Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI mætis félaganna sem Baugur stýrir er hins vegar meira eða yfir 50 milljarðar króna. Fyrir utan þær eignir erlendis sem hér hafa verið nefndar eiga Hagar eina Debenhams-verslun og fimm TopShop-verslanir í Svíþjóð. Félagið hefur einnig rekið fjórar Miss Selfridge-verslanir í Svíþjóð, en þeim var lokað um síðustu mán- aðamót þar sem vaxtarmöguleikar þóttu litlir og reksturinn hafði gengið misjafnlega. Tvær þessara verslana voru notaðar til að stækka Debenhams-verslanir fyrirtækisins, en allar fjórar verslanirnar voru litlar. Félagið hefur sérleyfi fyrir bresku verslanakeðjuna Deben- hams á Norðurlöndum og ætlar að opna nýja verslun í Kaupmanna- höfn 9. mars næstkomandi. Hagar starfrækja verslanir undir öllum þessum þremur merkjum hér á landi. Fengur kominn inn í Haga Allar þessar verslanir eru hluti af Högum, áður Baugi Íslandi, sem eru að 32% í eigu Baugs, 26% í eigu Stoða og 12% í eigu Gaums. Félög á vegum Pálma Haraldssonar, Fengur og Fons, eignuðust nýlega 20% í Högum, og nokkrir aðrir eiga mun minna, svo sem félagið Vor. Hagar eiga auk fyrrnefndra verslana meðal annars verslanirnar Hagkaup, Bónus, 10-11, Útilíf, Lyfju og Zara. Samtals eiga Hagar 83 verslanir, auk þess að eiga vöru- hótelið Hýsingu og innkaupafyrir- tækið Aðföng. Velta Haga rekstr- arárið sem lauk 28. febrúar í fyrra var 35 milljarðar króna og veltan á fyrstu sex mánuðum þessa reikn- ingsárs var 18 milljarðar króna. Gera verður ráð fyrir að veltan sé meiri á seinni helmingi rekstrarárs- ins og veltan hefur því aukist nokk- uð milli ára. Bókfærðar eignir Haga námu um 20 milljörðum króna í lok ágústs síðastliðins. Hagar eru eins og áður segir uppistaðan í innlendum hluta Baugsveldisins og voru það enn frekar þegar Baugur var keyptur af markaði í fyrrasumar. Fyrirtæk- ið var metið á 26 milljarða króna í yfirtökutilboðinu, en stór hluti eigna þess var erlendis. Félaginu var síðan skipt upp með því að Hagar, sem áður hétu Baugur Ís- land og eiga innlenda og sænska verslunarhlutann, voru gerðir að sjálfstæðu félagi. Kaupandi Baugs af markaði var félagið Mundur, sem var í eigu Gaums, Kaupþings, Vors, og Ingibjargar Pálmadóttur og félags í hennar eigu. Baugur á fjölda annarra inn- lendra fjárfestinga, ýmist að fullu eða að hluta til. Félagið á tæpan helming Fasteignafélagsins Stoða, sem varð til í núverandi mynd við samruna Þyrpingar og Stoða haust- ið 2002. Baugsveldið, þ.e. Baugur og tengdir aðilar, eiga um 2⁄3 hluta Stoða, en þá er litið á Ingibjörgu S. Pálmadóttur og félag í hennar eigu sem tengda aðila. Aðrir eigendur Stoða eru KB banki sem á 21,5%, auk SPRON og Kaldbaks sem eiga vel innan við 10% hvort félag. Stoð- ir eiga svo aftur ríflega fjórðung í Högum eins og sjá má á meðfylgj- andi korti. Fasteignafélagið Stoðir er sem fyrr segir stærsta fasteigna- félag landsins með 56 sjálfstæðar byggingar og heildareignir að fjár- hæð um 30 milljarða króna. Margar bygginganna eru mjög stórar og áberandi, svo sem Kringlan, Holta- garðar, Nordica Hótel, Hótel Loft- leiðir, Glæsibær og Spöngin, svo nokkrar séu nefndar. Fjórðungur í Kaldbaki Baugur á rúmlega 21% hlut í Flug- leiðum og þar á Fengur nálægt 6%. Samanlagður hlutur þessara tveggja aðila er um 27%. Markaðsverð eignarhlutar Baugs í Flugleiðum er um 3,4 milljarðar króna og eignarhlutar Fengs rúm- lega 900 milljónir króna. Eftir ný- leg kaup af Straumi, Íslandsbanka og Sjóvá-Almennum er Oddaflug orðið stærsti hluthafi Flugleiða með 38,5%, en eigendur þess félags eru Hannes Smárason, aðstoðarfor- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og tengdafaðir hans, Jón Helgi Guðmundsson, eigandi BYKO. Húsasmiðjan var keypt af hluta- bréfamarkaði á haustmánuðum árið 2002 og síðan hefur Baugur átt 45% hlut í því félagi, en meirihluti er í eigu félaganna Árna Haukssonar, forstjóra Húsasmiðjunnar, og Hall- björns Karlssonar, fjármálastjóra hennar. Húsasmiðjan var keypt af markaði á tæpa 5,4 milljarða króna og hlutur Baugs var því um 2,4 milljarðar króna, en þar sem félag- ið er ekki lengur á markaði er erfitt að segja til um verðmæti þess nú. Auk þess að vera verulega umsvifa- mikið á byggingavörumarkaði á fé- lagið aðrar eignir, svo sem fjórð- ungshlut í Steinullarverksmiðjunni og Blómaval að fullu. Í þessu sambandi má einnig nefna að Baugur keypti seint á síð- asta ári helmingshlut í Blómaverk- stæði Binna, sem rekur verslanir við Skólavörðustíg, í Kringlunni og í Smáralind. Félag Pálma Haralds- sonar, Fons, á helming á móti Baugi. Baugur er einnig í trygginga- starfsemi í gegnum 100% eign í Hrafnabjörgum sem eiga 65% í Hring. Annar helsti eigandi Hrings er Sparisjóður Kópavogs, sem á fimmtungshlut, auk nokkurra smærri hluthafa. Hringur á trygg- ingafélagið Allianz á Íslandi að fullu og keypti auk þess helmings- hlut í Verði Vátryggingarfélagi á Akureyri síðastliðið haust. Hinn helmingur Varðar er í eigu 2–3.000 viðskiptavina félagsins, en Vörður var áður gagnkvæmt trygginga- félag. Baugur greiddi um 300 millj- ónir króna fyrir hlutinn í Verði og forsvarsmenn félagsins hafa sagt að þeir telji mikla möguleika á vexti í starfsemi þess. Þann fyr- irvara verður þó að setja hér að Fjármálaeftirlitið á eftir að sam- þykkja þessi kaup Baugs. Baugur og Fengur eiga 42% í Tæknivali hvort félag, en 16% eru í eigu Fludir Holding, sem er félag í eigu Ragnars Kristins Kristjáns- sonar á Flúðum. Þessi eign í Tæknivali er í gegnum félagið Grjóta, sem keypti AcoTæknival, eins og fyrirtækið hét þá, af mark- aði. Þetta gerðist seint á síðasta ári, en félögin höfðu keypt sig inn í félagið ári áður. Tæknival hefur um langt skeið átt í rekstrarerfiðleikum og gengið í yfirtökutilboðinu var 0,4 og verð- mæti félagsins miðað við það gengi var 175 milljónir króna. Fyrir fá- einum dögum, í lok janúar, var verslunarsvið félagsins, sem sam- anstóð af BT, Office 1 og Sony setr- inu, selt inn í Norðurljós í tengslum við endurskipulagningu þess félags og erfitt er að segja til um verð- mæti Tæknivals í dag, en ljóst er að það er lítið miðað við flestar aðr- ar eignir Baugsveldisins. Norður- ljós eru, líkt og Tæknival, að stærstum hluta í eigu Baugs og Fengs. Baugur á tæp 15% í fjárfesting- arfélaginu Kaldbaki, og er hlutur- inn um 11⁄2 milljarðs króna virði miðað við núverandi gengi. Fengur á tæplega 10% í félaginu, sem er um 1 milljarðs króna virði, en þessi eign er tvískipt. Annars vegar er beinn 6% hlutur og hins vegar tæp- lega 4% með framvirkum samningi sem skráður er hjá Arion verð- bréfavörslu, dótturfélagi KB banka. Samanlagður hlutur Baugs og Fengs er því tæplega 25%. Aðrir helstu hluthafar eru Kaup- félag Eyfirðinga með 27% og Sam- herji með 25%. Kaldbakur á 18% í Samherja og aðrar helstu eignir Kaldbaks eru Tryggingamiðstöðin, 33%, og Íslandsbanki, rúm 4%. Nýja fjölmiðlaveldið Norðurljós hafa verið mikið í frétt- um á síðustu mánuðum og miss- erum vegna alvarlegra fjárhagserf- iðleika, en nú hafa nýir eigendur komið að félaginu, endurskipulagt fjárhag þess og telja að erfiðleikar þess séu að baki. Eftir eignabreyt- ingar síðustu vikna er meirihluti Norðurljósa í höndum Baugsveld- isins. Stærstu eigendur eru Baugur og Fengur bæði beint og í gegnum önnur félög, en samtals er hluti þeirra félaga sem þessir tveir aðilar ráða rúmlega 58% og þar af á Baugur rúmlega 30% beint og meira óbeint í gegnum Grjóta. Aðr- ir eigendur eru Hömlur, fullnustu- félag Landsbankans, og Kaldbakur. Minni hluthafar eiga samtals 18% og óseld hlutabréf eru 11%. Norðurljós tóku miklum breyt- ingum í lok síðasta mánaðar þegar tilkynnt var að Frétt, útgáfufélag Fréttablaðsins og DV, auk fyrr- nefndra þriggja verslana Tæknivals hefðu verið sameinuð félaginu. Eft- ir sameininguna eru Norðurljós það fjölmiðlafyrirtæki landsins sem nær eyrum og augum flestra lands- manna, en það er með fimm sjón- varpsstöðvar auk erlendu sjón- varpsstöðvanna á Fjölvarpinu, tíu útvarpsrásir, þar á meðal Bylgjuna, og tvö dagblöð. En Norðurljós eru ekki aðeins hefðbundið fjölmiðlafyrirtæki, held- ur líka allsherjar afþreyingarfyr- irtæki. Meðal annarra eigna þess er Skífan, sem gefur út tæpan þriðjung tónlistar í landinu og er auk þess með um 85% markaðs- hlutdeild í sölu tónlistar og tölvu- leikja eftir að verslunarsviði Tæknivals hefur verið bætt við fyr- irtækið. Skífan á líka tvö kvik- myndahús, Smárabíó og Regnbog- ann. Áætluð velta Norðurljósa í ár er 10 milljarðar króna og heildareign- ir eru um 11 milljarðar króna. Stefnt er að því að skrá hlutabréf Norðurljósa í Kauphöll Íslands á næsta ári, en núverandi verðmæti félagsins er nokkuð óljóst. Hlutafé þess er rúmir þrír milljarðar króna, en skiptar skoðanir hafa verið um hvort gengi bréfa þess ætti að vera nær einum eða tveimur og þar með hvar á bilinu þrír til sex milljarðar króna verðmæti félagsins ætti að liggja. 120 milljarða króna eignir Eins og áður sagði eru eignir sem Baugur og tengd fyrirtæki ráða yf- ir í Bretlandi yfir 50 milljarða króna virði og eignirnar sem Baug- ur og tengd félög eiga eða stýra hér á landi eru líklega um 70 millj- arða króna virði. Samtals eru þetta um 120 milljarða króna eignir sem Baugsveldið ræður yfir hér á landi og erlendis, en rétt er að taka tvennt fram. Annars vegar að hér er um nokkuð grófa nálgun að ræða og skekkjan getur verið talsverð, og hins vegar að heildarverðmæti eigna fyrirtækja er ekki sami hlut- urinn og verðmæti fyrirtækjanna sjálfra eða hrein eign eigenda þeirra sem er líklega umtalsvert minni. Eignirnar sem Baugsveldið stýrir gefa hins vegar ákveðna hug- mynd um umsvifin. Eins og sagði hér í upphafi eru umsvifin í tilviki Baugs og tengdra félaga reyndar mun sýnilegri en hjá flestum öðrum stórum fyrirtækjum í viðskiptalíf- inu vegna eðlis starfsemi fyrir- tækja Baugsveldisins. haraldurj@mbl.is                  ! " #   # "$ %$& '()*(+,)-./0/102% *1314))0+"055& ( (& '()*(+,4+(2675/4("02&&&   #&    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.