Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 18. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Sveiflur í atvinnulífi Fólki fjölgar á Akranesi og víða er verið að byggja upp Vesturland Fasteignablaðið | Ásókn í íbúðir við Aspar- og Birkiholt  Ættar- hús við Laufásveg  Áhugi á gömlum húsgögnum Íþróttir | Stóra stundin nálgast  Góð helgi hjá Arsenal  Nágrannar í bikarúrslit Fasteignir og Íþróttir í dag KÓPAVOGSBÆR hefur tekið frá lóð í Vatnsendalandi fyrir öldr- unarþorp á vegum Hrafnistu. Sótt hefur verið um leyfi heilbrigðis- ráðherra til að byggja þar hjúkr- unarheimili. Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hefur verið í viðræðum við bæj- aryfirvöld í Kópavogi um land til uppbyggingar Hrafnistu þar. Leiddi það til þess að sjó- mannadagsráð sótti undir lok síð- asta árs um framkvæmda- og rekstrarleyfi fyrir 60 til 90 rýma hjúkrunarheimili fyrir aldraða til heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra. Bæjarráð Kópavogs lýsti yfir fullum stuðningi við umsókn- ina og bæjarstjóri kom þeim sjón- armiðum á framfæri við ráðherra með bréfi fyrr í þessum mánuði. Góð reynsla úr Hafnarfirði Sigurður Geirdal bæjarstjóri segir að búið sé að taka frá ákveð- inn reit fyrir Hrafnistu í Vatns- endalandi sem verið er að skipu- leggja. Hann segir að staðsetningin sé góð, þarna sé mikið útivistarsvæði og íbúarnir muni geta notið góðs af golfvell- inum sem þarna er og sundlaug- unum við Salaskóla. Hann segir að vegna mikillar fjölgunar í Kópavogi á undanförnum árum vanti tilfinnanlega fleiri hjúkrun- arrými. Á vegum Hrafnistu er verið að vinna úr hugmyndum um nýtingu svæðisins. Sveinn H. Skúlason forstjóri segir að hugmyndin sé að bjóða upp á ýmiss konar val- möguleika fyrir eldra fólk, svo sem íbúðir í fjölbýlishúsum, og litlar íbúðir í einbýlishúsum og raðhúsum og fjölbreytta þjón- ustu. Hugmyndin sé að þarna rísi eins konar öldrunarþorp. Hrafn- ista hafi byggt upp þannig starf- semi í kringum Hrafnistu í Hafn- arfirði og hafi töluverða reynslu af að byggja og skipuleggja á nýj- um stað. Sjómannadagsráð hefur ekki fengið svar frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu við þeirri ósk að fá leyfi til að byggja hjúkrunarheimili á þessari lóð. Sveinn segir ekki loku fyrir það skotið að unnt verði að hefja upp- byggingu á svæðinu þótt ekki liggi fyrir leyfi um hjúkrunar- heimili í trausti þess að síðar yrði hægt að byggja það. Taka frá lóð fyrir öldrun- arþorp í Vatnsendalandi Kópavogsbær styður umsókn sjómannadagsráðs um byggingu 60–90 rýma hjúkrunarheimilis FYRSTU forkosningar demókrata í Bandaríkjunum vegna forsetakosn- inganna sem haldnar verða síðar á þessu ári fara fram í Iowa-ríki í dag. Alls berjast átta fyrir því að hljóta útnefningu sem forsetaefni Demó- krataflokksins en þar af eru fjórir taldir vera um hituna í forvalinu í Iowa. Eru úrslitin þar talin geta skipt miklu máli um framhaldið en demókratar í New Hampshire fylgja í kjölfarið 27. janúar nk. Howard Dean, fyrrverandi ríkis- stjóri í Vermont, hefur undanfarna mánuði haft forystu í keppninni um útnefningu Demókrataflokksins en ný skoðanakönnun í gær benti til að hann ætti nú skyndilega undir högg að sækja í Iowa. Sýndi könnun blaðs- ins Des Moines Register, sem er áhrifamesta blaðið í Iowa, að John Kerry, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, hefur 26% fylgi meðal demókrata í ríkinu, John Edwards, öldungadeildarþingmaður frá N-Karólínu, 23% og Dean 20%. Fjórði er fulltrúadeildarþingmaður- inn Richard Gephardt með 18%. Er ljóst að Kerry og Edwards hafa unnið mikið á undanfarna daga en fyrir aðeins viku virtist ljóst að baráttan um sigur í Iowa myndi standa á milli Deans og Gephardts. Carter hrósar Dean Könnun Zogby-fyrirtækisins í gærkvöldi sýndi hins vegar að Kerry hefði aðeins eins prósentustiga for- skot á Dean, Kerry hefur 24% fylgi en Dean 23%, en Gephardt kemur næstur með 19%. Edwards er fjórði, skv. Zogby, með 18%. Wesley Clark, fyrrv. hershöfðingi, og Joseph Lieberman öldungadeild- arþingmaður eygja ekki von um sig- ur í Iowa en gætu þó blandað sér í baráttuna um útnefninguna. Allir frambjóðendurnir í forvalinu voru á ferðinni í Iowa í gær en Dean eyddi þó lunganum úr deginum í Georgíu-ríki þar sem hann hitti Jimmy Carter, forseta Bandaríkj- anna á árunum 1977–1981. Carter gekk ekki svo langt að lýsa yfir stuðningi við Dean en hann hrósaði frambjóðandanum hins vegar fyrir að vera „öflugur og opinber málsvari friðar“ en sem kunnugt er var Dean á móti árásinni á Írak. Hörð barátta um sigur hjá demókrötum Fyrstu forkosningar vegna forseta- kosninga í haust haldnar í Iowa í dag Reuters Howard Dean ásamt Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Plains í Georgíu-ríki í gær. Des Moines. AP, AFP. BANDARÍSKIR embættismenn í Bagdad sögðust í gær telja að sprengjuárásin fyrir framan höf- uðstöðvar Bandaríkjahers í borginni, sem kostaði 25 manns lífið, hefði verið skipulögð með það í huga að varpa skugga á viðræður sem fram fara í New York í Bandaríkjunum í dag milli Pauls Bremer, bandaríska landstjórans í Írak, og Kofis Annan, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna. Þar hyggst Bremer ræða við Annan um möguleikann á því að starfslið SÞ snúi aftur til Bagdad og leiki lykilhlutverk í aðdraganda valdaskipta sem Bandaríkjamenn vilja að fari fram í sumar. Annan kallaði allt starfslið SÞ frá Írak síðasta haust eftir að árás á höfuðstöðvar samtakanna í Bagdad olli dauða 22 manna og sprengjutilræðið í gær þykir sýna að ástand öryggismála í landinu er enn afar ótryggt. Flest fórnarlambanna Írakar Árásin í gær átti sér stað eldsnemma um morg- uninn og gerðist með þeim hætti að Toyota-sendi- ferðabíl, hlöðnum sprengiefni, var ekið að innkeyrsl- unni í höfuðstöðvar Bandaríkjahers í Bagdad. Sprengdi ökumaðurinn sig þar í loft upp með þeim af- leiðingum að 25 biðu bana og á annað hundrað manna særðist. Voru flestir hinna látnu Írakar. Á myndinni má sjá hvar íraskur maður liggur á jörðinni nærri brennandi bifreiðum, skömmu eftir sprengjuárásina í gær./12 Reuters Á þriðja tug manna beið bana Bagdad. AFP. RÁÐIST var á Thomas Nordanstad, listrænan stjórnanda sænska þjóð- minjasafnsins, í gær og hann hefur jafnframt fengið sendar hótanir vegna listaverks í safninu sem Zvi Mazel, sendiherra Ísraels í Svíþjóð, sá ástæðu á föstudag til að reyna að eyðileggja. Netútgáfa Dagens Nyheter hafði í gærkvöld eftir Nordanstad að hann hefði staðið efst í tröppunum við inn- gang þjóðminjasafnsins þegar maður kom skyndilega aðvífandi og reyndi að ýta honum niður brattar tröppurnar í því skyni að valda honum skaða. Nord- anstad segir að safninu hafi borist um 400 tölvupóstsendingar vegna málsins sem höfðu að geyma svívirðingar og jafnvel morðhótanir. Hótað öllu illu vegna listaverks  Sharon/12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.