Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 1
Samherji og Kaldbakur Öflugir samherjar á norðurslóð | 12–13 S-hópurinn Skiptist í tvær blokkir | 6–7 Jón Helgi Guðmundsson Byggir veldi upp á eigin spýtur | 5 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  Miklar sviptingar hafa átt sér stað í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár. Stórveldi hafa komið og farið. Ef litið er yfir íslenskt viðskiptalíf í byrj- un ársins 2004 má sjá að sjö viðskiptastórveldi eiga stóran hluta af þeim fyrirtækjum sem hinn al- menni borgari á samskipti við. Í blaðinu eru sýnd umsvif þeirra án þess þó að um tæmandi lista sé að ræða. Félögunum er ekki raðað á síður eftir neinni ákveðinn forskrift, hvorki eftirstærð né umfangi. Eignir sem Baugur Group og tengd félög eiga eða stýra í Bretlandi eru yfir 50 milljarða króna virði. Eignir Baugs hér á landi eru enn meiri en vöxturinn er mun hraðari erlendis. Eigendur Baugs Group eru Gaumur, sem er í eigu Jóhann- esar Jónssonar og fjölskyldu. Gaumur á meirihlut- ann í Baugi. Aðrir hluthafar eru KB-banki, Ingi- björg Pálmadóttir og Vor, sem er í eigu Péturs Björnssonar, fyrrverandi eiganda Vífilfells. Baugur og eignarhaldsfélög í eigu Pálma Har- aldssonar hafa víða fjárfest saman, meðal annars í Norðurljósum og Högum. KB banki stór í VÍS KB-banki er stærsti banki landsins og næstverð- mætasta félagið sem skráð er í Kauphöll Íslands en markaðsvirði bankans er tæpir 111 milljarðar króna. Meðal eigna KB-banka er tæplega 30% hlutur í Vátryggingafélagi Íslands. VÍS er einnig hluthafi í KB-banka, bæði í eigin nafni og í gegn- um Eglu. Félögin sem teljast til S-hópsins og keyptu hlut ríkisins í Búnaðarbankanum eru VÍS, Ker, Sam- vinnulífeyrissjóðurinn og Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar. Félögin hafa um árabil tengst þéttum böndum og sömu einstaklingar gjarnan skipað stjórnir þeirra. Ýmis önnur félög hafa einnig tengst þessum hópi eignalega og stjórnunarlega séð. Á síðustu árum hafa tengslin hins vegar verið að rofna þó svo að enn sé að finna tengingar t.d. í gegnum KB banka, SÍF og Samskip. Samson er ein umsvifamesta viðskiptasam- steypa landsins með áhrif í fjármálum, flutning- um, lyfjaframleiðslu og bókaútgáfu. Á öllum þess- um sviðum eru áhrif þeirra Björgólfs Guðmundsonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar umtalsverð, saman eða hvers í sínu lagi, umtalsverð. Næsta víst er að kaup Samsonar á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands á sinn þátt í þeim breytingum sem orðið hafa í viðskiptalífinu undanfarna mán- uði. 5 stærstu í SH með 95% Íslandsbanki hefur vaxið umtalsvert á síðustu ár- um og þá ekki síst á síðasta ári. Munar þar mikið um kaupin á Sjóvá-Almennum. Íslandsbanki er eini íslenski viðskiptabankinn þar sem enginn einn hluthafi á yfir 10% hlut. Aftur á móti er staðan öðruvísi ef litið er til Straums fjárfestingarbanka. Þar er Íslandsbanki ásamt Sjóvá-Almennum með 31,4% hlut og langstærsti hluthafinn. Íslands- banki, Sjóvá-Almennar og Straumur ráða síðan yfir 41,4% hlut í SH en Burðarás og Landsbankinn eiga samanlagt 53,42% hlut í SH. Samanlagt eiga því fimm stærstu hluthafar SH tæplega 95% hlutafjár. Jón Helgi Guðmundsson, eigandi Byko, hefur ekki farið hátt í opinberri umræðu en viðskipta- veldi hans hefur vaxið mjög á undanförnum miss- erum. Má þar nefna kaup hans á Kaupási, næst- stærstu verslunarkeðju landsins, og kaup á um 38% hlut í Flugleiðum með tengdasyni sínum Hannesi Smárasyni. Kaldbakur og Samherji eru öflugir samherjar á norðurslóð. Samherji er eitt öflugasta sjávarút- vegsfyrirtæki landsins og á yfirstandandi fisk- veiðiári fékk félagið stærstu einstöku úthlutunina eða um 8% heildarkvótans. Ein helsta eign Kald- baks ef horft er fram hjá eign í Samherja, er tæp- lega þriðjungshlutur í Tryggingamiðstöðinni. Sjö umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi Úttekt á umsvifum sjö viðskiptavelda í íslensku athafna- og viðskiptalífi VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Peningabréf – Góð og örugg skammtímaávöxtun 6,0%* Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. Peningabréf Landsbankans gefa einstaklingum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og öðrum fjárfestum tækifæri til að ná góðri og öruggri ávöxtun þó að fjárfest sé til mjög skamms tíma. * Nafnávöxtun frá 01.01.2004–31.01.2004 á ársgrundvelli. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 32 63 0 2/ 20 04 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 32 63 0 2/ 20 04 www.landsbanki.is Baugur Umsvifamesta viðskiptaveldið | 2- 4 Samson Í miðju mikilla breytinga í viðskiptalífinu | 8–9 Íslandsbanki og Straumur Ekki ein heild en sterk tengsl | 10–11 KB banki Stór og umsvifamikill | 14–15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.