Vísir - 09.04.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 09.04.1981, Blaðsíða 2
2 Vildirðu eiga heima á Akureyri? Ágúst Guömundsson: Alls ekki, aöeins i Reykjavik. Rósa Marteinsdóttir, skrifstofu- stúlka. Nei. Svandis Ingimundardóttir, telj- ari. Nei. Ingólfur Isebarn. Þaö liggur viö, þaö er alltaf svo gott veöur þar. En ég gef ekkert. ákveöiö svar. V Björk Kristjánsdóttir, húsmóöir og bókari: Já, alveg eins „Mun leggja áherslu á innanlanússtarfíö” - rætt við Guðmund Bjarnason. nýkjörinn tormann ÆSl „Þær breytingar sem koma til meö að verða á þessu kjörtimabili verða aöallega fólgnar i þvi að ef ég fæ samþykki sambandsstjórn- arinnar þá mun innanlandsstarfið hafið að nýju en það hefur legiö i láginni siíiast liöin fjögur ár” sagði nýkjörinn formaöur Æsku- lýössambands Islands, Guö- mundur Bjarnason að nafni, er Visir sló á þráðinn til hans I tilefni embættisins. Guömundur er fæddur 11. april 1953 i Hafnarfiröi. Hann er sonur þeirra Bjarna Guöjónssonar eft- irlitsmanns og Asthildar Guðmundsdóttur húsmóður. Hann er nú á öðru ári i lagadeild Háskóla tslands. Undanfarin ár hefur Guðmundur mikið starfað i iðnaði en er eins og áður segir að nýju settur á skólabekk. Guömundur er að góðu kunnur i starfi fyrir ÆSI, þvi fyrir átta árum hóf hann störf hjá sambandinu sem framkvæmda- stjóri þess og gegndi þvi starfi i 2 ár. Hann hefur jafnframt setið nokkra fundi og ráðstefnur er- lendis á vegum samtakanna. — Nú kemur þú inn i stjórn Æskulýðssambandsins fyrir krat- ana, hefurðu mikið starfaö i þeim flokki? „Já, það má segja að undan-, farin 6 ár hafi ég einbeitt mér afy þvi að starfa fyrir Samband ungra jafnaðarmanna hef m.a. verið formaður utanrikismála- nefndar Sambands ungra jafnaö- armanna i 3 ár og setið i stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum i 4 ár.” Við spurðum Guðmund um eðli sam- starfsins viö jafnaðarmenn á Norðurlöndum. „Þarna er um mikiö og gott samstarf að ræða. A stjórnar- fundum þessa sambands eru mál tekin til umfjöllunar og reynt að móta sameiginlega afstöðu til ýmissa deilumála sem upp koma hverju sinni. Guðmundur er kvæntur Mariu Alfreðsdóttur og eiga þau 5 ára gamla stúlku. —AS. Guðmundur Bjarnason Prólraunin Ungu hjónin voru stödd I Suöur-Flórida, og komu meöal annars viö á skröltormabúi. Þegar þau höföu skoðaö þaö, komu þau aö máli viö eig- andann: „Guö hjálpi mér, þetta er nú mcira starfiö sem þér stundiö”, sagöi unga frúin. „Og hvaö ef þeir bita yöur nú?”. „Þá grip ég kutann minn, sker kross I sáriö og sýg eítriö út”, svaraöi eigandinn. „En ef þaö henti yöur nú aö setjast á einn orm- inn”, spuröi frúin með andköfum”, hvaö þá?”. „Þá kæmist ég aö þvl, hvort ég áeinhvern raun- vcrulegan vin”. Mesti flýtir í iieimi Þessi gengur ljósum logum meðal pollanna I bænum: Veistu hver er mesti flýtir i heimi? — Þaö er aö hlaupa f kringum staur og sleikja á sér hnakkann. Hávaði Það vakti aö vonum mikla athygli, þegar Siguriaug Bjarnadóttir alþingsmaöur sté 1 stólinn i söium Alþingis og ræddi um misnotkun á áfengi þvi sem keypt væri i veislur þingmanna. Segir sagan, aö þar sem Sigurlaug hafi staöiö og látiö móöinn mása, hafi hún komið auga á Ólaf Jóhannesson ráðherra, þar sem hann stóö í dyra- gættinni og hristi höfuðiö ákaflega. Viö þessa sjón kom eitthvert fát á Sigur- laugu og hún sagöi: „Ég heyri aö ráö- herrann hristir höfuðiö”. Sigurlaug heyröi.... ...þegar ólafur hristi höfuðið. Okukennsian Frú Karólina var í fyrsta ökutimanum. Hún hafði ekki ekiö lengi, þegar hún sagði i kvört- unartón viö öku- kennarann: „Litli spegiliinn þarna uppi viö framrúðuna er ekki rétt stilltur”. „Nú, þvi segirðu þaö?” „Af því aö ég sé ekkert i honum, annaö en bilana fyrir aftan”. Ellimörk Ella hitti vinkonu sina á götu: „Þetta er alveg óskap- iegt meö manninn minn,” sagöi hún. „Hann er far- inn aö eidast svo mikið”. „Hvers vegna segirðu þaö?”, spuröi vinkonan. „Viö fórum á veitinga- staö i gærkvöld, og þá leit hann fyrst á matseöilinn. Xöur ieit hann alltaf fyrst á þjónustustúlkuna.” Vissu fleiri. Morgunblaöiö hefur eftir Lárusi Jónssyni i fyrirsögn í gær: „Stjórnarliöar felldu til- lögur okkar um lækkanir”. Og áfram I undirfyrisögn: „Siöan kemur formaður Fram- sóknarflokksins meö þær sem aöaltillögu i efna- hagsmálum á flokks- þingi. Léttklædd á skíöum i SkarÖinu.” Ekki er alveg ljóst hvort þarna hefur átt að standa „tillögur okkar um fækkanir”, þ.e. að fækka fötum til aö þing- flokkur Sjáifstæðisflokks- ins gæti siðan rennt sér léttklæddur á sklðum i Skarðinu. Kannski er Lárus bara aö fara finum orðum um skiöadelluna I Steingrími, en þaö vissu nú fleiri... x'Léttklædd á skiöum I Skaröinu”, lét Mogginn Larus segja um tillögurn- ar sem Framsókn stal. Jóhanna S. Sig- þórsdóttir. Skyld’ann lljörleifur skilja þetta? Hrakvirði Emi viröist stofnana- mállýskan vera i hrööum uppgangi, þrátt fyrir tiö- ar atiögur málvöndunar- manna gegn henni. Ný- lega kom fyrir almenn- ingssjónir skýrsia frá Orkustofnun um vinnslu og flutning raforku til aldamóta. 1 skýrslunni þeirri arna er meðal annars ein klausa á þessa leiö: „1 athuguninni hefur ekki veriö reiknaö meö aö Krafla hafi neitt HRAKVIRÐI. I raun má ætla aö þaö sé eitthvaö, þött mjög erfitt sé aö meta þaö” (Seni er mjög skiljanlegt á þessu stigi málsins. Innsk.) Og svo kemur rúsinan I pylsuendanum: „Pósitift HRAKVIRÐI dregur úr kostnaöarlcg- um ávinningi af áfram- haldi viö Kröflu, sem þvi sjálfu nemur”. / Þaö er ef til viil engin furða aö hægt hafi gcngiö i orkumálum hér á landi, ef uppskriftimar eru all- ar á þessa lund.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.