Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 10
ÍSLANDSBANKI er þriðja verð- mætasta félagið sem skráð er í Kaup- höll Íslands og Straumur Fjárfest- ingarbanki er einnig meðal verð- mætustu félaga í Kauphöll Íslands. Samanlagt markaðsvirði þeirra er um 103 milljarðar króna. Tengsl fé- laganna tveggja, Íslandsbanka og Straums, eiga sér djúpar rætur enda var Straumur stofnaður upp úr Hlutabréfasjóðnum sem var í vörslu Íslandsbanka. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að tala um Íslandsbanka og Straum sem eina heild þá er Íslands- banki langstærsti hluthafinn í Straumi. Jafnframt er Straumur næststærsti einstaki hluthafinn í Ís- landsbanka með 5,7% hlut og um leið verðmætasta eign Straums í skráðu félagi á hlutabréfamarkaði. Alls fer Íslandsbanki með 31,4% hlut í Straumi. Bankinn á 9,4% hlut í eigin nafni auk þess sem dótturfélag Íslandsbanka, Sjóvá-Almennar tryggingar, á 22,1% hlut í Straumi. Það er því óhætt að segja að tengsl séu á milli félaganna. Íslandsbanki varð til við samein- ingu fjögurra banka, Alþýðubankans, Iðnaðarbanka Íslands, Útvegsbanka Íslands og Verslunarbanka Íslands árið 1990. Áratug síðar sameinuðust Íslandsbanki og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins. Við þá sameiningu varð Íslandsbanki stærsti banki landsins og um leið verðmætasta fé- lagið sem þá var skráð á Verðbréfa- þingi Íslands, nú Kauphöll Íslands, en markaðsvirði félagsins var um 50 milljarðar króna. Á þeim tíma var rætt um að kanna með mögulega skráningu bankans á erlendan hluta- bréfamarkað en ekkert hefur orðið af því enn. Í dag er markaðsvirði Ís- landsbanka rúmir 77 milljarðar. Viðskiptastríð Eins og Agnes Bragadóttir rakti í greinaflokki sínum, Baráttan um Ís- landsbanka, sem var birtur í Morg- unblaðinu fyrir rúmu ári, þá er bar- áttan sem háð var um yfirráðin yfir Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og Íslandsbanka átakamesta viðskipta- stríð sem háð hefur verið í íslensku viðskiptalífi í áratugi. Munaði þar aðeins hársbreidd að Orca-hópurinn svonefndi, en til hans töldust Jón Ásgeir Jóhannesson, Þor- steinn Már Baldvinsson, Jón Ólafs- son og Eyjólfur Sveinsson, næði yf- irráðum í Íslandsbanka. Í dag er Lífeyrissjóður verslunar- manna stærsti hluthafinn í bankan- um með 8,1% en nýr hluthafi meðal 10 stærstu, Milestone Import Export Ltd. sem er félag í eigu barna Wer- ners Rasmussonar, apótekara, þeirra Karls, Steingríms og Ingunnar, er nú þriðji stærsti hluthafinn með 5,36% hlut. Meðal eigna Milestone er rúm- lega 5% hlutur í Pharmaco og lyfsölu- keðjan Lyf og heilsa. Samkvæmt hluthafalista Íslands- banka er Landsbankinn í Lúxemborg skráður fyrir 4,5% hlut en sá hlutur er að mestu í eigu Milestone. Jafn- framt átti Milestone bréf í Íslands- banka áður en félagið keypti hluta- bréfin af Landsbankanum í Lúxemborg auk þess sem fleiri við- skiptavinir Landsbankans í Lúxem- borg eiga hlut að máli. Þar sem um framvirkan samning er að ræða þá verður hlutur Milestone skráður áfram á Landsbankann í Lúxemborg þar til samningurinn er á gjalddaga. Aftir á móti fluttist réttur til arðs og atkvæðsréttur strax til Milestone Import Export Ltd. Ef lagður er saman hlutur Íslands- banka í sjálfum sér og dótturfélags- ins Framtaks fjárfestingarbanka, er samanlagður hlutur þeirra 8,6%. Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn 8. mars og líkt og oft áður fyr- ir aðalfundi bankans má vænta þess að ýmislegt gerist á bak við tjöldin fyrir þann fund. Í dag er Kristján Ragnarsson, for- maður bankaráðs Íslandsbanka. Auk hans sitja Einar Sveinsson, Guð- mundur B. Ólafsson, Guðrún Helga Lárusdóttir, Helgi Magnússon, Jón Snorrason og Víglundur Þorsteins- son í bankaráðinu. Dreifð eignaraðild Eignarhald Íslandsbanka er í dag ólíkt annarra viðskiptabanka á Ís- landi þar sem enginn einn hluthafi á yfir 10% hlut í bankanum. Það er, enginn einn hluthafi er kjölfestueig- andi Íslandsbanka heldur er um dreifða eignaraðild að ræða. Hagnaður Íslandsbanka árið 2003 var rúmir 5,8 milljarðar króna, sem er 71% eða rúmum 2,4 milljörðum króna meiri hagnaður en árið áður. Arðsemi eigin fjár í fyrra var rúmlega 30%, en rúm 18% árið áður. Sjóvá- Almennar tryggingar eru inni í reikn- ingum hans frá og með síðasta fjórð- ungi ársins 2003, og hlutdeild trygg- ingafélagsins í hagnaði bankans er 151 milljón króna. Hagnaður Sjóvár- Almennra á síðasta ári nam 3.930 milljónum króna. Framtak keypt og selt Íslandsbanki keypti í lok síðasta árs Framtak fjárfestingarbanka af Straumi fjárfestingarbanka, sem hafði eignast félagið fyrr á árinu, og var Framtak sameinað Íslandsbanka um síðustu áramót. Kaupverðið var 5,5 milljarðar króna. Áður en kaupin gengu í gegn keypti Straumur þær eignir sem teljast til áhættufjárfest- inga, þar með talið nánst öll skráð og óskráð hlutabréf út úr Framtaki. Heildareignir Íslandsbankasam- stæðunnar um síðustu áramót voru 41.991 milljón króna. Bókfært verð eignarhluta í hlutdeildarfélögum var um áramót 7.399 milljónir króna. Bókfært verð á eignum í 73 félögum sem eru færð sem fjárfestingarhluta- bréf nam um áramót 1.540 milljónum króna en verðmætasta eignin þar var 25% hlutur í Steinhólum sem hefur þegar verið seldur til KB banka. Valdabarátta Straumur Fjárfestingarbanki hefur vaxið og dafnað frá stofnun árið 1986. Á síðasta ári eignaðist Straumur fjár- festingarfélagið Brú að fullu. Það fé- lag hét áður Íslenski hugbúnaðar- sjóðurinn og hafði aðallega fjárfest í hugbúnaðar- og tæknifyrirtækjum. Jafnframt keypti Straumur Framtak fjárfestingarbanka sem hann seldi síðan til Íslandsbanka eins og áður sagði. Markaðsvirði Straums fjár- festingarbanka eru tæpir 26 milljarð- ar króna. Stóran hluta tímans hefur Íslands- banki verið stór hluthafi en jafnframt hafa aðrir komið inn með stórar stöð- ur svo sem Jón Ásgeir Jóhannesson og aðilar honum tengdir. En baráttan um Íslandsbanka sem minnst var á hér á undan snerist einnig um að ná yfirráðum í Straumi, eitthvað sem ekki tókst. Fleiri hafa tekið þátt í stríðinu um Straum og má þar nefna kaup Samson Holding og Lands- bankans á umtalsverðum hlut í Straumi á síðasta ári. Íslandsbanki svaraði um hæl og jók hlut sinn einnig í Straumi. Valdabaráttunni um Straum lauk í það skiptið þegar mestu umskipti í íslensku viðskiptalífi áttu sér stað í september á síðasta ári. Samkvæmt samkomulagi félaga sem tengjast Landsbankanum, Ís- landsbanka, Straumi, Samson Global Holdings, Sjóvá-Almennum, Burðar- ási og Otec Investment (sem er í eigu Sindra Sindrasonar), þá seldi Burðar- ás, fjárfestingararmur Eimskipa- félagsins, að fullu eignarhluti sína í Sjóvá-Almennum tryggingum, Ís- landsbanka og Flugleiðum til Fjár- festingarfélagsins Straums og Ís- landsbanka í skiptum fyrir hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands. Straumur keypti bréf í Flugleiðum af Burðarási í stað bréfa í Eimskipa- félaginu. Íslandsbanki keypti eigin bréf af Burðarási. Landsbankinn seldi ásamt tengd- um aðilum, Samson og Otec, allan sinn hlut í Straumi eða 37% af heild- arhlutafé Straums til Íslandsbanka og Straums. Stór hluti af þessum bréfum hefur síðan verið seldur áfram, m.a. til lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðir áberandi Eins og áður sagði eru Sjóvá-Al- mennar og Íslandsbanki saman með 31,4% hlut í Straumi. Annar stærsti hluthafinn er MK-44 ehf. sem er félag í eigu Magnúsar Kristinssonar út- gerðarmanns í Vestmannaeyjum. Magnús á einnig hlut í gegnum Smá- ey ehf. og á samanlagt tæplega 12% hlut í Straumi. Lífeyrissjóðir eru áberandi á hluthafalista Straums og meðal 20 stærstu hluthafa eru átta líf- eyrissjóðir auk þess sem fleiri fag- fjárfestar eru meðal helstu hluthafa. Aðalfundur Straums fjárfestingar- banka verður haldinn 19. mars nk. en í stjórn hans sitja: Ólafur B. Thors, formaður, Magnús Kristinsson, Kristinn Björnsson, Helgi Magnús- son og Orri Hauksson. Hagnaður Straums á síðasta ári nam 3.815 milljónum króna og jókst hann um 370% frá fyrra ári er hann nam 812 milljónum króna. Hækkun hagnaðar skýrist einkum af hækkun á innleystum hagnaði af verðbréfa- eign, sem nam 3.379 milljónum króna árið 2003 en 952 milljónum króna árið 2002 og hækkun á óinnleystum hagn- aði af verðbréfaeign sem nam 1.285 milljónum króna árið 2003 en þremur milljónum árið á undan. Eignaaukningin 183% Heildareignir Straums í árslok 2003 voru 22.530 milljónir króna en voru 7.986 milljónir í árslok 2002 og jukust því um 183% á milli ára. Hækkunina á árinu 2003 má rekja til kaupa félags- ins á Brú og áhættufjárfestinga sem tilheyrðu Framtaki. Ein helsta eign Straums í skráðu hlutafélagi var í Flugleiðum. Þau bréf seldi Straumur Oddaflugi, félagi í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og Hannesar Smárasonar, hinn 23. jan- úar sl. Nam söluverðið tæpum 5,3 milljörðum króna og var söluhagnað- ur Straums 1.260 milljónir króna. Þann sama dag seldi Íslandsbanki all- an sinn hlut í Flugleiðum og Sjóvá- Almennar hlut af sinni eign. Í dag eiga Sjóvá-Almennar tæplega 10% hlut í Flugleiðum. Hinn 26. janúar sl. átti Straumur fjárfestingarbanki í 17 innlendum fé-  ÍSLANDSBANKI | SJÓVÁ-ALMENNAR | STRAUMUR FJÁRFESTINGARBANKI 10 B FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI BJARNI Ármannsson varð forstjóri Íslandsbanka við hlið Vals Vals- sonar þegar Íslandsbanki og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins samein- uðust árið 2000. Bjarni hafði verið forstjóri FBA frá stofnun bankans árið 1997. Einar Sveinsson er forstjóri Sjóvár-Almennra og er banka- ráðsmaður í Íslandsbanka. Bæði Einar og Bjarni eru einir forstjórar þeirra fyrirtækja sem þeir stýra en Valur lét af störfum sem forstjóri Ís- landsbanka í fyrra og Ólafur B. Thors, sem áður starfaði við hlið Ein- ars, lét af starfi framkvæmdastjóra Sjóvár-Almennara árið 2002. Ólaf- ur er stjórnarformaður Straums fjárfestingarbanka en Íslandsbanki réð Þórð Má Jóhannesson til að breyta undanfara Straums, Hlutabréfa- sjóðnum, í fjárfestingarfélagið Straum árið 2001 og hefur verið fram- kvæmdastjóri Straums allt frá breytingunni árið 2001. Bjarni Ármannsson Einar Sveinsson Þórður Már Jóhannesson Sterkir saman Ekki ein heild en sterk tengsl Íslandsbanki, ásamt dótturfélaginu Sjóvá-Almennum og hlutdeildarfélaginu Straumi fjárfestingarbanka, hefur fjárfest víða og verið áberandi í allri umræðu um íslenskt viðskiptalíf í mörg ár. Guðrún Hálfdánardóttir skoðaði hvar félögin hafa fjárfest og þrátt fyrir að Íslandsbanki og Straumur séu ekki ein heild þá eru sterk tengsl milli þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.