Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 27 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú gætir lent í orðaskaki við vin í dag og ástæðan er senni- lega sú að þú ert eitthvað við- kvæmur, en það er ástæðu- laust að láta æsa sig upp. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú líður ekki nokkrum manni að vera ókurteis við þig í dag, ekki einu sinni yfirmanni þín- um eða foreldrum. Sjálfs- traustið er í lagi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú skalt sýna öðrum þol- inmæði í dag. Barnaleg við- brögð gætu viljað brjótast fram, en best er að streitast gegn þeim svo að þú skamm- ist þín ekki seinna. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það borgar sig ekki að rífast um eignir og skuldir. Betra væri að hugsa til þess þegar allir voru sáttir og læra af því. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Viðræður við yfirmenn og starfsfélaga gætu leitt til deilna. Þú gætir verið skap- styggur í dag, en ekki missa stjórn á þér. Þú munt sjá eftir því. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Annaðhvort ert þú í slæmu skapi eða þú dregur til þín fólk, sem er það. Hafðu hug- fast, það þarf tvo til að rífast. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Deilur milli elskenda gætu blossað upp í dag. Rétt er að nota tækifærið til þess að tala út um hlutina og fá þá á hreint. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Farðu varlega í dag, klaufa- skapur gæti valdið slysi, eink- um heima fyrir. Innibyrgðar tilfinningar gætu valdið því að öðrum finnist þú tillitslaus. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Líkt og sporðdrekinn gætir þú átt á hættu að verða fyrir slysi í dag. Farðu varlega þegar þú ert á ferðinni, hvort sem það er fótgangandi eða undir stýri. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Peningamál gætu valdið vandræðum í dag og það gæti verið rétt að vera við öllu bú- inn eftir því sem líður á dag- inn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Merkúr er í vatnsberanum í dag og afstaða hans til Mars gerir að verkum að allir eru á nálum. Þú þarft að sýna meiri þolinmæði en endranær. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekki reyna að hafa betur í rökræðum eða rifrildi í dag. Það er ekki þess virði og betra að sýna þolinmæði þannig að aðrir verði vand- ræðalegir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Afmælisbörn dagsins lifa spennandi lífi. Þið eruð full af orku og laðið að ykkur fólk. Áhugi ykkar smitar út frá sér. Árið framundan gæti orðið mjög gott. VATNSBERI HVAR ERU SKIPIN – Hvar eru skipin, sem við sigldum á til sólarlandsins yfir höfin blá, og fákurinn, sem fyrr með okkur rann til fjallsins, þar sem vafurloginn brann? Hvar eru þau hin töfralýstu torg og turnarnir á okkar hvítu borg? Hvar eru öll hin hvelfdu súlnagöng og kliðurinn í vatnsins perlusöng, og hvar er það hið gamla, vígða vín, sem vermir kalda, gefur blindum sýn, og hvar er það hið forna fórnarbál, sem friðar hjartað, hvílir þreytta sál, og harpan gullna, er grét í höndum mér af gleði, er eg sat við fætur þér, og brúðarsængin rauðum rósum stráð og rökkrið helga og augnabliksins náð? --- Við brotin skipin bylgjur stíga dans á borgarrústum okkar sokkna lands. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. LJÓÐABROT Nú er tími til kominn að láta reyna á útspilið. Eins og gengur og gerist í nú- tímabrids fylgir lesandinn þeirri meginreglu að spila út þriðja eða fimmta hæsta frá lengd gegn trompsamn- ingum. Það er grunnreglan. Þraut sex: Norður ♠753 ♥KG9762 ♦KG94 ♣– Vestur Norður Austur Suður – 2 hjörtu Pass 3 hjörtu 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Lesandinn er gjafari og vekur á veikum tveimur í hjarta, sem lofar sexlit og 5–10 punktum. Makker hækkar hindrandi í þrjú hjörtu, en það kemur ekki í veg fyrir að AV blandi sér í sagnir og niðurstaðan verð- ur sú að vestur spilar fjóra spaða. Hvert er útspilið? – – – Norður ♠753 ♥KG9762 ♦KG94 ♣– Vestur Austur ♠ÁKD96 ♠G84 ♥104 ♥83 ♦105 ♦ÁD73 ♣ÁK76 ♣D1043 Suður ♠102 ♥ÁD5 ♦862 ♣G9852 Lausn: Strax frá upphafi sér norður fyrir sér draumavörnina: Koma makker inn á hjarta og fá lauf til baka. Ef suður á tvær innkomur á hjarta er hugsanlega möguleiki á tveimur stungum. Þetta er einfalt á opnu borði, en hvernig á að fá makker til að skilja alvöru málsins og spila laufi? Leiðin til þess er að sveigja frá hefðbundinni úrspilsreglu – spila ekki út hjartasexu (fimmta hæsta), heldur lægsta hjarta, eða tvistinum. Ef það er krist- altært í kerfinu að opnun á veikum tveimur lofi sexlit, þá mun suður átta sig á því að útspilið er brot á reglu. Og reglur eru ekki brotnar nema til að segja einhverja sögu – kveikja á perunni hjá makker. Sé suður vakandi mun hann átta sig á því að hjartatvisturinn er beiðni um lauf, eða hliðarkall (lægra spila fyrir lægri lit). Hann tekur með hjartaás og spilar nákvæmt laufníu til baka (háu spili til að sýna fram á aðra mögulega inn- komu á hjarta (en þó ekki kónginn)). Það er vanda- laust fyrir norður að túlka það spil og þegar hann hef- ur trompað mun hann aftur spila undan hjartakóng og þiggja aðra stungu. Hrein snilld. Stig: Þú færð 10 stig fyrir að spila út hjartatvisti, ann- ars því miður ekkert. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 80 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 9. febr- úar, er áttræður Einar H. Guðmundsson, Reykjanes- vegi 10, Reykjanesbæ. 1. e4 c5 2. Rc3 d6 3. f4 g6 4. Rf3 Bg7 5. Bc4 Rc6 6. d3 e6 7. a3 Rge7 8. Ba2 d5 9. Bd2 b6 10. O-O O-O 11. De1 Rd4 12. Rxd4 cxd4 13. Rd1 dxe4 14. dxe4 Ba6 15. Hf3 Hc8 16. Hc1 Bc4 17. Bb1 Dd7 18. e5 f6 19. exf6 Hxf6 20. Rf2 e5 21. Re4 Hff8 22. c3 exf4 23. Hxf4 Rd5 24. Hxf8+ Hxf8 25. Dh4 Df7 26. h3 Be5 27. De1 Rf4 28. Rg3 Staðan kom upp í alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Bermúda. Boris Gelfand (2709) hafði svart gegn Bartlo- miej Macieja (2653). 28... Rxg2! 29. Dxe5 29. Kxg2 gekk ekki upp vegna 29...Df3+. 29... Df2+ 30. Kh1 Rh4! 31. Be4 Rf3 32. Bd5+ Svartur hefði einnig unnið eftir 32. Bxf3 Dxf3+ 33. Kh2 Df2+ 34. Kh1 Dxd2. 32... Bxd5 33. Dxd5+ Kh8 og hvítur gafst upp enda fátt um varnir. Meist- aramót Taflfélagsins Hellis hefst í húsakynnum félags- ins, Álfabakka 14a, í kvöld, 9. febrúar. Nánari upplýs- ingar um mótið er að finna á heimasíðu félagsins, www.hellir.is. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. H rin gb ro t MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Sagðir þú ekki að nýja blómið æti skordýr? MEÐ MORGUNKAFFINU      KIRKJUSTARF Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12 og kl. 17.30 í neðri safnaðarsal. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Laugarneskirkja. Opinn tólf sporafundur kl. 18.00 í safnaðarheimilinu. Umsjón hef- ur Arnheiður Magnúsdóttir. Allt fólk vel- komið. Vinir í bata. Tólfsporahópar koma saman kl. 20.00. Gengið inn um aðaldyr safnaðarheimilis. Umsjón hafa Guðlaugur Ólafsson og Hafdís Margrét Einarsdóttir. Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.40. Sögur, söngur, leikir og föndur. Uppl. og skráning í síma 511 1560. TTT-starf kl. 16.30. Starf fyrir 10–12 ára börn. Leikir, ferðir o.fl. Árbæjarkirkja. Mánudagar: Kl. 15 STN- starf með sjö til níu ára börnum í safn- aðarheimili kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir full- orðna í safnaðarheimilinu kl. 13–15.30, spilað og spjallað. Kaffiveitingar. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í síma 557 3280 fyrir hádegi. Fyrirbænastund í kapellu kirkj- unnar kl. 15.30. Bænaefnum má koma til djákna, presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar. Stúlknastarf fyrir 11–12 ára kl. 16.30. Æskulýðsstarf fyrir unglinga í 8., 9. og 10. bekk kl. 20–22. Umsjón Stefán Már Gunnlaugsson Grafarvogskirkja. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30–18.30 í Engjaskóla. KFUK fyrir stúlkur á aldrinum 9–12 ára kl. 17.30–18.30. Seljakirkja. KFUK 9–12 ára kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 16 ára og eldri kl. 20–22. Ástjarnarsókn. Ponzý (unglingastarf ætl- að árg. 1990 og upp úr) á mánudögum kl. 20–22. Lágafellskirkja. Bænastund í Lágafells- kirkju kl. 20. Þórdís djákni þjónar og tekur við bænarefnum í síma 691-8041 alla daga frá kl. 9–16. Al-Anon fundur í Lága- fellskirkju kl. 21. Barnastarf kirkjunnar, Kirkjukrakkar, fyrir 6 og 7 ára börn er í Var- márskóla kl. 13.15–14.40. Umsjón hefur Þórdís djákni. Þorlákskirkja. Biblíufræðsla kl. 20. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30– 16.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 15 heim- ilasamband fyrir alla konur. Kl. 17 Örkin hans Nóa, fyrir 1., 2. og 3. bekk. Kl. 18 KK fyrir 4. og 5. bekk. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Kl. 20 bænastund. Beðið fyrir öllum samkvæmt innsendum bænarefnum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Laugarneskirkja Laugavegi 54, sími 552 5201 Útsala stærðir 36-46 Árshátíðarkjólar Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. ÁRNAÐ HEILLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.