Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 8
UPPHAFIÐ að því viðskiptaveldi sem Samsonar-hópurinn er hér á landi má rekja til Rússlands eða jafnvel Ak- ureyrar. Samstarf þeirra Björgólfs, Björgólfs Thors og Magnúsar hófst hjá gosdrykkjaverksmiðjunni Sanitas á Akureyri árið 1991. Pharmaco, sem átti verksmiðjuna, ákvað að hætta rekstrinum árið 1993, en það kom í hlut þeirra félaga, ásamt þremur öðrum Ís- lendingum, að koma vélum verksmiðj- unnar í verð. Þá var stefnt til Sankti Pétursborgar í Rússlandi þar sem þeir settu gosdrykkjaverksmiðjuna Bravo International á fót í samstarfi við rúss- neska og breska aðila. Eftir rekstr- arerfiðleika í byrjun tókst þeim að snúa rekstrinum til betri vegar. Þeir hófu jafnframt framleiðslu á áfengum gosdrykkum og bjór. Árið 1997 keypti Pepsi samsteypan gosdrykkjaverk- smiðju Bravo. Á miðju ári 1999 keyptu þeir félagar hlut í lyfjafyrirtækinu Balkanpharma í Búlgaríu, m.a. í samstarfi við Pharma- co. Árið 2002 seldu þeir síðan hollenska bjórfyrirtækinu Heineken bjórverk- smiðju Bravo fyrir um 400 milljónir Bandaríkjadala, en á þeim tíma svaraði það til um 40 milljarða íslenskra króna. Þessi sala var grunnurinn að viðskipta- veldi Samsonar. Þeir Björgólfur, Björgólfur Thor og Magnús eiga nú samtals um 51% hlut í Bravo International á móti Heineken, þar sem framleiddir eru áfengir gos- drykkir. Verðmætasta félag á Íslandi Pharmaco var fyrsta fyrirtækið sem Samsonar-hópurinn fjárfesti að ein- hverju marki í hér á landi, en þær fjár- festingar hófust á árinu 2000. Síðan þá hafa umsvif Pharmaco aukist mjög mikið og er það nú verðmætasta fyr- irtækið í Kauphöll Íslands. Markaðs- virði félagsins er nú rúmir 130 millj- arðar króna. Gengi hlutabréfa Pharmaco hækk- aði langmest allra bréfa á Aðallista Kauphallar Íslands á síðasta ári, eða um rúm 180%, sem var meira en tvö- föld hækkun á gengi bréfa þess félags sem hækkaði næstmest. Og gengi hlutabréfa Pharmaco hefur haldið áfram að hækka því það er nú rúmum 5% hærra en um síðustu áramót. Um þessar mundir er unnið að því að Pharmaco verði skráð á hlutabréfa- markað í London síðar á þessu ári. Þegar greint var frá þessum fyrirætl- unum félagsins í lok síðasta árs kom fram hjá stjórnendum fyrirtækisins að markaðurinn á Íslandi væri að verða of lítill fyrir Pharmaco, sem hefði sett sér metnaðarfull markmið um áframhald- andi vöxt. Félagið ætlaði að vaxa með fjárfestingum og sameiningum við er- lend fyrirtæki en til þess þyrfti gott að- gengi að fjármagni. Aðgengi að fjár- magni yrði auðveldara ef félagið væri skráð á hlutabréfamarkaði í London. Magnús og Björgólfur Guðmunds- son seldu báðir þá hluti sem þeir áttu í Pharmaco á síðasta ári og er Björg- ólfur Thor því einn eftir af Samsonar- hópnum sem eigandi í því félagi. Hann er stærsti einstaki hluthafinn með samtals 36,2% hlut, sem skiptist á þrjú félög sem eru í hans eigu. Pharmaco er skilgreint sem alþjóð- legt fyrirtæki í þróun, framleiðslu og sölu á samheitalyfjum og er með starf- semi í 17 löndum. Heildarfjöldi starfs- manna er um 7.300 talsins. Pharmaco rekur verksmiðjur og rannsóknarstof- ur á Íslandi, Möltu, í Búlgaríu og Serb- íu. Stærsta einkavæðingin Á gamlársdag 2002 undirrituðu ráð- herrar í ríkisstjórninni samning við Samson um kaup hópsins á tæplega helmingshlut í Landsbankanum. Salan var viðamesta einkavæðing Íslands- sögunnar. Samson ehf. keypti 45,8% hlut í Landsbankanum fyrir 12,3 millj- arða króna og er næsta víst að þessi viðskipti hafa haft hvað mest áhrif í ís- lensku viðskiptalífi af þeim fjárfesting- um sem Samson hefur komið að. Þeir félagar í Samson áttu í raun frumkvæðið að því að ríkið seldi hlut sinn í Landsbankanum í árslok 2002. Í júní það ár sendu þeir bréf til fram- kvæmdanefndar ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu þar sem þeir lýstu áhuga á að gerast kjölfestufjárfestir í bankanum. Segja má að þetta bréf hafi orðið til að ýta við þeirri einkavæðingu ríkisstofnana sem ríkisstjórnin hafði lýst yfir að hún stefndi að, en hafði ver- ið í láginni um nokkurt skeið. Í kjölfar- ið lýstu fleiri yfir áhuga á að gerast kjölfestufjárfestir í Landsbankanum en ráðherranefnd um einkavæðingu ákvað að ganga til viðræðna við Sam- son. Landsbankinn hafði verið til sölu í Lundúnum í u.þ.b. ár. Stjórnvöld vildu fá erlenda fjárfesta að bankanum en það hafði ekki tekist. Eitt af því sem réð úrslitum með val á Samson sem kjölfestufjárfesti í Landsbankanum var einmitt sagt vera það að hópurinn lýsti því yfir að hann myndi greiða kaupverðið í Bandaríkjadölum. Eftir söluna á hlut ríkisins í Lands- bankanum seldi ríkið hlut sinn í Bún- aðarbankanum, sem síðar sameinaðist Kaupþingi og úr varð KB banki. Fjárfest á fleiri sviðum Þeir Björgólfur, Björgólfur Thor og Magnús eiga í sameiningu Samson eignarhaldsfélag, sem á nú 44,3% hlut í Landsbankanum. Feðgarnir eiga jafn stóran hlut, 42,5% hvor, en Magnús á 15,0%. Þeir standa hins vegar ekki saman að öðrum fjárfestingum hér á landi en koma þó víða við. Björgólfur Guðmundsson eignaðist tvo þriðju hluta í útgáfufélaginu Eddu útgáfu um mitt ár 2002. Edda útgáfa er stærsta bókaútgáfan hér á landi. Mikl- ar breytingar hafa verið á rekstri þess fyrirtækis á umliðnum mánuðum og misserum. Tónlistardeild fyrirtækisins og tímaritadeild hafa verið seldar og einbeitir Edda útgáfa sér nú að útgáfu bóka. Fyrirtækið hefur nýlega haslað sér völl í Bretlandi í samstarfi við aðra. Magnús Þorsteinsson keypti meiri- hluta í flugfélaginu Atlanta á árinu 2002 ásamt hópi fjárfesta. Aðrir hlut- hafar í félaginu nú eru stofnendur þess, þau Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir. Atlanta hefur vaxið að jafnaði um 18% á ári á undanförnum árum og mun vera stefnt að því að skrá það á markaði. Air Atlanta leigir m.a. flugvélar til annarra flugfélaga og ferðaskrifstofa vítt um heim ásamt áhöfnum, viðhaldi og tryggingum og er eitt stærsta flug- félag sinnar tegundar í heiminum. Rúmu ári eftir að Magnús keypti meirihluta í Air Atlanta, í félagi við aðra, keypti félag sem hann á ásamt Ómari Benediktssyni, framkvæmda- stjóra Íslandsflugs, 45% hlut í því flug- félagi. Hvort þessara flugfélaga á 2,5% hlut í Flugskóla Íslands en ekki mun standa til að sameina þau. Stórviðskipti í september Eftir mitt síðasta ár sýndu Landsbank- inn og tengdir aðilar því áhuga að auka við hlut sinn í fjárfestingarfélaginu Straumi og í septembermánuði sendi Björgólfur Guðmundsson frá sér yfir- lýsingu vegna kaupa bankans og tengdra aðila á hlutabréfum í félaginu. Þar sagði að það sem vekti fyrir bank- anum með kaupum á hlutabréfum í Straumi væri að hleypa lífi aftur í verð- bréfamarkaðinn hér á landi, rjúfa stöðnun sem verið hefði og láta fjár- festingar á markaði ráðast af von um hagkvæman rekstur og hámarks ávöxtun. Sagði Björgólfur að markmið bankans eða Samsonar væri að losa um flókin eignatengsl í félögum og auka arðsemi þeirra. Straumur átti á þess- um tíma umtalsvert safn hlutabréfa en næsta víst er að eignarhlutur félagsins í Eimskipafélagi Íslands hafi haft einna mesta þýðingu. Landsbankinn og tengdir aðilar höfðu einnig á miðju síðasta ári sýnt áhuga á því að eignast aukinn hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum. Aðfaranótt 19. september 2003 var gengið frá samkomulagi milli Lands- bankans, Íslandsbanka, Straums, Samsonar, Sjóvár-Almennra trygg- inga, Burðaráss og Otec Investment Corporation um verðbréfaviðskipti. Ís- landsbanki og Sjóvá-Almennar trygg- ingar áttu frumkvæðið að viðræðum milli aðila. Bankinn og tryggingafélag- ið höfðu komist að þeirri niðurstöðu að félögin gætu ekki haldið bæði Sjóvá- Almennum tryggingum og Eimskipa- félaginu frá Landsbankanum og aðil- um honum tengdum. Uppskipti á félögum Með samkomulaginu varð Landsbank- inn ráðandi hluthafi og kjölfestufjár- festir í Eimskipafélagi Íslands, en þeir sem til þessa tíma höfðu verið stærstu hluthafarnir í félaginu, Straumur og Sjóvá-Almennar tryggingar, hurfu úr hópi hluthafa. Á móti seldi Burðarás, fjárfestingararmur Eimskipafélagsins, að fullu eignarhluti sína í Sjóvá-Al- mennum tryggingum, Íslandsbanka og Flugleiðum til Straums og Íslands- banka. Þá seldi Landsbankinn og tengdir aðilar allan sinn hlut í Straumi. Alls námu þau viðskipti sem samkomu- lag varð um aðfaranótt 19. september á síðasta ári tæpum 26 milljörðum króna. Rekstur Eimskipafélagsins var þrí- þættur þegar samkomulagið var gert í september, og að hluta óskyldur, þ.e. flutningastarfsemin í dótturfélaginu Eimskip, fjárfestingafélagið Burðarás, og sjávarútvegsstarfsemi í dóttur- félaginu Brimi. Stjórnendur Lands- bankans lýstu því yfir í kjölfar sam- komulagsins að þeir teldu að meiri verðmæti væru í hverri einingu Eim- skipafélagsins en í þeim öllum saman. Og nú hefur sjávarútvegsstarfsemin í Brimi öll verið seld. Nýlega var húsnæði Eimskipa- félagsins í Pósthússtræti einnig selt en þar er fyrirhugað að opna hótel. Skrif- stofur Eimskipafélagsins hafa verið þar frá því það var tekið í notkun árið 1921. 8 B FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FEÐGARNIR Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfs- son og viðskiptafélagi þeirra, Magnús Þorsteinsson, standa saman að viðskiptasamsteypunni Samson. Samstarf þeirra þriggja, sem hófst á Akreyri fyrir um þrettán árum, hefur leitt af sér eina umsvifamestu við- skiptasamsteypu landsins. Þeir starfa þó ekki saman í öllum þeim fjár- festingum sem þeir taka þátt í. Hér á landi er samstarf þeirra bundið við Landsbankann þar sem Björgólfur Guðmundsson er stjórnarformaður. Björgólfur Thor er stjórnarformaður Pharmaco og tekur virkan þátt í störfum þess félags. Hann er búsettur erlendis og sinnir alþjóðlegum verkefnum af ýmsum toga bæði fyrir Pharmaco og önnur félög sem hann og Samson koma að. Magnús hefur snúið sér í auknum mæli að flugrekstri og er til að mynda stjórnarformaður Íslandsflugs. Björgólfur Guðmundsson Magnús ÞorsteinssonBjörgólfur Thor Björgólfsson Þriggja manna viðskiptasamsteypa Í miðju mikilla breyt- inga í viðskiptalífinu Björgólfur Guðmundsson, sonur hans Björgólfur Thor Björgólfsson, og félagi þeirra Magnús Þorsteinsson hafa komið víða við í íslensku viðskiptalífi á umliðnum misserum, saman undir merkjum Samsonar og hver í sínu lagi. Þeir eiga stór- an þátt í þeim miklu breytingum sem orðið hafa í viðskiptalífinu á tiltölulega skömmum tíma. Viðskiptasamsteypan Samson er orðin ein sú öflugasta hér á landi en þeir Björgólfur, Björgólfur Thor og Magnús eru með víðtæk áhrif í fjár- málum, flutningum, lyfjaframleiðslu og bókaútgáfu. Grétar Júníus Guðmundsson skoðaði umsvif Samsonar-hópsins.  SAMSON NVIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.