Vísir - 02.04.1981, Blaðsíða 15

Vísir - 02.04.1981, Blaðsíða 15
 VÍSIR Fimmtudagur 2. april, 1981. ■■■■■■■■■I Fimmtudagur 2. april, 1981 -------■■■ öTa i---- VÍSIR LEIKFÉLAG HÚSAVIKUR FRUMSÝNIR „HALELÚJA" JÓNASAR ÁRNASONAR A F0STUDAGSKVÖLDIB „Ástmogur fólksins" veifar til Ivðsins. Maria Kristjánsdóttir leikstjóri ásamt Grétari Ragnarssyni, sem sér um ljósin. „Sko. þaö voru þarna nokkrar pissudúkkur ofan úr Háskóla, sem höfðu sig mest i frammi." Sigurður, Hrefna og Ingimundur i hlutverkum sinum. Leikarar og starfsmenn vlð uppfsrslu Leikfelags Húsavikur á „Haleluja”. — Hafiði heyrt það krakkar? Það reyndi einhver brjálæðing- ur að skjóta Reagan áðan. — Nei, hvað segirðu, og var hann myrtur? — Nei, en hann særðist. — Það er sem ég segi, þeir kunna ekki að fara með skot- vopn þessir kallar. — Freyr minn, má ég sjá brækurnar þinar, hvernig taka þær sig út, sagði Maria leik- stjóri, sem nú bar að á fullri siglingu. — Brækur, svarði Freyr. Þetta eru finustu buxur, ég er að hugsa um að kaupa þær þegar sýningum likur. — Já, og ætlar þú ekki að taka upp þessa greiðslu og safna skeggi, sagði Maria Axfjörö, eða Maria „önnur”, eins og hún er nefnd til aðgreiningar frá Marlu „fyrstu”. Sú „fyrsta” er leikstjóri, en hin aðstoðarleik- stjóri — Nei, sko, sagði einhver, allir komnir með ibjúg nef. — Já, hér eru nefnilega æði margir af Laxamýrarættinni, allir þessir framfarasinnuðu, svaraði annar. — Hafði ekki tekið eftir þvi að flestir framámenn þjóðarinnar eru með kónganef, sagði Maria „fyrsta”. — Ætliþaðsé ekki vegna þess áð þeir eru með bein i nefinu, var þá sagt með seimingi, eins og sá er mælti væri ekki alveg viss i sinni sök. — Það stendur vist til að senda mig i sólbekkinn, til að gera mig brúnan á kroppinn, sagöi Freyr Bjarnason, sem leikur Halla húsvörð, og hann bætti við til skýringar: Húsveröir verða nefnilega svo brúnir og sællegir af sólinni og kvennafarinu i sólarlöndum. — Diddi minn, þú verður að fá leggingar á buxurnar, svo þær sæmi sér sem kjólbuxur, sagði búningameistarinn. — Já, það er rétt, það má nota silkiskábönd, þau fást i „kaufffélaginu”, sagði Sigurður forsetaframbjóðandi. Flensan herjaði á mannskapinn. „Flensan hefur herjað á mannskapinn og tafið æfingar, annaTs hefur þetta gengið bæri- lega”, sagði Helga Magnúsdóttir, formaður Leikfélags Húsavikur, aðspurö um gang mála hjá félaginu. „Þaö yrði óneitanlega ánægju- legt ef við gætum náð upp svipaðri stemmingu i sambandi við þessa sýningu, eins og náðist við sýningar á Fiðlaranum. Hann var sýndur 38 sinnum fyrir fullu húsi og komu sýn- ingargestir viða að, frá Egils- stöðum, Reykjavik og margir komu frá Akureyri, svo ein- hverjir staðir séu nefndir”, sagði Helga. Miklar tæknibrellur eru við- haföar við uppfærsluna á „Halelujá”, sem að mestu hafa mætt á Halldóri Bárðarsyni. Hann er okkar þúsund þjala smiður og meira en það”, sagði Helga. Þá hefur Friögeir Ax- Myndir og texti: GIsli Sig- urgeirsson blaöamaður. æfingunni lokið. Þannig gengur það hjá áhugaleikfélögunum. Auk þeirra leikara sem hér hafa verið nefndir, þá má geta Helga Bjarnasonar, sem leikur Hilarius, þann sem ætlar að fremja mannrán. Guðný Þor- grimsdóttir leikur Magister Matthildi, holder of a Masters ’Degree in Icelandic Culture. Svavar Jónsson leikur Bobo the Beautyful—International Crim- inal og sjálfan kosningastjór- ann, þann ættgöfuga Tony, leik- ur Ingimundur Jónsson. Einnig koma Arnina Dúadóttir, Sigrið- ur Sciöth, Hrefna Jónsdóttir, Anna Ragnarsdóttir og Guðrún Magnúsdóttir mikið við sögu. Ljósameistari er Grétar Ragnarsson. Forsetaefnið, þann „sem vann það afrek, að selja til Afriku á einu bretti, alla möðkuðu vestfjarðaskreiðina,” leikur Siguröur Hallmarsson. Hann varspurður hvernig honum þætti aö vera i framboði? „Gaman, þaö er alltaf gaman að leika i farsa”, sagði Sigurð- ur. Það er einnig vist, að áhorf- endur eiga lika eftir að hafa gaman af að leika kjósendur um stund i gamla samkomuhúsinu á Húsavik. GS/Akureyri. Ættgöfugi kosningastjórinn og frambjóðandinn. Ingimundur Jóns- son og Sigurður Hallmarsson. „Ólst ég ekki upp i slorinu á Bakkanesi með islenskum fiskiflugum? Braust ég ekki til svo mikillar frægðar i kraftlyftingum, að allir frægustu sirkushaldarar heimsins, þar á meðal Ringling-Brothers, kepptust um að fá mig i þjónustu sina?Og var ég ekki fyrir bragðið, samkvæmt kröfu al- þýðusamtakanna, gerður að heiðursdoktor i likamsrækt við Háskóla Is- lands árið 1987?” Það er P.B., forsetaefnið i „Halelúja”, nyju leikriti Jónasar Árnasonar, sem Leikfelag Húsavikur frumsýnir annað kvöld, sem þannig spyr. Þeir kunna ekki að fara með skotvopn þessir menn. „Þetta er gamanleikur, eða öllu heldur ærslaleikur”, sagöi Maria Kristjánsdóttir, sem stýrir uppfærslunni, þegar blaðamaður Visis leit inn á æfingu á mánudagskvöldið. Maria hefur viða komið við. Hún setti m.a. upp „Er þetta ekki mitt lif” með Leikfélagi Reykjavikur, auk þess sem hún hefur unnið mikið fyrir Sjón- varpið. Áður hefur Maria sett „Heiðursborgarana” á svið með Leikfélagi Húsavikur, sem sið- an var fariö með i leikferð um Norðurlönd. og alinn upp i Mountain, Minne- sota, íslendingur I húð og hár, eins og ég hef margoft tekið fram. Ekki nóg með að hann sé af Arnardalsættinni. Og ekki nóg með að hann sé af Vikings- lækjarættinni. Og ekki nóg með aö hann sé af Skútustaðaættinni. Hann er lika af Reykjahliðar- ættinni. Og hvernig i ósköpun- um er hægt að halda þvi fram i fullri alvöru, að svoleiðis maður geti verið eitthvað grunsamleg- ur?”. Það var mikið um að vera i gamla Samkomuhúsinu á Húsa- vik á mánudagskvöldiö. Allir voru á þönum við að gera klárt fyrir fyrsta rennslið. Við skul- um heyra glefsur úr þvi sem leikurunum fór á milli á meðan beðiö var eftir að allir yrðu klárir. fjörð gert myndarlega styttu af ást-,,maga” þjóðarinnar og fleira kemur á óvart i sýning- unni. „Haleluja” verður sýnt 3-4 sinnum i viku, að sögn Helgu, og verða miðdagssýningar á laugardögum fyrir þá sem koma langt að. Fleira er á döfinni hjá Leik- félagi Húsavikur. Æfingar eru hafnar á tékkneska einþáttung- num ,,A rúmsjó”, sem Einar Þorbergsson leikstýrir. Þá er von á sænskum leikhóp i heimsókn með Stikils- berja-Finn. Eru þeir að endur- gjalda heimsókn Leikfélags Húsavikur til Sviþjóðar fyrir tveimur árum. Góðir leikkraftar. „Það hefur verið mjög gaman að vinna að þessu verk- efni. Hér er. góður andi og góðir leikarar og það er góð stjórn á þessu leikfélagi”, sagði Maria „fyrsta”, þegar liðnar voru 4Ö minútur fram yfir miðnætti og Ekki forsetakosningar- nar. „Ég held að Jónas sé ekki að skopast að nýafstöðnum forsetakosningum hjá okkur, þó eflaust megi finna þeim stað i ákveðnum atriðum verksins. Miklu fremur held ég að Jónas sé að skopast að þvi sjónarspili, sem sett er á svið fyrir allar kosningar”, sagði Maria. Sigurður Hallmarsson tók i sama streng, en hann leikur sjálfan forsetaframbjóðandann. Vinskapur er milli Sigurðar og Jónasar og þar liggur ástæðan fyrir þvi að Leikfélag Húsavik- ur frumflytur þetta verk. Sigurður sagði að Jónas spilaði meira upp á atburðarrásins I þessu verki, en hann hafi gert i fyrri leikritum sinum. Við gripum aftur niður i leikritið, þar sem P.B. er að sanna ágæti kosningastjórans i sjónvarpsviðtali. „Spyrill: Þú neitar þvi ekki að hann sé bandariskur rikisborg- ari? P.B.: Nei,. Eg neita þvi ekki. En hann er fæddur i Winnipeg Sá sem ætlaði að fremja mannrán og forsetafrúin, Helgi Bjarnason og Anna Ragnarsdóttir. Er hún Emelía á Mogganum farin að leika? Nei, nei, þetta er hún Maria Axfjörð, eða öllu heldur Marla „önnur” i hlutverki ljósmyndarans. „ÞAÐ ER ALLTAF GAMAN AÐ LEIKA í GðÐIIM FARSA” J5 Lítíd sýnishorn af lágu vöruverði: mmr- • Bú/görsk kirsuberjasu/ta 500 gr. Verð kr. 10.25 • Bú/görsk hindberjasulta 500 gr. Verð kr. 10.25 *Bú/görsk jaróaberjasu/ta 500 gr. Verð kr. 10.25 • Libby's tómatsósa 340 gr. Verð kr. 6.35 680 gr. Verð kr. 11.90 +Hangiframpartur úrbeinaður kg.-verð kr. 52.40 • Haframjö/ Só/grjón 1 kg. Verð kr. 8.00 • Perur 1/1 dósir Libby's Verð kr. 14.75 ® Blandaðir ávextir Libby's Verðkr. 17.40 • BORGARNESKJÖTVÖRUR • Kindabjúgu kg. • Hrossabjúgu kg. verð kr. 23.00 Vinarpylsur kg. kr. 69.00 Bacon kg. Kel/og 's kornf/akes 500 gr. Verð kr. 15“35 Snap kornf/akes 500 gr. kr. 12.30 C-11 þvottaefni 3 kg. pakkning kg.-verð kr. 11.05 Sykur 25 kg. Verð pr. kg. kr. 8.65 Krakus b/áberjasu/ta 500 gr. Verð kr. 9.55 Krakus jarðarber 1/1 dósir Verð kr. 18.70 • Eldhúsrúllur 4 stk. i pakka Verð kr. 18.05 9 Ananas 1/1 dósir Verð kr. 9.30 • Honeynut Cheerios 397 gr. K D’* I Verð kr 16 05 • Ritz kex Verð kr. 9.70 B Crisco 453 gr. Verð kr. 9.40 OP/Ð: föstudaga k/. 9—22 /augardaga k/. 9—12 i Matvörudei/d /A AA AÁ A Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 flvJ J ■ ,-9 íui iii.ij 11! UBriUIIUUHII NMlHi Sími 10600 Opið í: ★ Byggingavörudei/d ★ Húsgagnadei/d ★ Teppadei/d og Rafdei/d til kl. 19 á föstudögum. VÖRU- kynmngarWmI föj, ■ * ítjL'* f3 ALLA FÖSTUDAGA *1 l\\ KL. 14-20 0 V \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.