Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 21
Starf sýslumanns var erilsamt enda maðurinn kappsamur og metn- aðarfullur. Eftir þrjú ár í starfi á Ísafirði skrifar Hannes bréf til vinar og talar þar m.a. um að hann yrki lít- ið og hafi mikið að gera. Hann segist hafa margt á prjónunum en sé orð- inn: ,,…púlsklár, kancellibikkja, dómsmálatrunta, mæðin og meidd í miðju baki“. Þarna kemur vel fram hversu mikils virði það var fyrir skáldið að hafa tíma fyrir ljóðagerð sína sem reyndist líka mikilvægt fyrir þjóðina því Hannes Hafstein orti dirfskufull og hvetjandi ljóð fyr- ir þjóð sína. Einkennandi eru eft- irfarandi ljóðlínur: ,,Þótt þjaki böl með þungum hramm, þrátt fyrir allt þú skalt, þú skalt samt fram.“ Og Hannes Hafstein fór ávallt fram. Það var mikil eldraun þegar hann lét róa með sig út í togarann Royalist sem var að ólöglegum veið- um í Dýrafirði haustið 1899. Drukknuðu þrír af þeim fimm sem voru með honum í bátnum og mun- aði litlu að hann færist sjálfur en hann einn var syndur af mönnunum. Tók hann lát félaga sinna mjög nærri sér. Minnisvarði um þennan atburð hefur verið reistur í landi Bessastaða í Dýrafirði. Ísafjarðarár Hannesar Hafstein og fjölskyldu urða átta talsins. Hannes Hafstein var sýslumaður og um tíma þingmaður fyrir Ísafjarð- arsýslu. Þess vegna er eðlilegt á þessum merku tímamótum að minn- ast hans sérstaklega á Ísafirði með því að reisa honum minnisvarða og um leið að fagna eitt hundrað ára af- mæli stjórnsýslunnar í höndum ís- lensks ráðherra, búsettum á Íslandi. ’Minningarskjöldur af-hjúpaður um Hannes Hafstein sýslumann á Ísafirði og fyrsta ráð- herra Íslands.‘ Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 21 Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is Alla daga við hendina TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 339 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2004 Dagbækur af öllum gerðum og stærðum www.m ulalun dur.is Gatarar og heftarar af öllum stærðum bílar Áskrifendum Morgunbla›sins b‡›st smáaugl‡sing í bla›inu Bílar fyrir a›eins 995 kr. Fólkið sem þú vilt ná til les sama blað og þú! Ertu a› hugsa um a› selja bílinn flinn? Far›u árangursríkustu lei›ina og augl‡stu hann í bla›inu Bílar. Pantanafrestur er til kl. 12 á flri›judögum. Panta›u núna í síma 569 1111 e›a sendu tölvupóst á augl@mbl.is -alltaf á miðvikudögum SKÁLDIÐ segir frá Runólfi Jónssyni í Brekkukotsannáli sínum á bls. 54 og 55: ,,Um þennan mann er síst oflof þó sagt sé að sjaldan hafi verið meiri aðdáandi góðra hlandfora á Íslandi, að Búnaðarfélagi Íslands ekki undanskildu.“ ,,Þessar nýtísku- þrær dáði Runólfur Jónsson umfram aðrar smíðar sem samdar höfðu verið í veröld- inni um hans daga; taldi hann góðar hlandforir ýmist til fróðárundra ellegar kraftaverka.“ Fræðimaðurinn hefir samið eitt slíkt meistaraverk og kallar Hall- dór. Undirritaður nennir ekki að kafa djúpt í þá þró. Lætur sér nægja eina eða tvær tilvitnanir. Fræðimaðurinn ritar svo í sinni smíð á bls. 176: ,, Séra Halldór Kol- beins kom loks til Flateyjar. Hann ákvað að taka nafna sinn frá Lax- nesi með sér í ferð um sóknina og nálægar byggðir. Séra Halldór drakk ekki kaffi. Þegar prófast- urinn í héraðinu, séra Bjarni Sím- onarson á Brjánslæk, stuttur mað- ur með jólasveinaskegg, heyrði það, setti hann upp áhyggjusvip. ,,Mætti nú kannski segja, að það væri held- ur heppilegra, að prestur drykki kaffi,“ sagði hann og dró seiminn. ,,Mér þykir það vont,“ sagði séra Halldór. Séra Bjarni svaraði því til, að sumt yrði að gera fyrir fólk, þótt það væri ekki skemmtilegt. Hver meðalprestur yrði að vera við því búinn í embættisferðum að drekka kaffi á hverjum bæ.“ Skáldið orðar þetta svo í Íslend- ingaspjalli (bls. 106–107): ,,Yfirboð- ari séra Halldórs þar vestra var prófastur séra Bjarni Símonarson á Brjánslæk, stuttur maður með skegg einsog jólasveinn á jólakorti. Séra Halldór var bæði af siðferð- isástæðum og trúarskoðunum, svo og að því hann sagði vegna heilsu- fars síns, bindindismaður á kaffi og aðra hressandi drykki, enda hafði hann meiri hressileik til að bera af náttúr- unnar hendi en flestir menn. Þegar prófast- urinn séra Bjarni varð þess áskynja að nýi presturinn drakk ekki kaffi færðist áhyggju- svipur yfir hinn aldna drottinsþjón. Mætti nú kannski segja að það væri held- ur heppilegra að prestur drykki kaffi, sagði prófasturinn. Mér þykir það vont, sagði séra Halldór. En séra Bjarni var heilagur mað- ur og hélt því þessvegna fram að það yrði að gera ýmislegt fyrir fólk- ið sem manni væri sjálfum ekki al- ténd jafn skapfelt, og bætti við að hver meðalprestur ætti að vera við því búinn á embættisferðum að drekka þrjátíu mál af rótarkaffi fram að nóni…“ Nú er það eftirlátið læsum mönn- um að bera saman þessi tilþrif skáldsins og fræðimannsins, hverj- um að sínum smekk. En skáldgáfan og frumleiki fræðimannsins veður alls staðar á súðum og nær sér stundum á flug í hæð við skáldið. Á bls. 59 í fræðirit- inu endar 3. kafli svo: ,,en í morg- undögginni stirndi á svartfexta hestana.“ Skáldið lýkur Íslandsklukku sinni á þessum orðum: ,,og það glitti á döggslungin svartfext hrossin í morgunsárinu.“ Og nú svamlar fræðimaðurinn ákaflega í safnþró sinni. En á bakka hlandforarinnar standa björg- unarsveinar Aðalritara, Jón háyfir- dómari og Jakob sagnfræðingur og hæla hundasundinu. Og landsmenn eiga von á fram- haldi á fróðárundrum. Utansveitarkronika Sverrir Hermannsson skrifar um ævisögu Halldórs Kiljans Laxness ’En á bakka hlandfor-arinnar standa björg- unarsveinar Aðalritara, Jón háyfirdómari og Jakob sagnfræðingur og hæla hundasundinu.‘ Sverrir Hermannsson Höfundur er fv. menntamálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.