Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 21
SUÐURLANDSBRAUT 54
(BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109
70%
SÍÐUSTU DAGAR
ÚTSÖLUNNAR!
AFSLÁTTUR
Í NOKKRA DAGA
Síðustu forvöð til að gera góð kaup!
(Lokum þri. 10. febrúar - opnum aftur föst. 13. febrúar)
um nstu helgi
Reykjavík | Árni Þór Sigurðsson,
borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans,
hefur óskað lausnar frá setu í
hverfisráði Vest-
urbæjar og sex
mánaða leyfis frá
setu í samgöngu-
nefnd. Í samtali
við Morg-
unblaðið sagði
Árni Þór að hann
vildi gjarnan
létta nokkuð af
sér störfum en
hefði einnig tek-
ið að sér aukin
verkefni fyrir Samband ísl. sveitar-
félaga, m.a. í tekjustofnanefnd sam-
bandsins.
Árni Þór lagði fram bréf þessa
efnis í borgarráði og var samþykkt
þar að vísa málinu til afgreiðslu
borgarstjórnar í dag, fimmtudag. Í
bréfi Árna Þórs er lagt til að Katrín
Jakobsdóttir taki sæti hans í hverf-
isráði Vesturbæjar og gegni þar
formennsku. Einnig að hún taki
sæti hans í samgöngunefnd og
gegni formennsku meðan á leyfi
hans stendur.
Árni Þór léttir
vinnuálag sitt
Árni Þór
Sigurðsson
Höfuðborgarsvæðið | Ekki er þörf á
sameiningu sveitarfélaganna á höf-
uðborgarsvæðinu að svo stöddu, þó að
mikilvægt sé að vel sé hlúð að þeim
sviðum þar sem þau eiga samstarf um
sameiginlega hagsmuni, til dæmis
sorpvinnslu, almenningssamgöngur og
fleira. Þetta kom fram í máli bæði Sig-
urðar Geirdal, bæjarstjóra Kópavogs,
og Þórólfs Árnasonar, borgarstjóra
Reykjavíkur, á kynningarfundi um efl-
ingu sveitarstjórnarstigsins sem hald-
inn var á dögunum í Félagsheimili
Kópavogs. Þar mæltu Hjálmar Árna-
son, formaður verkefnisstjórnar um
eflingu sveitarstjórnarstigsins, Sig-
urður Geirdal, formaður Sambands
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,
Þórólfur Árnason borgarstjóri og dr.
Grétar Þór Eyþórsson, forstöðumaður
Rannsóknarstofnunar Háskólans á
Akureyri. Fundi stýrði Ásdís Halla
Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar.
Lagfæringar tekjustofna
Í erindi sínu kynnti Hjálmar Árna-
son tilgang verkefnisins um eflingu
sveitarstjórnarstigsins og helstu
markmið þess. Þar á meðal var að
treysta og efla sveitarstjórnarstigið
með aukinni valddreifingu hins op-
inbera, að sveitarfélögin myndi heild-
stæð atvinnu- og þjónustusvæði og
annist flesta nærþjónustu við íbúa og
að tryggja næga tekjustofna vegna
aukinna verkefna. Meginmarkmiðið
var þannig, að sögn Hjálmars, að efla
sjálfsforræði byggðarlaga. Hjálmar
sagði hlut ríkisins í opinberum út-
gjöldum miðað við sveitarfélögin mun
hærri en á Norðurlöndunum. Leita
þyrfti leiða til að leiðrétta þennan mun.
Undir verkefnisstjórn verkefnisins
falla tvær nefndir, sameiningarnefnd
og tekjustofnanefnd. Sameining-
arnefndin hefur að sögn Hjálmars það
hlutverk að undirbúa og leggja fram
tillögur um breytta sveitarfé-
lagaskipan með hliðsjón af breytingum
á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga,
og landfræðilegum og félagslegum að-
stæðum þannig að hvert sveitarfélag
myndi heildstætt atvinnu- og þjón-
ustusvæði. Tekjustofnanefndin hefur
hins vegar það hlutverk að meta fjár-
hagsleg áhrif af hugsanlegum breyt-
ingum á verkaskiptingu ríkis og sveit-
arfélaga og breytingum á
sveitarfélagaskipan, einkum með tilliti
til þess að endurskoða forsendur fyrir
útreikningi framlaga úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga. Nefndin mun setja fram
hugmyndir um breytingar á tekju-
stofnum sveitarfélaga út frá breyt-
ingum á sveitarfélagaskipan og verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Hjálmar sagði einnig nauðsynlegt
að smá sveitarfélög þéttust, til að létta
þeim ýmis verkefni og bjóða upp á
bætt samskipti, t.d. við þingmenn.
Engin ein formúla
fyrir allt landið
Í máli Sigurðar Geirdal kom fram
að stærð nær allra sveitarfélaganna á
höfuðborgarsvæðinu gerir þeim kleift
að annast alla helstu þjónustu við sína
íbúa sjálfstætt. Hann sagði eflingu og
sjálfstæði sveitarfélaganna aðalatriðið
þegar litið væri til höfuðborgarsvæð-
isins. Sigurður varaði ennfremur við
sameiningarhugmyndum um þau, því
þá myndi myndast eitt sveitarfélag
með um tvo þriðju þjóðarinnar innan-
borðs og tólf sinnum stærra en næst-
stærsta sveitarfélagið. „Það gildir eng-
in ein formúla fyrir allt landið – það
þarf að laga lausnir að þörfum hverrar
byggðar og landssvæðis eftir því sem
við á,“ sagði Sigurður m.a. Hann fagn-
aði góðu samstarfi sveitarfélaganna á
höfuðborgarsvæðinu á mörgum svið-
um og sagði mikilvægt að efla það
samstarf en um leið að eiga í jákvæðri
samkeppni á ýmsum sviðum. „Núver-
andi fyrirkomulag fjölbreyttrar og
góðrar samvinnu er enn um sinn far-
sælasti og besti kosturinn fyrir okkur
á höfuðborgarsvæðinu að mínu mati,“
sagði Sigurður að lokum.
Í klukkutíma fjarlægð
Þórólfur Árnason tók í svipaðan
streng í sínu erindi, en bætti við þeirri
staðreynd að um 77% þjóðarinnar
byggju í um klukkustundar fjarlægð
frá höfuðborgarsvæðinu og því væri
mikilvægt að hugsa um þessi svæði í
öllu skipulagi og þjónustu. Íbúar höf-
uðborgarsvæðisins væru í æ meira
mæli að tileinka sér öðruvísi bú-
setuhætti og væru ýmsir möguleikar
þar í stöðunni.
Þórólfur sagði einnig að Reykjavík-
urborg nyti stærðar sinnar í miðlæg-
um þáttum, eins og innkaupamálum
og tölvu- og upplýsingamálum, en mik-
ilvægt væri að auka hagkvæmni í nær-
þjónustu og færa hana út í hverfin til
þess að nýta tengslin við íbúana. Þann-
ig myndu nærþjónustumiðstöðvar
þjóna um 20–25.000 manns í stað þess
að allir yrðu undir einni stofnun.
Samstarf sveitarfélaganna sagði
Þórólfur afar mikilvægt og einnig að
það gengi mjög vel. Engu að síður var-
aði hann við því að samstarfið gæti
verið viðkvæmt fyrir flokkspólitískri
togstreitu og hreppapólitík. Enn-
fremur yrði að miða samstarf SSH við
að hægt yrði að taka tillit til svæðanna
umhverfis höfuðborgina, sem hann
minntist á í upphafi.
Ólíkar aðstæður til umræðu
Grétar Þór fjallaði í erindi sínu um
tilgang sameiningar sveitarfélaga og
setti hann í samhengi við umræðuna
um landsbyggðina og höfuðborg-
arsvæðið. Sagði hann helsta ávinning
sameiningar sveitarfélaga vera jafnara
þjónustustig með því að sveitir yrðu
hluti af öflugri einingum, faglegri
stjórnsýslu, sterkari einingar til efl-
ingar atvinnulífs og spornunar við
fólksflótta og að lokum þann að stærri
sveitarfélög væri í mörgu tilliti öflugri
einingar lýðræðislega. Einnig sagði
hann að ýmis félagsleg vandamál
leystust illa í smærri sveitarfélögum
þar sem fólk þyrfti jafnvel að sækja
lausn sinna mála á næsta bæ. Þá væri
stundum betra að sækja þjónustuna til
fjarlægari stofnana.
Helstu varnaðaratriði varðandi
sameiningar sagði Grétar vera þá
hættu að jaðarsvæði verði útundan
þegar vald þjappast saman á kjarna-
svæðum, hagræðing geti bitnað á jöðr-
unum auk þess sem kostnaður við ein-
staka málaflokka getur vaxið.
Varðandi mögulega sameiningu
sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæð-
inu sagði Grétar að ávinningur af slíkri
sameiningu væri annars eðlis en það
sem umræðan hefur snúist um und-
anfarin ár og áratugi, smásveit-
arfélagavandann. Bein sameining
myndi jafnvel skapa fleiri vandamál en
hún myndi leysa. Grétar velti þá fyrir
sér möguleika á nokkurs konar milli-
stjórnsýslustigi.
Kynningarfundur um eflingu sveitarstjórnarstigsins
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu njóta samstarfs á mörgum sviðum, en
fæstir eru á því að þau beri að sameina.
!
#
=G)
"&H &
%II
'
. I
!$
. I
. I&
#
(.
%&+
"
Samstarf ofar sameiningu
á höfuðborgarsvæðinu