Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 35
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 35 ÞAÐ er alltaf sagnhafa í hag ef andstaðan hefur lýst spil- um sínum vel í byrjun sagna. Hér fær suður gott veganesti, því vestur hefur opnað á Standard-tígli og fengið svar á hjarta: Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♠D73 ♥102 ♦K1052 ♣KD82 Suður ♠KG10952 ♥KG4 ♦G6 ♣Á10 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull Pass 1 hjarta 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass Útspil vesturs er smár spaði og suður fær fyrsta slaginn. Hvernig myndi les- andinn spila? Spilið – sem er frá 12. um- ferð Reykjavíkurmótsins – þróaðist þannig á nokkrum borðum: Suður spilaði tíg- ulgosa í öðrum slag og stakk upp kóng þegar vestur lét lítinn tígul. Kóngurinn hélt. Þá var laufi spilað þrisvar og tígli hent heima. Þetta lítur út fyrir að vera góð áætlun, því ef laufið heldur má gefa tvo slagi á hjarta. En laufdrottningin „hélt“ ekki: Norður ♠D73 ♥102 ♦K1052 ♣KD82 Vestur Austur ♠Á86 ♠4 ♥Á763 ♥D985 ♦Á943 ♦D87 ♣G4 ♣97653 Suður ♠KG10952 ♥KG4 ♦G6 ♣Á10 Vestur trompaði, tók spaðaás og spilaði tígli. Nú er sagnhafi illa klemmdur og kemst ekki hjá því að gefa tvo hjartaslagi. Þetta er kannski óheppni, en á hitt ber að líta að tvíspil vesturs í laufi ætti ekki að koma á óvart. Útspilið virð- ist vera frá ásnum þriðja og í sögnum hefur vestur sýnt fjögur hjörtu og tígullit. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 19. jan- úar, er sextugur Björn Grétar Sveinsson, fyrrver- andi formaður Verka- mannasambandsins. Hann, ásamt eiginkonu sinni Guð- finnu Björnsdóttur, verður að heiman á afmælisdaginn. Skugginn/Barbara Birgis. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. september 2003 í Garðakirkju af sr. Hirti Hjartarsyni þau Dagný Erla Vilbergsdóttir og Dag- bjartur Willardsson. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. ágúst 2003 í Graf- arvogskirkju af sr. Önnu Pálsdóttur þau Ingibjörg Grettisdóttir og Sölvi Þór Bergsveinsson. Skugginn/Barbara Birgis. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. október sl. í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Halldóri Reynissyni þau Lilja Dögg Gylfadóttir og Ófeigur Hreinsson. STJÖRNUSPÁ Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert lífleg/ur, vingjarnleg/ ur og skapandi og lifir yf- irleitt áhugaverðara lífi en gengur og gerist. Draumar þínir geta ræst á þessu ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður tími til að bæta lífsstíl þinn og heilsu. Það sem þú gerir á þessum tíma í lífi þínu ætti að verða árangurs- ríkt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gættu þess að láta ekki aðra vaða yfir þig með eigingirni og yfirgangi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú býrð yfir krafti sem getur orðið öðrum hvatning til fram- kvæmda. Fólk virðist tilbúið til að fara að tilmælum þínum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú vilt bæta umhverfi þitt og ert staðráðin/n í að ná fram markmiðum þínum sem allra fyrst. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér liggur svo margt á hjarta varðandi stjórnmál, trúmál eða heimspeki þessa dagana að þú ert jafnvel tilbúinn til að tala á götum úti. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sú aðstoð sem þú þarft á að halda til að koma á umbótum á heimilinu stendur þér til boða. Taktu til á heimilinu og drífðu síðan í þeim lagfæringum sem bíða. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vinna þín mun ekki bera mik- inn árangur ef þú hefur ein- ungis þína eigin hagsmuni að leiðarljósi. Þú munt hins vegar fá miklu áorkað ef þú hefur hagsmuni heildarinnar í fyr- irrúmi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur orku til að koma miklu í framkvæmd í dag. Notaðu tækifærið til að vinna að hagsmunum heildarinnar ekki síður en þínum eigin hagsmunum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert í tengslum við sköp- unargáfu þína í dag. Þú veist að gerðir þínar geta haft áhrif á umhverfi þitt. Líttu á þetta sem tækifæri. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það ríkir ringulreið á heim- ilinu vegna flutninga, breyt- inga eða gestagangs. Þú tekst á við þetta með glæsibrag. Það er eins og þú vitir alltaf ná- kvæmlega hvað þér ber að gera. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur mikinn sannfæring- arkraft og átt því auðvelt með að telja aðra á þitt band. Vertu viss um að þú vitir hvað þú viljir áður en þú færð aðra til að ganga til liðs við þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Stundum er nauðsynlegt að verja fjármagni til að styrkja stöðu sína í vinnunni og í sam- félaginu. Líttu á það sem fjár- festingu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. c3 d6 9. h3 a5 10. a4 b4 11. d3 Ba6 12. Dc2 Hb8 13. Rbd2 bxc3 14. bxc3 d5 15. exd5 Rxd5 16. Rc4 Rxc3 17. Rcxe5 Rxe5 18. Rxe5 Bb7 Staðan kom upp í Meist- araflokki Hastingsmóts- ins sem lauk fyrir skömmu. Kateryna Lahno (2486) hafði hvítt gegn Mark Hebden (2560). 19. Rxf7! Hxf7 20. Bxf7+ Kxf7 21. Dxc3 Bf6 22. d4! Hc8 svartur myndi ekki end- urheimta skiptamuninn eftir 22... Bxd4 vegna 23. Dc4+. Í framhaldinu tekur hvítur sinn tíma í að nýta umfram skipta- muninn til sigurs. 23. Dc4+ Dd5 24. Dxd5+ Bxd5 25. Ba3 h5 26. Bc5 h4 27. Hec1 Hh8 28. Hab1 Hh5 29. Kf1 Bg5 30. He1 Bf6 31. Hb8 Bc6 32. Hc8 Bxa4 33. Hxc7+ Kg6 34. Ha7 Bb5+ 35. Kg1 a4 36. Hb1 Bc6 37. Hb6 Bd5 38. f3 Bb3 39. Be7 Hb5 40. Hd6 Kf5 41. Bxf6 gxf6 42. Haa6 Kf4 43. Hxf6+ Ke3 44. Hh6 Hb4 45. Hxh4 Kd3 46. Hg4 Bd5 47. Ha5 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. SÖKNUÐUR Man ég þig, mey, er hin mæra sól hátt í heiði blikar. Man ég þig, er máni að mararskauti sígur silfurblár. Heyri ég himinblæ heiti þitt anda ástarrómi. Fjallbuna þylur hið fagra nafn glöð í grænum rinda. Lít ég það margt, er þér líkjast vill guðs í góðum heimi: brosi dagroða, blástjörnur augum, liljur ljósri hendi. – – – Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík     Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12 og kl. 17.30 í neðri safnaðarsal. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Langholtskirkja. Ævintýraklúbbur kl. 16–17. Starf fyrir 7–9 ára börn í umsjón Þóru Guðbjargar og Ólafs Jóhanns. Fjöl- breytt dagskrá og eru allir krakkar á þessum aldri velkomnir. Laugarneskirkja. Góðar mömmur, kl. 12. María Íris Guðmundsdóttir, BA í sál- arfræði, og Kristjana Þorgeirsdóttir Heiðdal líkamsræktarþjálfari bjóða til fræðslu, íhugunar og hollrar hreyfingar með mæðrum ungbarna, þar sem unnið er með fæðingarþunglyndi. Gengið inn um aðaldyr safnaðarheimilis. Opinn 12 spora fundur kl. 18 í safnaðarheimilinu. Umsjón hefur Arnheiður Magnúsdóttir. Allt fólk velkomið. Vinir í bata. Tólf spora hópar koma saman kl. 20. Gengið inn um aðaldyr safnaðarheimilisins. Um- sjón hafa Gunnlaugur Ólafsson og Haf- dís Margrét Einarsdóttir. Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.40. Sögur, söngur, leikir og föndur.Uppl. og skrán- ing í síma 511 1560. TTT-starf kl. 16.30. Starf fyrir 10 12 ára börn. Leikir, ferðir o.fl. Árbæjarkirkja. Mánudagar: Kl. 15 STN- starf með sjö til níu ára börnum í safn- aðarheimili kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir full- orðna í safnaðarheimilinu kl. 13– 15.30, spilað og spjallað. Kaffiveiting- ar. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í síma 557 3280 fyrir hádegi. Fyrirbæna- stund í kapellu kirkjunnar kl. 15.30. Bænaefnum má koma til djákna, presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar. Stelpustarf fyrir stelpur í 6. og 7. bekk kl. 16.30. Æskulýðsstarf fyrir unglinga í 8., 9. og 10. bekk kl. 20–22. Grafarvogskirkja. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30– 18.30 í Engjaskóla. KFUK fyrir stúlkur á aldrinum 9–12 ára kl. 17.30–18.30. Seljakirkja. KFUK 9–12 ára kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 16 ára og eldri kl. 20–22. Ástjarnarsókn. Ponzý (unglingastarf ætlað árg. 1990 og upp úr) á mánudög- um kl. 20–22. Lágafellskirkja. Bænastund í Lágafells- kirkju kl. 20. Þórdís djákni þjónar og tek- ur við bænarefnum í síma 691 8041 alla daga frá kl. 9–16. Al-Anon fundur í Lágafellskirkju kl. 21. Barnastarf kirkj- unnar, Kirkjukrakkar, fyrir 6 og 7 ára börn er í Varmárskóla kl. 13.15–14.40. Umsjón hefur Þórdís djákni. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 17.30 Æskulýðsstarf fatlaðra, yngri hópur. Fyrsti fundur á nýju ári. Hulda Lí- ney Magnúsdóttir æskulýðsfulltrúi og sr. Þorvaldur Víðisson. Þorlákskirkja. Biblíufræðsla kl. 20. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30– 16.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 15 heimilasamband fyrir alla konur. Kl. 17 Örkin hans Nóa, fyrir 1., 2. og 3. bekk. Kl. 18 KK fyrir 4. og 5. bekk. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Kl. 20 bænastund. Beðið fyrir öllum innsend- um bænarefnum. Dagskrá bænaviku. Mánudagur: Bænastund kl. 12 í Hvíta- sunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík. Allir velkomnir. Bænastund kl. 20 í Karmelklaustri í Hafnarfirði. Allir velkomnir. Safnaðarstarf LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum sím- um. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. FRÉTTIR KIRKJUSTARF BECHTEL, sem byggja mun álver- ið í Reyðarfirði, hefur styrkt Verk- menntaskóla Austurlands um fimm þúsund kanadíska dollara, eða tæp- lega þrjú hundruð þúsund íslenskar krónur til að kaupa tæknibúnað fyrir áliðnabraut skólans. Nemendur munu sjálfir sjá um uppsetningu tækja, en nú þegar hafa verið keypt- ar þrjár iðntölvur og spennugjafi. Verkmenntaskóli Austurlands nýtur stuðnings Bechtel við uppbyggingu starfsnáms áliðna. Bechtel styrkir VA til tækjakaupa FJÓRIR ungir Íslendingar héldu til Palestínu um síðustu helgi fyrir milligöngu félagsins Ísland-Palest- ína til þess að taka þátt í hjálpar- störfum og mótmælaaðgerðum. Fjórmenningarnir, sem eru 22 til 23 ára gamlir, munu dvelja í Palestínu þar til föstudaginn 23. janúar. Nokkrir Íslendingar hafa áður hald- ið til þangað í sömu erindagjörðum Fjórir Íslendingar til Palestínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.