Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 11 Bankastræti 11, sími 5513930 Allsherjar útsala Allt á hálfvirði Kvöldfatnaður Brúðarkjólar st. 4-16 Brúðarskór st. 35-42 Spariskór st. 35-42 Skartgripir Sjöl, belti, töskur Opið laugardag kl. 11-17 NÁM erlendis er reynsla sem fólk býr að alla ævi, bæði í starfi og einkalífi. Um þetta voru frummæl- endur sammála á fundi sem Sam- band íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) stóð fyrir í Norræna húsinu í gær. Töldu þeir að nám við erlenda háskóla væri jafnframt mikilvægt ís- lensku samfélagi og atvinnulífi. Námsmenn öðlist þroska, fái víð- sýni, kynnist öðrum viðhorfum og læri erlend tungumál – það sem lengi var kallað að verða „sigldur“. Ólafur Stephensen, aðstoðarrit- stjóri Morgunblaðsins, sem tók meistarapróf í alþjóðastjórnmálum í Bretlandi, sagði að skólinn sem hann nam við væri staðsettur í miðri London, hefði góðan aðgang að öll- um helstu rannsóknarstofnunum Bretlands á sviði alþjóðamála og að byggt væri á ríkri hefð gagnrýn- innar umræðu. „Þátttakendur í þessum umræðum, nemendur, kenn- arar og gestafyrirlesarar, koma frá öllum heimsins hornum og hafa nokkurn veginn allar lífsskoðanir, sem völ er á. Þetta er ósköp einfald- lega umhverfi, sem er erfitt eða ómögulegt að búa til á Íslandi. Með- al annars þess vegna lít ég á minn tíma í námi erlendis sem eitt skemmtilegasta tímabilið í lífi mínu,“ sagði Ólafur. Skuldum vafinn á byrjunarreit Guðmundur Steingrímsson, rit- höfundur og blaðamaður, var á sömu skoðun. „Ég ætti eiginlega að segja að þetta hefði verið ömurlegt. Ég kom heim skuldum hlaðinn, skildi við konuna, endaði aftur heima hjá mér í Mávanesinu, í herberginu sem ég hafði yfirgefið til að fara til út- landa. Kominn aftur á byrjunarreit og kláraði ekki gráðuna sem ég ætl- aði mér,“ sagði Guðmundur Stein- grímsson, rithöfundur og blaðamað- ur, sem stundaði nám í Belgíu og Svíþjóð og hefur tvær meistara- gráður í heimspeki. Guðmundur sagðist ekki sjá eftir neinu, dvölin erlendis hefði gefið honum nýja sýn á samfélagið á Íslandi og sett það í nýtt samhengi. Bjarni Benediktsson alþing- ismaður stundaði nám í lögfræði bæði í Þýskalandi og Bandaríkj- unum. Hann sagði dvölina hafa verið ótrúlega góða. Það hefði nýst honum vel í starfi eftir að námi lauk að hafa þekkingu á lögmennsku á erlendri grundu, en í náminu hefði hann kynnst ungum lögfræðingum frá öll- um heimshornum. Alþjóðleg sam- skipti Íslands hefðu aukist mikið síð- ustu ár og þótt erfitt sé að leggja mælistiku á hvernig menntun er- lendis nýtist Íslandi, standi landið framarlega í erlendum samanburði hvað samkeppnishæfni varðar. Mikilvæg auðlind fyrir fyrirtæki Þorfinnur Ómarsson, sem stýrir námi í hagnýtri fjölmiðlun við Há- skóla Íslands, stundaði nám í fjöl- miðlun og kvikmyndafræði í Frakk- landi. Hann sagði að námið hefði nýst sér í starfi strax eftir komuna heim, það hefði gefið sér ákveðna sérstöðu að hafa búið í Frakklandi. Þorfinnur sagði dýrmætustu reynsl- una ekki síst vera að hafa kynnst þjóðfélagi í öðru landi til hlítar. Aug- ljóst væri að það nýttist íslensku þjóðfélagi. Sagðist hann myndu ráð- leggja öllum að reyna að haga námi sínu þannig að þeir fengju einhvern tímann tækifæri til að „sigla“. Þórólfur Árnason borgarstjóri, sem lauk framhaldsnámi í verkfræði í Danmörku, sagði nám erlendis nýt- ast íslenskum fyrirtækjum mjög vel. Þannig hefðu starfsmenn hjá Marel, þar sem hann starfaði áður, numið eða starfað í löndum þar sem ellefu mismunandi tungumál voru töluð. Þetta hefði reynst mikil auðlind þeg- ar farið var út í markaðsstarf á er- lendri grundu. „Þegar allt kemur til alls held ég að mikilvægasti ávinningur bæði samfélagsins og einstaklinganna af námi erlendis sé að það ýtir undir gagnrýna hugsun; að fólk tileinki sér aðrar aðferðir til að hugsa en það hefur lært á Íslandi, beri saman hluti á milli landa og brjótist út úr þeirri einsleitu umræðu, sem gjarn- an ríkir hér á landi,“ sagði Ólafur Stephensen. Fundur á vegum SÍNE um mikilvægi náms í erlendum háskólum Ýtir undir gagnrýna hugsun og setur samfélagið í nýtt samhengi Morgunblaðið/ÁsdísGuðmundur Steingrímsson, Bjarni Benediktsson, Ólafur Stephensen og í pontu stendur Guðmundur Thorlacius, formaður SÍNE. HAFSTEINN Þór Hauksson varð í gær fyrsti laganeminn í Háskóla Íslands sem nýtti sér nýjar reglur lagadeildar og kynnti efni lokarit- gerðar sinnar á opnum fyrirlestri í Lögbergi. Í tengslum við aukið vægi loka- ritgerða kandídata í lögfræðideild þurfa þeir að þreyta próf úr efni ritgerðar- innar, eða gera grein fyrir efni hennar á opnum fyrirlestri, og verður það síð- ara einkum gert ef ritgerðin þyk- ir skara fram úr eða ef efni henn- ar telst líklegt til að vekja almennan áhuga. Lokaritgerð Hafsteins ber titil- inn „Stjórnarskrárhyggja og stjórnarskrárígildi alþjóðlegra mannréttindasáttmála“. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Hafsteinn hafa haft þrenns konar markmið þegar hann vann að ritgerðinni. „Í fyrsta lagi vildi ég leitast við að skýra hugtakið stjórnarskrár- hyggja, sem gengur út á það að varpa ljósi á þau rök sem liggja að baki stjórnarskrám. Hvers vegna erum við með stjórnarskrá? Hvers vegna reisum við stjórnskipan okk- ar á einhverri sérstakri stjórnar- skrá, það er ekkert sjálfsagt að gera það,“ segir Hafsteinn. Sáttmálar jafngilda stjórnarskrá Í ritgerðinni var einnig fjallað um hugtakið stjórnarskrárígildi, en það hefur verið að ryðja sér til rúms í lögfræði undanfarið. Hug- takið lýsir að sögn Hafsteins því að alþjóðlegir mannréttindasáttmálar, og þá sérstaklega mannréttinda- sáttmáli Evrópu, hafi ríkara vægi en formleg staða þeirra gefi til kynna. „Við erum kannski með alþjóð- legan mannréttindasáttmála sem í klassískri kenningu ætti jafnvel ekki að hafa neitt gildi í innan- landsrétti, heldur bara vera þjóð- réttarsamningur milli Íslands og ákveðinnar stofnunnar,“ segir Haf- steinn. Hann segir sáttmálana gjarnan fá ríkara vægi, og í ýmsum til- vikum víki jafnvel íslensk laga- ákvæði vegna ákveðinna ákvæða. Þannig hafi þeir í raun ígildi stjórn- arskrár. Að lokum var svo umræðan um stjórnarskrárígildi skoðuð í ljósi stjórnarskrárhyggjunnar, það er því ljósi sem býr á bak við stjórn- arskrána, og kannað hvernig þess- ar hugmyndir samrýmast. Gengið framhjá stjórnarskrárgjafanum Hafsteinn segir að niðurstaða sín, að virtum þeim rökum sem liggja að baki stjórnarskránni, sé að heldur óheppilegt sé að viður- kenna alþjóðlega mannréttinda- sáttmála sem stjórnarskrárígildi. „Ég tel að með því sé vegið að nokkrum markmiðum stjórnar- skrárhyggjunnar, að tryggja fyr- isjáanleika laganna og stöðugleika þeirra, sem eru tvö af einkennum réttarríkisins. Ekki síður er þar verið að ganga framhjá stjórnar- skrárgjafanum, sem hefur einn heimild til að setja þessi grundvall- arlög.“ Hafsteinn segir að fyrirlestrinum hafi verið vel tekið, og var ánægður með að sjá marga af helstu lög- fræðingum landsins í salnum, auk almennra áhorfenda og laganema. Kynnti efni lokaritgerðar í lagadeild Háskóla Íslands Stjórnarskrárígildi al- þjóðasáttmála óheppilegt Hafsteinn Þór Hauksson. LÖGREGLAN í Borgarnesi handtók á þriðjudag tvo menn á þrítugsaldri fyrir að hafa fíkni- efni í fórum sínum. Mennirnir voru saman í bíl sem var stöðv- aður við reglubundið eftirlit og kom þá í ljós að þeir voru með 2 grömm af kannabisefnum. Mennirnir gengust við að eiga efnin en sögðu þau ætluð til eig- in neyslu og var þeim sleppt að lokinni yfirheyrslu. Tveir hand- teknir með kannabis MAÐUR sem reyndist vera undir áhrifum lyfja lenti í árekstri á Selfossi um hádegi í gær og gerði lögregla í fram- haldinu húsleit á heimili mannsins. Þar fundust nokkur grömm af amfetamíni og hassi. Maðurinn var að sögn lög- reglu í mjög annarlegu ástandi og verður hann yfirheyrður þegar hann verður í standi til þess en hann hefur komið við sögu lögreglu áður vegna fíkni- efnamisferlis. Ekki urðu slys á fólki í árekstrinum. Keyrði á í annarlegu ástandi LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gær tvo menn með nokkurt magn fíkniefna í fórum sínum. Fíkniefnin voru af ýmsu tagi og í svo miklu magni að lík- legt er að mennirnir hafi ætlað þau til sölu, að sögn lögreglu. Mennirnir hafa báðir komið við sögu lögreglu áður vegna fíkni- efnamála. Tveir hand- teknir með fíkniefni STUTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.