Vísir - 04.06.1981, Page 15
VÍSIR
Gunnar Thoroddsen fékk 39 Geir Hallgrimsson fékk 38 Albert Guömundsson fékk 11
atkvæöi. atkvæöi. atkvæöi.
Skoðanakðnnun Vfsís um forystumál
Sfálfstæðisflokksins:
Um 36% óákveðnir
- Gunnar Thoroddsen fékk stuðníng
flestra en aðelns 1 atkvæði skildi
Gunnar og Geir að
Mikill hluti sjálfstæöismanna
er óákveðinn i afstöðu sinni til
þess hver eigi að gegna for-
mannsembætti i Sjálfstæðis-
flokknum samkvæmt visbend-
ingum i skoðanakönnun Vis-
is um forystumál flokksins.
Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra og varaformaður
flokksins fékk stuðning 39 þeirra
sem spurðir voru, Geir Hall-
grimsson formaður flokksins
fékk stuðning 38 en 68 voru
óákveðnir.
Þessi könnun fór fram um leið
og Visir kannaði fylgi stjórn-
málaflokkanna og skoðanir
manna á rikisstjórninni. 1 þess-
ari könnun sögðust 187 manns á
landinu öllu kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn og voru þeir spurðir
sérstaklega þessarar spurning-
ar: Hvaöa menn ættu að þinu
mati að skipa formanns- og
varaformannsembætti i Sjálf-
stæðisflokknum? Svör þeirra
varðandi formannsembættið
skíptust þannig:
Atkv. %
Gunnar Thoroddsen 39 20,8
Geir Hallgrimsson 38 20,3
Albert Guðmundsson 11 5,9
Aörir 17 9,1
Óákveöinn/
veitekki 68 36,4
Neita
aö svara 14 7,5
Óákveönir og þeir sem neita
að svara eru rétt tæp 44%, sem
er of hátt hlutfall til þess að
hægt sé að tala um skýrar linur.
Hins vegar gefur það okkur
vissar visbendingar að af þeim
68 sjálfstæðismönnum sem voru
óákveðnir i afstöðu til for-
mannsembættisins voru 42
(61,8%) óánægðir með rikis-
stjórnina 10 (14,7%) voru
ánægðir en 16 (23,5%) voru
óákveðnir i afstöðu til rikis-
stjórnarinnar.
Aðrir sem voru nefndir til for-
mannsembættisins voru: Ellert
Schram (5 atkv.), Ólafur B.
Thors (3 atkv.), Ragnhildur
Helgadóttir (2 atkv.) og Kjartan
Gunnarsson, Eggert Haukdal,
Ölafur G. Einarsson, Davið
Scheving og Sverrir Hermanns-
son með 1 atkv. hver.
Orslit i Reykjavik og
Reykjanesi.
Sjálfstæðismenn i Reykjavik
og Reykjaneskjördæmi, 114
manns, svöruðu spurningunni
um formannsembættið þannig:
Atkv. %
Geir Hallgrimss. 26 22,8
Gunnar Thorodds. 23 20,2
Albert Guöm. 5 4,4
Aörir 7 6,1
Óákveöinn/ veit ekki 45 39,5
Neita aösvara 8 7,0!
Af þessum tölum má sjá með
samanburði við úrslitin yfir
landið i heild að Gunnar
Thoroddsen nýtur meira fylgis
úti á landsbyggðinni en á þétt-
býlissvæðinu á Suðvesturlandi
nýtur Geir Hallgrimsson meira
fylgis. Þessar tölur ber þó að
skoða með hliðsjón af þeim
mikla fjölda sem er óákveðinn.
Af þessum 45 sjálfstæðis-
mönnum sem voru óákveðnir
um val á formanni i Reykjavik
og Reykjaneskjördæmi voru 6
ánægðir með rikisstjórnina
(13,3%), 29 óánægðir (64,5%) og
10 óákveðnir (22,2%).
Engin úrslit um vara-
formann.
í könnuninni var þátttakend-
um ekki gefinn kostur á að til-
nefna sama manninn bæði i for-
manns- og varaformannsem-
bætti. Margir slepptu þvi að
svara til um varaformanninn.
Niðurstöðurnar verða þvi ekki
taldar marktækar. Þó skal það
nefnt að i efsta sæti lenti Albert
Guðmundsson en þétt á eftir
komu Birgir Isleifur Gunnars-
son og Friðrik Sophusson og þvi
næst Daviö Oddsson.
—KS
í i m ll® 1 í íí
■ BF /h i
Wf 5 \
F.ftir skoöanakönnun Visis aö dæma er stór hluti sjálfstæöismanna óákveöinn um hver eigi aö vera for-
maöur Sjálfstæöisflokksins. Menn veröa væntanlega búnir aö gera upp hug sinn i haust þegar næsti
landsfundur flokksins veröur haldinn.
Fimmtudagur 4. júni 1981
Fimmtudagur 4. júni 1981
VÍSIR
Sveigjanlegur vinnutfmi hjá starfsmönnum Abyrgðar:
Koslirnir eru marglr
en gallarnir engir
Sveigjanlegur vinnutími hefur rutt sér mjög til
rúms á undanförnum árum og hafa nokkur fyrirtæki
hérlendis tekið þettafyrirkomulag upp.Hér er átt við,
þegar starfsmenn fyrirtækja eiga þess kostað ráða að
nokkru leyti vinnutíma sínum sjálfir, þeir mega hef ja
vinnu mis snemma að morgni og vinna lengur eða
skemur fram eftir degi. Sem dæmi má nefna að
starfsmönnum gefst tækifæri á að mæta til vinnu ein-
hvern timann á milli klukkan hálf átta og níu að
morgni og hætta á tímabilinu hálf fjögur til sex
síðdegis. Þannig geta þeir t.d. unnið annaðhvort frá 8
til 4 eða 9 til 5, allteftir því hvort þeim hentar betur.
Tryggingafyrirtækið Ábyrgð er eitt þeirra fyr-
irtækja, sem tekið hafa upp slíkt kerfi og til að
kynnast því nánar heimsótti Visir skrifstofur fyr-
irtækisins í Reykjavík.
VinnukerflD h|á ábyrgð:
Abyrgö tók upp sveigjanlegan
vinnutima þegar árið 1975, eftir
fyrirmynd frá sænska trygginga-
félaginu „Ansvar”. Kerfið er i þvi
fólgið aö hver starfsmaður skilar
38 stunda vinnuviku eins og á
öðrum skrifstofum. Hinsvegar
ræður starfsfólk hvenær það
mætir á morgnana. í vetur gat
það hafiö störf á timabilinu frá
7.30 til 9 og hætt á milli 16.30 og 18
siðdegis, en skrifstofan var þá
opin frá 9 til 17. Siöan var klukku-
tima matartimi einhvern timann
á bilinu 11.30 til 14. 1 sumar
veröur skrifstofan hinsvegar opin
- Aukafrídagur mánaðarlega
- Frjáls mætlngartfmi á morgnana
- stimpllklukkan mikllvæg
frá 8 til 16 og breytist mætingar-
timinn þvi nokkuð.
Starfsfólk Abyrgöar getur siöan
safnað vinnustundum með
viðbótarvinnu og hljóðar
grundvallarreglan upp á allt að 10
stundum á mánuði. Þennan tima
má starfsfólkið siöan taka út i
frii. Þannig getur það aflaö sér
einn fridag i mánuði. Einnig get-
ur sú staða komið upp að þaö
skuldi vinnutima þegar uppgjör
er gert i lok hvers mánaöar.
Leyfilegt er að skulda mest 10
stundir, sem verða þá á sama
hátt að „greiðast” með meiri
vinnu.
Stimpilklukkan gegnir veiga-
miklu hlutverki. Starfsfólk
stimplar sig ávallt inn eða út
þegar það kemur eöa fer og einnig
skal það merkja inn á kortið i
hvaða erindagjörðum það yfir-
gefur skrifstofuna. Vikulega er
staða hvers og eins birt, þ.e.
timaskuldir og -inneignir, og get-
ur starfsfólk hagað vinnu sinni
samkvæmt þvi yfirliti.
Allir starfsmenn Abyrgðar,
sem rætt var við, lögðu mikla
áherslu á aö slik vinnutilhögun
gengi ekki til lengdar nema með
mjög góöri samvinnu og samráði
allra starfsmanna. — TT.
„Kann mjöQ vel við
hessa vbinuOlhögun
„Þegar ég hóf hér störf árið
1978 hafði ég ekki kynnst slikri
vinnutilhögun en ég kunni strax
mjög vel við hana. Að visu er ég
bundnari en aðrir starfsmenn þar
sem ég sé um peningakassann,”
sagði Gunnhildur Hauksdóttir,
gjaldkeri, um sveigjanlega
vinnutimann.
„Ég verð að vera hér frá átta til
fjögur nema sérstakar ráðstaf-
anir séu gerðar. Ég get varla sagt
að ég stefni sérstaklega á að
safna fritimum, þeir safnast upp
svona smátt og smátt og siðan tek
ég þú út þegar ég þarf á þeim að
halda. Þá er einnig erfiðara um
vik fyrir mig yfir sumartimann
þvi að þá er mun meira að gera.
Annars sé ég enga galla á þessari
vinnutilhögun svo framarlega
sem starfsmenn hafa samráð
hver við annan og sú er raunin
hér,” sagði Gunnhildur.
—TT
Jóhann Björnsson, forstjóri Abyrgöar, (t.h.) og Siguröur Jónmundsson, skrifstofustjóri.
„Lengrl biónuslutimi
og betri starfsandi
segja yfirmennirnlr
„Ég get ekki komið auga á
neina galla á þessu kerfi, hvorki
frá sjónarhóli fyrirtækisins né
starfsfólks,” sagði Jóhann
Björnsson, forstjóri Abyrgðar,
þegar Visir ræddi við hann og Sig-
urð Jónmundsson, skrifstofu-
stjóra, um sveigjanlega vinnu-
timann.
„Ef við litum fyrst á málið af
hálfu fyrirtækisins þá er engin
spurning að það nýtur góðs af
sveigjanlegum vinnutima ekki
siður en starfsfólkið. Til dæmis
má segja að við veitum betri
þjónustu en ella þvi hér er yfir-
leitt einhver mættur fyrir átta á
morgnana og ávallt er einhver til
klukkan sex. Einnig má nefna að
kerfið kemur til góða þegar
vinnuálag er misjafnt. Þegar
mikið er að gera vinna allir
starfsmenn fullan vinnutima en
þegar um hægist gefst fólki kost-
ur á að taka sér fri. Abyrgð er að
visu fremur litið fyrirtæki, hér
vinna 15 manns, en slik kerfi
ganga ekki siður i fjölmennri
fyrirtækjum,” sagði Jóhann.
Fyrir nokkrum áru... I.om til
tals að öll tryggingafélögin tækju
sig saman og samræmdu vinnu-
tima starfsfólks með svipuðu
sniði og tiðkaðist hjá Abyrgð en
þær fyrirætlanir duttu upp fyrir.
„Jú, það er rétt og mér finnst
það miður þvi að sveigjanlegur
vinnutimi býður upp á marga
kosti fyrir starfsfólk,” sagði Sig-
urður Jónmundsson. „1 heild má
kannski segja að kerfið stuðli aö
mun betri anda meöal starfs-
manna. Nú kemur enginn of seint,
enginn er of lengi i mat, enginn
skreppur i bæinn á kostnað
annars eða er að svindla á fyrir-
tækinu þó hann skjótist i bankann
eða heim til sin. Þá geta jieir
morgunsvæfu mætt klukkan niu
en morgunhanarnir eru komnir
strax hálf átta. Starfsfólkið getur
sem sagt hagrætt vinnudeginum
fram eða aftur og þeir þurfa ekki
að vera i baráttu við örfáar
minútur. 1 ofanálag kemur siðan
möguleiki á fridegi.”
Abyrgð hefur einnig gert frek-
ari breytingar á vinnutimanum,
eins og fram hefur komið. Nú
hefur verið tekinn upp svokall-
aður sumaropnunartimi en þá er
skrifstofan opin frá klukkan 8 til 4
i stað 9 til 5. Um þessa breytingu
sagði Jóhann:
„Þetta er nú bara tilraun hjá
okkur en við vonum að hún eigi
eftir að gefa góða raun. Starfsfólk
hefur samþykkt að stytta matar-
og kaffitima til að sleppa fyrr.
Þess ber þó að geta að alltaf eru
tveir starfsmenn við frá fjögur til
fimm til að sinna neyðartilfellum
eins og við segjum. Við höfum
orðið varir við mikla ánægju
meðal viðskiptavina okkar með
þennan nýja opnunartima og aug-
ljóst er að mörgum finnst þægi-
legt að geta komið hér við á leið i
vinnuna á morgnana,” sagöi Jó-
hann að lokum.
—TT.
„Frl annan hvorn föstudag”
„Það tók mig nokkurn tima að
átta mig á þessu nýja kerfi þvi að
maður vildi halda fast við gamla
vinnutimann, en eftir að ég komst
upp á lagið að nýta mér mögu-
leika sveigjanlega vinnutimans
vil ég ógjarnan skipta aftur,”
sagði Reynir Sveinsson deildar-
stjóri, en hann hefur unnið hjá
Abyrgð um 8 ára skeið.
„Mjög gott er að geta skroppið
frá án þess að gera þurfi veður út
af þvi. Og ekki siður er gott að
geta ráðið mætingartimanum
sjálfur.”
Reynir kvað þaö vinsælt meðal
starfsfólksins að safna fristund-
unum og nefndi sem dæmi að sið-
asta sumar hefði það getað komið
þvi þannig fyrir að helmingur
starfsmanna gat tekið sér fri ann-
an hvorn föstudag.
„Helsti gallinn á þessu kerfi
snýr e.t.v. að viðskiptavininum ef
hann ætlar að hitta einhvern
ákveðinn starfsmann á opnunar-
tima og viðkomandi er þá kannski
farinn heim. Hinsvegar tel ég
kerfið gallalaust gagnvart okkur
starfsmönnum,” sagði Reynir.
— TT.
Guörún Matthiasdóttir.skrifstofustúlka.
Verðum að hafa
náin samráð
hverl vfð annað”
Gunnhildur Hauksdóttir, gjaldkeri.
„Þar sem ég vinn aðeins hálfan
daginn hef ég ekki jafn mikið af
sveigjanlega vinnutimanum að
segja eins og aðrir, sem hér
vinna. Þegar ég vann hér fulla
vinnu fyrir nokkrum árum kunni
ég mjög vel við þetta kerfi og gat
ekki fundið á þvi neina galla,”
sagði Guörún Matthiasdóttir,
skrifstofustúlka hjá Abyrgð.
„Starfsfólk verðurað hafa náin
samráð hvort við annað þvi ekki
geta allir farið frá i einu. Ég held
að samstarfið hafi tekist prýðis-
vel I alla staði.”
Guðrún sagði ennfremur að hún
teldi það mikinn kost að geta
safnað fritimum og þá helst að ná
saman heilum degi.
—TT.
Reynir Sveinsson, deildarstjóri.