Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 5
VIÐSKIPTAVELDI Jóns Helga Guðmundssonar, sem gjarnan er kenndur við Byko, hefur vaxið hratt sl. áratug hér heima og erlendis. Eignir hans hér á landi hafa vaxið svo um munar á síðustu mánuðum en félag að hálfu í hans eigu eignaðist í síðasta mánuði rúmlega 38% hlut í Flugleiðum og á sl. hausti eignaðist hann aðra stærstu matvörukeðju landsins, Kaupás. Veldi Jóns Helga byggist fyrst og fremst á árangri hans í rekstri bygg- ingavöruverslunarinnar Byko, hér heima og ekki síst erlendis. Faðir hans, Guðmundur H. Jónsson, stofn- aði Byko árið 1962 ásamt eiginkonu sinni, Önnu Bjarnadóttur, og mági, Hjalta Bjarnasyni. Jón Helgi hefur svo gott sem alla sína starfsævi starf- að fyrir Byko en hann tók við rekstri fyrirtækisins í kringum 1980 ásamt Jóni Þór Hjaltasyni. Þeir höfðu nokkru áður stofnað saman Flutn- ingsmiðlunina Jóna, sem var nefnd eftir þeim sjálfum. Svo fór að Jón Helgi stýrði Byko en Jón Þór stýrði Jónum en að því kom að þeir skiptu með sér sameiginlegum eignum sín- um þannig að hvor um sig eignaðist það félag sem hann stýrði. Þar með skildi leiðir Jóns Helga og Jóns Þórs í fyrirtækjarekstri en þeir hafa þó tek- ið höndum saman í fjárfestingum í seinni tíð. Jón Þór var t.d. meðal fjár- festa sem yfirtóku Ker hf., áður Olíu- félagið, á sl. ári og kom Jón Helgi einnig að þeirri yfirtöku. Átti hann þá tæpan fjórðungshlut í Keri en sá hlut- ur var seldur í kjölfar yfirtökunnar og á hann nú ekkert í Keri. Byko byggðist hratt upp undir stjórn Jóns Helga og teygði loks anga sína til Lettlands, Rússlands og víðar. Auk þess hafa á leiðinni bæst við ýmis félög sem eiga lítið skylt við bygg- ingavörur. Vöxtur með útrás til Lettlands og Rússlands Árið 2000 var eignarhaldsfélagið Nor- vik stofnað um alla starfsemi Byko og tengdra félaga. Fyrirtækjasamstæða Norvikur er nánast alfarið í eigu Jóns Helga en auk hans á móðir hans, Anna Bjarnadóttir, 4% hlut í Norvik. Norvik á byggingavörufyrirtækið Byko að fullu og raftækjamarkaðinn Elko. Einnig á Norvik ullarútflutn- ingsfyrirtækið Axent en það á rætur sínar í vel heppnuðum tilraunum Jóns Helga til útflutnings á ull til Rúss- lands. Axent er einn stærsti útflytj- andi á íslenskri ull. Það keypti í sl. mánuði prjónaverksmiðju á Hvammstanga og ætla má að þau kaup renni enn frekari stoðum undir útflutninginn. Um tíma flutti Jón Helgi einnig út fisk til Rússlands en sú starfsemi var seld árið 1997. Byko-Lat er dótturfélag Norvikur um starfsemina í Lettlandi og víðar. Félagið á tvö dótturfélög, annars veg- ar timburvinnslu í Lettlandi sem heit- ir CED og hins vegar timbursölu í Bretlandi sem heitir Byko UK. Mest af því timbri sem CED vinnur er ein- mitt að stærstum hluta selt til Bret- lands en þess utan á fyrirtækið í við- skiptum víða um heim í gegnum umboðsmenn. Um áratugur er liðinn frá því að Byko hóf uppbyggingu timburvinnslu í Lettlandi en markmiðið var að verða á meðal stærstu útflytjenda landsins á timbri. Nú nemur velta Byko-Lat í Lettlandi um fimmtungi af veltu Nor- vik-samstæðunnar. Félagið er meðal fimm stærstu útflytjenda á unnu og hefluðu timbri og meðal tíu stærstu útflytjenda á timbri frá Lettlandi. Starfsemin í Lettlandi hefur því vaxið umtalsvert á síðustu árum. Að auki rekur félagið þrjár starfsstöðvar í Rússlandi sem kaupa hráefni til timb- urvinnslunnar og flytur til Lettlands. Matvörukeðja bætist við Nýjasta viðbótin við Norvikur-sam- stæðuna er verslanakeðjan Kaupás, sem rekur verslanir undir merkjum Nóatúns, Krónunnar, Ellefu-ellefu, Intersports og Húsgagnahallarinnar. Norvik keypti meirihluta hlutafjár í Kaupási sl. haust af Landsbankanum. Reyndar hafði verið tilkynnt um að annað félag hefði keypt þennan 53% hlut af Framtaki fjárfestingarbanka. Þetta var eignarhaldsfélagið Áskaup, sem var meðal annars í eigu VÍS og Samvinnulífeyrissjóðsins sem einnig voru hluthafar fyrir í Kaupási. Þáver- andi framkvæmdastjóri Kaupáss var í forsvari fyrir Áskaup. Kaupin gengu hins vegar til baka þegar Landsbank- inn nýtti sér forkaupsrétt á eignar- hlut Framtaks í Kaupási og seldi hann Norvik ásamt hlut sem bankinn átti fyrir. Alls var því um að ræða rúm 70% hlutafjár sem Norvik keypti af Landsbankanum. Félagið á nú Kaupás að fullu. Heildarvelta Norvikur var 24 millj- arðar króna á sl. ári og hagnaðurinn nam hálfum milljarði. Gert er ráð fyr- ir að hagnaður félagsins verði um 600 milljónir króna á þessu ári og veltan aukist um a.m.k. 3 milljarða. Timburútflutningur frá Rússlandi Sia Solvina er fjárfestingarfélag í eigu Jóns Helga með starfsemi í Lettlandi. Helstu eignir félagsins eru 27% eign- arhlutur í Norvik og fyrirtækið Argo Forest í Rússlandi, sem rekur sög- unarmyllu, kaupir timbur og flokkar og flytur út frá Rússlandi, m.a. til Lettlands. Að auki hefur Sia Solvina fjárfest í smærri hlutum í ýmsum fyr- irtækjum í Lettlandi. Jón Helgi á einnig íslenska fjárfest- ingarfélagið Straumborg sem aftur á stóra hluti í öðrum eignarhaldsfélög- um. Á meðal eigna eru fjórðungshlut- ur í PharmaNor í gegnum eignar- haldsfélagið Ares, rúmlega 6% hlutur í KB banka í gegnum eignarhalds- félögin Sveip, Frey, Ares og Straum- borg, auk 38% hlutar í Flugleiðum í gegnum eignarhaldsfélagið Oddaflug. Oddaflug eignaðist framangreind- an hlut í Flugleiðum á dögunum og er þar með orðið stærsti hluthafi Flug- leiða. Fjárfestingin nam 6,2 milljörð- um króna en Oddaflug er í jafnri eigu Jóns Helga og Hannesar Smárason- ar, aðstoðarforstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem reyndar er tengdasonur Jóns Helga. Er talið að með þessum kaupum geti skapast meiri sátt um rekstur Flugleiða. Frá Gildingu í KB banka Eignarhlutur Jóns Helga í KB banka er að hluta til kominn frá eign í Gild- ingu en þar sat Jón Helgi í stjórn. Þegar Gilding var sameinuð Búnaðar- bankanum eignaðist Jón Helgi hlut þar og keypti ásamt tengdum aðilum jafnframt stóran hlut til viðbótar með það að markmiði að eignast kjölfestu- hlut í bankanum. Alls eignuðust þess- ir aðilar um 15% hlut í Búnaðarbank- anum en eignuðust, sem kunnugt er, ekki hlut ríkisins í bankanum. Jón Helgi á rúman 6% eignarhlut í KB banka í gegnum nokkur félög. Stærstan hlut á Sveipur, 4,2%, en Jón Helgi á það félag með Hannesi Smárasyni. Auk þess á hann minni hluti í gegnum Frey, sem er dóttur- félag Sveips, Straumborg og dóttur- félagið Ares. Jón Helgi situr í stjórn KB banka. Ennfremur er hann stjórnarfor- maður PharmaNor, sem er í 100% eigu Veritas Capital, en þar á hann fjórðungshlut í gegnum Eignarhalds- félagið Ares, dótturfélag Straum- borgar. Þrjá fjórðu hlutafjár eiga þeir bræður Hreggviður og Jóhann A. Jónssynir. Einn á báti Jón Helgi hefur verið þekktur að því að tilheyra ekki sérstakri valdablokk nema þá sinni eigin. Hann á þó gjarn- an í nánu samstarfi við bæði Hannes Smárason og Þórð Magnússon, fyrr- um stjórnarformann Gildingar og eig- anda eignarhaldsfélagsins Eyris, en hann hefur einnig setið í stjórnum nokkurra félaga Jóns Helga. Einnig hefur Jón Helgi á stundum verið orð- aður við Ólafs-arm S-hópsins svokall- aða enda tengdur Jóni Þór Hjalta- syni, einum eigenda Kers, frá fornu fari. Jón Helgi virðist hins vegar hafa farið mikið til eigin leiðir í sínum fjár- festingum þrátt fyrir að hafa á stund- um verið í samstarfi við aðra fjárfesta. JÓN HELGI GUÐMUNDSSON Byggir veldi upp á eigin spýtur Jón Helgi Guðmundsson er orðinn einn af valdameiri mönnum í íslensku viðskiptalífi og orðið skammt stórra högga á milli í fjárfestingum hans. Soffía Haraldsdóttir tók saman yfirlit um helstu eignir og stiklar á uppbyggingu veldisins soffia@mbl.is JÓN Helgi Guðmundsson á og stýrir safni fyrirtækja hér á landi og erlendis auk þess að eiga stóra eignarhluti í ís- lenskum stórfyrirtækjum. Eignir Jóns Helga skiptast í þrjú meginfélög: fyrirtækja- samstæðuna Norvik, sem hann á í félagi við móður sína, Önnu Bjarnadóttur, lettneska eign- arhaldsfélagið Sia Solvina og hina íslensku Straumborg, sem bæði eru að fullu í hans eigu. Nokkur dótturfélaga Straumborgar, sem eignast hafa stóra hluti í öðrum fyr- irtækjum, eru þó einnig í eigu tengdasonar Jóns, Hannesar Smárasonar. Jón Helgi Guðmundsson Einn á báti MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 B 5 NVIÐSKIPTI 2 C      , ' I , . ) KJ, ;   AB PIG, ' B Q,  / 1;,' '  ,' ' I A ,' '  / ,/ ' ' %;  ,;&'   ) ,  C 3 C ) K ( 'C , &'C& ' ( C O  ' ) 0++$ 0++$ 0++$ 0++$ 0++$ 0++$ *0$ 77$ #+$ #4,*$ &# % ) ' K   8?$ #:$ 4$ 0++$   1 ' K ( ,D; #:$ *0$ $$ & % )  0++,++$ $ " +  % )  0++,++$   1 ' / E  2 #*$ *+$ *+$ 8$ , % ! P/ 2 0++$ % I  &E  & B &O ,)& 'AK & & ( ) I  &(  & K)  7-,4-$ #0,08$ ?,?#$ :,0-$ *,-+$ 0:,48$ 0++,++$ % % % 2(C ) :*$  C 5% ' )  6 #*$ K 5 C %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.