Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN
36 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
N
eyslusamfélagið
gerist æ aðgangs-
harðara við ómót-
uð börn, stóð í
Morgunblaðinu 2.
janúar sl. og „einhver móðuharð-
indi hafa byrgt okkur sýn gagn-
vart því sem máli skiptir!“
Auga tíðarandans getur her-
numið huga barnsins, en til að
standast augnaráðið og vinna
giftusamlega úr hughrifunum
þarf gott veganesti og föruneyti.
Hugurinn er mannhelgur og því
er leiðin frá eyra að hjarta aðeins
mörkuð af innri vilja. Föruneytið
sem vill vernda bernskuna veit
að allur heimurinn getur einnig
náð eyrum barnsins, því þarf að
þjálfa „tóneyrað“.
Eftir að barnið hefur stigið út
úr síðasta
hring æsk-
unnar, snýst
sjónarmiðið
og leiðin ligg-
ur niður fjall-
ið og um dal-
ina. Á heimleiðinni má jafnvel sjá
drauma í hengingarólum, svikin
loforð liggja eins og hráviði út
um allt og vináttu í gapa-
stokkum. Allt líður undir lok, og
enginn kemst ósnertur frá þeim
ótal þrautum sem þarf að vinna.
Þó bjarmar af nýjum degi.
Þeir sem snúa aftur heim vita
að það var vonin sem skildi á
milli feigs og ófeigs. Sá sem held-
ur í vonina til síðustu stundar og
býst til varnar þótt allt virðist
undirokað myrkrinu, hann á enn
möguleika til að ganga veginn á
enda.
Fróðara snýr unga fólkið aftur
með sóma í hjarta og tekst á við
óvænta vegfarendur sem eru á
rangri leið. Skæður óvinur geng-
ur hjá, en hann virðist ekki leng-
ur hættulegur. Fangarinn er ekki
svipur hjá sjón og finnst skorta á
þekkingarleysi unga fólksins.
Hann er þó ekki dauður úr öllum
æðum og stefnir á síðasta vígið.
Verst finnst honum þegar ljósinu
er beint að honum.
Heima í héraði er ekki allt með
felldu. Heimalandið er ekki varið
með girðingum og á meðan
ferðalangurinn fór grunlaus um
heiminn og vann ýmsar dáðir
læddust þangað sömu öfl og bar-
ist var við út í heimi. Ósóminn
sem leyndist í skúmaskotinu er
kominn á stjá.
Sá sem hélt á vit ævintýranna
hefur lært hugrekki, hann hefur
lært að gera greinarmun á góðu
og illu, röngu og réttu í tíðarand-
anum. Honum hefur tekist að
öðlast sjálfsaga og styrk til að
taka ákvarðanir. Hann hefur
gengið um land skuggans og lýst
það upp, og býst við að geta snú-
ið værukær heim og sofnað
áhyggjulaus.
Heima býður héraðshreinsun,
því ófétið (fangarinn) hefur
hermunið huga heimalinganna.
Næsta verkefni er skapa nýtt
heimaland á grunni þess gamla.
„Biskup kallar eftir því að for-
eldrar endurskoði eigið gildismat
og gefi sér meiri tíma fyrir börn-
in sín en fyrir lífsgæðakapp-
hlaupið.“ (Mbl. 02.01. 04).
Í héraðinu reynist ískyggilegt
áhugaleysi á dýrmætum gildum,
það ber á einelti, kynþáttahatri,
ofbeldi, öfund og öðrum neikvæð-
um samskiptum sem þarf af
vinna bug á. Samábyrgð hins
unga felst í því að vilja standa
vörð um þau gildi sem hann
lærði; jafngildi allra manna, virð-
ingu fyrir einstaklingum, um-
hyggju og sáttfýsi. Hann vill
þroska með sér umhyggju fyrir
öðrum, og láta þá finna að þeir
tilheyri hver öðrum.
Hinn miskunnarlausi birtist
hins vegar eins og sá sem ekkert
hefur til saka unnið: Undrandi
harðneitar hann ábyrgð sinni og
áhrifum á berskjaldaðan huga
unglingsins. „En í augum mark-
aðarins eru unglingar mikilvægir
neytendur, en fyrst og fremst
eru þeir neytendur framtíð-
arinnar og því eftirsóknarvert að
móta neyslumynstur ungs fólks
snemma, eða allt frá barnæsku.“
(Mbl. 21.01. 04).
„Verndum bernskuna!“ – það
er hlutverkið, en það gagnar
samt ekki fyrir föruneyti barns-
ins að láta hefnd mæta hefnd og
efna til átaka þegar önnur ráð
eru fyrir hendi. Heldur þarf að
ræna myrkrið styrkleika sínum
og stökkva því á brott með að-
ferðum sem það beitir ekki sjálft.
Barnið sem snýr heim fullorðið
þarf að rjúfa einangrun heima-
landsins og gera það hluta af ver-
öldinni allri. Það vill koma í veg
fyrir sofandahátt og af-
skiptaleysi, því einmitt þetta
tvennt skapar pláss fyrir orms-
tunguna. Aðeins á hulinni brynju
hollustu, samkenndar og sam-
ábyrgðar brotnar hnífsblað hat-
ursins. En aldrei, aldrei á gagn-
kvæmu hatri.
Farsælt föruneyti gerir gott
fólk úr börnum, fólk sem dofnar
ekki undir sefjun umhverfisins
heldur man hvert erindi þess og
jafnvel köllun er. Á fjalls-
toppnum getur það jafnvel hikað
við að sinna erindi sínu og rang-
lega snúist hugur. Þá getur sá
ólíklegasti í föruneytinu átt ein-
hverju mikilvægu hlutverki að
gegna.
Sá sem safnar aðeins viðhlæj-
endum og jábræðrum í kringum
sig er ekki líklegur til að greina
aðstæður nægjanlega vel. Í góðu
samfélagi er lögð stund á sam-
ræðru ólíkra hópa, og djúp virð-
ing er borin fyrir fjölbreytninni.
Framtíð heimalandsins veltur
ekki á einmenningssamfélagi
fyrri kynslóða, heldur fjölmenn-
ingu komandi kynslóða. Það er
verkefnið sem mætir ungu fólki,
og lykillinn að betri heimkynn-
um. Hæfnin felst í því að geta
skoðað mál frá ólíkum sjón-
arhornum, geta greint á milli
þeirra til að samþætta þau og
þekkja sóma frá ósóma.
Verkefnið er alltaf tvíþætt. 1.
Sókn: Að eyða ofstæki og ofríki
ormstungunnar án þess að beita
sömu brögðum, því það nærir
eldinn. 2. Vörn: Að efla gildin
sem styðja lífið og byggja innri
varnir með börnum framtíð-
arinnar.
Barn er ævintýri – og það er
ævintýri að ala upp barn.
Þríleikur um barnið:
8. jan.: Föruneyti barnsins.
22. jan.: Tveggja barna tal.
5. feb.: Barnið snýr heim.
Barnið
snýr heim
Föruneytið vill vernda bernskuna og
þjálfar með börnum skarpa sjón og „tón-
eyra“. Barnið sem snýr heim fullorðið
þarf að gera héraðshreinsun og hrekja
ormstunguna aftur inn í myrkrið.
VIÐHORF
Eftir Gunnar
Hersvein
guhe@mbl.is
EITT af því dapurlegasta sem
hent getur börn eru munn- og and-
litsskaðar sem þau hljóta við högg
eða fall. Andlit sem var öllu öðru
fegra er skyndilega orðið afmyndað.
Slík slys eru afar tíð. Um helmingur
þeirra barna, sem hafa náð fimm ára
aldri, mun hafa orðið fyrir einhverju
hnjaski á sinni skömmu ævi með
þeim afleiðingum að ein eða fleiri
tennur hafi losnað, skekkst, brotnað
eða fallið úr stæði sínu. Í 97% tilvika
hendir þetta framtennurnar, sem
mest ber nú á, svo að ofan á sársauk-
ann bætist útlitslýti sem jafnan
angrar þó foreldrana
öllu meira en sjálft
barnið sem varð fyrir
óhappinu. Hnjaskið
þarf ekki að vera mikið
– oft ekki annað og
meira en fótaskortur á
teppalögðu gólfi.
Margt geta foreldrar
reynt til þess að koma í
veg fyrir slík slys en þó
er engin leið að útiloka
þau með öllu.
Kannanir sýna að í
um helmingi þeirra til-
vika þar sem barna-
tönn hefur orðið fyrir hnjaski megi
búast við því að eftirkomandi full-
orðinstönn beri þessa hnjasks ein-
hver merki á röntgenfilmu eða þeg-
ar tönnin kemur fram í fyllingu
tímans. Þessi ummerki geta verið
allt frá vart greinanlegum blettum í
tannglerungnum til mjög alvarlegra
og áberandi skaða á tönninni. Hvítir
eða brúnir blettir á miðframtönnum
efri góms eru allalgengir. Einkum er
líklegt að svona fari ef óhappið hend-
ir fyrir þriggja ára aldur barnsins.
Þrennt kemur þar til: Í fyrsta lagi
hefst kölkun fullorðinsframtanna
efri góms um fæðingu og lýkur ekki
fyrr en um þriggja ára aldur og á
þeim tíma eru þessar tennur óharðn-
aðar og afar viðkvæmar. Í öðru lagi
vill svo illa til að einmitt á aldurs-
bilinu eins til þriggja ára eru fætur
hvað valtastir og tíðni áverka á
barnatennur hvað hæst. Í þriðja lagi
er svo vart nokkurt bil á milli rót-
arenda barnatannanna og króna
fullorðinstannanna á þessu aldurs-
skeiði. Meðfylgjandi mynd er ætlað
að sýna hversu þröngt er um krónur
fullorðinstannanna um þriggja ára
aldurinn. Þær eru þá nánast í faðm-
lögum við rætur barnatannanna.
Rótarendar barnatannanna þurfa
því hvorki að hreyfast af miklu afli
né mikið úr stað til þess að skadda
eftirkomendur sína.
Alla áverka á barna-
tennur skyldi taka al-
varlega, einkum þó á
aldrinum eins til
þriggja ára jafnvel þótt
ekki sjái á barninu.
Tannlæknar hafa
þekkingu, þjálfun og
búnað til þess að
greina vandann og
meðhöndla skekktar
tennur og brotnar og
gera að sárum á tann-
holdi og slímhúð
munnsins. Oft kunna
lausar tennur og tannbrot að koma
tannlækninum að gagni við grein-
ingu og meðferð tannáverka. Barnið
og allar úrslegnar tennur og tann-
brot sem kunna að finnast á slys-
staðnum skal því færa til tannlæknis
eins skjótt og auðið er – mínútur
skipta hér oft sköpum. Best er að
láta honum eftir að hreinsa þau
lausu brot sem hann kann að vilja
nota til viðgerðar brotinni tönn en
meðan á flutningi stendur eða bið, er
mikilvægt að brotin séu varðveitt
rök. Best eru þau geymd í und-
anrennu eða mjólk en ekki í krana-
vatni. Einnig er mikilvægt að rönt-
genmyndir náist af skaddaða
svæðinu því að ekki er alltaf allt sem
sýnist. Þær myndir sýna þó einungis
ástandið eins og það er skömmu eftir
slysið. Síðar verða aðrar myndir
teknar og oft þá fyrst þegar bornar
eru saman myndir frá mismunandi
tímum fer að verða mögulegt að sjá
hvert stefnir.
Þegar króna tannar brotnar kann
að opnast aragrúi ganga inn til tann-
kvikunnar (taugarinnar) sem stend-
ur þá eftir nokkuð berskjölduð fyrir
hitabreytingum, áhrifum kemiskra
efna og bakteríum. Þessum göngum
þarf að loka hið fyrsta. Með þeim
efnum sem við höfum yfir að ráða í
dag má gera það skjótt og oft einnig
svo dável fari.
Sé ákveðið að reyna að halda
skaddaðri tönn þarf að líta vel eftir
henni með reglulegri skoðun og
röntgenmyndum. Mjög er þó mis-
munandi hversu þétt slíkt eftirlit
þarf að vera. Fer það nokkuð eftir
því hvað hafi skeð og hverra vand-
ræða sé helst að vænta en í heild
sinni kann það að standa í nokkur ár
Svokölluð „endurísetning“ (repl-
antatio) úrsleginna tanna gefur góða
raun fyrir fullorðinstennur. Rétt er
að undirstrika hér að þetta á ein-
ungis við um fullorðinstennur en alls
ekki barnatennur. Ástæða þessa er
sú að við sjálfa endurísetningu úrs-
leginnar barnatannar kann eft-
irkomandi fullorðinstönn að skadd-
ast. Aftur verður þrengslum helst
um kennt. Að auki fer oft svo að
tannkvika úrsleginnar barnatannar
drepst þótt tekist hafi að koma henni
fyrir í stæði sínu aftur. Í þann dauða
vef vill svo koma ígerð sem fullorð-
instönninni stafar þá veruleg hætta
af.
Eftir föngum reyna tannlæknar
að halda sködduðum barnatönnum á
sínum rétta stað og lagfæra þær.
Aldrei má þetta þó verða á kostnað
fullorðinstannanna sem á eftir koma.
Stundum kann að haga svo til að
framtíðartannheilsu barnsins sé fyr-
ir bestu að einstaka eða jafnvel
nokkrar barnatennur verði fjar-
lægðar. Almennt talað veldur missir
framtanna efri góms barninu ekki
erfiðleikum með framburð móð-
urmálsins og truflar hvorki vöxt né
sálarþroska þess.
Áverkar á tönnum barna
Ólafur Höskuldsson skrifar í
tilefni tannverndarviku ’Alla áverka á barna-tennur skyldi taka al-
varlega einkum þó á
aldrinum eins til þriggja
ára, jafnvel þótt ekki
sjái á barninu.‘
Ólafur Höskuldsson
Höfundur er sérfræðingur í barna-
tannlækningum og lektor í þeirri
grein við tannlæknadeild Háskóla
Íslands.
SAMKVÆMT stjórnskipunarlög-
unum frá 1903 skyldi Íslands ráðherra
bera upp lög og mikilvægar stjórn-
arráðstafanir fyrir konungi í ríkisráði.
Skyldi ráðherrann fara
svo oft sem nauðsyn var
á til Kaupmannahafnar
til að bera upp fyrir kon-
ungi í ríkisráðinu lög og
mikilvægar stjórn-
arráðstafanir. Árið 1907
staðfesti konungur
þrenn lög utan ríkisráðs
er hann var staddur hér
á landi, en þau lög munu
hafa verið borin upp fyr-
ir konung síðar í rík-
isráði til staðfestingar
og skapaðist um þetta
stjórnskipunarvenja.
Í 16. gr. lýðveldisstjórnarskrárinnar
er kveðið á um að forseti lýðveldisins
og ráðherrar skipi ríkisráð og forseti
hafi þar forsæti. Lög og mikilvægar
stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir
forseta í ríkisráði. Ákvæðið er hlið-
stætt þágildandi ákvæði í dönsku
stjórnarskránni, enda voru ekki gerð-
ar aðrar breytingar á stjórnarskránni
vegna lýðveldisstofnunarinnar en
nauðsynlegar voru og þá stundum
þannig að forseti kom í stað konungs.
Hinn 16. desember 1943 var gefin út
tilskipun um starfsreglur ríkisráðs og
er tilskipunin óbreytt, enda þótt hún
miði við ríkisstjórann, en ekki forseta
lýðveldisins. Þó hefur með lögum frá
1969 verið gerð sú breyting að ráðu-
neytisstjóri forsætisráðuneytis skuli
jafnframt gegna starfi ritara ríkisráðs-
ins. Í tilskipuninni er ákveðið að rík-
isstjórinn (nú forsetinn) boði til rík-
isráðsfundar ýmist samkvæmt tillögu
forsætisráðherra eða að
eigin frumkvæði. Fundi
skal halda á skrifstofu
forseta. Í tilskipuninni
segir að sé ríkisstjóri (nú
forseti) fjarverandi eða
forfallaður sökum veik-
inda þá skuli forsætis-
ráðherra vera forseti
ríkisráðs.
Meðal mikilvægustu
ákvæða um valdheim-
ildir forseta lýðveldisins
er ákvæði 26. gr. stjórn-
arskrár um að hann eigi
þess kost að synja laga-
frumvarpi staðfestingar og hefur það í
för með sér að lagafrumvarpið er þá
lagt undir atkvæði allra kosn-
ingabærra manna. Telja má víst að
kæmi upp sú staða að forseti hygðist
synja um staðfestingu og skjóta laga-
frumvarpi til þjóðaratkvæðagreiðslu,
þá myndi slíkt gerast á ríkisráðsfundi,
sem forseti boðaði til. Teldist rík-
isstjórn heimilt að halda ríkisráðsfundi
án þátttöku forseta yrði þessi vald-
heimild forseta lýðveldisins einskis
nýt.
Sú stjórnskipunarvenja hefur
myndast hér á landi að ríkisráðsfundi
skal ekki halda án þátttöku forseta og
fundartími því ákveðinn með hliðsjón
af aðstæðum forseta. Á síðustu 40 ár-
um mun ekki hafa verið haldinn einn
einasti ríkisráðsfundur án þess að hon-
um væri stjórnað af forseta lýðveld-
isins. Svo rík venja sem farið hefur
verið eftir í 40 ár af 60 ára sögu lýð-
veldisins myndar óhjákvæmilega
stjórnskipunarvenju, sem ekki verður
breytt nema með stjórnskip-
unarlögum. Þó er þessi regla ekki án
undantekninga. Við neyðarrétt-
araðstæður er forsætisráðherra eða
þeim ráðherra sem gegnir stöðu hans í
forföllum heimilt og eftir atvikum skylt
að boða til ríkisráðsfundar vegna mik-
ilvægs málefnis, sem ekki verður skot-
ið á frest.
Sé haldinn ríkisráðsfundur án þátt-
töku forseta lýðveldisins án þess að
fyrir hendi sé brýn nauðsyn, sem veld-
ur því að fundi verði ekki frestað, verð-
ur að telja að þær ákvarðanir sem þar
eru teknar teljist ógildar þar til þær
hafa verið endurstaðfestar á löglegum
fundi í ríkisráði.
Um ríkisráðið
Ragnar Aðalsteinsson fjallar
um ríkisráðsfundinn ’Ákvarðanir sem þareru teknar teljist ógild-
ar þar til þær hafa verið
endurstaðfestar á lög-
legum fundi í ríkisráði.‘
Ragnar Aðalsteinsson
Höfundur er lögmaður.