Vísir - 02.04.1981, Blaðsíða 1
STÓRBRUNI í BORGARTÚNINU í NÓTT:
„ALLT BENDIR TIL AB UM
ÍKVEIKJU SE AÐ RÆBA”
- segir elnn af eigendum miamálunarfyrirtækls sem var I húsinu
,,Það benda allar
likur til þess,að það sé
um ikveikju að ræða.
Litlar dyr, sem voru
innfelldar i stóru dyrn-
ar fyrir verkstæðinu,
voru opnar og greini-
legt, að um þær hafði
verið farið”, sagði Óli
Hermannsson, einn af
eigendum Bila-
málningaverkstæðis
Einars Guðmunds-
sonar i Borgartúni 3, en
það fyrirtæki er til
húsa i Borgartúni 3,
þar sem stórbruni varð
i nótt.
Við hittum Óla i Borgartúninu
i morgun, en hann hafði þá ekki
frekar en aðrir fengið að fara
inn i húsið, þar sem rann-
sóknarlögreglan átti eftir að
koma á staðinn til að rannsaka
eldsupptök.
Það var rétt upp úr kl. 3 i nótt,
sem tilkynning barst um elds-
voðann og þegar slökkviliðið
kom að húsinu, þar sem gamla
Borgarþvottahúsið var áður til
húsa, stóðu eldtungurnar upp úr
þakinu þar sem bilamálninga-
verkstæðið er til húsa, en i hin-
um hluta hússins er fyrirtækið
Gleriðjan.
Rétt eftir að slökkviliðsmenn
komu þar að og voru að undir-
búa inngöngu, sprakk gaskútur
inni i húsinu og fengu slökkvi-
liðsmennirnir framan i sig
neistaflug og hitaloftbylgju.
Inni reyndust vera 6 bilar, og
tókst ekki að ná neinum þeirra
út. Slökkvistarf stóð fram yfir
kl. 6 i morgun, en vakt var höfð
áfram við húsið og engum
hleypt þar inn.
Mun meiri skemmdir urðu á
húsinu i þeim hluta, er bilamál-
unin var, og sagði Óli Her-
mannsson, að 5 af þeim 6 bilum
sem þar voru inni, væru gjöró-
nýtir. Þakið er allt fallið niður
og greinilegt,að ekki verður ráð-
ist i það að endurbyggja húsið.
Rannsóknarlögreglan vinnur nú
að rannsókn eldsupptaka, en
ljóst þykir.að eldurinn hafi kom-
ið upp inni á bilamálunarverk-
stæðinu, þar sem eldfim efni
voru geymd.
gk-.
Eldtungurnar stóðu hátt I loft upp úr þaki bitamálunarverkstæöisins.er slökkviiiöiö kom á vettvang (
þar inni brann alit, sem brunniö gat.
Visismynd G.V.
Súkkulaði
III Noregs
Sælgætisfyrirtækið Móna hefur
hafið útflutning á litlum súkku-
laðistykkjum til Noregs og Dan-
merkur, og hafa um 5 tonn verið
flutt úr landi frá áramótum, en
fyrsta sendingin fór héðan i sept-
ember i fyrra.
„Við höfum getaö boðið þessa
vöru á þvi verði, sem erlendir aö-
ilar sækjast eftir”, sagði Siguröur
Marinósson hjá Móna. ,,Sú vara,
sem send hefur verið út, er hér
kölluð bananastykki, og svonefnd
Chocosticks”.
Sigurður sagðist vera bjartsýnn
á þennan útflutning. Fyrirtækið
virðist geta staðið erlendum
keppinautum snúning, hvað verö-
ið varðar og sagði hann, að fljót-
lega yrði önnur sending afgreidd,
þannig að ekkert lát virðist ætla
að verða á þessum merka útflutn-
ingi, sem fáa hafði órað fyrir, að
hægt yröi að hefja. — AS
Fimm milliðnlr
lii endurbóta
Stjórn Húsnæðismálastofnunar
rikisins hefur ákveðið að nýta sér
heimild i lögum til þess að opna
nýjan lánaflokk til endurbóta og
viðgerða á gömlu húsnæði.
Siguröur E. Guömundsson,
framvkæmdastjóri Húsnæðis-
málastofnunar, sagði i samtali
við blaðamann, að ráðgert væri
að verja fimm milljónum króna i
þessu skyni, en ekki væri enn ljóst
hversu há einstök lán yrðu.
Þau verkefni, sem hafa forgang
að þessum lánum, eru meiri-
háttar endurbætur á húsþökum,
gluggum og ytri kiæðningu.
,,Ég vona að hægt verði að aug-
lýsa þau i mai. Þau kæmu þá
væntanlega til útborgunar á siö-
ari hluta ársins”, sagði Sigurður.
FÍA BOÐAR
AÐGERÐIR:
STÖÐVfl
FLUGID
LANDS
Félag islenskra atvinnuflug
manna hefur boðað verkfall á Bo-
eing vélunum og Fokkerunum frá
og með 10. april næstkomandi.
Þetta verkfall er boðað vegna óá-
nægju FlA-manna með ráðningar
i flugmannastöður á Boeing og
Fokker.
Gunnar Guðjónsson, varafor-
maður FIA, sagöi að Flugleiöir
hefðu þverbrotið gildandi samn-
inga með ráðningunum og ekki
hefði verið farið eftir starfsald-
urslista, sem hingað til hefur ver-
ið hafður til viðmiðunar við ráðn-
ingar og uppsagnir.
Hann sagði ennfremur, að ekki
hefðu verið boðaðir samninga-
fundir með þeim og fulltrúum
Flugleiða.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum mun verkfall þetta
fyrst og fremst koma niður á inn-
anlandsfluginu. Því hefur verið
lýst yfir af Loftleiðaflugmönnum,
að ekki þýði fyrir annað hvort fé-
lagið að fara i verkfall — félagar i
hinu myndu fljúga áfram!
Það er þvi vafamál, hvort milli-
landalflugið raskast að ráði._ATA
fl