Vísir - 02.04.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 02.04.1981, Blaðsíða 19
* * Ekkert^b •** kyn- \ 2a slódabil 1 Það var ekkert kynslóðabil, aðeins svolítill ^| stærðarmunur á dansparinu þegar Ricky Schroder bauð móður sinni upp í dans i afmælisveislu leikarans Erik Estrada nú fyrir skömmu. Rickyer annnars þekktur leikari sjólfurþótt hann sé aðeins 11 ára gamalL en hann hefur nýlega lokið við að leika í kvikmyndinni,, Earthling" auk þess sem hann ' A hefur tekið þátt í JM gerð þriggja sjónvarpskvik- mynda fyrir CBSaðundan- förnu... Eiginkonan Angela ásamt kærastanum, Tonl Salas, barþjtíni frá Mallorca. Fimmtudagur 2. april, 1981. ,,Leyfid konu minni aö hitta elskhuga sinn — Eiginmaðurinn i stappi við yfirvöld um landvistarleyfi fyrir elskhuga konu sinnar David Wortley, 34 ára gamall Lundúnarbúi hefur að undanförnu staðið í stappi við breska útlendingaef tirlitiö um að leyfa elskhuga konu sinnar að heimsækja hana til Bretlands. Elskhuginn, Toni Salas, barþjónn á Mallorca, kom til Lundúna ekki alls fyrir löngu, eftir að hafa þegið boð þeirra hjóna um að koma í heimsókn, en honum var snúið við á Lundúnarf lugvelli og sendur með f yrstu f erð til baka. Angela Wortley, hin 33 ára gamla eiginkona, hitti hann á vellinum og i sex klukkustundir reyndi hiln aö sannfæra yfirvöld um að Toni væri kærastinn sinn og alltværi þetta meö samþykki eiginmannsins, sem það reyndar var. En allt kom fyrir ekki. Einginmaöurinn David hefur nú skrifað yfirvöldum bréf þar sem hann segist gera sér fulla grein fyrir sambandi konu Hinn skilningsrlki ciginmaöur, David Wortley. sinnar og þjónsins og aö heim- sókn hans sé meö samþykki þeirra beggja. „baö er fáránlegt aö konu minni skuli vera meinaö aö hitta hann”, — segir David og er hneykslaöur mjög á framferöi og frekju yfirvalda. Angela hitti Toni i ágúst sl. er hún var i frii á Mallorca og meö þeim tókust góðar ástir og siðan hefur hún fariö tvlvegis þangaö suður eftir til aö hitta hann. En þegar Toni vildi svo endurgjalda heimsóknirnar gripu yfirvöld f taumana. Eiginmaöurinn, sem er skilningsríkur meö afbrigöum, hefur því gengiö fram fyrir skjöldu til að bjarga málunum og reyndar hefur hann látiö aö þvi liggja að þau hjón hyggist slltasamvistum innantiöar, þar sem Toni eigi hug konu sinnar allan. En það minnsta sem hann geti gert sé aö hjálpa henni I máli þessu, hún eigi annað eins inni hjá sér. Nancy gefur syni sinum koss eftir sýninguna og Ronald eldn horfir glaöbeittur á. „ÉG ER STOLT AF HONUM” — sagði Nancy eftir að forsetahjónin höfðu séð soninn dansa VÍSLR Forsetahjónunum var ákaft fagnaö er þau birtust I heiöursstúkunni. „Viö biöum meö að sjá hann þar til hann sagðist sjálfur vera reiðubúinn að dansa fyrirokkur”, — sagði Ronald Reagan, Banda- rikjaforseti eftir aö hafa séö son sinn dansa i fyrsta skipti I Joffreyballettinum i New York, nu nýverið. Forsetahjónin fylgdust með sýningu ballettsins i Metropolitan Óperunni i New York og sáu þá hinn 22 ára gamla son sinn, Ronald Prescott, dansa i fyrsta skipti, en það hefur komið fram, að til skamms tima voru þau hjón litt hrifin af danstilburðum sonar- ins. — „Ég er reglulega stolt af honum, — hann var frábær”, — sagði forsetafrúin um leiö og hún smellti kossi á varir syni sinum, sem ljómaði af ánægju, ekki sist vegna þess, að faðir hans virtist einnig vera kátur og hress yfir frammistöðu hans eftir sýning- una. Ronald yngri kvaðst hafa verið afar taugaóstyrkur fyrir sýning- una og þá ekki sist vegna nærveru foreldranna. Forstöðumaöur óperuhússins var einnig óstyrkur fyrir sýninguna en af annari ástæöu. öryggisverðir voru á við og dreif um húsiö, enda ekki van- þörf á, eins og siðustu dæmi sanna. „Hann er frábær dansari”, — sagöi mótdansari Ronalds yngri, Melissa Zansola, eftir sýninguna. Umsjón: Sveinn Guöjónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.