Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 13
sé Samherji hf. í hópi umsvifamestu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Uppbygging félagsins undanfarin 20 ár hafi verið hröð og miði að því að treysta undirstöðurnar með því að taka þátt í flestum greinum sjávarút- vegsins. „Þannig er áhættunni dreift og stöðugleiki tryggður. Velgengni Samherja má ekki hvað síst rekja til þeirrar staðreyndar að sem mat- vælaframleiðslufyrirtæki annast fé- lagið sjálft ferlið frá veiðum til mark- aðar.“ Skráðir hluthafar í Samherja eru nú 1.906 en 81,42% hlutabréfa í félaginu eru í eigu tíu stærstu hlut- hafanna. Þeir eru Kaldbakur, sem á 17,21% sem fyrr segir, Kristján V. Vilhelmsson á 16,05%, Þorsteinn Már Baldvinsson 15,69%, Lífeyris- sjóðir Bankastræti 7 eiga 14,39%, Lífeyrissjóðurinn Framsýn 3,7%, Tryggingamiðstöðin 3,61%, Sam- herji hf. á sjálfur 3,5%, Nafta hf. á 2,74%, Vátryggingafélag Íslands 2,45% og Lífeyrissjóður sjómanna á 2,08%. Vert er að geta þess að stærsta einstaka úthlutun fyrir yfirstand- andi fiskveiðiár var til Samherja sem fékk úthlutað 30.206 þorskígildis- tonnum eða um 8% heildarkvótans. Á síðasta fiskveiðiári var Samherji með um 7,15% heildarkvótans. Árið 1985 átti Samherji þátt í stofnun fyr- irtækisins Hvaleyrar hf. í Hafnar- firði sem keypti eignir Bæjarútgerð- ar Hafnarfjarðar, tvo togara og frystihús og árið eftir stóð félagið ásamt öðrum að stofnun Oddeyrar hf. um kaup og rekstur samnefnds skips, sem stundaði rækjuveiðar. Árið 1990 keypti Samherji meiri- hluta í Söltunarfélagi Dalvíkur, sama ár eignaðist félagið allt hlutafé í Hvaleyri og félögin tvö voru samein- uð. Samherji stofnaði Strýtu ásamt Landsbanka Íslands og KEA á Ak- ureyri upp úr þrotabúi K. Jónssonar & Co, en Strýta er lagmetis- og rækjuverksmiðja og pökkunarstöð. Árið 1994 stóð Samherji að stofn- un Framherja aps. í Færeyjum, átti 30% eignarhlut en fyrirtækið gerði út Akraberg. Þorsteinn EA (áður Helga II RE) var keyptur 1995 og markaði það upphaf þátttöku Samherja í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska. Hluti Dal- víkurbæjar í Söltunarfélagi Dalvíkur var sömuleiðis keyptur það ár. Fyr- irtækið Samherji GmbH var einnig stofnað og eignaðist 49,5% hlut í Deutsche Fischfang Union GmbH í Þýskalandi. Árið 1996 keyptu þeir Samherjafrændur Friðþjóf hf. á Eskifirði, en hann gerði út Sæljónið SU og rak fiskverkun. Sama ár var sölufyrirtækið Seagold Ltd. stofnað ásamt Gústaf Baldvinssyni til þess að sjá um sölu á sjófrystum afurðum Samherja. Þá keypti félagið breska útgerðarfyrirtækið Onward Fishing Company Ltd. „Guggan verður áfram gul…“ Það var svo undir lok ársins 1996 að Hrönn hf. á Ísafirði, sem gerði út einn öflugasta frystitogara landsins, Guðbjörgu ÍS, var sameinuð rekstri Samherja eins og frægt varð. „Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði,“ sagði Þorsteinn Már þá eins og oft hefur verið rifjað upp. Þetta rættist ekki af ýmsum ástæð- um og þegar Guðbjörgin var seld DFFU (sem er í eigu Samherja) í Þýskalandi 1999 sagði Þorsteinn Már að yfirlýsingin margumtalaða hefði verið mistök. „Aðstæður í sjáv- arútvegi eru það breytilegar að það verður að viðurkennast. Sjávarút- vegurinn er eins og sjórinn, síbreyti- legur.“ Allur rekstur Samherja og dótturfélaga þess hérlendis var sam- einaður í nýtt hlutafélag, Samherja hf., árið 1997 og á sama tíma keypti félagið 98% hlutabréfa í Fiskimjöli & lýsi hf. í Grindavík. Síðla vetrar þetta ár var ákveðið að gera Samherja hf. að almenningshlutafélagi og bréf þess voru skráð á Verðbréfaþingi Ís- lands. Í árslok voru Friðþjófur hf. og Fiskimjöl & lýsi hf. síðan sameinuð Samherja hf. og samstarf hófst um markaðsstarf í Bandaríkjunum með Síldarvinnslunni og SR-mjöli, með stofnun Úthafssjávarfangs. Árið 1998 keypti Samherja tæp- lega 50% hlut í Rifi ehf. í Hrísey sem gerði út rækjubátinn Svan EA og um þær mundir keypti félagið einnig hlut í Fiskeldi Eyjafjarðar. Þess má og geta að þetta ár var Samherji útnefndur eitt af 500 fram- sæknustu fyrirtækjum Evrópu. Árið eftir dró Samherji sig út úr rekstri Úthafssjávarfangs. Aldamótaárið skildi svo leiðir stofnendanna; Þorsteinn Vilhelms- son sagði sig úr stjórn Samherja og seldi sinn hlut í félaginu. Friðþjófi á Eskifirði var lokað það ár en eignarhlutur aukinn í Hrað- frystistöð Þórshafnar. Sama ár sam- einaðist Samherji BGB-Snæfelli á Dalvík sem átti sex skip og fisk- vinnslur á Dalvík, Stöðvarfirði og í Hrísey. Tvö skipanna voru reyndar seld strax. Hlutafé í félaginu var aukið í 1,6 milljarða króna sama ár, fjölveiði- skipið Vilhelm Þorsteinsson EA bættist í flotann og félagið hóf þátt- töku í fiskeldi með fjárfestingum í Íslandslaxi í Grindavík, Sæsilfri í Mjóafirði og Víkurlaxi í Eyjafirði. Árið 2000 stofnaði Samherji einnig FAB GmbH í Þýskalandi, sem móð- urfélag DFFU og Hussmann & Hahn. Samherji seldi þá sinn hlut í Samherja GmbH en eignaðist 35% hlut í FAB GmbH. Árið 2001 héldu fjárfestingar Samherja í fiskeldi áfram með hlutafjárkaupum í Silfur- stjörnunni í Öxarfirði og hlutur fé- lagsins í Sæsilfri og Íslandslaxi jókst. Árið 2002 jókst eignarhlutur Sam- herja í Síldarvinnslunni í Neskaup- stað, hlutur var keyptur í SR-mjöli og Finnbogi Jónsson og Kristján Vil- helmsson kjörnir í stjórn þess fyr- irtækis í kjölfarið, Finnbogi sem stjórnarformaður. Samherji eignaðist hlut í Kald- baki, sem fyrr segir, árið 2002 Í fyrra keypti Samherji svo hlut í norska sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtæk- inu Fjord Seafood ASA, sem er eitt af stærstu fyrirtækjunum á sínu sviði í heiminum. Fyrirtækin tvö gerðu með sér víðtækan samstarfs- samning sem m.a. tekur til sam- starfs félaganna í fiskeldi og sölu sjávarafurða, en Samherji hefur nú reyndar selt sinn hlut aftur í norska félaginu. Árið 2003 hlaut Samherji svo Út- flutningsverðlaun forseta Íslands og haldið var upp á að 20 ár voru liðin síðan ævintýrið hófst. Rekstur Samherja byggist á fjór- um meginstoðum: sjófrystingu, land- vinnslu á bolfiski, rækjuvinnslu og vinnslu uppsjávarafurða, eins og segir á vef fyrirtækisins. Þar segir að undanfarin ár hafi aukin áhersla verið lögð á fiskeldi, enda ljóst að það falli mjög vel að þeirri starfsemi sem fyrir er. „Félag- ið hefur yfir að ráða talsverðum veiðiheimildum í uppsjávarfiski, en mjöl og lýsi eru mikilvægustu aðföng í framleiðslu á fiskeldisfóðri. Fisk- eldisstarfsemi Samherja tekur til flestra þátta í fiskeldi þ.e. klaks, seiðaframleiðslu, matfiskeldis, slátr- unar, pökkunar og markaðssetning- ar afurðanna. Áform eru um umtals- verða aukningu í framleiðslunni á næstu misserum. Samherji hf. hefur á að skipa hæfu og framtakssömu starfsfólki og stjórnendum, öflugum skipaflota, miklum aflaheimildum og fullkomnum verksmiðjum í landi. Með þetta í farteskinu stefnir félagið að því að vera áfram í fararbroddi í sjávarútvegi, bæði á Íslandi og al- þjóðlegum vettvangi.“ Starfandi stjórnarformaður Samherja er nú Finnbogi Jónsson, varaformaður er Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, ritari er Óskar Magnússon, forstjóri Og Vodafone, og meðstjórnendur: Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf., og Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar. Vara- menn eru Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks, og Kristján Jóhannsson, lektor við Há- skóla Íslands Starfsmenn Samherja eru um 800. Þar af eru sjómenn um 300 og um 500 manns starfa í landi, víðsvegar um land. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 B 13 NVIÐSKIPTI skapti@mbl.is   3  ) ) O  ' !< &2 2(C ) ; Q ) ) )' D '5 O6& 0:,#0$ 7#,-4$ 4,#+$ -,++$ *+,++$ 8+,++$ ! " / C I )   & B O K ' ) C ' I &( B  &1 )  3  ) ) & I & '   I &K ' K) 58&-7?6  #:,+0$ #*,++$ 0+,+?$ ?,7#$ 8,++$ *,?#$ 7,-?$ +,4+$ +,7-$ +,7-$ 00,80$ 0++,++$   5 '# ( I  ) & % ) &R  & O J &, '    & & E  & J & D &,%    &,SJ )  ' & .  &,( ) ) .  &,( ) ) 08,-$ 4?,:$ ?8,:$ #*,+$ 0++,+$ 0*,:$ 4?,+$ :0,+$ #+,8$ **,+$ *:,7$ $   & C &  !&! R " ' B  & . B  &( < 3  ) ) &  & 1 & !  &O & B  & K)  0:,#0$ 08,+*$ 0*,8?$ 04,7?$ 7,:+$ 7,80$ 7,*+$ #,:4$ #,4*$ #,+-$ 0-,*-$ 0++,++$   5 '# (K%&,R< (  /M &,(.   B &, 1  B &, 7*,+$ 7+,+$ *+,+$ 47,#$ %  &#++4 % #-& ; #++4 &'&70& &#++7 &'&:& &#++# Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Rækjuvinnsla er ein af fjórum meginstoðum í rekstri Samherja. Myndin er tekin við vinnslu rækju í Strýtu, landvinnslu fyrirtækisins á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.