Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 24
MINNINGAR
24 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hallmar Óskars-son fæddist í
Reykjavík 12. desem-
ber 1979. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítala við
Hringbraut 12. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans eru Hall-
björg Thorarensen
leikskólakennari, f.
6. júlí 1953, og Óskar
Elvar Guðjónsson
stærðfræðingur, f.
20. apríl 1952. Systk-
ini Hallmars eru 1)
Þórir stærðfræðing-
ur, f. 19. október 1976, sambýlis-
kona hans er Védís Helga Eiríks-
dóttir, f. 25. júní 1977, sonur
þeirra er Fjalar Hrafn, f. 13. júlí
2003, og 2) María menntaskóla-
nemi, f. 12. septem-
ber 1986. Unnusta
Hallmars er Marta
Guðmundsdóttir, f.
25. desember 1976.
Foreldrar hennar
eru Guðmundur
Grímsson fram-
kvæmdastjóri, f. 30.
júlí 1955, og Hrafn-
hildur Proppé flug-
freyja, f. 20. júní
1952. Þau Marta og
Hallmar hófu sam-
búð á síðasta ári.
Hallmar ólst upp í
foreldrahúsum og
vann síðast hjá Vörumerkingu
ehf.
Útför Hallmars verður gerð frá
Seljakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Ein af mörgum fallegum minn-
ingum sem ég á um Hallmar er þeg-
ar við sáum leikinn í sjónvarpinu og
Hallmar sagði: Eigum við að koma
að kúra af því að leikurinn gengur
ekki nógu vel? Síðan fór hann fram
úr og gáði að stöðunni í textavarpinu
og staðan var 1–0. Þá kom hann aft-
ur upp í rúm og fór svo aftur fram
úr og staðan var þá orðin 2–0. Hann
sagði að leikurinn væri ömurlegur
og að hann vildi að Liverpool myndi
vinna næsta leik. „Hvenær ætlar
Liverpool að vinna?“ Við fórum líka
í göngutúr með Kút upp á Esju og
það var svo gaman.
Elsku besti Hallmar minn. Þú
varst einstakur og stóra ástin í lífi
mínu. Ég mun alltaf sakna þín. Ég
elska þig.
Kiss, kiss
Marta.
Sunnudaginn 11. janúar 2004 var
vetrarveður í Reykjavík eins og það
getur orðið fegurst. Sólin var farin
að hækka á lofti og lýsti Esjuna og
nálæg fjöll með töfrabirtu. En þenn-
an yndislega dag dró ský fyrir sólu,
því að þá barst um það vissa, að lífi
Hallmars okkar elskulegs, sem varð
fyrir slysi í Breiðholtslaug miðviku-
daginn 7. þessa mánaðar, yrði vart
bjargað þó að færustu sérfræðingar
í læknastétt legðu sig alla fram. En
svona er lífið, enginn veit sína ævina
fyrr en öll er.
Hallmar var um margt einstakur.
Hann varð fyrir því óláni á fyrsta ári
að veikjast af krampa og gekk aldrei
heill til skógar síðan. Hann þurfti
ætíð að vera á sterkum lyfjum.
Þetta leiddi til þess að hann átti erf-
itt með að fylgja jafnöldrum sínum í
leik, skóla og starfi. Það háði honum
verulega því hann var að eðlisfari
bæði félagslyndur og metnaðarfull-
ur.
Hallmar var fágætlega fagurt
barn, vel lagað andlit, ljós húð og
dökkt mikið hár, þeim einkennun
hélt hann alla ævi. Ein minning er
greypt í hugann: Einu sinni þegar
hann var lítið barn sótti ég hann og
mömmu hans niður á Borgarspítala
og hélt á honum fram spítalagang-
inn. Fólk sem átti leið um stoppaði
og horfði á drenginn og ein kona
kom til okkar og hafði orð á hvað
barnið væri fagurt.
Hallmar var ákaflega ræðinn og
skemmtilegur og orðheppinn svo að
af bar og eru til um það mörg dæmi,
en veikindi hans urðu þess valdandi
að sumir áttu svolítið erfitt með að
skilja hann.
Hallmar var mikill áhugamaður
um íþróttir og tók þátt í þeim eins
og kraftar leyfðu. Hann var virkur í
Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og
tók þátt í mörgum íþróttamótum á
vegum Íþróttasambands fatlaðra
hérlendis og erlendis. Meðal félaga
sinna var hann mjög vinsæll.
Hallmar var einstaklega hjálp-
samur. Hann mátti ekkert aumt sjá
án þess að reyna að koma til hjálpar.
Enginn þekkti það betur en amma
hans eftir að heilsu hennar tók að
hraka. Fáir voru fljótari til ef ein-
hvers þurfti með. Þá var hann einn-
ig mjög gjafmildur og eigum við
amma hans og afi ófá merki þess.
Fyrir nokkru kynntist hann
stúlku, Mörtu Guðmundsdóttur,
hófu þau sambúð og voru í óðaönn
að stofna sitt eigið heimili þegar
kallið kom og klippt var á þráðinn.
Er mikill harmur kveðinn að henni
og hennar nánustu við þessa fyr-
irvaralausu brottkvaðningu. En
enginn má sköpum renna og von-
andi læknar tíminn þau sár.
Hallmar hafði fyrir nokkru ráðist
í vinnu hjá Vörumerkingu ehf. og
var því félagi í Félagi bókagerðar-
manna. Í Vörumerkingu, eins og
annars staðar, kom hann sér einkar
vel og var dáður og virtur af eiganda
og vinnufélögum. Kom það skýrt í
ljós nú í veikindum hans.
Hallmar minn! Við amma þín og
afi kveðjum kæran ástvin og þökk-
um þér allar ánægjustundirnar sem
þú hefur veitt okkur og allt sem þú
gerðir fyrir okkur og hvað þú gerðir
það allt af góðum hug. Minningin
um þig, elsku Hallmar, er dýrmætur
fjársjóður. Við kveðjum einstaklega
góðan dreng með hrærðum huga um
leið og við vottum öllum hans nán-
ustu okkar innilegustu samúð.
María amma og Þórir
afi Asparfelli.
Það var síðsumars árið 2002 sem
við hittum Hallmar í fyrsta sinn.
Marta dóttir okkar tilkynnti okkur
að hún væri búin að eignast kærasta
og hann var væntanlegur í mat til
okkar. Það var mikil spenna og eft-
irvænting hjá allri fjölskyldunni.
Þegar þau svo mættu bræddi hann
strax hjörtu okkar allra með sinni
fallegu og hlýju framkomu, og ekki
spillti fyrir hvað hann var bráð-
myndarlegur og snyrtilegur. Við
fylltumst strax innilegri gleði yfir
því að Marta væri búin að kynnast
svona yndislegum ungum manni.
Hún sem hafði þráð ástina og ham-
ingjuna allt sitt líf. Það er ekki að
orðlengja það að upp frá þessu voru
þau sem eitt. Það var alltaf talað um
þau í einu orði; Marta og Hallmar.
Svo fóru þau að búa saman fyrir
tæpu ári og allt gekk svo vel. Sam-
band þeirra var svo fallegt og ein-
lægt; þau gerðu allt saman og voru
miklir vinir. Því er söknuðurinn og
sársaukinn nær óbærilegur fyrir
Mörtu okkar. Það nístir hjörtu okk-
ar að finna hinn ólýsanlega sársauka
sem hún þarf nú að upplifa. Við
hrökkvum illilega við og verðum
þess áskynja hversu fljótt lífið getur
breyst; í einu vetfangi er allt orðið
breytt og verður aldrei aftur eins.
Við trúum því að honum hafi verið
ætlað hlutverk annars staðar, en
erfitt er að sætta sig við það.
Hallmar heillaði alla með sinni
hlýju og fallegu framkomu og öllum
í fjölskyldunni þótti jafnvænt um
hann. Hann heilsaði okkur alltaf og
kvaddi með kossi og faðmlagi og var
svo hlýr, en umfram allt var hann
svo góður við Mörtu. Við getum því
glaðst yfir því að hafa fengið að
kynnast þessum góða dreng, en
söknuðurinn er mikill.
Guðmundur Óli dóttursonur okk-
ar þóttist hafa himin höndum tekið,
því þarna var kominn Liver-
poolaðdáandi og þar af leiðandi mað-
ur sem hægt var að tala við.
Við höfum haft þann sið að hittast
hjá ömmu og afa á Borgó á sunnu-
dagsmorgnum og Marta og Hallmar
voru dugleg að mæta þar. Þar tókst
honum að smita marga með Liver-
pooláhuganum og fylgist nú öll stór-
fjölskyldan með því hvernig gengur
hjá því liði. Fólk sem engan áhuga
hafði haft á fótbolta var nú allt í einu
farið að fylgjast með því hvernig
gengi hjá Liverpool.
Þrátt fyrir allt of stuttan tíma get-
um við þakkað fyrir að hafa kynnst
Hallmari. Hann auðgaði líf okkar
allra og var svo góður við Mörtu. Við
getum líka þakkað fyrir að þau
fengu að kynnast ástinni og ham-
ingjunni sem henni fylgir þótt tím-
inn væri allt, allt of stuttur sem þau
fengu með hvort öðru. Við kveðjum
með söknuði og þakklæti undurgóð-
an dreng og vottum foreldrum hans
og fjölskyldu innilega samúð okkar.
Megi Guð styrkja ykkur öll í sorg-
inni og veita ykkur blessun.
Guðmundur og Hrafnhildur.
Óhætt er að segja að mikill spenn-
ingur hafi verið á bænum þegar til
stóð að kynna Hallmar fyrir fjöl-
skyldunni. Hver og einn hafði
ímyndað sér hvernig nýi fjölskyldu-
meðlimurinn væri en Hallmar kom
okkur öllum á óvart með hjartahlýju
sinni og einstökum persónuleika.
Hann hafði ekki setið lengi á spjalli
þegar fótbolti barst í tal. Hallmar
sýndi okkur fram á ótrúlega hæfi-
leika Liverpool-leikmanna og kom
okkur í skilning um það að ekki væri
hægt að halda með tveimur liðum og
helst ekki öðru liði en Liverpool.
Hallmar hafði svör við öllu og í eitt
sinn þegar hann var fenginn til þess
að aðstoða við að flytja á meðan Liv-
erpool og Arsenal voru að keppa þá
sá einhver sér leik á borði að skjóta
á Hallmar því Liverpool gekk ekki
nógu vel í þessum leik. Svar hans við
því var einfalt: „Ég kom ekki til þess
að tala um fótbolta.“ En að öllum
fótbolta slepptum var Hallmar ynd-
islegur í alla staði. Hann var mikið
prúðmenni og kurteisin var engu lík.
Hann hafði mikinn og ákveðinn
smekk, var alltaf flottur í tauinu og
snyrtimennskan réð alfarið ferðinni.
Hann var hjálpsamur og hikaði ekki
við að skella á sig svuntunni, jafnvel
þótt það væri leikur. Alltaf skyldi
hann bjóða upp á kaffi og enginn
skyldi fara svangur frá heimili hans
og Mörtu. En fyrst og fremst var
hann yndislegur við hana Mörtu
okkar og lýsti upp líf hennar. Fyrir
það erum við honum ævinlega þakk-
lát.
Við þökkum Hallmari fyrir allar
þær stundir sem við áttum saman,
við erum öll ríkari eftir að hafa
kynnst honum. Minningin lifir í
hjörtum okkar að eilífu.
Oddný Marie, Hulda Dögg,
Grímur, Tinna og fjölskyldur.
Í dag verður til moldar borinn
kær vinur og samstarfsmaður Hall-
mar Óskarsson. Ekki voru kynni
okkar mjög löng, en Hallmar gerðist
starfsmaður Vörumerkingar í maí
sl. Þessi ungi maður var einkar ljúf-
ur og samviskusamur og varð hvers
manns hugljúfi á vinnustað.
Hallmar var mikill aðdáandi
enska fótboltans, harður stuðnings-
maður Liverpool, og voru síðustu
samskipti okkar á þann veg að hann
spurði hvernig leikur Chelsea og
Liverpool myndi fara, en sá leikur
átti að fara fram þennan örlagaríka
dag, miðvikudaginn 7. jan. Urðum
við sammála um að Liverpool
mynda sigra með einu marki gegn
engu, það gekk eftir, en því miður
fengum við ekki að gleðjast yfir því
saman.
Skarð Hallmars verður vandfyllt
og hans er sárt saknað.
Starfsfólk Vörumerkingar sendir
fjölskyldu Hallmars innilegar sam-
úðarkveðjur, og biður Guð almátt-
ugan að vaka yfir þeim.
Hallmar minn, við kveðjumst í bili
og höfum í huga einkennislag Liver-
pool „You’ll never walk alone“.
Karl M. Karlsson.
Þegar ég mætti til vinnu hinn 8.
janúar sl. fékk ég þær hörmulegu
fréttir að það hefði orðið slys í
Breiðholtslauginni. Mér var sagt að
það hefði verið Hallmar vinur minn
og bocciafélagi sem varð fyrir slys-
inu. Ég var mjög sleginn yfir þessari
frétt og hringdi strax til móður
minnar sem er þjálfari í boccia hjá
Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík,
en þar var Hallmar félagi. Kæri
Hallmar, við áttum óklárað verk fyr-
ir höndum, Íslandsmótið í sveita-
keppni framundan, Hængsmótið
sem haldið er ár hvert á Akureyri.
Þú varst í bestu sveit ÍFR í boccia
ásamt þeim Hjalta og Mörtu. Þið
voruð nýbúin að vinna Akranesmót-
ið sem fram fór á Akranesi í nóv-
ember sl. og vinna silfur á Reykja-
HALLMAR
ÓSKARSSON
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR
frá Burstafelli
í Vestmannaeyjum,
Hvassaleiti 58,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðju-
daginn 20. janúar kl. 13.30.
Árndís L. Óskarsdóttir, Friðrik J. Sigurðsson,
Óskar S. Óskarsson, Kirsti H. Óskarsson,
Ólafur Óskarsson, Fanney Valgarðsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför sonar okkar,
INGVARS ÞÓRS HALLDÓRSSONAR.
Inga Ingvadóttir, Már Björgvinsson.
Ástkær frænka okkar,
GUÐFINNA J. FINNBOGADÓTTIR
(Nanna),
áður til heimilis að Tjarnarkoti,
Innri-Njarðvík,
andaðist í Víðihlíð í Grindavík að morgni föstu-
dagsins 16. janúar.
Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gylfi A. Pálsson.
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
MARGRÉT MARÍNÓSDÓTTIR,
lést á heimilin sínu miðvikudaginn 7. janúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Ásgrímur Högnason,
Svanhvít Sigurðardóttir,
Sigrún M. Sigurðardóttir,
Bjarney Inga Bjarnadóttir, Einar Hansson,
barnabörn og langömmubörn,
Hilma og Erla Marínósdætur.
Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir
og amma,
DÓRA S. HLÍÐBERG
Ofanleiti 25,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi
laugardaginn 17. janúar. Hún verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju föstudaginn 24. janúar kl.
10.30.
Rafn Sigurðsson,
Sigurður Valur Rafnsson, Margrét Valgeirsdóttir,
Rafn Yngvi Rafnsson, María Guðmundsdóttir,
Kristín Hlíðberg Rafnsdóttir, Bogi Guðmundur Árnason
og barnabörn.