Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 28
FRÉTTIR 28 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ KOSTNAÐUR vegna kaupa ráðherrabifreiða nam 55 milljónum króna á tímabilinu 1. janúar 1998 til 15. nóvember 2003. Þetta kemur fram í skriflegu svari Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem lagt var fram á Alþingi. Mestur er kostnaðurinn í umhverfisráðu- neytinu. Þar var keyptur bíll af tegundinni Audi A6 árið 1999 og síðan af tegundinni Lex- us RX300 fyrir 5,3 milljónir á síðasta ári. Kom söluverð eldri bifreiðarinnar upp í, tæplega 1,7 milljónir, samtals er kostnaðurinn í ráðuneyt- inu tæplega 8,4 milljónir króna á tímabilinu. Næst á eftir umhverfisráðuneytinu kemur iðn- aðar- og viðskiptaráðuneyti þar sem útlagður kostnaður var 7,9 milljónir. Árið 2000 var keyptur Audi A6 og á síðasta ári BMW X5 sem kostaði tæpar fimm milljónir króna, söluverð- mæti þess eldri var 1,8 milljónir króna. Athygli vekur að af öllum ráðherrunum ek- ur forsætisráðherra um á elsta bílnum. Ekki var keypt ráðherrabifreið fyrir forsætisráð- herra á tímabilinu sem Jóhanna spurði um. Bíll forsætisráðherra var keyptur í september árið 1995 og er af tegundinni Audi A8. Kaup- verðið var 5,9 milljónir króna, en á sama tíma var seldur bíllinn Audi 100, árgerð 1991 fyrir 1,9 milljónir. Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu eru ekki uppi áform um að kaupa nýja bifreið fyrir forsætisráðherra. Í fimm ráðuneytum voru keyptir tveir bílar á tímabilinu, að einhverju leyti má hugsanlega skýra það með ráðherraskiptum, eins og í heil- brigðis- og tryggingaráðuneytinu, en fyrir fjármálaráðherra voru keyptir bílar árin 2000 og 2003, hann var skipaður árið 1998. Þá voru keyptir bílar fyrir iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, sem skipaður var árið 1999, sömu ár, ár- in 2000 og síðan aftur árið 2003. Í landbún- aðarráðuneyti var keypt ráðherrabifreið árið 1999 og aftur 2002, sami ráðherra hefur gegnt embættinu síðan í maí 1999. Sama er uppi á teningnum í umhverfisráðuneytinu, þar var keyptur bíll árið 1999 og aftur 2003. Mest keyrsla í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Mestur var kostnaður af rekstri og viðhaldi bifreiða í ráðuneytunum tólf í iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu, eða 10,4 milljónir króna á tímabilinu. Þar á eftir kemur félagsmálaráðu- neyti með 7,9 milljónir, menntamálaráðuneyti með rúmlega 6,8 milljónir og umhverfisráðu- neyti með tæplega 6,8. Er forsætisráðuneyti í fjórða sæti hvað þetta varðar, eða með 6,3 milljónir í rekstrarkostnað á tímabilinu. Í ráðuneytunum öllum er rekstrarkostnaðurinn á tímabilinu 74,1 milljón króna samtals. Ráðherrar geta notað eigin bifreið sem ráð- herrabíl, ríkissjóður ber þá allan kostnað af rekstri bifreiðarinnar og fá þeir ráðherrar sem gera þetta greitt fyrningafé, sem er 20% af endurnýjunarverði bifreiðarinnar ár hvert og greiða skatt af þeim tekjum. Í svarinu kemur fram að félagsmálaráðherra hefur notað eigin bifreið frá 10. júní 2003 og að heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hafi gert slíkt hið sama frá 1. janúar 1998 til 14. maí 2001. Fyrir það tímabil fékk heilbrigðisráðherra tæplega 1,6 milljónir króna í fyrningafé. Á tímabilinu 1. janúar 1998 til 11. maí 1999 notuðu landbún- aðarráðherra og umhverfisráðherra eigin bif- reið, hvor um sig fékk tæplega hálfa milljón króna í fyrningafé. Í svarinu kemur fram að ráðherrar hafi heimild til takmarkaðra einkanota þeirra bif- reiða í eigu ríkisins sem þeir fá afnot af í krafti embættis síns, svo sem til aksturs milli heim- ilis og vinnustaðar og til annarra einstakra ferða. Ráðherrar skuli greiða skatt af bifreiða- hlunnindum, framkvæmdin sé þannig að ráð- herrar greiði mánaðarlega staðgreiðslu af bif- reiðahlunnindum sem sé dregin af launum. 55 milljónir í ráðherrabifreiðir 1998–2003 Forsætisráðherra á elsta bílnum Morgunblaðið/Þorkell Bílafloti ráðherranna er ekkert slor. Þessi mynd var tekin meðan á ríkisstjórnarfundi stóð. Bíll dómsmálaráðherra er fremstur, hann kostaði rúmar 5 millj. þegar hann var keyptur árið 1999. STARFSFÓLKI ráðuneyta og al- þingismönnum er alltaf boðið að kaupa farseðla á hagstæðustu kjör- um, þar á meðal hjá Iceland Express, í ferðum skipulögðum af Ferðaskrif- stofu Íslands. Hins vegar er það á valdi þeirra sjálfra að velja úr þeim kostum sem í boði eru í ferðum á veg- um ríkisins að sögn Harðar Gunn- arssonar, forstjóra ferðaskrifstof- unnar. Enginn alþingismaður hefur ferðast með Iceland Express eftir að flugfélagið hóf reglubundið flug til Kaupmannahafnar og London fyrir tæpu ári. Ólafur Hauksson, forstöðu- maður almannatengsla, segist ekki trúa því að aldrei nokkurn tíma hafi hentað þingmönnum að fljúga á hag- stæðu verði með félaginu. Þegar hann leitaði skýringa hjá skrifstofu Alþingis var sagt að Ferðaskrifstofa Íslands skipulegði allt flug fyrir þeirra hönd. „Í samningum við ríkið er okkur skylt að bjóða netmöguleika, bæði Netsmelli Flugleiða og netmöguleika Iceland Express, sem valkost í vali fyrir starfsmenn til að ferðast á,“ segir Hörður Gunnarsson, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands. „Þetta er alltaf gert. Valið er síðan algjörlega starfsmannsins, hvað hann tekur.“ Hörður segir fjölda fyrirtækja í viðskiptum hjá þeim ásamt ríkinu og tekin sé ákveðin þóknun fyrir hverja ferð sem skipulögð sé fyrir viðskipta- vini. Ekki fáist hærri þóknun fyrir að selja ferðir með Netsmellum Flug- leiða en Iceland Express. „Fyrir okk- ur er þetta algjörlega hlutlaust mat. Það er hins vegar farþegans að velja hvaða leiðir hann fer.“ Ferðaskrifstofa Íslands er dóttur- félag Flugleiða. Hörður leggur áherslu á að faglega sé unnið að skipulagningu ferða þrátt fyrir það. Starfsfólki sé skylt að geta hag- kvæmasta ferðamöguleikans auk annarra möguleika, sem geta verið mismunandi eftir hentugleika. Unnið sé sjálfstætt og heiðarlega fyrir við- skiptavinina þó annað sé stundum gefið í skyn. Aðspurður segist Hörð- ur Gunnarsson geta sannað það með hundruðum bréfa að þingmönnum og öðrum sé boðið að fljúga með Iceland Express eins og öðrum flugfélögum. Borgarstjóri Reykjavíkur upplýsti 20. janúar í borgarráði að hann og borgarfulltrúar ferðuðust með Ice- land Express. Þingmenn ekki með Ice- land Express FRAMLAG hins opinbera til tannlæknaþjónustu minnkaði um 33% á tímabilinu 1991-2003, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Tannlækna- félagi Íslands. Í fréttatilkynningunni er vitnað í tölur Tryggingastofnunar ríkisins yfir endur- greiðslu vegna tannlæknaþjónustu til handa sjúkratryggðum einstaklingum, þ.e. börnum 18 ára og yngri, öryrkjum og ellilífeyrisþegum. Ef skoðuð eru heildarútgjöld TR vegna tann- læknaþjónustu þegar tannlækningar vegna með- fædds galla, slysa og annarra alvarlegra aðstæðna eru teknar með í reikninginn hafa útgjöldin minnkað um tæpan fjórðung á sama tíma eða 23%, segir í tilkynningunni. Á fjárlögum þessa árs sé áætlað að tannlæknakostnaður sjúkratryggðra einstaklinga verði um 970 milljónir króna. Gangi það eftir hafi útgjöld vegna tannlæknaþjónustu hinna sjúkratryggðu minnkað um 28% frá árinu 1991. Í þessum tölum eru útgjöld reiknuð á verð- lagi í janúar 2004 og miðað við vísitölu neysluverðs án húsaleigu. Endurgreiðsla frá TR miðast við gjaldskrá heil- brigðisráðherra og getur verið á bilinu 50-100%. Segir í tilkynningunni að gjaldskráin hafi verið hækkuð um 20% 1. desember 2002, eftir að hafa verið óbreytt frá 1998. Í maí síðastliðnum hafi ver- ið gefin út ný gjaldskrá þar sem fjölmargir liðir hafi verið lækkaðir aftur, sumir hafi þá orðið lægri en þeir voru árið 1998. Endurgreiðsla fyrir flúor- lökkun barna hafi þannig verið 3.705 krónur árið 1998 en sé nú 2.700 krónur. Munurinn á meðalverði tannlækna og gjaldskrá ráðherra sé á bilinu 16-45% samkvæmt nýlegri könnun Samkeppnisstofnunar. Sjúkratryggðir einstaklingar fái því minna endurgreitt af raun- verulegum tannlæknakostnaði en endurgreiðslu- hlutfall í reglugerð gefi til kynna, en það er 50- 100%. Heimir Sindrason, formaður Tannlæknafélags Íslands, segir að tannlæknar hafi áhyggjur af þessari þróun, aðsókn yngri barna til tannlækna sé farin að minnka og efnaminna fólk virðist spara við sig og börn sín í auknum mæli að fara til tann- læknis. „Kemur þetta ekki niður á þeim sem síst skyldi?“ spyr Heimir. Hann segir að endurgreiðsl- an tengist launakröfum tannlækna alls ekki því hún breyti ekki rekstrarkostnaði tannlæknastofa. Enginn verkefnaskortur sé hjá tannlæknum, end- urgreiðslur tannlækninga hafi lækkað á sama tíma og endurgreiðsla hafi hækkað til annarrar heil- brigðisþjónustu. Heimir segir að fyrir ári hafi verið samið við tannlækna en tannlæknar hafi sagt þeim samningi upp eftir aðeins þrjá mánuði. „Það var einfaldlega vegna þess að það var ekki staðið við það sem okk- ur var lofað,“ segir hann og bætir við að Trygg- ingastofnun hafi þá dregið hækkun á endur- greiðslugjaldskránni til baka. „Sú framkvæmd hlýtur að vekja spurningar, manni finnst það merkilegt ef það á að taka það út á almenningi ef ekki næst samningur við tannlækna,“ segir Heim- ir. Í fréttatilkynningunni segir að tannlæknar full- yrði að miklum framförum í tannheilsu þjóðarinn- ar sé ekki aðeins ógnað með minnkandi opinberum framlögum heldur hafi tíðni tannskemmda aukist vegna breyttra neysluvenja. Afstaða hins opin- bera þurfi að breytast eigi heilbrigðsáætlun til ársins 2010 ekki að lenda í uppnámi, en þar sé bættri tannheilsu barna og unglinga skipað á fremsta bekk með forgangsverkefnum. Framlög hins opinbera til tannlæknaþjónustu handa börnum 18 ára og yngri Hafa minnkað um rúman þriðjung frá árinu 1991 Morgunblaðið/Jim Smart DÆMI eru um að fólk sem nýtir sér fyrirframgreidd farsímakort hafi tapað innstæðu ef engin „notkun“ er á símanum í tiltekinn tíma, eða frá 6 mánuðum frá því síðast var keypt inneign á símann. Að hringja úr sím- anum telst ekki notkun í þessum skilningi skv. túlkun íslenskra far- símafyrirtækja heldur er átt við hve- nær síðast var bætt á inneignina. Þannig getur farsímaeigandi sem kaupir myndarlega inneign á farsím- ann glatað henni ef honum tekst ekki að klára hana fyrir umsamdan tíma. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, segir að tekið sé fram í skilmálum þegar viðkomandi hefji viðskipti við fyrirtækið að inneign á fyrirframgreidd farsímanúmer falli úr gildi og númerið verði tekið úr notkun ef engin notkun er á því leng- ur en sex mánuði. Þessi háttur sé við- tekin venja hjá símafyrirtækjum bæði hér á landi og erlendis sem bjóði upp á fyrirframgreidda far- símaþjónustu. Númerið fari þó ekki strax í umferð og viðkomandi geti því sótt um að fá sama númerið aftur. „Ástæðan fyrir því að þetta er gert er sú að það eru ákveðin verðmæti fólgin í númerinu sem er eign félags- ins og viðkomandi hefur afnot af á meðan hann greiðir fyrir notkunina. Við greiðum fyrir úthlutuð númer, þess utan greiðum við leyfisgjöld til framleiðenda tækjabúnaðar sem skráir niður öll fyrirframgreiddu númerin. Að sögn Péturs kynnir fólk sér yfirleitt vel skilmála félagsins sem í gildi eru fyrir tiltekna þjón- ustu. Þó hafi heyrst óánægjuraddir vegna þessa ákvæðis en þeir sem noti þjónustuna viti undantekningar- lítið af því og það sé ekki nýlunda. Að sögn Evu Magnúsdóttur, upp- lýsingafulltrúa Símans, verða inn- eignir sem hlaðið er inn á Frelsis- númer óvirkar þegar sex mánuðir eru liðnir frá því síðast var lagt inn á kortið og rennur inneignin út þegar 12 mánuðir eru liðnir og þá er lokað fyrir númerið. Að sögn Evu er for- svarsmönnum Símans ekki kunnugt um miklar kvartanir af þessum sök- um. Farsímanúmer í fyrirframgreiddri þjónustu eru eign símafyrirtækja Dæmi um að fólk tapi innstæð- um vegna lítillar notkunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.