg- arráði um aukafjárveitingu til Borg- arleikhússins, sem vakti athygli mína og annarra sem er umhugað um að þar séu málin í lagi og að það hæfa fólk sem þar er að búa til leik- hús fái til þess svigrúm og skilning á því að menningarstofnanir lúta öðr- um lögmálum heldur en fyrirtæki á markaði. „Fyrirtæki á markaði“ Það er ekki bara orðin tilhneiging heldur regla þegar fjallað er um eitt- hvað sem kostar fjármagn að reka að þá er talað um „fyrirtæki á mark- aði“ og er þá alveg sama hvort átt er við hefðbundið fyrirtæki sem er að framleiða áþreifanlega vöru, tónlist- arskóla eða leiðandi menning- arstofnanir á borð við Sinfón- íuhljómsveit eða Borgarleikhús. Þetta held ég að sé kolvitlaus nálgun og leiði aðeins af sér vanda eins og þann sem hefur verið um nokkurt skeið í Borgarleikhúsinu. Skoða verður hvert fyrirbæri fyrir sig í sínu samhengi. Fyrirtæki sem framleiðir vöru hefur það eina mark- mið að ná fram sem mestri fram- leiðni og hagnaði og getur þá talist farsælt. Menningarstofnun sem ekki hefur tækifæri til að þess að takast á við ögrandi verkefni án tillits til þess hvort það skili hagnaði eða ekki, að minnsta kosti stundum, né fram- kvæmt faglegar hugmyndir sínar af listrænum metnaði, getur ekki notið sín. Þarna er mikill munur á og það skýtur skökku við þegar ráðamenn ætla sér oft án faglegrar þekkingar að ákveða hvað leikhús þarf mikið fjármagn til að geta starfað, út frá lögmálum vöruframleiðandans í verksmiðjunni. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Auðvitað er það æskilegt alls stað- ar að fjármagni sé vel varið hvort sem það er í rekstri heimilis, skóla, fyrirtækis eða menningarstofnunar. Það er samt einhver falskur tónn í því þegar talað er t.d. um að skera niður í menningarmálum á sama tíma og talað er um gróskuna í ís- lensku lista- og menningarlífi og sjóðir settir á laggirnar til að flytja þessa blómlegu útflutnings „vöru“ til annarra landa. Er þar ekki á ferð- inni sama viðhorfið; að listin sé ekki styrkjavæn nema að hún skili um- svifalaust arði í peningum? Auður menningarinnar verður ekki veginn og metinn eingöngu í þeim gjald- miðli. Því er ekki hægt að líta fram hjá. Réttur fólks Það er réttur fólks að eiga aðgang að bestu list og menningu. Virða verður þau verðmæti sem menning- arstofnanir láta okkur í té þótt þau séu ekki áþreifanleg. Þessi verð- mæti eru engu að síður til staðar og í miklum mæli í Borgarleikhúsinu. Að gera þá kröfu til fagleikhúss að það hafi það eitt að markmiði að ná fram hagræðingu og setja upp „vinsæl“ verk er eins og að biðja píanóleikara að spila „allt í grænum sjó“ við öll tækifæri. Það er lítilsvirðing við hæfni viðkomandi aðila og einkenn- ist af litlum skilningi á því hvað þarf til að listamenn njóti sín og menning fái þrifist. Ég vona að mig hafi ekki bara dreymt það, en mig minnir að ég hafi lesið hér í blaðinu fyrir nokkru að oddviti vinstri grænna í borgarstjórn hafi getið þess að verið gæti að þeir styddu tillögu minni- hlutans um þetta mikilvæga mál og það væri í sjálfu sér aukaatriði hvernig sá meirihluti væri sam- ansettur. Ef þetta var bara draumur þá vona ég sannarlega að hann ræt- ist og að Borgarleikhúsið verði leyst úr gíslingu hið fyrsta. Af bestu list Eftir Steinunni Birnu Ragnarsdóttur Vonandi verður Borgarleikhúsið leyst úr gíslingu hið fyrsta. FJÖLMENNI var í Hafnarborg í gær við opnun minningarsýningar á verkum Elíasar Hjörleifssonar sem lést fyrir aldur fram árið 2001. Ólafur Elíasson, myndlist- armaður og sonur listamannsins, hafði veg og vanda af uppsetn- ingu sýningarinnar ásamt Gunn- ari Erni myndlistarmanni sem var náinn vinur Elíasar. Á myndinni ræða Ólafur og systir hans, Anna Victoría, við Þórólf Árnason, borgarstjóra í Reykjavík. Ólafur stóð í ströngu um helgina en sem kunnugt er var sýning á verkum hans sjálfs, Frost activity, opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi á laug- ardag. Morgunblaðið/Einar Falur Fjöldi manns við opnun í Hafnarborg N er aðeins bókstafur nefnist ný ljóðabók eftir Geirlaug Magnússon. Fyrsta ljóðabók höfundar kom út 1974 og því á skáldið 30 ára skáldaafmæli í ár. Silja Að- alsteinsdóttir segir m.a. á bók- arkápu: „Rödd Geirlaugs hefur verið hávær en orðið áleitnari og sérstæðari með hverri bók. Ljóð hans eru þó aldrei einræð, þar á sólin það til að dansa, duna og hlæja, og ljóðsögur hans af fólki geta verið fyndnar, óhugnan- legar, heimspekilegar, glöggar, og stundum allt þetta í senn.“ Útgefandi er Lafleur útgáfan. Bókin er 60 bls., í kiljuformi. Prentun: Há- skólafjölritun ehf. Ljóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.