Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 24
AUSTURLAND
24 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
urbergur gefur lítið fyrir að þetta
hafi verið hættulegt og segir að víða
hagi þannig til að halli sé á verk-
stað. „Ef menn eru hræddir við það
sem þeir eru að gera, þá eiga þeir
ekki að vera að gera það,“ segir Sig-
urbergur. „Mig langaði ósköp ein-
faldlega að gera þetta. Þetta snerist
Kárahnjúkavirkjun | Það eru fjórir
bræður úr Skagafirðinum og for-
eldrar þeirra sem eiga verktakafyr-
irtækið Arnarfell ehf. Því vex stöð-
ugt fiskur um hrygg og verkefnin
verða stærri og umfangsmeiri eftir
því sem tímar líða. Konráð Vil-
hjálmsson stofnaði fyrirtækið á sín-
um tíma, eftir að hafa um árabil
stundað vélavinnu og nú er þrjú
börn hans starfandi við Kára-
hnjúkavirkjun; þau Sigurbergur,
sem er staðarstjóri Arnarfells, Sig-
ríður Pála, en hún sér um skrif-
stofuhald, og Þór annast steypustöð
fyrirtækisins á virkjunarstað.
Yngsti bróðirinn, Þorvaldur, vann
með þeim sl. sumar, en er nú í
Tækniskólanum.
Umfang verkefna
og fjárhæða óljóst
Arnarfell var ráðið sem und-
irverktaki Impregilo við gerð Kára-
hnjúkavirkjunar í kjölfar þess að
ekki náðust samningar við Íslenska
aðalverktaka og Ístak um verkið.
Hvorki liggur ljóst fyrir umfang
verks Arnarfells við virkjunina í
heild, né hversu mikla fjármuni er
þar um að ræða. „Við vitum það í
rauninni ekki ennþá, því það er svo
mikið af þessu ígrip við ýmis verk
dag og dag í tímavinnu,“ segir Sig-
urbergur. „Hversu tímarnir verða
svo margir á endanum er erfitt um
að segja. Það eru engar aðrar sér-
stakar ástæður fyrir því að menn
vilja ekki gefa upp fjárhæðir; við
vitum það bara ekki fyrr en í verk-
lok.“
Reglan er að vita hvað
maður er að gera
Sigurbergur verður heldur fá-
mæltur þegar hann er inntur eftir
því þegar byrjað var að skafa allt
efni úr hlíðum Fremri-Kárahnjúks.
Þá fikraði hann sig á gröfu hátt upp
í fjallið, í 62 gráða halla og vann
undir sig stall, þaðan sem hægt og
bítandi var grafið inn að klöpp og
efnið látið renna niður fjallshlíðina
og gljúfrið ofan í Jöklu. Þannig var
klapparvanginn smám saman skaf-
inn niður að gljúfurbarmi. Sig-
einkum um verklag og þegar maður
er með mannskap sem hefur
kannski ekki oft unnið við svona
lagað áður, krefst það þess að mað-
ur standi yfir því sjálfur, svo það sé
gert rétt. En það gerist í sjálfu sér
ekkert óvænt á meðan þú veist hvað
þú ert að gera. Ef þú veist það ekki,
skaltu fara og gera eitthvað annað.
Það er bara reglan.“ Það er sagt að
menn hafi stundum þurft að flengja
hratt niður tönn við gljúfrið til að
renna ekki fram af, en Sigurbergur
segir það ýkjur einar. Þegar hann
er inntur eftir viðskiptum sínum við
Impregilo, sem felast einkum í sam-
ráði og skipulagningu með yf-
irmönnum og verkstjórum, segir
hann að þau gangi ágætlega. „Þarna
mættust í byrjun tveir heimar í
verklagi. Þetta hefur verið að slíp-
ast saman undanfarið og hlutir
ganga orðið greiðar fyrir sig.“
Um slæman aðbúnað hjá Im-
pregilo og ýmsan vandræðagang í
verkbyrjun segir Sigurbergur að
hann hafi ekki séð eitt eða neitt við
Kárahnjúka sem ekki hafi sést í
öðrum sambærilegum verkum. „Við
urðum ekkert vör við þetta portú-
galska fjaðrafok. Hitt er annað mál
að það hefur nú stundum rignt ofan
í rúmin hjá íslenskum virkj-
unarmönnum í gegnum tíðina og þá
er það einfaldlega lagað og menn
meðvitaðir um í hvaða kring-
umstæðum þeir eru staddir.“
Það er haft eftir starfsmönnum
Arnarfells við Kárahnjúka að gott
sé að vinna fyrir Arnarfellssystk-
inin. Þau haldi mönnum að vinnu,
en séu ekki með neitt óþarfa vesen
og hjá þeim finnist engin skipurit
sem setja einn ofar öðrum. Gengið
sé til þeirra verka sem vinna þarf
og skipti þá engu hvort um eiganda
fyrirtækisins eða réttan og sléttan
starfsmann sé að ræða.
Það gerist ekkert
óvænt á meðan þú veist
hvað þú ert að gera
Gunnar Sveinbjörnsson og Þór Konráðsson við Steypustöð Arnarfells á
virkjunarsvæðinu. Þeir segja stöðina framleiða allt að 25 rúmmetrum af
steypu á klukkustund og fjóra til sjö menn vinna þar að staðaldri.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Bræðurnir Sigurbergur og Þór, eigendur verktakafyrirtækisins Arnarfells
ehf. og systir þeirra, Sigríður Pála, starfa við Kárahnjúkavirkjun með Impr-
egilo S.p.A. Sigurbergur er staðarstjóri Arnarfells á virkjunarstað, Sigríður
Pála hefur með pappíra að gera og Þór sér um steypustöðina ásamt fleiru.
FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKIÐ Arn-
arfell ehf. var stofnað árið 1986.
Ársveltan er um milljarður króna
og starfsmenn að jafnaði 40 til 60
talsins. Höfuðstöðvar eru á Ak-
ureyri. Verkefni fyrirtækisins hafa
verið á sviði jarðvinnu, efnisvinnslu,
brúarsmíða, steypuframleiðslu, bor-
ana, sprenginga og flutninga. Véla-
kostur er fjölbreyttur og alls um eitt
hundrað tæki og mun helmingur
hans nú vera í notkun í Kára-
hnjúkum.
Impregilo S.p.A. samdi við Arn-
arfell ehf. um að annast undirbún-
ingsframkvæmdir við göng og stíflu
við Kárahnjúkavirkjun. Felst það
m.a. í að gerður var sneiðingur nið-
ur hamra Hafrahvammagljúfurs,
grafið fyrir tvennum hjágöngum
Jöklu, stíflustæðið undirbúið, sett
upp og rekin steypustöð og einnig
annast fyrirtækið efnisvinnslu.
Haustið 2003 hófst fyrirtækið
handa við að vinna gangastafna og
bora prufuholur í stíflustæðinu og
væntanlegum efnisnámum. 22. febr-
úar fyrir rúmu ári var byrjað að
vinna sneiðinginn niður í gljúfrið og
síðan hefur verið unnið linnulítið við
framkvæmdirnar.
Arnarfell bauð ásamt Impregilo á
síðasta ári í gerð Desjarár- og Sauð-
árdalsstíflu, sem reisa á sitt hvorum
megin við stóru Kárahnjúkastífluna
við Hálslón. Suðurverk í Hafnarfirði
bauð hins vegar lægst og fékk verk-
ið.
Fyrir utan verkin við Kárahnjúka
má nefna sem dæmi um önnur verk
Arnarfells síðustu árin vegagerð í
Bröttubrekku og Kambaskriðum, á
Vopnafjarðarvegi, Háreksstaðaleið
og Mývatnsöræfum, vegagerð og
brúarsmíð á Búðarhálsi, gerð frá-
rennslisskurðar við Vatnsfells-
virkjun og byggingu Fnjósk-
árbrúar. Arnarfell er nú með verk á
Akureyrarsvæðinu við steypufram-
leiðslu og efnisvinnslu.
Með helming af tækjum sínum
í virkjunarframkvæmdunum
ÞAÐ ER sjálfsagt ekki algengt að heil fjölskylda,
foreldrar og sjö börn, vinni öll í verktakageiranum
og reki saman lánlegt fyrirtæki. Sigríður Pála Kon-
ráðsdóttir er ein af þessum systkinum og sér um allt
sem lýtur að pappír, eins og hún segir sjálf, fyrir
Arnarfell við Kárahnjúka. Hún segist ekki hafa hug-
mynd um hvernig á því stendur að öll fjölskyldan er
svo samhent um fyrirtækið sem raun ber vitni.
„Við erum alin upp í áhuga á uppbyggingu af öllu
tagi og strákarnir sátu gjarnan inni í vélarhúsinu hjá
pabba okkar og fylgdust með sem krakkar,“ segir
Sigríður Pála. „Pabbi var og er framkvæmdamaður
af lífi og sál og var m.a. að fylgjast með framgangi
vegagerðar í Bröttubrekku sl. sumar. Það þarf að
átta sig á því að þetta er ekki einhæfur starfsvett-
vangur heldur þvert á móti mjög fjölbreyttur og
krefjandi. Margir dæma þetta ranglega sem einhæf
karlastörf en í þeim er rík fjölbreytni fyrir bæði kyn-
in og kemur það flestum á óvart sem hafa komið að
þessari vinnu.“
Vélagenið erfist milli kynslóða
Sigríður Pála tók drengina sína þrjá með sér aust-
ur, en þeir eru sjö, níu og tólf ára. Þau leigðu sér
íbúðarhús í Fljótsdal og drengirnar ganga í skóla á
Hallormsstað. „Þeir eru mjög lánsamir að hafa kom-
ist í þann ágæta skóla,“ segir hún. „Stjórnendur hans
mega vera virkilega stoltir af því starfi sem þar er
unnið með börnunum. Strákarnir fara með skólabíln-
um til og frá skóla, fá heitan mat í hádeginu og
skóladagurinn er samfelldur. Þetta er allt í sóma og
það er ekki í kot vísað að koma hingað.“ Móðir Sig-
ríðar Pálu býr hjá þeim í Fljótsdal og þarf hún því
ekki að aka niður úr alla daga til að sinna drengj-
unum. Þeir koma svo alltaf inn að Kárahnjúkum um
helgar og una sér vel. „Mamma keypti í haust mót-
orhjól fyrir minni strákana og þeir hafa fengið að
prófa þegar veður leyfir. Sá yngsti, merkilegt nokk,
virðist upprennandi vélakall og hefur eitthvert véla-
gen í sér sem verður þess valdandi að hann prílar
upp á og inn í öll tæki í sjónmáli. Mínir piltar þrífast
vel hér.“
Blómin og vinnuvélarnar
Sigríður Pála segir það misskilning að lífið sé á
einhvern hátt erfitt í Kárahnjúkavirkjun. „Það er
ýmislegt hægt að gera hér, sem á venjulegum vinnu-
svæðum væri ekki hægt að koma við, t.d. að vera í
námi af einhverju tagi. Stærð framkvæmdarinnar
gerir það að verkum að hér er meiri fjölbreytni í að-
búnaði en ella. Svo er stutt í Egilsstaði til ýmissa
hluta og fljótlegt þaðan með flugi hvert sem er. Oft
er líka mjög veðursælt hér efra og fagurt umhverfi,
þó að nú sé vetrarríki.“ Það vakti einmitt athygli síð-
astliðið sumar að sumarblóm og furur höfðu verið
gróðursett við búðir Arnarfells, innan um risavaxnar
vinnuvélar og skemmubyggingar. „Það var svo gott
veður hér upp frá í sumar, oft 20 stiga hiti og sólskin
og okkur vantaði bara eitthvað fínlegt og fallegt við
sólpallinn!“ Sigríður Pála segist því una glöð við sitt,
sé ánægð með starfsfólk sitt og umhverfi og takist á
við verk sín, hvergi bangin.
Lítill vélakall að príla upp á
vinnuvélar á virkjunarstað
Jökulsá á Dal, í daglegu tali nefnd Jökla, seytlar inn í hjáveitugöngin sem
Arnarfell og Impregilo luku við skömmu fyrir jól.
„ÞAÐ ER ofboðslega góð blanda
af fólki hérna,“ segir Kristín og
er ánægð með hve eldri starfs-
mennirnir eru duglegir við að
miðla af reynslu sinni, ekki síst
til nýgræðinga í hópnum. Þegar
mest gekk á í kringum hjáveitu-
göng Jöklu fyrir jólin voru 120
manns að vinna hjá Arnarfelli á
virkjunarsvæðinu og Kristín segir
einn besta manninn vera Viggó
Brynjólfsson. „Hann er sjálfsagt
elsti starfandi vinnuvélamaður
landsins, 78 ára gamall og vinnur
á jarðýtu. Hann er alveg magn-
aður, eldsprækur og spilar fyrir
okkur á harmónikkuna á kvöld-
in.“ Kristín og Erla segja mann-
skapinn hjá Arnarfelli halda vel
saman og lítið blandast hópunum
frá Impregilo og Landsvirkjun
utan vinnutíma. „Við erum sjálf-
um okkur nóg,“ segir Kristín.
„Þegar maður kemur heim á
kvöldin vill maður bara fara að
sofa, spila eða horfa á sjónvarp.“
Erla Ingadóttir skrifstofumaður og Kristín Dís Kristjánsdóttir, öryggis-
fulltrúi og þúsundþjalasmiður, á vesturbakka Jöklu. Á bak við þær er grafa
sem gengur meðal Arnarfellsmanna undir nafninu Solla stirða, eftir sam-
nefndum karakter í Latabæ og lengra í fjarska grillir í malarflutn-
ingavirkið sem flytur efni af mismunandi grófleika í Kárahnjúkastíflu.
Viggó er flottastur af öllum