Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 14
KB BANKI er myndaður úr Kaupþingi banka og Búnaðarbank- anum sem sameinuðust í maí árið 2003. Rætur hins sameinaða banka liggja langt aftur, eða allt til ársins 1929 en þá samþykkti Alþingi Ís- lendinga lög um Búnaðarbanka Ís- lands. Bankinn var að fullu í eigu ríkisins og hóf formlega starfsemi 1. júlí 1930. Í ársbyrjun 1998 var Bún- aðarbanki Íslands gerður að hluta- félagi og hófst þá um leið undirbún- ingur að einkavæðingu bankans sem framkvæmd var í áföngum og lauk í upphafi ársins 2003. Kaupþing banki hf. var stofnaður í febrúar árið 1982 af átta einstak- lingum, þeim Ara Arnalds verkfræð- ingi, Baldri Guðlaugssyni hæstarétt- arlögmanni, Friðriki Marteinssyni kerfisfræðingi, Gunnari Guðmunds- syni lögfræðingi, dr. Pétri H. Blön- dal tryggingastærðfræðingi, dr. Ragnari Árnasyni hagfræðingi, dr. Sigurði B. Stefánssyni hagfræðingi og Þorsteini Haraldssyni löggiltum endurskoðanda. Starfsmenn voru í upphafi sex og hafði félagið aðsetur í Húsi verslunarinnar. Fyrsti fram- kvæmdastjóri félagsins var Ingi- mundur Einarsson lögfræðingur. Árið 1986 seldu stofnfélagarnir 49% hlutabréfa sinna til sparisjóð- anna. Fjórum árum síðar, árið 1990, eignaðist Búnaðarbanki Íslands 50% hluta í Kaupþingi banka hf. og átti þá hlut til jafns við sparisjóðina, sem á sama tíma juku eignaraðild sína um 1%. Árið 1996 eignuðust spari- sjóðirnir hlut Búnaðarbanka Íslands og var Kaupþing banki hf. þá alfarið í eigu sparisjóðanna. Eignarhald á bankanum hélst nánast óbreytt þar til í september 2000 þegar Kaupþing banki hf. var skráður á Verðbréfa- þing Íslands. Í kjölfar skráningar- innar drógu sparisjóðirnir úr eign- araðild sinni, en einstaklingar og fagfjárfestar juku hlutdeild sína að sama skapi. Hinn sameinaði banki er nú stærsti banki landsins og áhrifamik- ill í viðskiptalífinu sem því nemur. KB banki skilgreinir Norðurlöndin sem sinn heimamarkað og þar er hann sá tíundi stærsti. Bankinn starfar í tíu löndum; á Íslandi, í Sví- þjóð, Færeyjum, Sviss, Finnlandi, Danmörku, Englandi, Noregi, Lúx- emborg og Bandaríkjunum. Markaðsverðmæti félagsins er tæpir 113 milljarðar króna, eigið fé bankans er 35 milljarðar og hagn- aður eftir fyrstu níu mánuði 2003 nam rúmum fimm milljörðum króna. Miðað við sama tímabil árið áður er hagnaðaraukningin 32% sem skýrist aðallega af auknum gengishagnaði af hlutabréfum og skuldabréfum í eigu bankans. Búist er við 7,7 milljarða króna hagnaði bankans á árinu í heild, sem yrði langmesti hagnaður íslensks fyrir- tækis á árinu. Bankinn birtir ársuppgjör sitt fyrir árið 2003 hinn 12. febrúar nk. Útrásarstuðningur KB banki hefur tekið þátt í og stutt við mörg árangursrík verkefni í gegnum tíðina, þar á meðal vel heppnuð útrásarverkefni fyrirtækja á borð við Baug Group, Bakkavör, Össur og Pharmaco. Stundum hefur þó farið verr, eins og gerðist með þátttöku bankans í Bonus Stores í Bandaríkjunum ásamt Baugi, en þar er talið að bankinn hafi tapað að minnsta kosti vel yfir einum millj- arði króna. Eignatengsl bankans við Baug og Bakkavör eru umtalsverð. Hluta- félag í meirihlutaeigu aðaleigenda Bakkavarar, Meiður, er næststærsti hluthafi í KB banka. KB banki á sjálfur tæp 20% í Meiði, sem aftur á alla hluti í Bakkabræðrum SARL sem á 29% hlut í Bakkavör. Kaup- þing kom fyrst að Bakkavör sem hluthafi árið 1998 og endurfjár- magnaði þá fyrir félagið allar skuld- ir þess. KB banki á, ásamt því að eiga í í Bakkavör í gegnum Meið, beina eignarhluti í félaginu í gegn- um dótturfélög og sjóði. T.d. er Fjárfestingarsjóður Búnaðarbank- ans hf., dótturfélag KB banka, 13. stærsti hluthafi í Bakkavör með 1,66% hlut. KB banki á 22,3% hlut í Baugi Group, en meðal eigna Baugs Group eru umtalsverðir eignarhlutir í verslunarfyrirtækjum á Englandi, auk þess sem Baugur Group á 35% í Högum, félaginu sem á og rekur Hagkaup, Bónus, 10-11 og fleiri verslanir hér á landi og á Norður- löndunum. Sem dæmi um stórt verkefni sem KB banki hefur unnið fyrir Bakka- vör er umsjón með 3,6 milljarða króna hlutabréfaútboði félagsins í desember árið 2001, sem farið var í í tengslum við yfirtöku Bakkavarar á breska matvælafyrirtækinu Katso- uris Fresh Foods. Þarna var um að ræða stærsta hlutabréfaútboð í ís- lenskri fyrirtækjasögu. Af stórum verkefnum sem bank- inn hefur unnið fyrir Baug Group er ráðgjöf til félagsins í tengslum við sölu á 20% hlut Baugs í Arcadia til kaupsýslumannsins Philip Green, en þar hagnaðist Baugur um 7,4 millj- arða króna. Þá sá KB banki um yf- irtöku Baugs á Oasis-tískuvörukeðj- unni sl. haust, en þar var um rúmlega 19 milljarða verkefni að ræða. KB banki keypti sjálfur 10% hlut í Oasis, en Baugur Group á 60% og stjórnendur Oasis 30%. Annað félag þar sem eignatengsl eru talsverð er VÍS en bankinn er stærsti hluthafinn í félaginu með tæp 30% hlut, og hefur verið að auka við hlutinn að undanförnu. VÍS er svo aftur einn af eigendum Eglu hf. sem er stærsti hluthafi KB banka. Þá á VÍS 4,37% beint í KB banka. Skemmst er að minnast þess að Landsbankinn átti 44% hlut í VÍS á árunum 1997–2002, áður en hann seldi hlut sinn nær allan. Aðrir hluthafar í VÍS eru Eign- arhaldsfélagið Samvinnutryggingar svf. með 25,84%, Eignarhaldsfélagið Hesteyri ehf. með 24,71%, Sam- vinnulífeyrissjóðurinn með 10,14% og Eignarhaldsfélagið Andvaka gf. með 5,3%. Útrás af kappi Ásamt því að styðja íslensk fyrir- tæki í útrás með fjármögnun og ráð- gjöf, hefur bankinn sjálfur stundað útrás af kappi með yfirtökum á fyr- irtækjum á Norðurlöndum og með stofnun dótturfélaga. Af útrás bank- ans ber hæst 7 milljarða króna yf- irtöku á sænska bankanum JP Nordiska árið 2002, sem nú heitir Kaupthing Bank Sverige, en við yf- irtökuna gerbreyttist staða Kaup- þings banka hf. á Norðurlöndum. Bankinn hefur það markmið að vaxa á sínum heimamarkaði í fram- tíðinni og hafa forsvarsmenn hans lýst því yfir að bankinn ætli sér að verða leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndum. Bankinn hefur þó ekki verið alfarið trúr Norðurlönd- unum í sínum fjárfestingum, því á síðasta ári keypti bankinn 9,5% hlut í breskum fjárfestingarbanka, Sin- ger & Friedlander. Greiningaraðilar sem hafa tjáð sig um kaupin telja líklegt að KB banki hyggist í fram- haldinu taka bankann yfir, selji hann hlutinn ekki brátt í heilu lagi. Ljóst er þó að til að auka hlut sinn upp fyrir 10% þarf bankinn sérstaka heimild breska fjármálaeftirlitsins og reyni hann yfirtöku mun fara af stað ferli sem búast má við að taki marga mánuði. Ekki í langtímarekstri KB banki er ekki eiginleg „valda- blokk“ í viðskiptalífinu eins og oft er talað um að Baugur eða Kolkrabb- inn svokallaður séu eða hafi verið. Það er eðli fjárfestingarbanka að kaupa og selja eignir til að hagnast á þeim, en ekki standa í langtíma- rekstri fyrirtækja í lítt skyldum rekstri, enda býður það upp á hættu á hagsmunaárekstrum, eins og mik- ið hefur verið í umræðunni síðustu misseri. Bæði á bankinn í svoköll- uðum umbreytingarverkefnum, eins og hægt er þá að flokka fjárfest- inguna í Steinhólum, félaginu sem á olíufélagið Skeljung, undir og bank- inn eignaðist nýverið að fullu, eða þá að hann tekur yfir rekstur fyrir- tækja sem hann hefur lánað mikið fé, til skamms tíma. Þá tekur bank- inn oft stórar „stöður“ í fyrirtækjum á markaði fyrir veltubók sína, eða þá að bankinn eða dótturfélög hans kaupa hlutabréf í mismiklu magni fyrir viðskiptavini sína. Þannig er því ekki alltaf um langtímaáhrifa- fjárfestingar að ræða, þó oft séu há- ar fjárhæðir í spilinu. Stefna KB banka hf. varðandi fjárfestingar í óskráðum félögum er að fjárfesta í félögum sem eru talin fýsileg til umbreytinga innan 1–3 ára frá kaupum. Í tengslum við slík- ar fjárfestingar hefur KB banki stutt við félögin með ráðgjöf við fjárhagslega endurskipulagningu, sameiningu eða yfirtöku, skráningu á markað eða afskráningu. Bankinn lítur ekki á slík kaup sem fjárfest- ingu til langs tíma, heldur stefnir að því að selja hlut sinn í viðkomandi fyrirtæki samfara umbreytingu eða í kjölfar hennar. Dæmi um slíkar eignir bankans, auk fyrrnefndra Steinhóla og Oasis, eru 12% hlutur í Karen Millen-tískuvörukeðjunni,  KB BANKI Stór og áhrifamikill í viðskiptalífinu KB banki varð til á síðasta ári úr Kaupþingi banka og Búnaðarbankanum. Þóroddur Bjarnason skoðaði umsvif bankans sem er sá tíundi stærsti á Norðurlöndunum, en Norðurlöndin eru skilgreindur heimamarkaður bankans. 14 B FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI VIÐ sameiningu Kaupþings banka hf. og Búnaðarbankans hf. í maí á síðasta ári urðu þeir Sólon R. Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbank- ans, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, for- stjórar hins nýja sameinaða félags. Sigurður Einarsson sem var for- stjóri Kaupþings frá 1997–2003, varð starfandi stjórnarformaður bankans og hefur leitt hann í útrás til Norðurlanda, sem bankinn skil- greinir sem sinn heimamarkað. Hreiðar Már er 33 ára viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað hjá Kaupþingi frá árinu 1994. Hann tók við for- stjórastóli Kaupþings banka fyrir tæpu ári, af Sigurði Einarssyni. Sólon R. Sigurðsson, er 61 árs. Hann hóf störf hjá Búnaðarbanka Ís- lands árið 1983 sem aðstoðarbankastjóri og forstöðumaður erlendra viðskipta, og hefur gegnt starfi bankastjóra frá árinu 1990. Bankinn er kominn með starfsemi á öllum Norðurlöndunum og keypti síðast ráðandi hlut í finnska fjárfestingarfélaginu Norvestia og treysti þar með stöðu sína í Finnlandi. Í Bretlandi hefur bankinn keypt 9,5% hlut í fjárfestingarbankanum og eignastýringafyrirtæk- inu Singer & Friedlander. Bankinn hefur stutt við bakið á íslenskum fyrirtækjum í útrás og tekið þátt í milljarða króna fjárfestingum í Englandi, í Bandaríkj- unum og víðar. Hreiðar Már Sigurðsson Sólon R. Sigurðsson Sigurður Einarsson Stjórnendur í framrás

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.