Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra hefur látið hefja athugun innan mennta- málaráðuneytisins á stöðu einka- rekinna skóla hér á landi. Menntamálaráðherra sagði á ráðstefnu Sambands ungra sjálf- stæðismanna um helgina að ákvæði grunnskólalaganna, sem varða sjálfstæði skóla og einkaskóla á einn eða annan hátt, væru orðin gömul að stofni til. „Að mínu mati er því eðlilegt að fara yfir með hvaða hætti sé best að koma þessum málum fyr- ir í lögum. Ég hef nú þegar sett í gang vinnu innan ráðuneytisins til þess að fara yfir þessi mál, með það fyrir augum að tryggja stöðu sjálf- stæðu grunnskólanna, athuga sjálf- stæða leikskóla og síðan í kjölfarið að athuga betur framhaldsskólana, þannig að þeir, og þá sérstaklega grunnskólarnir, standi jafnfætis op- inberu skólunum hvað varðar fram- lög,“ sagði hún. Sveitarfélög hugi að aukinni fjölbreytni við rekstur skóla Þorgerður Katrín sagðist þeirrar skoðunar að fjölbreytt rekstrar- form leikskóla, grunnskóla og fram- haldsskóla leiddi til öflugra skóla- Menntamálaráðherra lætur hefja athugun á stöðu einkarekinna skóla Standi jafnfætis opinberum skólum varðandi framlög  Auka þarf/10 starfs. Með fjölbreyttara rekstrar- formi, þar sem bæði einkaaðilar og hið opinbera kæmu að skólamálun- um, ykist valfrelsi foreldranna og það ýtti um leið undir að námið yrði einstaklingsmiðaðra. „Ég tel ósk- andi að sveitarfélögin fari að hugsa verulega um hvernig hægt er að auka fjölbreytni í rekstrarformi skóla innan sinna sveitarfélaga.“ Menntamálaráðherra sagði einn- ig mikilvægt að fjármunir yrðu bundnir við nemendur þar sem það stuðlaði að frjálsu vali nemenda og foreldra um skóla. Ræddi hún um áform um styttingu náms til stúd- entsprófs og sagðist taka undir þau sjónarmið að skoða þyrfti skóla- gönguna í heild. „Ég tel mikilvægt að við skoðum skólagönguna sem eina heild frá leikskóla að lokum framhaldsskóla og miðum aðgerðir næstu ára við þá meginsýn að þetta sé allt ein heild.“ Sagði hún að nú væri lag til þess að fjölga kenn- araháskólum. „Ég held að það sé einfaldlega tímaspursmál og spái því að við eigum eftir að sjá fjöl- breyttara nám á sviði kennara- náms,“ sagði hún. EFTIR norðanstórhríð og hvassviðri sem gekk yfir landið um helgina hefur lífið smám saman verið að færast í eðlilegt horf. Fallegasta veð- ur var í Neskaupstað í gær, sól, logn og frost. Þá hafa starfsmenn Vegagerðarinnar staðið í ströngu við að ryðja vegi eftir ofankomuna og mátti sjá háa snjóhrauka á götuhornum í þeim byggðarlögum þar sem mest snjóaði. Allir sem vettlingi gátu valdið mokuðu snjó til að losa bíla sína og komast til og frá húsum sínum. Þessi litli snáði lagði sitt af mörkum og dreif sig út með gröfuna til að að moka snjó. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Blíðan eftir bræluna Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 BETTÝ eftir Arnald Indriðason var mest selda bók á Íslandi árið 2003 samkvæmt bóksölulista Félagsvísindastofnunar Há- skóla Íslands sem birtur er í Morgunblaðinu í dag. Í öðru sæti listans er Einhvers konar ég eftir Þráin Bertelsson og Harry Potter og Fönixreglan eftir J.K. Rowling er í þriðja sæti. Harry Potter er eina þýdda bókin af tíu mest seldu bókunum á listanum en þar á meðal eru einnig þrjár íslenskar skáldsögur. Bettý söluhæsta bók síðasta árs  Bóksölulisti/15 TÓMAS Þórðarson, Íslendingur búsettur í Danmörku, verður fulltrúi Dana í söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí. Tómas vann dönsku forkeppnina, sem var sjónvarpað beint á laugardagskvöldið, með þó nokkrum yfirburðum þegar hann söng lagið „Sig det’ løgn,“ eftir Ivar Lind Greiner. Tómas er í hljómsveitinni Latin fever, sem leikur suðræna danstónlist. Hann lenti í þriðja sæti í annarri söngvakeppni, „Stjerne for en aften“, árið 2001, en sú keppni var nokkurs konar stjörnuleit Dana. mig í stjörnuleitarkeppninni 2001. Hann hafði svo samband við mig og bað mig að prófa lagið, þá var hann með nokkra söngv- ara í sigtinu en sagði á endanum að við þyrft- um að gera þetta saman. Nú mun ég fara á fullt við að kynna plötuna með lögunum úr keppninni og vinna plötuna með Ívari, en hún kemur út í endaðan apríl.“ Tómas er ekki mjög sleipur í íslensku en honum þykir afar vænt um Ísland og segist sakna landsins og ættingja sinna mjög, en hann hefur búið í Danmörku nær alla sína tíð. „Mig langar bara að segja að ég sakna fjölskyldu minnar og mig langar að heim- sækja Ísland bráðum til að hitta fjölskylduna og syngja lagið fyrir ykkur og kynna það fyr- ir Íslendingum, ég er mjög spenntur fyrir því,“ segir Tómas að lokum. Í samtali við Morgunblaðið segist Tómas sakna Íslands, en hann tileinkaði lagið hálf- bróður sínum, Þresti Þórðarsyni, sem býr hér á landi, en þeir kynntust fyrir þremur ár- um eftir rúmra tuttugu ára aðskilnað. „Þetta er alveg frábært, í raun ólýsanleg tilfinning, maður trúir þessu varla, ég er ofboðslega þakklátur,“ segir Tómas aðspurður um líðan sína eftir keppnina. „Þröstur bróðir minn var að horfa á dönsku keppnina hjá föðurömmu okkar heima á Íslandi, en þau fengu sér breiðbandið til að geta horft á hana. Öll fjöl- skyldan kom saman heima hjá ömmu til að horfa á keppnina.“ Næsta skref er útgáfa plötu með Ivar Lind Greiner, sem samdi lagið. „Ég vil endilega fara að leggja áherslu á frumsamda tónlist núna. Ívar uppgötvaði mig þegar hann sá Langar að koma til Íslands og flytja lagið Ljósmynd/Carl Redhead Tómas Þórðarson tekur sigurlagið sem fyrir hönd Dana keppir í Evróvisjón í maí. Tómas Þórðarson keppir fyrir hönd Dana í Evróvisjón ÍSLENSK stjórnvöld hafa gert samning við UNMIK, alþjóðlegt gæslulið Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, um að Ísland muni sjá um vottun og leyfisveitingu á flugvellinum í Pristina til ársloka 2005. Allur kostnaður við þetta verkefni verður greiddur af Sameinuðu þjóðunum. Íslenska friðargæslan hefur farið með stjórn vallarins frá því í mars á síðasta ári og er stefnt að því að heimamenn, sem hafa ver- ið í þjálfun undir stjórn Íslendinga, taki við vellinum sem alþjóðaflugvelli 1. apríl nk. Herlið KFOR, sem er undir stjórn NATO, er að draga sig út sem ábyrgur rekstraraðili á flugvellinum og fer yfirstjórnin þá til Sam- einuðu þjóðanna, sem fara með stjórn mála í Kosovo. Það voru framkvæmdastjóri NATO og yfirmaður UNMIK, sem leituðu til ís- lenskra stjórnvalda um að taka að sér þessi verkefni á vellinum í samræmi við staðla Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar. Veita nauðsynlega viðurkenningu Var þetta gert þar sem stofnunin taldi sig ekki geta veitt SÞ leyfi til að sjá um vottun og leyfisveitingu fyrir flugvöllinn, eftir að Ís- lendingarnir hverfa á braut í apríl, þar sem samþykktir og reglur hennar kveða á um að leyfi má eingöngu veita aðildarríkjum, ekki alþjóðastofnunum. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að Ís- land muni veita flugvellinum nauðsynlega viðurkenningu svo hægt verði að breyta hon- um í borgaralegan flugvöll úr herflugvelli. Einnig muni Ísland gefa út skírteini til heimamanna sem hafa verið þjálfaðir í störf flugumferðarstjóra og í þriðja lagi veita ýmsa þjónustu varðandi upplýsingagjöf um flug og veður. Þorgeir segir að gert sé ráð fyrir að íslenskir starfsmenn muni starfa á vellinum þann tíma sem samningurinn er í gildi. Íslending- ar áfram í Pristina  Íslendingar hafa/4 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.