Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Með sama áframhaldandi herbrölti verður varla langt í að herinn okkar, „Bjarnason army“, verði sendur í bein átök. Knattspyrnuskóli Bobbys Charltons Það er alltaf farið á völlinn Hingað til lands erkominn Englend-ingurinn Ian Bateman sem er skóla- stjóri Knattspyrnuskóla Bobbys Charltons. Skól- inn sá er skammt frá Blackpool, aðeins um klukkustundarferð frá Manchester. Erindi Ba- temans hingað til lands er að kynna skólann bæði sunnan heiða og norðan. Bateman er hér á vegum ÍT-ferða og forkólfur á þeim bæ er fyrrverandi landsliðsmaður í knatt- spyrnu og handknattleik með meiru, Hörður Hilm- arsson. Morgunblaðið ræddi við hann um heim- sókn Batemans. Hver er Ian Bateman Hörður? „Hann er skólastjóri þessa þekkta og virta knattspyrnu- skóla, Knattspyrnuskóla Bobbys Charltons. Að vísu kemur Charl- ton ekki við sögu í skólanun leng- ur, eigendaskipti urðu fyrir nokkrum árum, en nafnið stend- ur. Bateman er þrautreyndur knattspyrnuþjálfari, m.a. ung- lingaþjálfari hjá úrvalsdeildar- félaginu Bolton og hefur rekið þennan skóla af slíkum mynd- arskap að hann er talinn einn sá frægasti og besti í dag. Íslend- ingar hafa átt gott og farsælt samstarf við Ian Bateman og skóla hans og hann hefur oft komið hingað áður.“ Hver er dagskrá Batemans? „Hann verður með fund og sýnikennslu í Boganum og fund í félagsheimili Þórs á Akureyri í dag og á morgun verður hann í Reykjavík og verður þá með fund í Íþróttamiðstöðinni í Laug- ardal klukkan 20.“ Þið hafið sem sagt sent krakka í þennan skóla áður? „Já, það höfum við oft gert og Samvinnuferðir-Landsýn á und- an okkur.Vinsældirnar eru mikl- ar og ferðirnar standa alltaf und- ir væntingum og vel það. Það hafa farið 100 til 200 krakkar á okkar vegum í skóla þennan síð- ustu árin og þetta eru ævinlega viku til tíu daga ferðir sem farn- ar eru í kringum verslunar- mannahelgina. Þetta er fyrir börn á aldrinum tólf til sautján ára, bæði stráka og stelpur, ein- staklinga, hópa eða einstök lið. Kennslan og dagskráin eru snið- in eftir aðstæðum hverju sinni, lið sem fara út leika sem lið og búin eru til lið úr hópum og ein- staklingum þannig að allir geti verið með. Hluti af kennslunni eru leikir við ensk lið og mót- herjarnir valdir eftir styrkleika til að leikirnir séu eins jafnir og frekast er kostur.“ Eru frægir kennarar? „Ekki í þeim skilningi að um fræg knattspyrnunöfn sé að ræða, en þetta eru upp til hópa hæfir og menntaðir kennarar og kennslan er á mörgum sviðum. Það er ekki bara verið að sparka bolta, þarna er líka kennsla í hlut- um eins og næringar- fræði, íþrótta- og ár- angurssálfræði og margt fleira. Síðan eru þessar ferðir af því tagi að það er aldrei að vita hvað dúkkar upp. Það er til dæmis alltaf farið á völlinn. Á þessum tíma leika liðin venjulega athyglisverða æfingaleiki eða taka þátt í smámótum og oftar en ekki komast krakkarnir á völlinn hjá frægum liðum. Skól- inn er miðja vegu á milli Blackpool og Fleetwood, aðeins klukkustundarferð frá Man- chester til að mynda. Einu sinni komumst við á leik með Liver- pool og Valencia og í öðru tilviki fór hópurinn á fyrstu opinberu æfinguna á Old Trafford þar sem rúmlega 40 þúsund manns borg- uðu sig inn til að sjá nýju andlitin það árið. Þá vorum við á leiknum um Góðgerðarskjöldinn milli Arsenal og Manchester United í ágúst síðastliðnum, þannig að það er eftir mörgu að slægjast fyrir þessa fótboltakrakka. Ein mamman sem fór með hópnum einhverju sinni hafði á orði að allir krakkar sem hefðu á annað borð gaman af knattspyrnu ættu að fara einu sinni á ævinni í svona ferð.“ Ekki muna krakkarnir eftir Bobby Charlton? „Nei kannski ekki, en foreldr- ar þeirra muna eftir honum og krakkarnir þekkja David Beck- ham. Hann var tvisvar í þessum knattspyrnuskóla, tólf og þrettán ára gamall, og það er mynd þarna af Bobby Charlton og David Beckham þegar hann var tólf ára. Það var einhver knatt- leiknikeppni þarna sem Beck- ham náði ekki að vinna, sem varð til þess að hann kom aftur árið eftir, þá þrettán ára, og vann þá keppnina með þvílíkum yfirburð- um að metið stendur enn. Krakk- arnir geta því borið sig saman við Beckham þegar hann var þrettán ára. Það er sagt að Bobby Charl- ton hafi spurt Beck- ham á þessum tíma hvort hann væri búinn að setja sér einhver markmið fyrir framtíðina. Beck- ham hélt það nú, og greindi Charlton frá því að það væri tvennt sem hann stefndi að. Ann- að væri að leika með Manchester United og vera þar í peysu núm- er sjö. Hitt markmiðið í lífinu væri að komast í enska landsliðið og verða fyrirliði þess. Það er því óhætt að segja að markmið Beckhams hafi gengið eftir.“ Hörður Hilmarsson  Hörður Hilmarsson fæddist 21. nóvember 1952. Hann er framkvæmdastjóri ÍT-ferða. Eig- inkona hans er Rita Kárason og eru börn þeirra Bryndís f. ’80, Sara Mildred f. ’90 og Birna Ósk f. ’94. Hörður er kennaramennt- aður og starfaði lengi við kennslu, einnig var hann hand- knattleiks- og knattspyrnuþjálf- ari um árabil. Hefur starfað við ferðaþjónustu frá 1986, hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn og Úrvali- Útsýn, en hjá ÍT-ferðum frá haustinu ’96. Sérgrein þar er íþróttatengd ferðaþjónusta og markaðssetning á Reykjavík og Íslandi. … geta borið sig saman við Beckham

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.