Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 27
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 27 ust þau á áttræðisaldurinn og flest þeirra gott betur. Við höfum oft rifj- að upp þá gömlu góðu daga þegar pabbi og þau systkinin voru í fullu fjöri. Það var engin lognmolla þegar systkinin og fjölskyldurnar komu saman á góðri stundu. Þá var gjarn- an sungið, spilað og farið með kveð- skap og var þá glatt á hjalla. Við söknum þessara samverustunda, en minningarnar eru margar og góðar og eiga örugglega eftir að ylja okkur um ókomin ár, uns við hittumst á ný fyrir handan. Svafa giftist þeim ágætismanni Tryggva Guðmundssyni, frá Saurbrúargerði utan af Kjálka. Þeim varð ekki barna auðið og var það þeim eflaust sorgarefni. Svafa vann lengi hjá Útgerðarfélagi Akureyrar en Tryggvi var sjómaður, var um tíma í áhöfn strandferðabátsins Drangs, en hann var líka í millilanda- ferðum. Okkur krökkunum fannst mjög gaman að koma í heimsókn til þeirra, því þar var svo marga fágæta og fallega muni að sjá, sem ekki voru á hverju strái. Lengi voru til í okkar foreldrahúsum, og eru reyndar enn, fallegir hlutir sem Tryggvi fékk í Bretlandi í skiptum fyrir sýrubat- terí, sem virðast hafa verið einhvers virði þar, þó að úrelt væru orðin hér. Þau Tryggvi og Svafa komu oft í Mælifell á sumrin og hjálpuðu til við heyskapinn. Það fannst okkur líka mjög skemmtilegt og munaði aldeilis um handtökin þeirra þá. Þau hafa áreiðanlega líka notið þess, því þau langaði að búa sér heimili úti í sveit og sáu í draumsýn lítið hús hinum megin við fjörðinn. En Svafa bar sterkar taugar til æskustöðvanna og byggðu þau Tryggvi sér sumarbústað í skógar- reitnum á Ytri-Tjörnum, sem þau nefndu Tryggvasel. Þar dvöldu þau löngum sér til ánægju. Margan góð- an kaffisopann og meðlætið fékk maður hjá þeim þar og í Ránargöt- unni á Akureyri, þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Við samgleðjumst Svöfu nú, þegar hún er aftur samvistum við Tryggva sinn sem var farinn á undan henni til að búa þeim sælureitinn sem þau dreymdi um hér. Við og fjölskylda okkar kveðjum Svöfu frænku með virðingu og þökk. Blessuð sé minning hennar. Snæbjörg og Sigríður Bjartmarsdætur. Reykjavík náði frá Kvosinni suður að Kennaraskóla, vestur á Mela og upp að Vatnsþró. Þar fyrir utan var sveit. Öræfi með nokkrum kotum og örfáum stórbýlum. Gunnar átti heima fyrir vestan Læk. Gekk í Barnaskólann, oftast efstur í sínum bekk. Bjartur yfirlit- um, brosleitur, glaðvær. Lauk Versl- unarskólanum með glæsibrag og hóf störf í atvinnulífinu, gekk í Oddfel- lowstúkuna Þórstein og valdist þar skjótt til forystu. Þar lágu saman leiðir okkar, brátt til góðra kynna. Skjótt til vináttu, sem aldrei bar á skugga. Eftir stúkufundi settumst við saman við spilaborð. Eftir vetur- inn til laxveiða í Norðurá eða hitt- umst að sumarbústöðum okkar hvor við sína víkina við Þingvallavatn. All- staðar bar Gunnar með sér glaðværð og góðvild. Einkum þó þegar Guð- munda konan hans var með í för. Þau voru eitt. Ekki bara á pappírnum heldur fyrst og fremst í allri háttsemi og afstöðu hvors til annars. Mikið væri það dásamlegt ef öll hjónabönd væru eins og þeirra Gunnars og Guð- mundu. Eftirtekt vakti hve vel hún annaðist hann alla tíð og alveg sér- staklega hin síðari árin. Það var dýrmætt að eiga Gunnar Petersen að vin. Við, sem þess nut- um, erum við fráfall hans fátækari. Valgarð Briem. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur var ekki stórt íþrótta- félag fyrstu áratugina eftir að það var stofnað. Samt sem áður var þetta öflugur félagsskapur sem byggðist á traustum kjarna félagsmanna. Einn þeirra var Gunnar Petersen, sem nú er látinn. Gunnar og fjölskylda hans hafa tengst TBR um áratuga skeið. Hann var meðlimur í hópi badmin- tonmanna sem voru kallaðir Fuglar, og hittust þeir í hverri viku í fjölda ára, spiluðu badminton sér til heilsu- bótar og áttu góðar stundir saman við spjall, söng, spilamennsku o.fl. Gunnar var kosinn í stjórn TBR 1957, og var ritari félagsins til 1961. Hann var og sæmdur gullmerki fé- lagsins fyrir störf sín að félagsmálum 1964. Nú þegar Gunnar er farinn frá okkur yfir móðuna miklu, minnast margir TBR-ingar hans með þökk fyrir góðar stundir, sem þeir áttu með honum. – Ánægjulegar stundir á íþróttavellinum í skemmtilegum leik, og svo utan vallar í ljúfum fé- lagsskap. Fjölskyldu Gunnars Petersen sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Sigfús Ægir Árnason. Hann fæddist fimm dögum seinna en ég, og ég kynntist honum rúmum 20 árum eftir það. Þau kynni þróuðust mjög fljótt á þann veg að með okkur tókst vinátta sem aldrei fölnaði öll þau ár sem við, hlið við hlið, örkuðum lífsveginn, en þau eru nú fast að 60 talsins. Hann var í ætt við bjargið, en ekki sandinn. Það er Gunnar Petersen sem ég er að tala um en hann lést 4. janúar síð- astliðinn og stóð á áttræðu. Gunnar var fæddur í Reykjavík, 11. okt 1923. Foreldrar hans voru Kristbjörg Þorsteinsdóttir og Bern- harð Petersen, norskur maður sem starfrækti hér í Reykjavík samnefnt fyrirtæki og við það vann Gunnar all- an sinn starfsaldur. Ég mun ekki í þessum örfáu kveðjuorðum fjölyrða um lífshlaup hans á þeim vettvangi. Hvorutveggja er að til þess eru aðrir mér hæfari, og hitt einnig að annað er mér ofar í huga á kveðjustund. Gunnar Petersen var fríður mað- ur, mikill að vallarsýn og sterkur. Hafði yndi af útiveru og fjallaferðum og var laxveiðimaður ágætur. Hug- myndaflug hans og dugnaður var langt yfir meðallagi og kom fram með ýmsum hætti, var meðal annars hvatamaður að því ásamt með nokkr- um vinum sínum að æfa þá fögru íþrótt badminton. Við vorum sjö sam- an, – lærðum ekki í upphafi réttu tök- in og náðum aldrei langt, – en börð- umst eins og ljón. Nú fyrir 25–30 árum hefur íslenskt badminton náð því að vera gjaldgengt á erlendum keppnisvöllum. Með því fylgdist Gunnar alla tíð. En þessi sjö manna hópur var samheldinn á fleiri sviðum. Hann ferðaðist um landið með eiginkonum sínum, hélt veislur og orti dýrt kveðnar vísur. Í öllu var Gunnar í fremstu röð, keppnismaður mikill, snjall hagyrðingur og músíkalskur bassasöngvari. En framar öllu traustur vinur og fágaður dreng- skaparmaður. Lífshamingja hans var öllu öðru fremur fólgin í því að eignast ynd- islegan lífsförunaut sem hann dáði mjög. Henni, syni þeirra og hans fólki, systkinum hans og þeirra fjölskyld- um sendum við Hulda innilegar sam- úðarkveðjur. Þessi kveðjuorð verða ekki fleiri. Ég kveð Gunnar Petersen með sökn- uði. Nokkrum dögum fyrir jól ók ég honum heim, hafandi setið með hon- um að tafli heima hjá sameiginlegum vini okkar. Síðustu orðin sem hann sagði við mig er hann steig út úr bíln- um man ég vel, og leyfi mér nú að gera þau að mínum: ,,Vertu blessað- ur, vinur.“ Kristján Benjamínsson. Það er mér í barnsminni þegar Gunnar Petersen kom í heimsókn að hitta Guðrúnu frænku sína í Svarð- bæli. Hann kom í hlaðið, að vísu ekki á hvítum hesti, heldur á góðum bíl, þessi myndarlegi maður, alltaf kátur og hress og fyrir mig unglinginn bar hann með sér andblæ einhvers sem langt var í burtu. Stundum komu vinir hans með honum og alltaf ríkti sama glaðværð- in og fjörið. Einhvers staðar á ég enn í pússi mínu myndir sem þeir tóku þegar þeir sýndu afl sitt og jafnhöttuðu um 100 kg steðja eins og ekkert væri. Það leynast líka myndir sem sýna hvernig þeir fóru að þessu, þeir hefðu verið liðtækir í heimi kvikmyndanna. Svo fór hann að koma með sína fal- legu og myndarlegu konu sem svo merkilega vildi til að var nafna mín. Alltaf akandi á góðum bílum, alltaf sami hressandi andblærinn og gleðin. Fyrir þau systkinin í Svarðbæli voru þau miklir aufúsugestir og hlakkað til komu þeirra. Svo voru gjafir um jól og enn á ég vínflösku sem Birni í Bæli var send fyrir ein jólin og límd- ur á hana miði með tveim skemmti- legum og góðum vísum. Síðan létust þau systkinin eins og gengur og Bæli fór í eyði og kunningsskapur við hjónin á Kambsveginum féll niður svo sem oft vill verða þegar ungling- urinn fer að þroskast á sínum eigin brautum. En nú þegar Gunnar er fallinn vakna þessar ljúfu minningar og fyr- ir mína hönd og ekki síst systkinanna í Svarðbæli, Guðrúnar og Björns, sendi ég að leiðarlokum bestu kveðj- ur og þakklæti fyrir vináttu og trygg- lyndi. Samúðarkveðjur til aðstandenda sem geta yljað sér við minningu um góðan dreng. Guðmundur R. Jóhannsson. Hverri nýársnóttu á nú og seinni tíða mundu að árin eru fá og ósköp fljót að líða (Einar Ben.) Í fallegu janúarveðri var haldið til Þingvalla. Birtan var ólýsanleg og geisla sólarinnar naut við smástund. Í fallegri vík við vatnið hefur verið dvalið löngum á öllum árstímum og notið hverrar stundar. Þarna hefur skapast lítið samfélag sumarhúsaeig- enda, vinátta og traust. Við gengum að Brekkukoti, kveiktum á kerti og stóðum þögul um stund og minnt- umst allra gleðistundanna sem við höfum átt með eigendum síðustu tvo áratugina. Gunnar Pet eins og við kölluðum hann var góður félagi og vinur. Stutt var í brosið og glettnina, samveru- stundir urðu margar og skemmtileg- ar á þessum árum sem við geymum í minningunni um góðan mann. Þau hjón voru samhent í einu og öllu, áhugamálin mörg og gefandi okkur sem nutum. Löngum var dvalið í Brekkukoti, mikið var spilað og spjallað og hefð myndaðist að spila krokket, „taka eitt geim“ á flötinni góðu. Gunnar hafði gaman af fallegum söng, enda söngmaður mikill og kunni mikið af lögum og textum, einnig var hann laginn við að setja saman vísur sem hann rétti vinum sínum á góðri stundu. Eitt af áhugamálum þeirra hjóna voru skíði og áttum við góðar ferðir saman til Crans Montana í Sviss. Farið var að vori á einum fal- legasta árstíma Sviss og notið þess að skíða í Ölpunum frá morgni til kvölds í góðra vina hópi. Við viljum votta Guðmundu, elsku- legri eiginkonu Gunnars, og aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Kjartan, Svala og Sif. ✝ Hulda EmilíaJónsdóttir fædd- ist á Ásunnarstöðum í Breiðdal 11. júlí 1925. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi miðviku- daginn 7. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Þórey Sigurðardótt- ir, f. 1900, d. 1928, og Jón Gunnarsson kennari, f. 1890, d. 1949. Hulda átti eina systur, Pálínu Jóns- dóttur, f. 1916, d. 1930. Hulda eignaðist með Einari Egg- ertssyni húsasmíðameistara frá Ak- Knuti Johannesi Ødegaard frá Nor- egi, f. 1953, soninn Sævar Óla, f. 1976. 2) Jón Þór vélvirki, f. 1954, eiginkona Guðrún Ásta Björgvins- dóttir, f. 1958. Synir þeirra eru Bjarni Þór, f. 1982, Björgvin Ingi, f. 1987, og Anton Búi, f. 1990. Hulda missti móður sína þriggja ára gömul árið 1928 og einu systur sína skömmu síðar. Hún ólst eftir það upp hjá föður sínum sem stund- aði einkum farkennslu í Breiðdal og Stöðvarfirði. Hulda lauk námi frá Húsmæðraskólanum á Hallorms- stað 1945 og sveinsprófi í kjóla- saumi árið 1948. Hulda bjó í Hafnarfirði í meira en 50 ár. Hún sinnti húsmóðurstörfum meðan eiginmaður hennar lifði en stundaði eftir fráfall hans ýmis al- menn störf meðan aldur og heilsa leyfðu. Lengst starfaði hún á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði. Útför Huldu fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ureyri, f. 1925, d. 1985, soninn Gunnar Rafn endurskoðanda, f. 1949, eiginkona Fann- ey Kristbjarnardóttir, f. 1949. Synir þeirra eru Kristbjörn, f. 1974; Helgi Pétur, f. 1976, og Einar Jón, f. 1978. Hulda giftist árið 1953 Bjarna Sævari Jónssyni bifreiðastjóra í Hafnarfirði, f. 1925, d. 1963. Börn Huldu og Bjarna Sævars eru: 1) Eygló, f. 1953, maki Sveinþór Eiríksson stýrimaður, f. 1950. Dætur þeirra eru: Jóhanna Þórey, f. 1984, og Silja, f. 1986. Fyrir átti Eygló með Tengdamóðir okkar Hulda Emilía Jónsdóttir er látin og er nú skarð fyrir skildi í fjölskyldunni. Við tengdadætur hennar minnumst ein- staklega ljúfra kynna við hana. Hulda var afskaplega elskuleg kona en líf hennar hafði sannarlega ekki verið dans á rósum. Hún missti móður sína þriggja ára gömul og einkasystur sína tæpum tveimur árum síðar. Hún ólst upp hjá föður sínum, sem stundaði far- kennslu og vinnumennsku austur á fjörðum. Oft þurfti Hulda að sjá á bak föður sínum þegar hann fór til starfa. Þá dvaldi hún hjá vinum og vandamönnum eða jafnvel vanda- lausum um lengri eða skemmri tíma. Hulda var dul og flíkaði ekki tilfinn- ingum sínum. En hún var glaðvær og bar sig alltaf vel. Hún stundaði nám við Húsmæðra- skólann á Hallormsstað. Síðar flutti hún til Reykjavíkur og starfaði við kjólasaum á saumastofu Hennýjar Ottósson. Hulda var ákaflega vand- virk og samviskusöm. Hún minntist oft góðra stunda og glaðværðarinnar á saumastofunni. Eftir að Hulda eignaðist soninn Gunnar Rafn réð hún sig til ráðskon- ustarfa til að geta haft hann hjá sér. Árið 1952 kynntist hún eiginmanni sínum Bjarna Sævari Jónssyni í Hafnarfirði og bjó hún þar æ síðan. Sambúð þeirra varð þó ekki löng því Bjarni Sævar lést árið 1963 eftir erf- ið veikindi. Enn stóð Hulda ein eftir, nú með þrjú ung börn, en það var ekki hennar háttur að gefast upp. Oft var vinnudagurinn langur og fjárhagurinn þröngur, en börnin fóru fljótlega að hjálpa til og litla íbúðin á Skúlaskeiði varð það akkeri sem hún hafði þráð. Eftir að börnin fluttu að heiman og stofnuðu eigin heimili urðu barnabörnin líf hennar og yndi. Hulda var ávallt boðin og búin að passa barnabörnin og þeim fannst alltaf eftirsóknarvert að fá að gista hjá ömmu Huldu í Hafnarfirði. Það var oft líflegt þegar barnabörnin komu í heimsókn, þá var öllu til tjaldað. Hetja er fallin frá. Hvers- dagshetja sem gafst ekki upp þrátt fyrir að á móti blési. Hún var stolt og hennar metnaður var að börnin hennar nytu alls þess besta sem hún gat boðið þeim. Hún veitti börnum sínum það öryggi og móðurum- hyggju sem hún sjálf fór á mis við í æsku. Við þökkum Huldu tengdamóður okkar fyrir ánægjulega og lærdóms- ríka samfylgd. Sérstaklega þökkum við kærleika hennar og umhyggju í okkar garð. Fanney og Guðrún Ásta. Hulda Jónsdóttir verður til grafar borin í Hafnarfirði í dag eftir erfið veikindi. Börnin mín kölluðu hana reyndar oft ömmu Huldu þótt hún væri ekki amma þeirra heldur strák- anna hennar Fanneyjar mágkonu minnar. Hún fylgdi með þegar Fanney byrjaði að vera með Gunnari og það var sannarlega ekki slæm viðbót við okkar stórfjölskyldu. Hún var alltaf aufúsugestur í afmælum og jólaboðum. Hulda var einstaklega ljúf og barngóð kona, henni lá lágt rómur og það voru engin rassaköst á henni, en oft er það nú svo að slík prúð- mennska nær frekar til fólks, ekki síst barna. Börnin mín fóru stundum í Hafnarfjörðinn með frændum sín- um í heimsókn til ömmu Huldu sem bjó á Skúlaskeiði, nánast í Hellis- gerði, náttúruperlu Hafnfirðinga. Þegar ég var lítil fór maður með mjólk í flösku og brauðsneið í poka í sérstök ferðalög með strætó til Hafnarfjarðar og í Hellisgerði, en Hulda, hún bara bjó þarna á staðn- um. Synd að maður skyldi ekki kynnast henni fyrr! Hulda var ekki bara ljúf og prúð kona, hún var harð- dugleg og samviskusöm. Hún þurfti að berjast áfram með börnin sín þrjú og kom þeim vel til manns. Hún var m.a. mikil saumakona og þar hafði hún svo sannarlega hæfileika, allt sem saumum við kom lék í höndum hennar. Hún saumaði öll föt á fjöl- skylduna sína og hún var alltaf til í að laga, stytta eða sauma þótt ekki væri alltaf langur tími til stefnu. Allt var sjálfsagt – ef hún gat orðið að liði þá var það sjálfsagt. Þannig var Hulda. Ég hitti Huldu síðast fyrir tæpu ári, þá var mjög af henni dregið. Þótt hún myndi kannski ekki brösóttar fréttir dagsins í dag eða gærdagsins mundi hún engu að síður hvað börn- in mín hétu og svolítið um hvar þau voru stödd í lífinu og hafði ánægju af því að heyra fréttir af þeim. Á móti gat hún svo sagt mér frá barnabörn- unum sínum, gamlar sögur og nýjar. Smátt og smátt lét lífið svo undan og nú er hún Hulda öll. Þegar líkami og sál hlýða ekki lengur má kannski segja að dauðinn sé líkn, en ástvin- um sem eftir lifa er missirinn alltaf erfiður. Ég, börnin mín og amma Sissa þökkum samfylgdina og send- um börnum Huldu og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Sigurðardóttir. HULDA EMILÍA JÓNSDÓTTIR Elsku amma Hulda, við þökkum þér samfylgdina. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Barnabörnin. HINSTA KVEÐJA Minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist for- máli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.