Vísir - 02.04.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 02.04.1981, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Fimmtudagur 2. april, 1981. VlSIR Utgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigfússon, Fríða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, Herbert Guðmundsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Páll Magnús- son, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaðurá Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Páls- son, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Otlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safnvörður: Eiríkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstióri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 línur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8. Símar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, sfmi 86611. Áskriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 4 krónur eintakið. Visir er prentaður í Blaðaprenti, Síðumúla 14. Drengskaparloforðið En aðalatriðið i þessu máli öllu er auðvitað þaðao þegar nuverandi rikisstjórn var mynduð náði Alþýðu bandalagið ekki fram sinum stefnumiðum að því er varðar herstöðina. Þess vegna var og á að vera ríkj- andi á niilli stjórnarflokkanna drengskaparsamkomu- lag um „status quo“, eða óbrcvtl ásland í herstöð- inni. Það þýðir vitaskuld ekki það að unnt sé að koma i veg fyrir að bandariska hernámsliðið lagfæri þau ntannvirki sem jrað er með þarna suðurfrá eða endur- nýji tæki að einhverjum hætti, en þelta drengskapar- samkomulag er í raun og veru meginforsenda sljórn- arinnar. Þegar ríkisstjórnin var mynduð var undirrit- að samkomulag milli flokkanna jrar sem kemur fram að ef „ágreiningsmál komi upp í rikissljórninni liafi liver stjórnaraðili neitunarvald ef liann vill beila því“. Hér er um að ræða algerlega afdráttarlaust ákvæði þannig að staða okkar í þessum efnum á að vera nægilega sterk til þess að koma i veg fyrir það að ^bandaríska hernum liðist að auka hemaðarumsvif keflavíkurflugvelli. Eftir að Ölafur Jóhannesson utanríkisráðherra lét þess getið að honum væri ekki kunnugt um neinn leynisamning um stjórnar- samstarfið vakti það strax tor- tryggni og spurningar. Var slíkur leynisamningur til, sem bindur hendur utanríkisráðherra í utan- ríkis og öryggismálum? Hafði verið samið sérstaklega um vinnubrögð eða valdsvið sem ekki haf ði verið gert heyrinkunn- ugt? Þegar þessar spurningar voru bornar upp á alþingi, vörðust ráðherrar allra frétta. Forsætis- raðherra vék sér undan spurn- ingunni, Svavar Gestsson sagði „aðá þessari stundu" hefði hann engu við orð forsætisráðherra að bæta ,,að sinni". Pálmi Jónsson sagði ,,að engar sérreglur um framkvæmdir á Keflavíkurflug- velli væru til, né um aðra þætti utanríkismála, samþykktar af ríkisstjórninni." Steingrímur Hermannsson sagðist „ekki hafa staðið að neinu samkomulagi sem aðrir ráðherrar vissu ekki um, en ríkisstjórnin hafi hins- vegar sett sér starfsreglur, m.a. um þingrofsréttinn, þó ekki á þann veg að þær skerði rétt eða skyldur einstakra ráðherra". Enginn nefndi skriflegan samn- ing. Ekki höfðu þessar umræður fyrr farið fram, en varaþing- maður Framsóknarf lokksins upplýsti, að til væri skriflegur samningur, sem hefði áhrif á ákvarðanir í utanríkis- og varnarmálum. Stóra bomban sprakk þó fyrst þegar upplýst var, að í fréttabréf i Alþýðubandalagsins staðfesti Svavar Gestsson að slíkur samningur væri fyrir hendi. í því bréfi segir Svavar að á milli stjórnarf lokkanna ríki drengskaparsamkomulag um „statusquo" eða óbreytt ástand í herstöðinni. Síðan segir Svavar: „Þegar ríkisstjórnin var mynduð var undirritað samkomulag milli flokkanna þar sem kemur fram að ef ágreiningsmál komi upp í ríkisstjórninni hafi hver stjórnaraðili neitunarvald. ef hann vill beita því". Túlkun formanns Alþýðu- bandalagsins á þessum samningi er ótvíræð. Hann gerir Alþýðu- bandalaginu kleift að koma í veg fyrir, „að bandaríska hernum liðist að auka hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli". Þar liggi drengskapur við. Þessi ályktun er athyglisverð í meira lagi í Ijósi þeirra ummæla, sem bæði Pálmi Jónsson og Steingrímur Hermannsson hafa látið falla, svo ekki sé talað um utanríkisráðherra sjálfan. Ef það er rétt að gef ið haf i ver- ið drengskaparloforð um status quo varðandi varnarmálin, þá er það auðvitað sérregla, sérstakt samkomulag, sem öðrum ráð- herrum hlýtur að vera kunnugt um. Annaðhvort hafa þeir hrein- lega samið af sér, ellegar talað gegn betri vitund, þegar þeir svöruðu fyrirspurnum um málið á alþinqi. í sjálf u sér getur það verið um- deilánlegt hvort auka eigi varnarumsvif hér á landi og það skal ósagt látið hvort byggingar flugskýla, olíutanka eða flug- stöðvar skuli eiga sér stað eða ekki. Það er ekki kjarni málsins, heldur hitt hvort framsóknar- og sjálfstæðisráðherrarnir hafi af- salað sér valdi til að taka um það ákvörðun og lagt drengskap sinn að veði. Ef Alþýðubandalagið hefur fengið úrslitavald til að marka stefnu og hafa áhrif í varnar- og öryggismálum, þá er það stór- mál. Algjört stórmál. í augum sjálfstæðismanna hefur það verið grundvallar- atriði, einn af hornsteinum þeirra stjórnmálabaráttu, að Al- þýðubandalaginu, andstæðingum Atlantshafsbandalagsins og and- mælendum frjálsra þjóða, yrði haldið utan við utanríkis- og varnarmál. Nú er það að koma í Ijós að drengskapur nokkurra sjálf- stæðismanna er hafður f skiptum fyrir afsal á þessari stefnu. Hvernig má það gerast? '' ÁT 'siyn 'g uni' 's íáíVu' m d n n Um"] Hin sifelldu rikisafskipti af at- vinnustarfsemi i landinu og pólitisk hrossakaup með fjár- magn samhliða byggðastefn- unni svokölluðu hafa ýtt undir sérstæða afstööu landsmanna til atvinnureksturs og fyrirtækja- stofnunar. Það þykir sjálfsagt aö flækja rikiö einhvern veginn inn i atvinnureksturinn, þvi menn hafa þá trú aö enn reyni stjórnmáiamenn hvaö þeir geta til þess að láta ekki þau fyrir- tæki fara á hausinn, sem þeir hafa komið á rikisspenann. Stórkostleg dæmisaga. Ég las stórkostlega dæmisögu um þennan hugsunarhátt I landsmálablaði fyrir skömmu. I kaupstað úti á landi er verið aö byggja hús, sem i á aö vera þjónustustarfsemi við ferða menn. Fyrirtækið bætir úr brýnni þörf á staðnum. Aöstandendur þess eru búnir að , slá tvo opinbera sjóði um nær milljón króna (tæplega 100 milljónir gamalla króna). Sá galli er þó á, að sögn blaösins, að ekki er hægt að fá þetta ríkis- fé til notkunar nema hlutafé sé lagt fram á móti. Þar stendur hnifurinn i kúnni. Allir vita að gróöi af fyrirtækjum er ákaf- lega illa séður af opinberum valdsmönnum I þessu þjóðfélagí Ef ekki næst til hans meö sköttum er reynt að draga hann I sameiginlega hit með ein- hverjum öðrum ráðum, svo sem einhverjum sjóðum fyrir at- vinnugreinarnar. Hlutafé fæst þvi ekkert. Nú eru góð ráð dýr fyrir þessa vini okkar úti á landi. En þeir deyja ekki ráöalausir, guöi sé lof. Þeir hafa nefnilega fundið út að þaö eru til fleiri opinberir sjóðir. Einn þeirra ætla þeir nú að slá fyrir hlutafénu. Lánið ætla heimamenn aö nota til þess að kaupa hlutabréf og verða þannig skráðir eigendur aö Magnús Bjarnfreðs- son gerir hin sifelldu rikisafskipti af at- vinnustarfsemi að um- talsefni og nefnir dæmi um þann hugsunarhátt. Afleiðingin, segir Magnús, verður sú, að rikið vasast beint og óbeint i atvinnurekstri um allt land. stórum hluta að fyrirtækinu. Og þeir eru stórhuga I slættinum. Þeir vilja slá þennan þriöja sjóð um þrefalt meira en hina, eða þrjár milljónir, svo unnt sé að kaupa verulegt magn af hluta- bréfum! Einhver tregöa er samt vist gegn þvi aö þeir fái þetta lán. Einn af þingmönnum viðkomandi kjördæmis er I stjórn sjóösins, sem nú á að slá, og hann segir i viðtali við byggðarblaðið aö róðurinn geti orðið dálitið þungur, þvi upp- hæöin, sem fram á er farið, sé svo skolli há. Við aðferðina sér hann ekkert athugavert. Ég ætla hvorki að nefna stað- inn né þingmanninn. Ég sleppi þvi einfaldlega vegna þess að það væri ekki sanngjarnt. Þessir menn gera ekkert annað en beina pólitisku fyrirgreiðsl- unni inn á pinulitið nýja braut. Þetta er útgerðarstaður og þeir þekkja mæta vel opinbera fyrir- greiðslu I sambandi við sjávar- útveginn og þá um leið, að það sem þeir eru aö brasa er hreint smotteri i samanburði við það, sem gert hefur verið hringinn i kringum landiö. Atvinnustefna i hnot- skurn? Mér er nær að halda að þetta dæmi, sem ég hefi gert að um- ræðuefni sé islensk atvinnu- stefna annó 1981. i hnotskurn. Menn hafa ótrú á þvi að leggja fjármuni i atvinnufyrirtæki. Það er orðin skylda rikisvalds- ins að sjá til þess að alls staðar sé vinna, sem hægt er að puða viö, hvort sem nokkur skynsemi er samhliða henni eða ekki. Ef misbrestur veröur á þessu er hlaupiö undir pilsið á stóru mömmu, rikisvaldinu, og æpt og veinaö þangað til úr hefur veriö , bætt. Til þess aö halda vitleys- unni gangandi þarf svo sifellt meiri skattlagningu á þau fyrir- tæki, sem gætu boriö sig. Afleið- ingin veröur að þeim fækkar i sifellt og rikið vasast beint og óbeint I atvinnurekstri um allt land. Þótt einhverjir einstak- lingar séu látnir halda að þeir eigi fyrirtækin er rikisfjár- magnið i þeim svo mikið að þau væru þjóðareign, ef rétt mat færi fram. Vinjar i eyðimörk? Það kemur manni þvi fyrir sjónir eins og vinjar i eyðimörk, þegar fréttist að einstaklingar ætli aö safna hlutafé til þess að reisa stórt atvinnufyrirtæki, án þess að riksvaldið eigi þar meirihluta. Þarna á ég viö þá menn sem nú beita sér fyrir stofnun brotajárnsbræðslu, og raunar lika sunnlendingana sem safna hlutafé vegna hugsanlegrar steinullarverk- smiðju. Einkum finnst mér þó framtak brotajárnsmanna lofs- vert. Þeir gera sér grein fyrir að erfitt muni að telja fólk á að leggja fé sitt i atvinnufyrirtæki á meöan arðbær atvinnurekstur er talinn af hinu illa i landinu, og þess vegna bjóða þeir fólki aö verötryggja framlagiö þar til séð verður hvað gerist. Vonandi hafa þeir erindi sem erfiði og sanna að enn sé til fólk sem vill láta fjármuni sina I iðnrekstur, þrátt fyrir fjandskap rikisvalds- ins i garð hans um áratuga- skeið. Þeir ætla sér aö byggja upp sitt fyrirtæki þar sem hag- kvæmast verður að reka þaö, en ekki að stunda atvinnubóta- vinnu. Þess vegna er hæpið að þeir geti fengið nokkurn sjóð til þess aö lána mönnum fyrir hlutafénu. Magnús Bjarnfreðsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.