Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 15 FRÁBÆRT VERÐ ! OSRAM flúrperur Lumilux Daylight, Lumilux Cool White Lumilux Warm White Lumilux Interna Kaupbætir fy lg i r hver jum 100 stk af perum. Jóhann Ólafsson & Co Johan Rönning Reykjavík/Akureyri Rekstrarvörur Reykjavík Rafbúðin Álfask. Hfj. Rafbúð R.Ó. Keflavík Árvirkinn Selfoss Faxi Vestmannaeyjar Rafás Höfn S.G. Raftv. Egilsstaðir Víkurraf Húsavík Ljósgjafinn Akureyri Tengill Sauðárkrókur Straumur Ísafjörður Glitnir Borgarnes Rafþj.Sigurdórs Akranes Það birtir til með OSRAM                                                 !" #  $      % &   '         !  &  '(    ' "  #  &  )      $ %&  *  !   +  ,  '(  '#)  &    -         * (  +,% & &%- '   ' $.   %   % .     ' , .  ' /    .    *    0                           "  #  &  )      $ %&  *  !   +  ,  / 01   1 #  $     %&   /,     +  ,  2             3  !& ) ,    2  +  ,  4((            2 ! % & (#5 + -    3  '$ 4  ! 6                                         !" #  $     % .     ' , .  ' /    .      7)     (     8! 9!& : )  ( ;  % <<< 1 (  -    = % > ? ';   &  * 3(     $ (   !/  ) . +  ,  $   @  /,      2 "  & )    +   +  ,  :  5 '  .     )   *,4 6  .   .  $ (   +  ,                       !  &  '(    ' * (  +,% & &%- '   ' $.   % %& (  1 (  4 2  * ( A (  BCDD ? EDDD          BBD : & !& &!   ',,  '( 77 ,, 2 " *   :A( 8 '    4   $    % F5 &   <<< 9,   '  "  ) ,   $ "     0A     : , (,-   $5   ; - 3<      &% ):   . )   ' =  , 4. >  !"#$%&'(%%)*++&+ ++  ,                                % &   '  '(  '#)  &    -         =%: +  ?    1 , : #    /;& 8A @      $   ? $ &(  , .   , 4. > ()   " )    , 4. >    % 6  */ , .      ;  ! (G H  0#% $! < )/   +  ,  4& 4 (  .  ' $. . %   -./          7) % .2   ! , +  ,  $%:) A  &  #&   '2    %     4$  . +  ,  )& #) G IIJ %   ' = +   .  $% &  ! 2 )4  +  =& ! %%#)  ' , "          .   .  ((& ;   +  ,  '#)  ! K)%  & %&(   .,  ) ,   +  ,   %      K A!&(( )- */   +  ,              ' ,   %> (/      4. A  B" $ " CDDE" F  - + 4 %> /  4.    %> 4.    (  " !  4=       , A > 4=   ,   / ,     "   . 4  !  (/ A !  (/A . A ?$ (/A   A G A   -  *  ,A . (  .   .,   A G A  7A   -A ? .A      -A   .( A (  =A   -A   *-,  A )  A   -A ' , 7A ?$ (/  *  ,A ' <A  (/A ( A '   &  A 1 (/  /     - . 4  +  ,  A : ( A +$.  '/ ,  A .     (  4 . A   ,A  4=A !$ A !  + 4=A ',     A *-,  A !    ',  A ) A '  A  7A * A !  A '  A ',    '7  ? .A +$.  !.7 ( A   A  ,   !  A   *-,  A  =   A ' , 7A  ÞAÐ er greinilega eitthvað eftir- sóknarvert sem gerist þegar nokkrar konur koma saman á sviði til að ræða málin. A.m.k. brýst mjög sérstakt viðhorf til lífsins og tilverunnar upp á yfirborðið þegar slíkt gerist eins og sést best á vinsældum sýninga eins og Beyglna með öllu sem gekk svo vel í fyrravetur. Þó að erfitt sé að bera efniviðinn saman þá og nú er greini- legt að persónurnar eiga sameigin- legt að hafa húmor fyrir sjálfum sér umfram allt. Klisjan sem kennd er við bókina „Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus“ hefur nokkrum sinnum kom- ið upp í sambandi við umræðu í kjöl- far kynningar á þessari sýningu. Bókin, sem kom út 1995 í íslenskri þýðingu, lagði áherslu á muninn sem væri á kynjunum í hegðun og háttum og stakk upp á ýmsum leiðum til að konur og karlar næðu saman á sam- eiginlegum grundvelli. Edda Björg- vinsdóttir, ein leikkvennanna í þess- ari sýningu, samdi leikverk kennt við bókina sem var sýnt 1996. Svo virðist sem það séu tvær mjög ólíkar hliðar á verkum sem leggja þessa ofuráherslu á það sem greinir kynin að í stað þess að reyna að draga fram það sem þau eiga sameiginlegt. Hin karllægu við- horf miðast að því að staðhæfa að ým- is verkefni henti fulltrúum kynjanna misvel og þ.a.l. sé betra að fela karl- mönnunum ákveðinn hluta þeirra, en þau verk sem konur hafa samið í þessa veru virðast ekki litast eins af einsleitri pólitískri sýn á hitt kynið. Ein helsta ástæðan fyrir því hve þessi sýning hittir beint í mark er hve vel tekst að heimfæra efni þessa spænska grínleiks upp á þessar ís- lensku leikkonur. Þær búa hver um sig til persónu sem er samansett af mjög ólíkum hlutföllum af karakter- einkennum leikkonunnar sjálfrar og uppdiktuðum eiginleikum og túlka hana í löngum einræðum. Áhorfend- ur geta því gleymt sér í sýningunni og trúað blint á það sem leikkonurnar hafa fram að færa – og ekki ótrúlegt að ýmsir tilbúnir fróðleiksmolar eigi eftir að ganga ljósum logum í kjafta- sögum af þeim í framtíðinni. Allt veltur á þessum óljósu skilum milli raunveruleika og þýdds leik- texta og því betur sem sérhverri leik- konu text að splæsa saman úr þessu einn sterkan þráð því betur lukkast eintal hennar. Inn á milli er skotið teiknimynd- arbrotum, sem er sá hluti sýningar- innar sem minnir mest á upprunann. Myndin er einhvern veginn svo sér- spænsk að hún minnir óþyrmilega á að verkið á rætur að rekja í erlendan jarðveg, þó að talsetning Ólafs Darra færi hana óneitanlega nær okkar daglega reynsluheimi. Á milli eintala er í leiknum atriðum rakin saga af kvöldi í lífi persónanna sem reynist í samanburði við önnur atriði hálf- þunnur þrettándi. Eini tilgangurinn sem þetta atriði þjónar er að sýna karakterana í persónulegum sam- skiptum hvern við annan, svona til að varpa skýrara ljósi á hvern fyrir sig. Auk einræðnanna fimm stendur Vil- borg Halldórsdóttir fyrir litlum for- leik þar sem hún spyr áhorfendur nærgöngulla spurninga af þokkafullri ósvífni. Björk Jakobsdóttir hefur í kjölfar velgengni sinnar í Sellófóni öðlast nýja trú á sjálfa sig og tilveruna og náð að virkja þann firnakraft sem býr í henni sem leikkonu. Hér brýst hann út af slíkum krafti að það er ekki öf- undsvert að koma í kjölfar hennar á sviðið. Hún er bráðfyndin og hröð og áhorfendur hafa vart við að ná að klára að hlæja áður en næsta tilefni býðst. Edda Björgvinsdóttir býr hér til hæglátan, lítillátan karakter sem er umfram allt móðir og eiginkona og fjallar hennar einræða því að tölu- verðu leyti um soninn og eiginmann- inn. Henni tekst listavel upp við þessa vinnu enda hver dráttur öðrum meistaralegri. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir beitir hér fyrir sig ísmeygilegri kímni og hefur aðdáunarlegt vald jafnt á fram- setningunni og áhorfendum. Það kemur ekki á óvart hve leikkonan fær mörg atvinnutækifæri nú um stundir þegar hún hefur ákveðið að gefa aftur kost á sér í grínið. Guðrún Ásmundsdóttir er eins og endurfædd hér á sviðinu sem grín- leikkona og greinilegt að hún hefur fengið það aðhald sem hún þarf hjá leikstjóranum. Grínþyrstir áhorfend- ur krefjast sífellt nýrra fórna af leik- urunum, að þeir finni alltaf nýjan flöt á sjálfum sér til að flíka í það og það skiptið. Hér tekst Guðrúnu það og skapar skemmtilega undirfurðulega persónu sem gefur verkinu aukna breidd hvað aldur og reynslu varðar. Unnur Ösp Stefánsdóttir er fulltrúi ungu kynslóðarinnar í verk- inu og glímir við persónu sem virðist bæði fjarlæg henni sjálfri og einna erfiðast að staðfæra hingað til lands. Hún sýnir meitlaðan leik með góðri tímasetningu og miklum húmor en býr ekki að þeim skilyrtu viðbrögðum sem hinar leikkonurnar hafa byggt upp hjá áhorfendum á ferli sínum. Ágústa Skúladóttir leikstjóri hefur sýnt á stuttum ferli að henni virðist ekkert ómögulegt. Hér hefur hún haldið vel utan um flókið verkefni og náð því allra besta út úr sumum helstu grínstjörnum landsins. Efnið er ótrúlega ferskt enda munu frábær framsetning, góð þýðing og vel heppnuð staðfærsla án efa tryggja sýningunni langa lífdaga. Konur með kímnigáfu LEIKLIST Leikhúsmógúllinn Höfundar: Jaime Bauzá, Amando Ca- brero, José Miguel Contreras, Juan Her- rera, Arturo González-Campos, Marta González de Vega, Laura Llopis, Pablo Motos, David Navas, Luis Piedrahita, Miguel Sánche Romero og Rodrigo So- peña. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Frumþýðing: Vala Þórsdóttir. Aðlögun og staðfærsla: Leikstjóri og leikkonur. Tal- setning á teiknimyndum: Ólafur Darri Ólafsson. Ljósahönnun: Jóhann Bjarni Pálmason. Hljóðhönnun: Bjarni Bragi Kjartansson og Ívar Ragnarsson. Hönnun leikmyndar: Þorvaldur Böðvar Jónsson. Höfundur teiknimyndar: Armando Pe- reda. Leikkonur: Björk Jakobsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Unn- ur Ösp Stefánsdóttir og Vilborg Halldórs- dóttir. Föstudagur 6. febrúar. 5STELPUR.COM Sveinn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.