Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 A 53 „ÉG er opinn fyrir öllu og hef jafnvel áhuga á að breyta til í sumar en það hefur ekkert verið ákveð- ið ennþá,“ sagði Ragnar Óskarsson, landsliðs- maður í handknattleik og leikmaður franska 1. deildar liðsins Dunker- que, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Samn- ingur Ragnars við Dunkerque rennur út í sumar. „Ég er með í höndunum boð um nýjan samning við Dunkerque og er að skoða það. Það ætti að skýr- ast á næstu vikum hvort ég tek hon- um eða leita eitthvað annað. Það er eitt og annað í gangi sem ég vil skoða til hlítar áður en ég tek ákvörðun,“ sagði Ragnar sem er að ljúka sinni fjórðu leiktíð hjá franska liðinu þar sem hann hefur verið einn helsti mátt- arstólpinn. Heimildir Morgun- blaðsins herma að Ragnar hafi áhuga á að komast að hjá félögum á Spáni frem- ur en í Þýskalandi verði hann ekki áfram í Frakk- landi. „Ég vil ekkert segja um það, aðeins að ég opinn fyrir því að skoða ýmsa kosti sem kunna að bjóðast,“ sagði Ragnar sem leikur sinn fyrsta deildarleik með Dunker- que að loknu hléi á frönsku deildinni vegna EM nk. laugardag. Þá leikur Dunkerque við Paris. Ragnar Óskarsson langar að breyta til í sumar ÍSLENSKA karlalandsliðið í tennis hóf keppni í heims- meistarakeppni landsliða, Davis Cup, í Kaunas í Litháen í gær en liðið spilar í þriðju deild eftir sigur í fjórðu deild- inni í fyrra. Fyrsta viðureign Íslendinga var á móti liði Makedóníu. Raj Bonifacius og Arnar Sigurðsson spiluðu ein- liðaleikina og tvíliðaleikinn fyrir Ísland og töpuðu þeir öll- um leikjum sínum. Raj Bonifa- cius tapaði í tveimur settum, 4:6 og 4:6. Arnar Sigurðsson tapaði í þremur settum, 6:3, 2:6 og 3:6. Í tvíliðaleiknum töpuðu þeir Arnar og Raj í tveimur settum, 1:6 og 5:7. Í dag etja Íslendingarnir kappi við liðsmenn Mónakó og á föstudag við lið Andorra. Tap gegn Makedóníu á Davis Cup LARRY Bratcher, bandarískur körfuknattleiksmaður, er nú til reynslu hjá Njarðvíkingum, en eins og sagt hefur verið frá eru Brenton Birmingham og Brandon Woudstra báðir meiddir og bikar- úrslitaleikurinn í körfuknattleik er á laugardaginn þar sem Njarð- víkingar mæta Keflvíkingum. Aukinheldur er Egill Jónasson frá í nokkrar vikur þar sem hann er með sýkingu í fæti og Páll Krist- insson verður ekki með þar sem hann var í gær dæmdur í eins leiks bann eftir að honum hafði verið vísað út úr húsi í leik um helgina. Bratcher er leikstjórnandi, 1,96 á hæð og hefur leikið víða síðustu árin, meðal annars í Þýskalandi, Belgíu, Kólombíu og nú síðast í Jórdaníu. Hann kom til Njarðvík- inga á mánudaginn og sagði Frið- rik Ragnarsson, þjálfari liðsins, að hann virkaði ágætur leikmaður, en hann væri til reynslu og það skýrðist eftir helgina hvort gerð- ur yrði við hann samningur, það færi mikið eftir því hversu skjótan bata Brenton og Brandon fengju. Bratcher til reynslu í Njarðvík ÍBV tryggði sér farseðilinn í bikar-úrslitaleikinn með tíu marka sigri á FH, 34:24, í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og er þetta fjórða árið í röð sem ÍBV kemst þangað. Það voru gestirnir úr Hafnarfirðinum sem skoruðu fyrsta mark leiksins en í kjöl- farið komu þrjú Eyjamörk. Leikurinn var þó lengst af hálfleiksins í járnum en Eyjastúlkur þó alltaf skrefi á und- an. Liðin bæði spiluðu hraðan sókn- arleik, sóttu hratt eftir að hafa fengið á sig mark og við það opnuðust varnir liðanna illa og ef ekki hefði verið fyrir frábæra markvörslu beggja megin hefðu bæði liðin getað skorað yfir tuttugu mörk í hálfleiknum. Eyja- stúlkur leiddu þó í hálfleik, 16:14 og gerðu svo út um leikinn á upphafs- mínútum síðari hálfleiks og skoruðu tíu mörk gegn tveimur Hafnfirðing- anna. Eftir það róaðist leikurinn tals- vert og liðin skiptust á að skora og þegar upp var staðið sigruðu ÍBV 34:24. Stórskytturnar Alla Gorkorian og Anna Yakova voru markahæstar í liði ÍBV en bestu leikmenn liðsins voru þær Sylvia Strass leikstjórnandi sem skoraði oft stórglæsileg mörk eftir gegnumbrot og Julia Gantim- urova markvörður sem varði eins og berserkur í leiknum. Hjá gestunum var Þórdís Brynjólfsdóttir í miklum ham í fyrri hálfleik en hvarf nánast al- veg í þeim síðari. Þá átti Guðrún Hólmgeirsdóttir ágætan leik og nýtti sér hraða sinn í hröðum sóknum liðs- ins. Það var þó markvörðurinn Jolanta Slapikiene sem stóð upp úr og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. ÍBV í úrslit fjórða árið í röð Allan fyrri hálfleik var mikillsprettur á leikmönnum Gróttu/ KR svo að gestunum gekk illa að hemja þá. Fljótlega var stórskyttan Ramune Pekaskyte tekin úr umferð þeg- ar Gerður Rún Ein- arsdóttir fylgdi henni eins og skugg- inn. Fyrir vikið var eins og fjaraði undan sókn Hauka en Gróttu/KR tókst ekki að nýta það. Eitthvað hafa Haukar farið yfir skipulagið í hléinu því þeir gerðust yfirvegaðri og þegar það skilaði for- ystu í fyrsta sinn mátti sjá sjálfs- traustið vaxa. Eftir tíu mínútur mun- aði þremur mörkum og hlutskipti Gróttu/KR að elta. Þegar 5 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði Aiga Stephanie fyrir Gróttu/ KR svo að framlengja varð leikinn og þá héldu Haukar haus, ekki síst Kristina sem varði mjög vel. „Þetta var hörkubikarleikur frá fyrstu mínútu,“ sagði Eva Björk Hlöðversdóttir, fyrirliði Gróttu/KR, eftir leikinn. „Það er mikil pressa á leikmönnum og svo kemur í ljós hvort maður ræður við hana.“ Hildur Gísladóttir varði mjög vel, Aige byrj- aði mjög vel og Eva Björk einnig. „Við áttum þetta svo sannarlega skilið því það hefur gengið brösug- lega hjá okkur eftir jólin,“ sagði Anna G. Halldórsdóttir úr Haukum eftir leikinn. „Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik, það var svo mikill hraði og hávaði hérna í höllinni, en svo kom þetta. Baráttan kom upp og við spiluðum allar sem ein, ekki ein og ein. Við lögðum einmitt upp með það, það hefur oft vantað baráttuna hjá okkur sérstaklega einhvern neista. Við áttum von á að Ramune væri tekin úr umferð en mér fannst við spila okkur nokkuð vel út úr því og hinar taka við,“ bætti Anna við og hlakkar til að komast í úrslitaleikinn. „Svona eiga líka bikarleikir að vera, framlenging með öllu en þá verður maður líka að vinna og við ætluðum að komast á græna gólfið í höllinni.“ Sem fyrr segir áttu Ramune og Kristina góðan leik en Anna, Ragn- hildur Guðmundsdóttir og Erna Þrá- insdóttir skiluðu sínu. Morgunblaðið/Golli Ramune Pekarskyte, litháíska stórskyttan í liði Hauka, skoraði 13 mörk í sigri Hauka á Gróttu/KR á Nesinu í gærkvöldi. Hér er hún að brjóta sér leið framhjá Írísi Ástu Pétursdóttur. Haukar höfðu betur í spennuleik ÆSISPENNANDI framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og kom- ast í bikarúrslitaleik þegar Haukakonur sóttu Gróttu/KR heim í gærkvöldi. Heimasæturnar á Nesinu höfðu undirtökin framan af en Hafnfirðingar hrukku í gang er leið á síðari hálfleik og voru agaðri síðasta sprettinn með 33:32 sigri. Stefán Stefánsson skrifar  DAGUR Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Bregenz, skoraði 1 mark fyrir lið sitt sem hafði betur í topp- slagnum við Superfund Hard, 26:20, í austurrísku úrvalsdeildinni í hand- knattleik í gærkvöld. Bregenz er með 28 stig í efsta sæti og Superfund Hard hefur 25.  DANSKI varnarmaðurinn Ronnie Hartvig hefur gefið KA-mönnum já- kvætt svar um að leika með liðinu í úrvalsdeildinni í sumar. Hartvig lék vel með norðanliðinu á síðustu leiktíð en KA-menn voru orðnir óþreyjufull- ir að bíða eftir svari Danans sem dró að svara þar sem hann var ekki viss um hvort hann kæmist vegna náms. Heimasíða KA sagði frá þessu í gær.  HÓLMFRÍÐUR Ósk Samúelsdótt- ir gekk í gær til liðs við kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu á ný eftir eins árs dvöl í KR. Hólmfríður, sem er 19 ára, varð Íslandsmeistari með KR í fyrra og lék 12 af 14 leikjum Vesturbæjarliðsins í úrvalsdeildinni.  KRISTINN Ingi Valsson varð í tí- unda sæti á VIS-svigmóti sem haldið var í Noregi á þriðjudagskvöldið. Hann fékk 44,88 FIS-punkta fyrir tímann 1.44,10 mín.  KARL Friðrik Jörgensen varð í 37. sæti í sama móti á 1.52,04 mín. og fékk 89,15 FIS-punkta fyrir það. Snorri Páll Guðbjörnsson varð 47. á 1.54,83 mín.og fékk 104,70 punkta og Guðjón Ólafur Guðjónsson fékk 132,74 punkta fyrir 1.59,86 mín. og 60. sætið en 69 skíðamenn luku keppni.  TVEIR íslenskir skíðamenn féllu úr keppni í fyrri ferð, þeir Óðinn Guðmundsson og Kári Brynjólfsson.  SALOME Tómasdóttir varð í 12. sæti í svigi kvenna á sama móti, fékk tímann 2.03,21 mín. og 104,07 FIS- punkta en Áslaug Eva Björnsdóttir var aðeins á eftir í 13. sæti á 2.03,55 mín. og fékk 105,80 punkta fyrir. Agla G. Björnsdóttir varð í 23. sæti af þeim 26 sem luku keppni, fékk 169,04 punkta fyrir 2.15,99 mín.  FIMM íslenskar stúlkur féllu úr keppni í fyrri ferð – þær Guðrún Ar- inbjarnardóttir, Hrefna Dagbjarts- dóttir, Ásta Björg Ingadóttir, Elín Arnardóttir og Aldís Axelsdóttir. FÓLK Ragnar Sigursveinn Þórðarson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.