Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 13 JOHN Kerry, öldungadeildarþing- maður fyrir Massachusetts, sigraði keppinauta sína örugglega í forkosn- ingum demókrata í Michigan og Washington-ríki á laugardag. Eru þetta fjölmennustu ríkin þar sem forkosningar hafa farið fram til þessa. Í sigurræðu sinni spáði Kerry því að dagar George W. Bush sem Bandaríkjaforseta væru senn taldir. Kerry hefur nú sigrað í níu ríkjum af ellefu í forkosningum demókrata. Í sigurræðunni talaði hann lítið um helstu keppinauta sína í forkosning- ununum – Howard Dean, John Edw- ards og Wesley Clark – og beindi þess í stað spjótum sínum að repú- blikananum í Hvíta húsinu. „Í vikunni byrjaði rógsvél George Bush og repúblikana að spúa gömlu klisjunum sem þeir hafa notað áður til að kljúfa þjóðina og sneiða hjá raunverulegu kosningamálunum,“ sagði Kerry. Aðstoðarmenn Kerrys sögðu að í ræðunni hefði hann viljað fullvissa demókrata um að hann myndi verj- ast árásum repúblikana af meiri hörku en Michael Dukakis, fyrrver- andi ríkisstjóri Massachusetts, sem tapaði fyrir föður forsetans, George Bush, í forsetakosningunum 1988. Kerry fékk um það bil helming at- kvæðanna í Michigan og Wash- ington. Dean gekk nokkuð vel miðað við forkosningar í öðrum ríkjum og hafnaði í öðru sæti í Washington. Þegar 97% atkvæða höfðu verið talin í Washington hafði Kerry feng- ið 49%, Dean 30%, fulltrúadeildar- þingmaðurinn Dennis Kucinich frá Ohio 8%, Edwards 7% og Clark 3%. Talningu atkvæða var lokið í Michigan. Kerry fékk þar 52% fylgi, Dean 17%, Edwards 14%, Sharpton og Clark 7% og Kucinich 3%. John Kerry sigraði með miklum mun Beinir nú spjót- um sínum að Bush forseta Washington. AP. Reuters John Kerry öldungadeildarþingmaður á kosningafundi í Richmond í Virg- iníu eftir að hafa sigrað í Michigan og Washington-ríki á laugardag. BANDARÍSKA leyniþjónust- an CIA fékk afrit af skjölum dönsku öryggislögreglunnar um hundruð þúsunda Dana á dögum kalda stríðsins, að sögn Politiken í gær. Blaðið segir að danska ör- yggislögreglan hafi tekið myndir af skjölunum á örfilmu sem send hafi verið CIA. Upp- lýsingarnar hafi meðal annars gert bandarískum yfirvöldum kleift að koma í veg fyrir að „óæskilegir“ Danir fengju vegabréfsáritanir. Sérfræðingur í stjórnmála- baráttunni í kalda stríðinu, Poul Villaume prófessor, segir að vitað hafi verið að danska ör- yggislögreglan og CIA hafi skipst á upplýsingum. „En hafi samstarfið verið með þessum hætti kemur það á óvart. Ég get ekki ímyndað mér að þetta hafi verið löglegt.“ CIA fékk leyniskjöl um Dani HANS Blix, fyrrverandi yfirmaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að bresk og bandarísk stjórn- völd hefðu ýkt mikilvægi leyni- þjónustugagna í því skyni að rétt- læta innrásina í Írak. Blix sagði í morgunþætti BBC, „Breakfast with Frost“, að þeir sem sömdu leyniþjónustu- skýrslur um vopn Íraka hefðu verið eins og sölumenn sem „ýkja mikil- vægi“ þess sem þeir vilja selja. Breskir og bandarískir leyniþjónust- menn hefðu ofmetið þýðingu þess sem landflótta Írakar sögðu þeim fyrir stríðið. Stjórnvöldin hefðu einnig ýkt mikilvægi upplýsinganna í því skyni að auka stuðninginn við innrásina. Blix kvaðst ekki telja að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefði „talað gegn betri vitund“. Hann bætti þó við að Vesturlandabú- ar byggjust við „meiri hreinskilni“ af leiðtogum sínum. Vilja afsögn Blairs Blix skoraði á bresk og bandarísk stjórnvöld að sanna að Írakar hefðu haldið áfram „áætlunum“ um að framleiða gereyðingarvopn eins og þau halda nú fram. „Eru til skýrar vísbendingar um slíkar áætlanir? Það kann að vera og ég hafna ekki þeim möguleika,“ sagði hann. Meirihluti breskra kjósenda telur nú að Tony Blair forsætisráðherra eigi að segja af sér vegna vaxandi efasemda um réttmæti innrásarinn- ar í Írak. Í könnun, sem dagblaðið The In- dependent gekkst fyrir, kvaðst 51% vera sammála því að Blair segði af sér, og aðeins 35% voru því alveg andvíg. Þá töldu 54,5%, að Blair hefði ekki sagt satt um hættuna, sem átti að stafa af ætluðum gereyðing- arvopnum Íraka. Hafa fjölmiðlar einnig farið háðulegum orðum um þá játningu hans að hann hafi ekki vitað að aðeins var átt við vígvallarvopn er því var haldið fram á sínum tíma að Írakar gætu beitt gereyðingarvopn- um með 45 mínútna fyrirvara. Fylgi Íhaldsflokksins er nú 36% en Verkamannaflokksins 35%. Segir mikilvægi gagna um Írak hafa verið ýkt London. AFP. Hans Blix ÞÁTTASKIL eru að verða í viðræðum um aðild Rússa að Heimsvið- skiptastofnun- inni (WTO), segir Stefán Haukur Jó- hannesson, fastafulltrúi Ís- lands hjá stofn- uninni og formaður samninga- nefndar hennar. Viðræðufundi WTO og Rússa undir stjórn Stef- áns Hauks lauk í Moskvu á fimmtudag. Vladimír Pútín Rússlandsfor- seti hefur látið til sín taka í mál- inu, og sagt að markmiðið sé, að Rússar fái aðild um mitt næsta ár. Þótt rússnesk stjórnvöld eigi mik- ið verk óunnið hafi þau sett sér metnaðarfull markmið til að upp- fylla öll skilyrði sem sett eru fyrir aðild að WTO. „Gangi það eftir gæti komist töluverður skriður á málið á þessu ári,“ sagði Stefán Haukur í sam- tali við Morgunblaðið. Hann hefði lagt til að miðað yrði við að næsti viðræðufundur fari fram nær vor- dögum, í lok mars eða byrjun apr- íl. Viðræður um aðild Rússa að WTO Telur að þáttaskil séu innan seilingar Stefán Haukur Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.