Vísir - 02.04.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 02.04.1981, Blaðsíða 9
VÍSIR Fimmtudagur 2. april, 1981. VerKsmiðlutogarar trá Isianfll og tvffrysilng á fiski Fyrir nokkru hringdi kunningi minn frá Noregi og sagðist hafa verið beðinn að koma því á framfæri, að til sölu væru nokkrir norskir verksmiðjutog- arar með vinnsluvélum, frysti- tækjum og frystilestum, mjög góð skip, stór og tiltölulega ný- leg á hreinasta útsöluverði. Það er vonlaust orðið að gera þessi skip út i Noregi, jafnvel með rikisstyrknum fræga, og enginn kaupandi er til i heiminum nema helst á Islandi. Þessi maður sagðist hafa frétt að nú væru ýmsir að hefja eða undir- búa útgerð frystitogara frá Islandi þó undarlegt væri. Ný- lega hefði verið keyptur einn frá Bretlandi (Hafnarfjörður?) annar frá Noregi (Þórshöfn) og tveir (Skagaströnd og Hólma- vik) væru i smiðum á Islandi. Við nánari eftirgrennslan hefðu þessar fréttir virst vera nokkuð réttar. (Ef til vill er þó ekki einhlítt hvað felst i orðinu frystitogari, t.d. ef átt er við Rán/Dagstjörn- una hér að ofan, sem að visu var einhverskonar frystitogari I Bretlandi). Hvað eru frystitogarar? Almennt má segja að skip með nógu stórar frystivélar og einangraðar lestar geti kallast frystitogarar, ef þau frysta eig- in afla. Oft er talið að bresku „Faitry”— togararnir hafi ver- ið fyrstu „alvarlegu” verk- smiðju — eða frystitogararnir, á árunum upp úr 1950. Þá tóku ýmsar aðrar þjóðir að byggja heila flota af mjög stórum 2-4000 brl. verksmiðjuskipum og voru Rússar og Japanir leiðandi I þeim efnum. Með tilkomu 200- milnanna hefur útgerð þessara skipa átt i mjög miklum erfið- leikum og borgar sig sjálfsagt ekki lengur þó að sumar Austur- Evrópu þjóðir haldi nokkrum fjölda úti til veiða enn. Um 10 árum siðar var farið að byggja tæki og frystiklefa I minni skip (1000 tonna togara) tilað heilfrysta a.m.k. hluta afl- ans og geta verið lengur úti. Meðal slikra skipa var t.d. b.v. Narfi, en þau voru töluvert al- geng i Bretlandi, Noregi og viö- ar i Vestur-Evrópu á árunum milli 1960 og 1970. Allmargir skuttogarar voru lika byggðir með frystibúnaði eftir það.Það eru einmitt þeir sem nú eru á út- sölu út um heim. Það má segja að frystitogarar hafi verið börn sins tfma. Ofveiði á heimamið- um ýmissa fiskveiðiþjóða neyddi fiskimenn i sifellt lengri ferðir á mið annarra þjóða, sem siðan lokuðust með 200 milun- um. Nokkrum slikum togurum er enn haldið úti með samningum landa á milli og verksmiðjuskip örfárra þjóða skrapa enn upp verðlitlar fisktegundir á úthöf- um, en það er áreiðanlega fátitt að frystitogarar eða verk- smiðjuskip séu gerð út á heima- miðum. Aðalkostur frystingar á fiski um borð i veiðiskipi var og verður fyrst og fremst sá að skipið getur verið lengur á veið- um, en þó geta einstakar teg- undir sjávarafla verið verð- meiri ef þær eru heilfrystar strax. Þar má nefna rækju, lúðu og kolategundir. Af hverju frystitogara frá Islandi? Þar til nú nýlega voru aðeins til 2 litlir togarar (Sigurey og Arsæll Sigurðsson) sem höfðu frystilestar og gátu þvl með nokkrum rétti kallast frystitog- arar. Báðir þessir togarar eru i eigu einstaklinga, sem ekki reka vinnslustöðvar og hafa að miklu leyti byggt á þvi að selja Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins, fjallar um kaup á frysti- togurum og kosti og galla þeirra skipa með hliðsjón af verkun fisksins. Björn sýnir fram á óhagræði þess að tvi- frysta bolfiskinn og var- ar mjög við kaupum á frysti- eða verksmiðju- togurum. aflann erlendis að minnsta kosti það sem fryst hefur verið um borð. Nýju togararnir 3 eða 4, sem Norðmaðurinn var að tala um, eru aftur á móti allir I eigu fisk- vinnslustöðva að miklu eða öllu leyti, meira að segja sérstak- lega til þess keyptir sumir að bæta úr hráefnisskorti og at- vinnuleysi I viðkomandi byggð- arlögum. Til hvers ætla menn þá að frysta afla um borð I þessum skipum? Það er einkum tvennt sem manni dettur i hug að legið geti að baki. Annaðhvort er við- komandi vinnslustöð ekki fær um að taka við öllum aflanum hvenær sem er, eða þá að mein- ingin er að heilfrysta fisk þegar framboð er mikið til að þýða upp og vinna slðar. Sú ástæða er að lengja veiðiferðir og ná þannig hagkvæmari rekstri get- ur varla verið frambærileg fyrir veiðar á heimamiðum. Til að frysta eina og eina lúðu eða nokkra dýrmæta fiska eða krabbadýr þarf ekki frystitæki eða frystilestar. Þar duga frystigámar. Hvað „borgar" sig? Frysting um borð i veiðiskip- um hefur I för með sér ýmsan kostnað og vandamál, sem rétt væri að vekja aðeins athygli á, þö að aðstandendur frystitogar- anna hljóti að hafa gert sér grein fyrir þeim liðum. Það er fyrst til að taka að um eiginlega verksmiðjutogara getur varla nokkur verið að hugsa. Þessi skip sem hér um ræðir eru alltof lltil til að rúma þann mannskap og vélakost sem þarf til flökunar, snyrting- ar og pökkunar á hraðfrystum flökum. Ætli menn að framleiða einhvers konar „blokk” úr ósnyrtum flökum án þess að hreinsa bein og orma, þá trúi ég ekki að neinn vilji kaupa slika afurð nema á mjög lágu verði. Eigi að endurvinna þetta I landi þá gilda sömu vandkvæðin og rætt verður um I sambandi við heilfrystan fisk hér á eftir. Og hvað á að gera við beinin? A að vera mjölverksmiðja um borð? Margt og mikið hefur verið rætt og ritað um tvlfrystingu á fiski og þau vandamál sem þvi fylgja, og skal hér drepið á það helsta: 1) Fiskur sem frystur er strax eftir veiði fyrir dauðastirðu stirðnar eftir uppþýðingu. Það verður að gæta þess að flaka slikan fisk alveg á réttu augna- bliki eftir uppþíðingu þvi að annars flagna flökin og losna sundur, þau „gapa” sem kallað er. 2) Tvifrystur fiskur er seigari undir tönn og trefjakenndari en ella. Þetta getur orðið mjög áberandi ef geymslan fyrir endurvinnslu er löng eða geymsluskilyrði (hitastig) ekki upp á það allra besta. Að minnsta kosti sumir kaupendur i Bandarikjunum vilja alls ekki tvifrystan fisk. 3) Nýting er lægri vegna tvi- frystingar, sumir segja 5%, aðr- ir 10%. Það þýðir að flakanýting yrði 38% eða 36% I stað 40% miðað við sama hráefnismagn. 4) Stofnkostnaður vegna frysti- búnaðar um borð er ekki svo litill. Ekki er hægt að nefna þar ákveðnartölur enda ógerningur að segja til um magn og tima sem miða á afskriftir við. 5) Reksturkostnaður vegna frystingar um borð er einnig umtalsverður, þ.e. orka (olia) og viðhald. Hér verða heldur ekki nefndar neinar tölur, en það er auðvitað hægt að reikna út hve mikil olia fer i það að frysta kiló af fiski og geyma það frosið. Það kostar lika eitthvað að geyma fiskinn fyrir endur- vinnslu, þiða hann upp o.fl. Hver borgar brúsann? Það má vel vera að mér hafi yfirsést einhver rök sem mæla með þvi að frysta fisk á Islands- miðum og landa i heimahöfn. Það getur hugsanlega verið hagkvæmt fyrir einstaka út- gerðarmenn, sem ekki hafa neinum sérstökum skyldum að gegna við fiskvinnslufyrirtæki eða atvinnu landverkafólks, að heilfrysta fisk til sölu erlendis. En það er áreiðanlega mjög dýr lausn á tímabundnum atvinnu- vandamálum byggðarlags að tvífrysta bolfisk. Hver ber þann kostnað þegar upp er staðið er ekki augljóst fyrirfram, en hlutaðeigendum ber skylda til að velta þvi fyrir sér. Ef hér er á ferðinni ný aðferð til að afsaka stækkun skipa- stólsins, þá er vissulega ástæða til að.spyrna harkalega við fót- um áður en lengra er haldið. Ég sagði kunningjanum i Noregi að okkur hér vantaði allt annað frekar en fleiri fiskiskip og að minum dómi sist af öllu verksmiðju- eða frystitogara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.