Vísir - 09.04.1981, Page 16

Vísir - 09.04.1981, Page 16
16 vtsm Fimmtudagur 9. aprll 1981 lesendur hafa oröiö lÍIIÍÍMlÍiÍÍIÍÍliiliÍ! lilllil Hvers vegna alltaf lög með Bítlunum? Gumi skrifar: Háttvirti herra eða frú, Mig langar til þess að varpa fram spurningu, sem gerist æði áleitin þegar hlustað er á mánu- dags- eða fimmtudagssyrpu þeirra Þorgeirs Ástvaldssonar og Páls Þorsteinssonar. Hvers vegna spilar sá fyrrnefndi alltaf lög með Bitlunum i þessum syrp- um? Persónulega hef ég ekkert á móti Bitlunum en ég segi bara að nú sé komið fullmikið af svo góðu jafnvel þótt John Lennon sé dá- inn. Hins vegar eiga hljómsveitir sem urðu vinsælar fyrir nokkrum árum engan aðgang að þessum þáttum. Ég nefni sem dæmi Bay City Rollers (nú the Rollers) sem var hvað vinsælust á árunum 1973—78, og hefur engin hljóm- sveit náð eins miklum tökum á áhorfendum slnum allt frá tima Bitlanna, eins og Rollers. Ef Bay City Rollers er skallapopp eöa súkkulaði eöa hvað sem hver vill kalla það þá eru Bitlarnir lika súkkulaði-skallapopp, þvi að Rollers hafa sungið annað en „nannana” og „By by baby” llkt og Bitlarnir sungu annað en „je, je je”, og „Obladl oblada”. Vin- sæidir Rollers hafa minnkað að undanförnu og er ástæðan eflaust sú að hljómsveitin er komin út I aðra tónlist sem enginn nennir að hlusta á vegna þess að það stend- ur the Rollers á plötuumslaginu. Og að lokum, Faulkner og Wood, og Faulkner og Fauve, skapa tónlist lfkt og Lenn- on&McCartney gerðu. Og þeim, sem þóttust ekki þola ga,la söngvara Bay City Rollers vil ég benda á að The Rollers fengu sér nýjan söngvara I desember 1978, Duncan Fauve að nafni. Ég held að hr. Þorgeir Astvaldsson ætti að skilja að fleiri popphljómsveitir en Bitlarnir eru eöa voru til. Ein- hverstaðar las ég I gagnrýni i bresku blaði að fólk hafnaði the Rollers of fljótt, aðeins út af nafn- inu og það held ég að sé rétt, svo gefið ykkur tima til að hlusta á The Rollers, áður en þið dæmið þá „Hvers vegna er aldrei minnst á RagnhildiGIsla.HelguMölier, Ellu Magg...?” Kvenfólkið syngur betur Ester Sveins, hringdi: I tilefni af þvi að mikið er rætt um poppara á lesendaslðunni vildi ég aðeins fá að leggja orð I belg. Hvers vegna er aldrei minnst á Ragnhildi Glsla, Helgu Möller, Ellu Magg, og fleiri frábæra söngvaraLþegar rætt er um bestu söngvarana. Kvenfólk hefur miklu meiri hæfileika I söng, vegna annarrar gerðar af radd- blæ, og þess vegna er þaö stað- reynd að kvenfólk er betra I söng- menntinni. Er ekki hægt að opna augu manna fyrir þessu, svo ekki sé alltaf veriö aö tönnlast á sömu mönnunum, án þess að hið rétta komi fram? Þakklð fyrír að lá að kenna unga fðlklnu Finnur hringdi: Hafa þessir háskólakennarar ekkert annað að gera en vera 1 verkfalli þegar að synir og dætur þessarar þjóðar eiga að ganga til prófa? Ég held að þessir stunda- kennarar, sem flestir eru i fullu starfi annarsstaðar, ættu fremur að þakka fyrir þá tilbreytingu sem þeim gefst með þvl að kenna ungu fólki, heldur en að vera að hrópa um hærri laun og betri kjör, i aukastarfinu. Ég vil hvetja þessa menn til þess allavega að gera þessa hluti á öðrum tima, en þegar unga fólkið gengur til prófa. Hann er ekki svo léttur þessi Háskóli, að börnin hafi tök á þvl að vera kennaralaus. Annars gæti reyndar svo farið ef þið kom- ið ykkur ekki til vinnu, að menn uppgötvi að hægt sé að vera án ykkar, en það er þó varla að menn séu svo framsýnir, þótt tölvubylt- ingin sé á innleið hingað. „Áfengisvarnarráð dýrt í rekstri” V. Sigurðsson skrifar: ömurleg er sú stofnun sem kallast áfengisvarnaráð, og helstu afrek þessa ráðs eru að það er mjög ódýrt i rekstri.Templarar og annað slikt fólk, sem er ekkert annað en snikjudýr þjóðfélagsins, ætti ekki að vera til. Út fyrir tekur þegar sómamaður eins og Ragn- ar Arnalds fjármálaráðherra er farinn að hækka áfengið vegna þrýstings frá svokölluðu áfengis- ráði. Skiljanlegt er að Ragnar vanti peninga I kassann, en þá ætti hann að hætta að veita fjár- munum rikisins I óþurftarráð eins og áfengisvarnarráð. Ef Ragnar Arnalds vill gera gott, ætti hann að láta það fé sem ráðið fær til SÁA og AA samtakanna, sem hafa unnið mjög gott starf, að hjálpa þeim sem eru i neyð vegna áfengisveiki, en það hafa templarar aldrei gert og ættu þvi ekkert að fá. ÞARNA VANTAR GðNGURRAUT Kópavogsbúi skrifar: Er ekki möguleiki að komið verði upp göngubraut austast i Fossvoginum, milli Kópavogs og Reykjavikur. Fjöldi fólks fer þarna um og til þess að sllkt sé hægt verða menn að vaða svaðið. Það er sýnilegt að þetta er fjöl- farin slóð og þvi hljóta yfirvöld að geta athugað hvort ekki megi leggja þarna göngubraut, þvi þarna er bæði kjörið útivistar- svæði og góð tenging á milli bæja. Kópavogsbúi stingur upp á göngubraut á þessum slóöum, milli Kópavogs og Reykjavikur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.