Vísir - 09.04.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 09.04.1981, Blaðsíða 9
Fiinmtudagur 9. april 1981 VISLR 9 Skýrslur Orkustofnunar „Vinnsla og flutningur raforku til aldamóta”, sem dreift var i fyrradag með inngangsbréfi Jakobs Björnssonar orkumála- stjóra til Iðnaðarráðuneytisins, fjalla um „nýjustu niðurstöður sem fyrir liggja” varðandi þessi heitu mál. Hér á eftir verður eftir föng- um gerð grein fyrir aðalatriðum i niðurstöðunum. Hvaða vatnsaflsvirkj- un eftir Hraunaeyjar- foss? Skýrslunum er ætlað að svara þessari mest aðkallandi spurn- ingu í virkjunarmálunum, að þvi er varðar kostnað við vinnslu og flutning raforku frá þeim orkuverum, sem verið hafa i athugun hjá Orkustofnun, Landsvirkjun og Rafmagnsveit- um rikisins og talin eru hag- kvæm. Jafnframt er reynt að finna hagkvæmustu uppbygg- ingu meginflutningskerfisins. Forsendur saman- burðar Samanburður virkjunarleiða er fólginn i þvi að vega saman núgildi heildarkostnaðar þjóðarinnar af þvi að sjá fyrir raforkuþörfinni til aldamóta, eftir mismunandi virkjunarleið- um. Við reikning á núgildi eru notaðir 8% grunnvextir og I öll- um tilfellum er miðað við visst grunnkerfi sem er eins varðandi allar leiðirnar og hefur þvl ekki áhrif á samanburðinn. Grunnkerfið er það raforku- kerfi sem er núna og viðbætur, sem sérstaklega eru taldar upp. Varðandi orkuöflunarkerfiö eru. viðbæturnar 1. og 2. vél Hraun- eyjarfossvirkjunar (140 MW) 1981, 3. vél (70 MW) 1983, 15 MW disilstöð með svartoliu 1984, stifla i Þjórsá og Tungnaá við Búðarháls 1985, önnur disilstöð sams konar 1988, yfirborö Krókslóns hækkað I 498 m.y.s. 1989 og disilstöðvar 1992, 1996 og 2000. Aðrar forsendur eru ýmsar og þar á meðal áfangaskiptingar, sem leitast hefur verið við að falli sem best að áætlaðri þróun markaðsins. Næsta virkjun strax eða siðar Sé aöeins miðað við almenna notkun þarf næsta vatnsafls- virkjun að vera tilbúin 1986, nema annað hvort eða bæði Kröfluvirkjun nái 60 MW afli á árabilinu og ráðist verði i ýmsar minni háttar framkvæmdir sem taldar eru upp og gætu náð sam- tals álika raforkuframleiöslu og Kröfluvirkjun fullbúin. Ef hvort tveggja kæmi til væri hugsan- legt að næsta vatnsaflsvirkjun þyrfti ekki aö vera tilbúin fyrr en 1988-1990. Þessar framkvæmdir að Kröfluvirkjun frátalinni, eru jarðgufuvirkjun I Svartsengi aukning aðrennslis til Þóris- vatns (svokölluö Kvislarveita) aukning miðlunar i Þórisvatni með dýpkun frárennslisskurðar og hækkun vatnsborðs og við- bótarvélar i Sigöldu- og Hraun- ey jarfossvirkjunum. Ef hins vegar kemur til ný stóriðja, þýðir það að sjálfsögðu að ártöl breytast i samræmi við slikar ráðstafanir. Hvaða vatnsafls- virkjun er hagstæðust? Samanburður virkjanakosta er gerður með þvi að reikna nú- virði árlegs kostnaðar við orku- ver og meginflutningslinur fram til aldamóta. Gert er ráð fyrir þvi að orkuver sé tekið i notkun, þegar hagstæðast er, þ.e. á þeim tima sem gefur lægst núvirði þess virkjunar- kosts sem orkuverið tilheyrir. Miðað er við raforkuspá Orkuspárnefndar fyrir 1978-2000 og annars vegar orkuþörf al- menna markaðarins og þess orkufreka iðnaðar sem samið hefur verið um og hins vegar þetta hvort tveggja að viðbættri þorf nýs orkufreks íonaöar I þrem 50 MW áföngum 1986, 1988 og 1990. Hugsanleg viðbótarstóriðja er miðuð við að hún verði öll á ein- um staðanna Grundartanga, I Eyjafirði eða Reyðarfirði. Þeir kostir sem taldir eru koma til greina eru þessir: Sultartangavirkjun Stórasjávarmiðlun Búrfellsvirkjun II Blönduvirkjun Fljótsdalsvirkjun Besststaðaárvirkjun. Til þess að meta samanlagða mestu hagkvæmni þessara ,virkjana allra var þeim raðað eftir mismunandi leiðum á áður greindum forsendum. Fjórar leiðir voru taldar koma til greina: I: Blanda — Sultartangi — Fljótsdalur — Stórisjór — Búr- fell II. II: Blanda — Fljótsdalur — Stórisjór — Búrfell II — Sultar- tangi. III. Sultartangi — Blanda — Fljótsdalur — Stórisjór — Búr- fell II. IV: Fljótsdalur — Blanda — Stórisjór — Búrfell II — Sultar- Orkustofnun raðar næstu vatnsaflsvlrkjunum: fsi RTAV IGI - FL Jl UR - nema ef ný stóriðja rfs á Reyðarfirðl Fllðtsdalur - Blanda - Stórisjór Herbert Guð- mundsson skrifar tangi. Niðurstaða samanburðar á kostnaði við raforkuvinnslu og flutning til aldamóta eftir þess- um fjórum leiðum er sú að leið I er hagstæðust nema i þvi eina tilviki að stóriðja komi á Reyðarfirði. Leið I er hag- stæðust ef miöað er við almenn not eingöngu, einnig að með- taldri nýrri stóriðju á Grundar- tanga eða i Eyjafirði. Hins veg- qORKUSTOFNUN Dags. 1981 04 07 Dags. Tllv. vor JB/sg Tllv. yðar Iðnaðarráðuneytið Arnarhvoli 101 Reykjavík Vinnsla oq flutninqur raforku til aldamóta Hjálagt sendist hinu háa ráðuneyti skýrslan "Vinnsla og flutningur raforku til aldamóta", sem fjallar um athugun sem Orkustofnun hefur haft með höndum nu undanfarið. Skýrslan er í þremur bindum: I Niðurstöður og heildarsamanburður II Orkuver III Flutningskerfi Helstu niðurstöður þessarar skýrslu lágu fyrir vorið 1980, og komu m.a. fram x erindi orkumálastjóra á aðalfundi SÍR þá. Mikil vinna var við að gera skýrsluna sjálfa og hefur verið unnið að þvx þar til í febrúar í ár að hún fór í fjölritun. Virkjunaráætlanir þær, sem þessi athugun byggir á, eru frá vetrinum 1979-80. Sumarið 1980 fóru fram umfangsmiklar rannsóknir á Fljóts- dalsvirkjun og Sultartangavirkjun, en rannsóknum við Blöndu lauk að heita má 1979. Unnið hefur verið úr þessum rannsóknum síðan á vegum virkjunaraðila, Rafmagnsveitna ríkisins og Landsvirkjunar. Sú úrvinnsla er nú langt komin, en henni er þó ekki að fullu lokið. Þegar þetta er ritað hefur ekkert komið fram sem bendir til þess, að rannsóknirnar 1980 muni raska þeim forsendum um virkjanir í Fljótsdal og við Sultar- tanga, sem gengið var út frá í athugun þessari. Niðurstöður hennar eru þvi enn í fullu gildi og eru hinar nýjustu sem fyrir liggja. Komi eitthvað það í ljós við fullnaðarúrvinnslu rannsóknanna 1980, sem tilefni þykir gefa til að endurmeta forsendur fyrir virkjunaráætlunum verður það strax kannað, hvaða áhrif það hefur á samanburðinn. Vakin skal athygli á því, að ef reiknað er með nýjum orkufrekum iðn- aði getur staðsetning hans haft áhrif á það, að hvaða virkjun er hagkvæmast að byrja. Orkustofnun telur, að þetta sýni ljóslega að sú stefna sem stjórnvöld móta í iðnþróunarmálum hljóti að hafa veru- leg áhrif á val virkjana í framtiðinni. Þegar hún liggur fyrir er ástæða til að endurtaka sumar af þeim athugunum, sem skýrsla þessi fjallar um til þess að rannsaka hvaða áhrif sú stefna hefur á tímaröð virkjana. Allra viröingarfyllst, jSUuii / —/ t— / Jakob Björnsson Heimilitfang Ntfnnúmer Slmi Slmnefni Banki Hlaupar. nr 1 \ Laugavegur 116, REYKJAVÍK 6901-3058 1 74 00 Orkustofnun L.í. Austurúxjarútibú 4669 ar er leið IV hagstæðust ef ný stóriðja kemur á Reyðarfirði. Kostnaðarmunur milli leiða Ef miðað er við almenna notkun eingöngu er leiö II 19.1 milljón dýrari en leið I, leið III 55.3 milljónum dýrari og leið IV 58.1 milljón dýrari, á verðlagi i byrjun þessa árs. Miðað við almenna notkun og nýja stóriðju á Grundartanga er leið III 19.7 milljónum dýrari en leið I, leið II 85.2 milljónum dýr- ari og leið IV 149.7 milljónum dýrari en leiö I. Ef miðað er við almenna notkun og nýja stóriðju i Eyja- firði er leið III 63.6 milljónum dýrari en leið I, leið II 68.2 milljónum dýrari og leið IV 83.3 milljónum dýrari. Sé hins vegar miðaö við al- menna notkun og nýja stóriðju á Reyðarfiröi er leiö II 45.2 milljónum króna dýrari en leið IV, sem nú er orðin hagstæðust, leið I 75.8 milljónum dýrari en leiö IV og leið III 108.1 milljón dýrari. Af þessu má sjá að munurinn á milli leiðar I og IV, þ.e. meö Blöndu fyrst i röðinni eða Fljótsdal, er leið I 58.1, 149,7 eöa 83.3 milljónum króna i hag nema aö ný stóriðja komi á Reyðarfiröi, þá er munurinn hagstæður leið IV um 75.8 milljónir. Munurinn á milli leiðar I og III með Blöndu fyrst eða Sultar- tanga er hagstæður Blöndu i öll- um tilfeilum, um 55.3, 19.7, 63.3 eða 32.3 milljónir króna. Tekið er fram, að þessar niðurstöður byggist á eldri rannsóknum og tilliti til þess sem rannsóknir i Fljótsdal og við Sultartanga i fyrra hafi enn- þá leitt i ljós og hafi ekki breytt neinu. Sagan er þó ekki öll sögð þvi i þessum áætlunum er ekki tekið tillit til hugsanlegra breytinga á hönnunaráformum og þar með miðlunarmannvirkjum, né . hugsanlegra skaðabóta fyrir landspjöll. Hvort tveggja getur vitanlega raskað og jafnvel kollvarpað þessum samanburði sitt á hvað. Stóriðjurafmagn 30- 50% ódýrara i fram- leiðslu Eftir þf tta talnaflóð má bæta við þeur' tölulegu ályktun Orkustofnunar i skýrslunum, aö framleiðslukostnaður raforku eftir þeim leiðum, sem um er að ræða i þeim sé á bilinu 30-50% lægri til stóriöju en almennra nota eftir leiðum. HERB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.