Vísir - 02.04.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 02.04.1981, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 2. april, 1981. VÍSIR 27 TönleiKar Túnlisiarlélaosins: Viðkvæmt efni tekið næmum Ijóðrænum tðkum Austurbæjarbió laugard. 21. marz 1981 Flvtjendur: Gunnar Kvaran, celló Gisli Magnússon, planó Efnisskrá: A. Vivaldi: Sónata nr.5 i e-moll Fr. Schubert: Sónata „Arpeggi- one” L. v. Beethoven: Tólf tilbrigöi um stef eftir Hándel Johs. Brahms: Sónata i e-moll, op. 38 Talsverður hópur ágætra is- lenzkra tónlistarmanna hefur á siðari árum ilenzt erlendis og sumir hverjir fest þar rætur svo að örvænt má þykja, að þeireigi afturkvæmt hingað til langdval- ar. Ástæðan mun oftast vera sú, að þeim hefur ekki boðizt hér starfsvettvangur og starfsskil- yrði sambærileg við þau, sem þeir hafa átt kost á annars stað- ar. Að þessum mönnum öllum er hin mesta eftirsjá og mikið tjón islenzku tónlistarlifi, að það skuli ekki fá að njóta krafta þeirra. Það var þvi fagnaðarefni, þegar það fréttist, að Gunnar Kvaran cellóleikari, sem er einn þessara manna, ætlaöi aö starfa hér heima i vetur. Hann er há- menntaður tónlistarmaður, stundaði fyrst nám við Tónlist- arskólann hér, en siðan hjá Erl- ing Blöndal Bengtson i Kaup- mannahöfn og loks framhalds- nám hjá frægum snillingum i Basel og Paris. Hann er ákaf- lega vandvirkur listamaður, sem leggur hina mestu alúð við túlkun viðfangsefna sinna i smáu sem stóru, en á þó til glæsileg tilþrif, sem lyfta leik hans, þegar bezt lætur, i æðra veldi. Allt þetta sannaðist á þeim tónleikum, sem hér um ræðir. Sónatan eftir Vivaldi var ágæt- ur inngangur að þvi, sem á eftir fór. 1 sónötunni eftir Schubert var viðkvæmt efni tekið næmum Jón Þórarins- son skrifar ljóðrænum tökum. En i tilbrigð- um Beethovens um stef eftir Handel og i Brahms-sónötunni fóru þeir félagar á kostum. Einkum i siðast nefnda verkinu var samleikur þeirra með mikl- um glæsibrag. Hlutverk pianóleikarans er bæði mikið og erfitt i þessu stór- brotna verki, og átti GIsli Magn- ússon sinn þátt i þvi, ekki lítinn, að draga fram þann kynngi- kraft, sem hér liggur falinn, þær miklu andstæður og þau miklu át(8c, sem i verkinu búa. Þessi flutningur mun lengi veröa minnisstæður. Jón Þórarinsson. Gunnar Kvaran Gisli Magnússon 2 blöö á morgun Myndarleg FERMINGAR- GJAFA- HANDBÓK fylgir VÍSIR — afgreiðsla Stakkholti 2-4 Simi 86611 * Snekkjan * Opið til kl. 01.00 Halldór Árni í diskótekinu * SNEKKJAN * I svo mœlir Svoitböföi l riKisstjórn upp á vatn og brauð Mikið er nú skrafað um svo- nefndan leynisamning rikis- stjórnarinnar. Sýnist þar sitt hverjum og jafnvel ráðherrum ber ekki saman. Vonandi fcllur stjórnin ekki á ieynisamningi um starfstilhögun. Annars er þetta samkomulag um neitun- arvald i ágreiningsmálum eitt- hvert versta plagg, sem heyrst hefur um i pólitik siðari ára, vegna þess að plaggið er að eðli til múlbinding ráðherra við geð- þóttaákvarðanir minnihluta. í raun þýðir þetta að Svavar Gestsson og félagar ráða öllu i rikisstjórninni, enda hafa þeir látið óspart i það skina, að ætli t.d. ólafur Jóhannesson eitt- hvað að fara að neyta ráðherra- dóms sins i stjórninni, verði leyniplaggið breitt yfir andlit hans. Hingað til hefur það verið venjan, að geti ráðherrar eins flokks ekki sætt sig við ákvarð- anir meirihluta rikisstjórnar, segja þeir sig úr rikisstjórn og stjórnin fellur. Liklega hefur leyniplaggið veriö hugsað til að koma í veg fyrir að stjórnin gæti klofnað á kjörtimabilinu. Það hefur áreiðanlega verið samið af Alþýðubandalaginu, enda muna ráðherrar þess helst eftir þvi, jafnvel löngu eftir að Stein- grimur Hermannsson hefur gleymt hvað i þvi stendur. Að auki er svo ákvæði i stjórnar- sáttmála um. að ekki megi for- sætisráðherra rjúfa þing nema allir ráðherrar séu þvi samþykkir . Þetta ákvæði lokar endanlega fyrir undankomu- leiðir, og skortir ekkert á nema leyniákvæði um, að engir ráð- herrar megi fella stjórnina nema allir ráðherrar séu þvi samþykkir. Maður hefur sjald- an eða aldrei séð rikisstjórn eins bóndafangaða I eigin leyni- plöggum. Alþýðubandalagsmenn lögðu til grundvallar leyniplöggum sinum í viðræðum um stjórnar- myndun, að þeir vildu leggja af þann sið fyrri forsætisráðherra, einkum ólafs Jóhannessonar og Hermanns Jónassonar, árið 1958, að það væri alfariö á þeirra valdi að ákveða lifdaga rikisstjórna. Báðir þessir for- sætisráöherrar voru ákveðnir I samskiptum sinum við Alþýðu- bandalagið. Hermann hótaði m.a. Lúðvik að vikja honum úr rikisstjórn án frekari formála, ef hann færi ekki að vilja forsætisráðherra i tólf milna málinu. Ólafur hafði þann sið að láta framkvæma hin og þessi atriöi eftir að þau höfðu verið rædd i rikisstjórn, og var þá ekki alltaf ljóst hvort Alþýðubandalagið var með eöa móti. Þeir hengsluöust þó oftast með þegar á hólminn var komið. Við siöustu stjórnar- myndun vildu ráöherrar Alla- balla ekki þurfa að lenda í ógöngum út af slikum atriðum. Þess vegna voru sett ákvæöi i stjórnarsáttmálann, bæði leynd og ljós, sem tóku raunar vaídið af forsætisráðherra. Hann er nú naumast annað en fundarstjóri hjá Alþýðubandalaginu. Fyrst ekkert má gera fyrir minnihluta stjórnarinnar, og ekki má rjúfa þing og efna til kosninga fyrir minnihlutanum heidur, má segja að ráðherrar Framsóknar og flokksbrotið góða úr Sjálfstæðisflokknum sitji i rikisstjórn upp á vatn og brauö. Það er vitað mál að engir hafa eins mikið að gera i pólitík og æðikollar Alþýðubandalags- ins. Ef þeir eru ekki að tala á stjórnarfundum, þá eru ráð- herrar uppteknir við að lesa ljósritunarbunkana frá Hjörleifi Guttormssyni, sem er mesti pappirsráðherra, sem hér hefur setið. Hluti af baráttu Allaballa við að halda stjórninni á lifi er að taka óvinsælar ákvarðanir í launamálum. Þaö er alveg ljóst að þeir ráðherrar, að undan- skildum Ólafi Jóhannessyni, sem nú sitja á stjórnarstólum, þora ekki úr stjórn á meðan þjóðfélagið logar af óánægju með kaupgjald annars vegar og hömlulausar verðhækkanir hins vegar. Á meðan núverandi ástand heldur ráðherrum föst- um, hamast Allaballar við að koma sinu fólki eins viða inn i embætti og þeim er unnt. Þannig skiptir þá mestu máli að rikisstjórnin lifi. Þeir styðja óvinsælar aögerðir þess vegna og veifa leyniplöggum og ákvæðum um kyrrsetu af sömu ástæðu. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.