Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BANKAR OG ATVINNULÍF Morgunblaðið birti í gær afarathyglisvert viðtal viðKristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, þar sem hann víkur m.a. að hlutverki bank- anna í atvinnulífinu. Ekki verður bæjarstjórinn sakaður um þekking- arskort á atvinnulífinu, því að hann var um skeið stjórnarformaður Sam- herja, eins stærsta og öflugasta út- gerðarfélags á landinu. Í samtalinu segir Kristján Þór Júlíusson m.a.: „Í dag ráða tiltölulega fáar fjár- málastofnanir gríðarlega miklu í efnahagslífi landsins, sem er smátt á heimsvísu, og ég er skrambi hrædd- ur um að það mundi heyrast hljóð úr horni í íslenzku samfélagi yfirleitt, ef það fer að sverfa að og þessar fjár- málastofnanir fara að einbeita sér að því að flytja arðinn af atvinnustarf- semi í landinu til útlanda til þess að stuðla að eigin vexti þar. Í litlum efnahagskerfum fjárfesta menn ekki endilega þar sem arðurinn þeirra verður til heldur flytja hann annað og draga þannig úr vexti þess um- hverfis, sem þeir upphaflega unnu í. Það er þetta sem ég set spurning- armerki við, hvort samfélagið Ís- land, þessi 300 þúsund manna þjóð, þoli til lengdar. Ég efast um að hún geri það.“ Þessar athugasemdir bæjarstjór- ans á Akureyri eru réttmætar. Fjár- málastofnanir eru orðnar alltof sterkar miðað við aðra atvinnustarf- semi og tilhneigingin til þess að flytja hagnaðinn til útlanda er áreið- anlega fyrir hendi. Kristján Þór metur viðhorf al- mennings örugglega rétt þegar hann segir: „Við erum farin að haga okkur í þessum efnum eins og milljónaþjóð og virðum ekki þær leikreglur, sem hafa verið í gildi; hinar „samfélags- legu skyldur“ atvinnurekstrarins, sem eru þær að hann láti samfélagið sitt gróa. Virðing fyrir þessum skyldum er á algjöru undanhaldi af ráðandi öflum á peningamarkaði í dag. Og ég held, að mórallinn í sam- félaginu sé ekki þannig, að almenn- ingur þoli þetta ráðslag.“ Í samtalinu við Morgunblaðið í gær víkur Kristján Þór Júlíusson að hinum mikla hagnaði bankanna, sem er ekki í neinu samræmi við aðrar hagnaðartölur í þjóðfélaginu, og segir: „Hvernig í ósköpunum stendur á þessum ofsagróða fjármálastofnana í landinu í dag? Hver er verðmæta- sköpunin í landinu, sem stendur undir þessu? Og af hverju skyldu fjármálastofnanir einar og sér hafa þennan ágæta hagnað en atvinnu- reksturinn í landinu vera í einhverj- um allt öðrum gír? Hvernig skilar þetta sér til þeirra, sem bera þetta uppi? Njóta viðskiptavinir banka- kerfisins þessa í þeim mæli, sem þeim ber?“ Bæjarstjórinn á Akureyri er ekki einn um að spyrja þessarar spurn- ingar. Þessir peningar koma úr vasa einhvers. Niðurstaða hans um framvindu máli í viðskiptalífinu er þessi: „… þjóðarsálin íslenzka er klár- lega ekki undir þetta búin. Henni of- býður“. Það er áreiðanlega ekki ofmælt, að Kristján Þór Júlíusson endurspegli í þessu viðtali tilfinningar og sjónar- mið þorra Íslendinga. FREKARI SAMEININGAR? Fréttir, sem byggjast á nafnlaus-um heimildum, geta verið var- hugaverðar. Ef fjölmiðlar gæta ekki að sér er tiltölulega auðvelt að nota þá til þess að koma ákveðnum sjón- armiðum á framfæri. Nýlegt dæmi um það hvað fjölmiðlar geta orðið illa úti vegna notkunar nafnlausra heimilda við fréttaflutning er brezka ríkisútvarpið BBC og ófarir þess í kjölfar Hutton-skýrslunnar svo- nefndu í Bretlandi. Fyrir og um helgina birtust í fjöl- miðlum fréttir, sem byggðar voru á nafnlausum heimildum um áform Landsbanka um að kaupa Íslands- banka eða knýja Íslandsbanka til viðræðna um sameiningu bankanna. Ólíklegt má telja, að þessi frétta- flutningur endurspegli viðhorf helztu eigenda Landsbankans, þótt vel megi vera, að fréttirnir segi ein- hverja sögu um viðhorf einhverra innan bankans. Hitt er ljóst, að þeir sem telja að nú sé jarðvegur fyrir enn frekari sameiningar í íslenzku viðskiptalífi hafa litla tilfinningu fyrir því, sem er að gerast í landinu. Bankarnir eru orðnir hluti af örfá- um viðskiptablokkum, sem eru smátt og smátt að ná til sín æ stærri hluta eigna landsmanna. Ríkis- stjórnin hefur brugðizt við þessari þróun með því að skipa sérstaka nefnd, sem á að skila niðurstöðum næsta haust um samþjöppun í við- skiptalífinu og hvort tilefni sé til að setja sérstaka löggjöf til þess að koma í veg fyrir hringamyndun og jafnvel til að brjóta upp viðskipta- blokkir. Það liggur í augum uppi, að þetta er ekki tíminn til að huga að frekari sameiningum, heldur eiga menn nú að sýna í verki hvaða árangri sú upp- skipting, sem orðið hefur í viðskipta- lífinu á undanförnum mánuðum, skilar. Sú kenning hefur verið á lofti, að stærðarhagkvæmni skili sér vel, ekki sízt í fjármálaheiminum. Snemma í janúar birtist grein í Fin- ancial Times, þar sem skýrt var frá því, að þessi kenning væri á undan- haldi í hinum alþjóðlega fjármála- heimi. Hugmyndir um risabanka þættu ekki jafn álitlegar og áður. Nú er ekki tími til frekari út- þenslu. Nú er tími til að treysta þann rekstur, sem fyrir er, þjóðfélaginu til hagsbóta. F áir vísindamenn efast nú um að andrúmsloft jarðar er að hlýna. Ennfremur eru flestir sammála um að hitinn hækk- ar nú hraðar en áður og af- leiðingarnar geta orðið æ skaðlegri. Jafn- vel skólabörn geta þulið það sem spáð er að gerist: höfin hitna og jöklar bráðna, þannig að sjávarmálið hækkar og sjór flæðir yfir strandsvæði. Landbúnaður mun færast af svæðum sem hafa hingað til hentað til ræktunar. Fólk veit minna um aðrar afleiðingar loftslagsbreytinganna – þ.e.a.s. útbreiðslu sjúkdóma – og þær eru ekki síður áhyggjuefni. Við stöndum nú þegar frammi fyrir mörgum þeirra. Því er t.a.m. spáð að loftslagsbreyting- arnar verði til þess að dauðsföll vegna hitabylgna tvöfaldist fyrir árið 2020. Langvarandi hitar geta aukið loftmeng- unina og útbreiðslu efna sem valda of- næmi, þannig að kvillar í öndunarfærum verða algengari. Loftslagsbreytingarnar geta einnig orðið til þess að flóð og þurrkar verði al- gengari og skæðari. Slíkar hörmungar verða ekki aðeins til þess að fólk drukknar eða deyr úr hungri, heldur geta þær einn- ig spillt uppskeru bænda og gert hana berskjaldaða fyrir sýkingu og ásókn mein- dýra og illgresis, stuðlað þannig að mat- vælaskorti og vannæringu. Þessar hörm- ungar verða til þess að margir flosna upp og safnast saman á litlu svæði, sem eykur hættuna á sjúkdómum á borð við berkla. Þróunarlöndin – sem hafa litla burði til að koma í veg fyrir og lækna smit- sjúkdóma – eru einnig berskjölduð fyrir öðrum smitsjúkdómum sem rekja má til loftslagsbreytinganna. Þróuðu iðnríkin geta þó einnig orðið fyrir óvæntri árás – eins og gerðist í fyrra þegar fyrsti far- aldur Vestur-Nílarveirunnar í Norður- Ameríku varð sjö New York-búum að ald- urtila. Alþjóðleg viðskipti og ferðalög gera smitsjúkdómum kleift að herja á álfur sem eru fjarri uppsprettu sjúkdómanna. Loftslagsbreytingarnar hafa þó auðvit- að ekki aðeins slæm áhrif á heilsu manna. Mjög mikill hiti á hlýjum svæðum getur fækkað sniglum sem gegna hlutverki í því að breiða út blóðögðuveiki, sjúkdóm af völdum sníkjuorms í blóðrás. Hálofta- vindar – af völdum hita og þurrks á yf- irborði jarðar – geta dreift loftmeng- uninni. Hlýrri vetur á svæðum sem eru yfirleitt köld geta fækkað hjartaáföllum vegna kulda og sjúkdómum í önd- unarfærum. Þegar á heildina er litið er þó líklegt að óæskileg áhrif breytilegra veðurs og meiri öfga í veðurfari yfirgnæfi það sem kann að verða til góðs. Nú þegar hafa menn sérlega þungar áhyggjur af sjúkdómum sem mosk- ítóflugur bera – malaríu, beinbrunasótt, mýgulusótt og ýmum afbrigðum heila- bólgu. Því er spáð að þessir sjúkdómar verði æ útbreiddari vegna þess að kalt veður hefur haldið moskítóflugunum í skefjum og þær hafa aðeins getað lifað á árstíðum og svæðum með ákveðinn lág- markshita. Mjög mikill hiti getur einnig haldið moskítóflugunum í skefjum. En í þeim hita sem þær þola fjölga þær sér hraðar og bíta oftar eftir því sem hitinn eykst. Meiri hiti verður einnig til þess að sýklar sem þær bera fjölga sér og þroskast hrað- ar. Óþroskaður malaríusníkill nær fullum þroska á 26 dögum við 20 stiga hita á Cel- síus en aðeins á þrettán dögum við 25 stiga hita. Moskítóflugur sem breiða út malaríu lifa aðeins í nokkrar vikur, þannig að hlýrra veður gerir fleiri sníklum kleift að ná fullum þroska áður en moskítóflug- urnar bera þá í menn. Þegar heilu landsvæðin hlýna fara moskítóflugurnar inn á svæði sem þær gátu ekki lifað á áður, auk þess sem þær verða skæðari og bera sjúkdóma í fólk í lengri tíma á svæðum sem þær lifa nú þegar á. Malaría hefur nú þegar komið upp á Kóreuskaga, í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna, fyrrverandi sov nokkrum reikni aldarinnar búi 6 um þar sem mal nú er þetta hlut Með svipuðum brunasótt – alva sem getur valdi blæðingum – br sjúkdómurinn b res undir lok síð ur einnig komið alíu.) Áætlað er milljónir manna heittempraða be Þessar farsót eins hægt að rek Aðrir þættir get ítóvarnir og heil fyrir lyfjum og p því að loftslagsb kenna aukast þó upp á sama tíma unarinnar. Þetta hefur g heimsins. Á nítj nýlendubúar að lagið var svalara Ræsi í höfuðborg Mósambík, Maputo, er vinsæll „leikvöllur að þurrkar muni fjölga vandamálum vegna sjúkdóma, sem © Project Syndicate. ’ Það er undir okk ið hversu skaðinn v sjúkdóma ast hlýnan Eftir Paul R. Epstein Sjúkdómar loftslagsb Á nægja, fjölbreytni, frelsi, árangur og gæði eru þau lykilhugtök sem mikilvæg- ust hljóta að vera í mótun alls skólastarfs. Þessi hug- tök hafa fyrir löngu farsællega verið gerð að meginþáttum í stefnumótun ríkisstjórnarinnar í menntamálum og þannig er það einnig í þeim sveit- arfélögum sem tekið hafa forystu í mál- efnum grunnskólanna. Á vettvangi stærsta sveitarfélagsins, Reykjavíkur, hefur minna verið gert með slíka sýn á skólastarf og þess vegna njóta hvorki skólarnir, foreldrarnir né nemendurnir til fulls þess svigrúms sem æskilegt væri í þessum mikilvæga málaflokki. Tækifærin til að gera betur eru mörg. Börnin okkar eiga aðeins það besta skilið og þess vegna þarf að blása til sóknar í skólamálum í Reykjavík með það að markmiði að tryggja meiri ánægju, aukna fjölbreytni, meira frelsi, betri árangur og enn meiri gæði. Til að svo geti orðið er mikilvægt að huga að úrbótum á fimm sviðum fræðslumála. Raunverulegt sjálfstæði skóla Í fyrsta lagi vil ég nefna að forsenda þess að við náum betri árangri í al- mennu skólastarfi er að minnka mið- stýringu. Í borginni er fræðslumálum meira og minna stýrt og stjórnað frá einni fræðslumiðstöð sem orðin er mjög umfangsmikil í þróun og starfi þeirra rúmlega 40 grunnskóla sem í borginni starfa. Við eigum að veita skólunum aukið svigrúm til að skapa sér sérstöðu og til að móta sitt innra starf, sem í engu þarf að koma niður á þeim sam- ræmdu kröfum sem gerðar eru til allra skóla. Á undanförnum árum hefur auk- ið sjálfstæði skóla aðallega falist í auknu fjárhagslegu sjálfstæði, sem er gott, en þarf að fylgja enn betur eftir með auknu faglegu sjálfstæði. Í sam- ræmi við þær hugmyndir höfum við sjálfstæðismenn í borgarstjórn lagt fram tillögur um að skipta borginni upp í skólahverfi, sem aftur myndi minnka miðstýringu og tryggja að mótun skóla- starfs væri sem næst þeim sem þjón- ustunnar njóta. Meiri fjölbreytni og val Í öðru lagi á að leita leiða til að auka fjölbreytni og tryggja meira val fyrir nemendur og foreldra. Þetta verður best gert með því að borgin tryggi að öll börn, óháð því hvert þau sækja grunnskólanám sitt, njóti sama stuðn- ings frá borginni. Ánægjulegt skref í þessa átt var tekið á síðasta ári þegar fulltrúar meirihlutans féllust loks að hluta á það baráttumál okkar sjálfstæð- ismanna að borgin eigi ekki með fjár- framlögum sínum að hafa áhrif á það hvaða skóla foreldrar kjósa börnum sínum, standist sá skóli þær kröfur sem gerðar eru til hans. Þannig voru fram- lög til barna í e skólum aukin, jafnhá meðalfr grunnskólabarn tryggt aukið va auðvelda aðgen arreknum grun endilega starfr barnið býr í. Sl keppni milli sk eldra og umfra starfsins. Mælanlegur Í þriðja lagi meiri kröfur um kennist umræð starfi af landlæ áherslur, þar s samanburður á fræðslumálum. Við höfum ótal ur í skólastarfi kunna nemend athugunum á lí foreldra og öðr starfsins. Við e að ræða um ár og mæla hann urstöðurnar ge irvöldum fræðs og samanburð, eldrum og nem skólum. Jafnrétti fyr Í fjórða lagi rétti kynjanna rannsóknir og drengjum bæði verr í skólum e niðurstöður sam stúlkur eru í næ Börnin eiga það besta Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ’ Blása þarf til sóknar ískólamálum í Reykjavík með það að markmiði að tryggja meiri ánægju, aukna fjölbreytni, meira frelsi, betri árangur og enn meiri gæði. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.