Vísir - 02.04.1981, Blaðsíða 3

Vísir - 02.04.1981, Blaðsíða 3
3 Fimmtudagur 2. april, 1981. vtsm HellbrigOiseHiriit og Vlnnuettirllt deila um starfsveitvang „VERÐA AÐ LAGA SIG Afi STAÐREYNDUM” - segir Svavar Gesisson. ráðherra „Þaö hefur komið fram, að Heilbrigðiseftirlitinu hefur fundist Vinnueftirlit rikisins vera komið inn á sitt starfssvið. En löggjafinn er búinn að ákveða hvernig Vinnueftirlitið skuli starfa og það verður að laga sig að þeim staðreyndum”, sagði Svavar Gestsson heil- brigðis- og tryggingaráðherra i samtali við Vísi. Talsverður ágreiningur hefur verið uppi milli umræddra stofnana, og snýst hann um það, hvert starfssvið hvorri þeirra um sig sé ætlað. Þegar Heil- brigðiseftirlit ríkisins sendi frá sér skýrslu um málefni Kfsiliðj- unnar, á dögunum, þötti starfs- mönnum Vinnueftirlitsins sem þar væri verið að fara inn á sitt starfssvið. Hefur stofnunin sent frá sér athugasemd þar að lút- andi. ,,Ég lagði það fyrir þessa menn fyrir nokkru að þeir héldu sameiginlegan fund með ráðu- neytisstjöranum i heilbrigðis- ráðuneytinu, hvað þeir og gerðu”, sagði Svavar. „í fram- haldi af þeim fundi skrifaði ég Hrafni Friðrikssyni, forstöðu- manni Heilbrigðiseftirlits ríkis- ins og öskaði eftir þvi að hann beitti sér fyrir sameiginlegum fundum starfsmanna umræddra stofnana. Þar yrðu tekin upp þau ágreiningsmál, sem upp kynnu að koma. Ég hefði talið eðlilegt að hann hefði farið með umrædda skýrslu, fyrst fyrir slikan fund og siöan til ráðherra, áður en hún var send fjölmiðlum. Ég taldi mig vera kominn þarna með samræmdan vettvang fyrir báðar þessar stofnanir og i raun var svo”. Kvaðst Svavar hafa boðað fulltrúa Heilbrigðiseftirlitsins á sinn fund i dag, þar sem þetta mál yrði rætt. Siðan myndi hann itreka það við starfsmenn beggja stofnananna, að sá sam- stillti vettvangur þeirra, sem nú lægi fyrir, yrði notaður áfram. -JSS Mokveiði h)á flustljaröartogurum: Fekk 200 tonn á aðeins 5 údgum wacH. Fæst í apótekum og snyrtivöruverzlunum PANTANASÍMI 37442 Mokfiskeri hefur verið hjá togurum Austfirðinga að undan- förnu, á svoköliuðum Fæti i Reyðarfjarðardýpi. Birtingur kom inn til Neskaup- staðar eftir fjöra sólarhringa með 150 tonn og Barðinn kom til Nes- kaupstaðar um hádegið á þriðju- dag með 200 tonn eftir 5 sólar- hringa. Þá fékk Hoffellið frá Stöðvarfirði 85 tonn á 28 timum, þannig að sannarlega fiskast vel um þessar mundir. A Neskaupstað er nú orðin auð jörð en nokkuð i að vorið sé kom- ið, enda ekki vænlegt að fá vor á þessum árstima. — F.Þ.Nesk. Skemmdir I öveðrinu mikia: Langt komið að meta tjónið „Það hafa borist tilkynningar um á annað hundrað tjón, og þar er i langsamlega flestum tilfell- um um að ræða tjón á þökum eða rúðubrot”. Þetta sagði Ragnar Ingimars- son, prófessor, i samtali við blaðamann Visis, en Ragnar er annar tveggja manna sem falið var að meta tjón það i Reykjavik, sem hlaust af völdum óveðursins mikla i síðasta mánuði. „Við erum komnir langleiðina með þetta starf, og ég á von á þvi að málið geti legið fyrir eftir tvær til þrjár vikur”, sagði Ragnar. Hann sagðist ekki geta nefnt neinar tölur um heildartjónið ennþá, — til þess væri vinnsla gagna ekki komin nógu langt. „Gagnstætt þvi sem átti sér stað i óveðrinu 1973 hefur sáralit- ið tjón hlotist af vatni, þvi aö i lang flestum tilvikum hefur fólk náð þvi að gera við þök sin áður en veruleg úrkoma kom. 1973 gerði hinsvegar mikil vatnsveður skömmu eftir óveðrið og hlaust mikið tjón af þvi”, sagði Ragnar Ingimarsson. — P.M. Fei»öataska ep tiIvalÍR FepíRÍRgap DBS TOURING er fyrsta reiðhjóliö á markaðinum, sem sameinar alla helstu kosti kappreiðahjóla og öryggisútbúnað sígildra reiðhjóla. -< Svo sem; - Skálahémla að framan og aftan - 10 gíra - breiðari hjól- barða en á venjulegum kappreiðahjólum - aurbrétti úr ryðfríu stáli - bæði karia og kvenna reiðhjól fyrirliggjancji. DBS TOURING eru lang vinsælustu reiðhjólin á norðurlöndunum um þessar mundir. FALKINN ®

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.