Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 16
UMRÆÐAN 16 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR nokkrum árum unnu ÍBR og ÍTR að skýrslu um framtíðarsýn á skipulag íþróttanna í borginni. Ekki var horft lengra fram en til 2010. Til að vinna slíka skýrslu þurfti fyrst að skoða stöðuna eins og hún var. Fljótt varð ljóst að íþróttahreyfingin varð að endurskilgreina hlutverk sitt. Án þess að við merktum það sér- staklega hafði hreyf- ingin breyst frá því að vera samansafn félaga sem fyrst og fremst mið- aði að því að gera þeim einstaklingum sem á því höfðu áhuga kleift að stunda íþrótt sína, í að verða heild- stæð hreyfing sem íbúar borgarinnar almennt ætluðust til að gæfi þeim og börnum þeirra kost á íþróttaiðkun og öðru félagsstarfi. Í þeirri kröfu fólst einnig að ekki skipti máli hvar í borg- inni fólk byggi, framboðið væri nokk- uð einsleitt. Í kjölfar ofangreindrar skýrslu hef- ur ÍBR unnið út frá þeim skilningi að íþróttir í borginni séu fyrst og fremst samfélagsleg þjónusta. Við gerum ákveðinn greinarmun á barna- og unglingastarfi og afreksíþróttum, bæði hvað varðar aðskilinn fjárhag og fjárveitingar. Styrkir borgarinnar við íþróttastarfið miðast fyrst og fremst við barna og unglingastarf, og mætti því nefna umbun fyrir veitta þjónustu við íbúana fremur en styrki. Þessi umbun nemur verulegum fjárhæðum hvert ár og felst fyrst og fremst í því að borgin leggur til frítt húsnæði til íþróttaiðkunar bæði í skólahúsnæði borgarinnar og íþróttahúsum í eigu íþróttafélaga og einkafyrirtækja. Tiltrú borgaryfirvalda á rekstri og stjórnun íþróttafélaganna var ekki upp á marga fiska. Það var því lyk- ilatriði að koma rekstri þeirra í fastari skorður og auka traust borgarinnar á félögunum til að þau gætu á trúverð- ugan hátt tekið þátt í aukinni þjón- ustu við borgarbúa. Hafist var handa við gerð íþróttanámskrár, fyrst fyrir ÍBR og síðan fyrir einstök félög. Í námskránum er ekki einungis fjallað um hvernig íþróttaþjálfun skal hátt- að, heldur felur hún í sér lýsingu á skipulagi félagsins, félagsstarfi, stjórnun og meðferð fjármuna. Íþróttanámskrárnar er sá grunnur sem félögin byggja starf sitt á og eiga að tryggja stöð- ugleikann í rekstrinum, óháð þeim mannabreyt- ingum sem verða kunna í stjórnum félaganna. Ljóst er að traust borgaryfirvalda á íþróttafélögunum hefur aukist. Þeim hefur verið treyst til að reka íþrótta- skóla innan frístunda- heimilisins (heilsdags- skólans). Íþróttaskólinn hefur verið í sífelldri þróun og ljóst er að hann er kominn til að vera og í framtíðinni verður boðið upp á slíkan íþróttaskóla í öllum grunnskólum borgarinnar. ÍBR hefur hvatt félögin til að auka tengsl sín við grunn- skólana með aukinni kynningu til barnanna á íþróttum og íþróttastarfi . Bandalagið hefur styrkt ýmis verk- efni félaganna sem horfa til nýbreytni í þjálfun og félagsstarfi. Ennfremur höfum við styrkt kynningarátök og skólamót í hinum ýmsu íþróttagrein- um. Má þar nefna blak, frjálsar íþróttir, golf, hestaíþróttir, körfu- knattleik, knattspyrnu, skíði og nú síðast handknattleik. Þótt gerður sé greinarmunur á af- reksíþróttum og barna- og unglinga- starfi, getur hvorugt án hins verið. Okkur þótti því kjörið verkefni að nýta þá miklu athygli sem landsliðið í handknattleik nýtur hjá börnunum í stórkeppni sem Evrópumeist- aramótið er. Því kom fram hugmynd að því átaksverkefni, sem nú er hafið hjá íþróttafélögunum og í skólum borgarinnar. Í fyrsta lagi veita íþróttafélögin nýjum iðkendum í handknattleik fríar æfingar í einn mánuð. Við skorum á foreldra þeirra barna sem ekki hafa fundið sér leið inn í íþróttastarfið að hvetja þau til að nýta sér þetta tilboð. Það er að bera í bakkafullan lækinn að nefna forvarnargildi íþróttanna. Hins vegar kom enn á ný fram rök- stuðingur fyrir því í nýlegri könnun Rannsóknar og greiningar. Þar kom einnig fram að hópurinn sem börnin og unglingar eru í hefur afgerandi áhrif á neyslu, hvort sem er á tóbaki, víni eða vímuefnum. Það er því ekki einungis vegna íþróttaiðkunarinnar sjálfrar að barnið þitt mun síður leið- ast út í neyslu vímugjafa heldur eru enn minni líkur á því vegna áhrifa hópsins sem það er hluti af. Í annan stað er gert átak í að end- urvekja skólamótin í Reykjavík. Farið verður hægt af stað með keppni á milli skóla, en í framtíðinni mætti sjá fyrir sér forkeppni innan skóla og skólahverfis og síðan lokakeppni milli skólahverfa. Ekki verður annað sagt en að þess- ir tveir fyrstu þættir hafi farið vel af stað. Á síðustu tveim vikum hafa 400 nýir iðkendur komið til handknatt- leiksæfinga hjá íþróttafélögunum, flestir að sjálfsögðu í yngstu aldurs- hópum, en einnig upp í 14-15 ára ung- linga, sem er sérstakt ánægjuefni. Skólamótið fór fram um helgina og þátttakan var gífurleg. Um 600 börn af um 3000 í 5. og 6. bekk grunnskól- ans í borginni komu til leiks og var það langt umfram áætlanir. Það var greinilega mikil upplifun og ánægja hjá unga fólkinu. Í þriðja lagi er unnið að gerð bækl- ings um einfaldari leik fyrir byrj- endur í handknattleik, þar sem minni áhersla er lögð á reglurnar og meiri á leikinn og skemmtunina. Miðað er við færri leikmenn í hverju liði. Mein- ingin er að leikurinn henti betur yngri og minni hópum og í íþróttakennslu í grunnskólunum. Vænti ég þess að kynning á þessum leik hefjist í haust að loknum Ólympíuleikunum. Í umboði íþróttafélaganna Björn H. Jóhannesson skrifar um handbolta ’Í fyrsta lagi veitaíþróttafélögin nýjum iðkendum í handknatt- leik fríar æfingar í einn mánuð.‘ Björn H. Jóhannesson Höfundur er varaformaður ÍBR. NÝ áform Landsvirkjunar, með hjálp umhverfisráðherra, um hækk- un á stíflu við Laxárvirkjun eru var- hugaverð. Efri hluti Laxár þar sem stíflan er og fyrirhuguð stækkun nær til er rómaðasta silungssvæði Ís- lands. Til upprifjunar vildi Landsvirkjun fyr- ir um 35 árum reisa risastíflu í Laxárdal með hörmulegum af- leiðingum fyrir lífríkið í Laxá. Heimamenn neyddust þá til að beita dínamíti til að verjast þeim brjálæðislegu hugmyndum. Nú vill Landsvirkjun aftur stífla á nákvæmlega sama stað þótt um- fangið sé minna (en þó 10–12 m). Kannski tel- ur Landsvirkjun að nú séu meiri lík- ur til þess að ná fram markmiðum sínum fyrst margir helstu andstæð- ingar hennar í Laxárdeilunni forðum eru fallnir frá og bændum við Laxá fækkað nokkuð? Ástæða þess að Landsvirkjun vill stækka stífluna við Laxárvirkjun nú er að þeirra sögn rekstrarlegs eðlis. Með því að hækka núverandi stíflu verður slit, m.a. vegna sandburðar, á vélum og tækjum minna og virkjunin hagkvæmari fyrir vikið skv. Lands- virkjun. Þá vakna augljósar spurn- ingar sem eru alger forsenda þess að umræðan fari yfirhöfuð af stað: Hver er afkoma Laxárvirkjunar nú og hvernig mun hún breytast gangi áformin eftir? Er tap á rekstri virkj- unarinnar í dag? Um þetta hefur Landsvirkjun ekkert fjallað og neit- að að gefa upplýsingar um þegar eft- ir þeim hefur verið leitað. Þetta er ekki prentvilla, það hef- ur ekki einn tölustafur verið opinberaður um afkomu Laxárvirkjunar í aðdraganda þessa máls. Samt er opinbert meginmarkmið fram- kvæmdarinnar og rétt- læting Landsvirkjunar byggð á þessum for- sendum, þ.e. rekstri og afkomu þessarar virkj- unar. Það segir sig sjálft að almennings- félagið Landsvirkjun getur ekki komist upp með að fjalla með almennum orðum um að afkoma Laxárvirkjunar sé óviðunandi eins og sakir standa án þess að upplýsa um afkomutölurnar svart á hvítu. Landsvirkjun hefur fjallað um fyrrnefndan sandburð í Laxá. Er þar mjög talað í hálf- kveðnum vísum. Sandburður í Laxá er margra alda gamalt fyrirbæri og ekkert í hendi um að hann hafi auk- ist undangengin ár. Áform Lands- virkjunar kalla á stórfellda sand- flutninga úr stækkaðri stíflu, hvað kostar hann, hvert á að flytja sand- inn? Hver verða umhverfisáhrifin af slíkri haugsetningu? Slíkum spurn- ingum hefur Landsvirkjun ekki svar- að. Undirritaður er mótfallinn stækk- unaráformum Landsvirkjunar í Laxá, þar sem er að finna auðugasta lífríki í straumvatni á Íslandi. Úr því sem komið er er eina vitið fyrir Landsvirkjun að hverfa frá fyrirhug- aðri stækkun Laxárvirkjunar og skoða frekar aðra möguleika til orku- framleiðslu. T.d. eru ýmsir mögu- leikar til frekari nýtingar á jarð- varma í Suður-Þingeyjarsýslu. Með áformum um stækkun á Lax- árvirkjun nú er verið að rjúfa þá sátt sem náðist í kjölfar Laxárdeilunnar árið 1970 auk þess sem orðspor Landsvirkjunar mun stórlega veikj- ast. Ný Laxárdeila Valdimar Halldórsson skrifar um Laxárvirkjun Valdimar Halldórsson ’Úr því sem komið er ereina vitið fyrir Lands- virkjun að hverfa frá fyrirhugaðri stækkun Laxárvirkjunar og skoða frekar aðra möguleika til orkufram- leiðslu. ‘ Höfundur er viðskiptafræðingur og Laxárunnandi. Í TILEFNI 75 ára afmælis Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, er vert að kynna stefnu félagsins í landbúnaðarmálum. Ísland er enn frjálst undan óstjórn skrif- finnskubáknsins suður í Evrópu og verður svo vonandi um ókomna tíð. Við eigum ennþá frekar að haga okk- ur í samræmi við að 21. öldin er geng- in í garð, og endurtaka ekki mistök sögunnar að láta eina stétt frumfram- leiðslumanna ráða hér lögum og lof- um í krafti kverkataks þess sem þeir hafa náð vegna skorts á árvekni okk- ar. Menn eru tilbúnir að hlaupa upp til handa og fóta og láta gífuryrði falla þegar umræðan snýst um eftirlaun þingmanna en þegar kemur að því að tryggja sér heilbrigt viðhorf án þess að blindast af fortíðarhyggju líkt og menn þykjast sjá skína í gegn í háð- skrifum nóbelsskáldsins um aumingj- ann Bjart. Eyðum ríkisframlögum, styrkjum og höftum úr landbúnaði, gerum rekstur arðbæran, hagkvæman og frjálsan í krafti þess. Opnum dyrnar fyrir framtíð í landbúnaði. Það þarf að skapa frelsi í vali fyrir neytendur án afskipta ríkisvaldsins. Þessu þarf að breyta, þjóðin á kröfu á því að þurfa ekki að greiða margoft fyrir sama hlutinn. Þetta breytist í sjávarútvegnum með nið- urfellingu sjómannaafsláttarins en virðist aukast, alltént standa í stað í landbúnaði. Það verður að blása á þær gagn- rýnisraddir sem gætu haldið fram því að með holskeflu erlendra afurða yrðu þær íslensku undir í baráttunni, við teljum að ekki sé hætta á því að ís- lenskar landbúnaðarafurðir hverfi út af markaði ef þetta verður, heldur að afurðir íslenskra bænda verði eftir sem áður burðarstólpi í neyslu land- ans. Það verður ekki gengið framhjá afurðum sem auðsýnilega ættu að hafa meiri gæði en sambærilegar vörur frá Evrópu. Úrlausnin er kostnaðarsöm, en á ekki að kosta þjóðarbúið meira til lengri tíma litið en núverandi kerfi. Hið sanna íhald Guðmundur Egill Erlendsson og Víðir Guðmundsson skrifa um stjórnmál Víðir Guðmundsson Guðmundur Egill Erlendsson Á SUNNUDAGINN birtist frétt á forsíðu Morgunblaðsins um nið- urstöður rannsóknar virtra ís- lenskra geðlækna þar sem í ljós kom að aukin notkun nýrra geðlyfja hefði ekki haft áhrif á lýð- heilsu í landinu. Áhrifaleysi lyfjanna kom fram í því að þau virtust ekki hafa bjargað mannslífum, komið í veg fyrir inn- lagnir á sjúkrahús né hindrað örorku. Af þessu mætti ætla að mikil notkun lyfjanna á Íslandi væri byggð á fölskum forsendum og að þeir læknar sem gefa þessi lyf séu fúskarar í faginu – að íslenskur al- menningur sem viðtakandi lyfjanna hafi verið hafður að fífli svo ekki sé talað um ríkiskassann, sem hefur borgað fyrir ósómann. Er lýðheilsa eini mælikvarðinn? Ég ætla mér alls ekki að mótmæla niðurstöðum rannsóknarinnar. Þær eru áreiðanlega réttar svo langt sem þær ná enda góðir menn sem að þeim standa. Spurningin er að- eins hvað orðið „lýðheilsa“ þýðir og hvort hún sé eini mælikvarðinn á notkun og gæði viðkomandi lyfja. Svarið við þeirri spurningu verður þeim mun mikilvægara í því ljósi að mikil notkun „nýju geðdeyfð- arlyfjanna“, sem stundum hafa líka verið kölluð „gleðipillur“ í niðrandi skyni, hefur oft verið hrakyrt í fjöl- miðlum á undanförnum árum og talað um oflækningar og sjúkdóms- væðingu í því sambandi. Ég vil fyrst segja það að nið- urstöður rannsóknarinnar koma mér alls ekki á óvart. Ég hef stundað lækningar í um 30 ár og á þeim tíma haft þúsundir skjólstæð- inga. Á síðustu árum hef ég átt því láni að fagna að geta hjálpað mörg- um þeim sem til mín leita með verk í sálinni með því að gefa þeim lyf til að lina verkinn. Þessi lyf þolast yfirleitt vel og hafa tiltölulega fáar aukaverkanir. Fólkið sem fær lyfin er sjálft besti dómarinn um verkun þeirra – alveg eins og annarra verkjalyfja. Þetta fólk er að jafnaði ekki alvarlega veikt – annars hefði ég sent það til geðlæknis – það þarfnast ekki inn- lagnar né er það lík- legt til að verða ör- yrkjar, – hvað þá að það sé í lífshættu. Ekki frekar en flestir þeir sem til mín leita með annars konar verki; höfuðverk, vöðvabólgur eða maga- pínu. Öllu því fólki reyni ég líka að lið- sinna án þess að velta því fyrir mér hvort störf mín hafi mælanleg áhrif á lýð- heilsu eða langlífi. Raunar veit ég ekki til þess með vissu að ég hafi – eftir öll þessi ár sem læknir! – nokkurn tímann bjargað mannslífi né að nein verk mín hafi mælst á kvarða um bætta lýðheilsu. Ég hef þó stundum reynt að ímynda mér að ég væri að hjálpa fólki til að skrönglast betur í gegnum þetta líf án þess að því liði allt of illa og hef reynt að réttlæta störf mín með því. Lyf við verk í sálinni Fólkið sem fær nýju geðlyfin hjá mér er með verk einhvers staðar í sálinni. Oft hefur það þurft að þola ýmiss konar mótlæti; sorg, sjúk- dóma, hjónaskilnað, fjármála- kreppu, starfsmissi o.s.frv. Aðrir eru einfaldlega svo ofurviðkvæmir í eðli sínu að lífið sjálft verður þeim erfitt. Þetta fólk ber sig vel, er brosandi og sinnir sínu. Venjulega sést ekki á því að neitt sé að. Það þykir heldur ekki mannalegt að bera sig illa, aðspurð segjum við öll alltaf „allt gott“. Á bak við fínustu framkomu getur samt leynst sál- arverkur. Það er næstum bara við komu til læknisins, sem fólk má Um sálarverki og lýðheilsu Árni Tómas Ragnarsson skrifar um notkun nýrra geðlyfja Árni Tómas Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.