Vísir - 27.06.1981, Qupperneq 3
Laugardagur 27. júní 1981
..frændum
verstir
(Jtvarpsstjóri hefur nú tekið
þá skynsamlegu ákvörðun, að
ráða Bolla Héðinsson i stöðu
fréttamanns hjá sjónvarpinu. t
Háskóianum var Bolli framar-
lega í röðum vinstri fylkingar-
innarog formaður stúdentaráðs
um eins árs skeið. Á þeim tima
var hann jafnan talinn
framsóknarmaður og gott ef
hann taldi sig ekki sjálfur tii
þess þjóðflokks. Það vekur hins
vegar athygli að við atkvæða-
greiðsluna i útvarpsráði um
frétt amannsstöðuna snérust"
framsóknarmennirnir tveir Há-
kon Sigurgrimsson og Markús
Á. Einarsson öndverðir gegn
Bolla og greiddu Árnþrúði at-
kvæði sitt...
Jón Bald-
vin fram-
kvæmda-
stjóri
Jón BALDINN Hannibalsson
er nú orðinn framkvæmdastjóri
eða einhvers konar erindreki
Álþýðuflokksins. Hefur Jón flutt
bækistöð sina úr Siðumúlanum
og hreiðrað um sig við Hverfis-
götuna. Jafnhliða þessu virðist
hafa dregið ur ritstjórastörfum
hans hjá Alþýðubandalaginu
litla og sæta og hafa þar tekið
við leiðaraskrifum að einhvérju
leyti Vilmundur nokkur Gylfa-
son, Helgi Már Artúrsson og
fleiri.
Útlitid
skapar
manninn
Það litur út fyrir að
það borgi sig að vera
fallegur! Lifiðkuganga
beturh.iá þeim en hinum
ljótu segja erlendir vis-
indamenn, sem hafa
kannað málið inn að
merg. í nýútkominni
bók sálfræðinganna
Glenn Wilson og David
Nias, halda þeir þvi
fram að jafnvel i verslun
og viðskiptum nái þeir
karlar lengra sem hafa
útlitið með sér.
Hvernig eiga karlar að
vera?
Meðal þess, sem kemur fram i
bókinni, er hvernig konur vilji
hafa karlana. Þar er sagt frá
skoðanakönnun, sem New York
blaðið Village Voice gerði um
málið. 100 karlar voru spurðir
hvernig þeir héldu að konur kysu
þá helst— hvaða hlutar likamans
hefðu mest aðdráttarafl?
Þeir svöruðu þvi til, að konum
litist best á vöðvastælta brjóst-
kassa og handleggi og aö stór
kynfæri, undirstrikuð af þröngum
buxum kæmu næst i röðinni.
En þegar 100 konur voru spurð-
ar álits, voru þær aldeilis ekki
sammála hugmyndum karlanna.
1 fyrsta lagi kom þeim öllum
samem um að þröngar buxur og
klesst kynfæri væru beinlinis frá-
hrindandi. „Það sem við sjáum
fyrst er rassinn — og hann þarf að
vera lftill og keikur” 39% allra
spurðra kvenna settu litinn rass
efst á listann!
Perurnar verstar
Sams konar skoðanakönnun
vargerð viðháskólann i Chicago.
Niðurstaðan var sú, að konur
kjósi karla sem eru eins og V I
laginu öðrum fremur. Grannir
fætur, mjóar mjaðmir, breiðar
axlir. „Karlmenn sem eru eins og
perur i laginu, þ.e. niöurbreiðir,
þeir eru verstir.”
Ýmis frávik koma fram. T.d.
hafa opnar, hressar konur smdík
fyrir vöðvastæltum körlum.
Þessar konur sýndu sig einnig að
hafa rika siöferðiskennd. Tauga-
veiklaðar, róttækar konur sem
reykja og drekka mikið eru hrifn-
ari af grennri körlum. Og þrosk-
aöar konur vilja hafa karlana
breiða og viðamikla.
Spurning um hæð
Hæð karlanna skiptir miklu
máli — ekki aðeins i augum
kvenna, heldur I atvinnulifinu
lika. „Hann má ekki vera meira
en 15 cm hærri en ég, annars
fyndist mér ég verða að engu við
hliðina á honum” var algengt
svar kvenna.
Fylgni stærðar og frama er
ótviræð. Það kom fram i könnun,
sem gerð var á einum árgangi frá
Pittsburg-háskólanum, sem sýndi
að þeir piltar, sem voru 185 cm
eða hærri höfðu aö jafnaði 12.5%
meiri tekjur. I sömu könnun voru
140 forst jórar beðnir um að velja
á milli tveggja karla I sölustarf.
Annar var 150 cm, hinn 182 cm en
báðir höfðu sömu menntun og
starfsreynslu. 72% vildu ráða
þann stóra, 1% þann sem minni
var og 27% neituðu að taka af-
stöðu. 1 þessu sambandi má lika
benda á, að allir þeir forseta-
frambjóðendur, sem náð hafa
kjöri i Bandarikjunum frá 1900
hafa veriö hærri en mótframbjóð-
andinn.
Hreysti
Bæði kopum og körlum likar
betur við hraust fólk. Sá, sem
einatt kvartar undan veikindum
sinum,erekkitalinn til stórræða i
bólinu og þvi ekki sexy. Sú
verndartilfinning eða umhyggja,
sem slikt tal kann aö vekja, hefur
ekkert að segja þegar kvöldar.
Það er lfklega af þessum sök-
um, sem húðin er svo oft á listan-
um yfir hvaö sé mest aðlaðandi.
Litarhátturinn er örugg visbend-
ing um hreysti.
Þá er lífsgleöi og gott skap
einnig ofarlega á listanum og það
sem kallaö er „eðlilegar hvatir”
svo sem metnaðargimd, sköp-
unargleði, forvitni og áhugi á hinu
kyninu. Séu þessar tilfinningar
látnar i' ljósi, eykur þaö að-
dráttaraflið.
Að vita af sér
Vitneskjan um að lita vel út
hefur mikla þýöingu. Það hefur
nefnilega komið i ljós að full vissa
um það, endurspeglast i allri
framkomunni. Vitneskjan um
hitt, aftur á móti, að maður sé
miöur aölaðandi, hefur enn frem-
ur mikil áhrif á sálarlífið.
Þegar 95 námsstúlkur i Englandi
voru látnar ganga undir próf sál-
fræðinga, kom í ljós að lifsviðhorf
þeirra miðaðist mjög af vel-
gengni hjá hinu kyninu. Eitt af
þvi sem þær voru látnar gera, var
að meta 42 djarfar teikningar,
sem aliar voru i skrýtluformi. Sú
tilhneiging sýndi sig, að ljótari
stúlkurnar voru trúaðri, tepru-
legri, draumórakenndari og neik-
kvæðar gagnvart frjálsum ást-
um. Þessar stúlkur völdu fremur
myndir með sexy stelpum, sem
voru umsetnar flottgæjum. Ljótu
stúlkurnar höföu tileinkað sér
teprulegri afstööu, og áhugaleysi
á samneyti við drengi, sögðu sál-
fræðingarnir. Þettageröu þær til
að réttlæta stöðu sina sem hallær-
ispi'ur fyrir sjálfum sér. öryggis-
ventill á snauðu ástarlifi! En
samtimis dreymdi þær um karl-
menn og settu sjálfar sig i spor
glæsilegu stúlknanna á myndun-
um.
Þetta, segja sálfræðingarnir, er
það sama og gerist þegar
væskilslegir karlar horfa af að-
dáun upp til persóna á borö við
James Bond.
Aðlaðandi stúlkur, á hinn bóg-
inn, eiga það fremur til að vera
verstu fjendur male-chauvinista
og brandaranna þeirra, liklega
vegna þess aö þær fá sig fullsadd-
ar af athugasemdum þeirra
hvunndags. Þessar stúlkur mátu
hæst skritlur á kostnað karla, þar
sem af^erandi konur ögruöu. Oft
var á myndunum gert grin að
kynfærum eöa kyngetu. Þessar
stúlkur voru opinskáari og lausar
við tepruskap.
Þannig sýndist sálfræöingunum
ljóst, að Utlit stúlknanna, vel-
gengni þeirra hjá hinu kyninu,
hefði úrsíitavald um þaö, hvaða
skapgeröareiginleikar bæri hæst i
fari þeirra.
Sem sagt, útlitiö skapar mann-
inn!
gílASALv
Sími 81666
Bifröst
BORGARFIRÐI
FERÐAFOLK
NJÓTIÐ GÓÐRA OG
ODÝRRA VEITINGA
í FÖGRU UMHVERFI
BORGARFJARÐAR.
VEITINGASALURINN
ÖLLUM OPINN FRÁ
MORGNI TIL KVÖLDS.
FARÞEGAFLUG ISCARGO TIL
AMSTERDAM
verðið...
Kr.: 2.098.- (báðar leiðir)
Þetta er lægsta flugfargjald sem boðið er
upp á héðan og til Evrópu.
Okkar lága Apex flugfargjald til Amsterdam
er þinn lykill að samgöngumiðstöð Evrópu.
Þaðan liggja allar leiðir opnar/
Fyrstu ferðirnar eru á sérstöku
kynningarverði: Kr.: 1.750.- (báðar leiðir)
LANGI ÞIG TIL MEGINLANDSINS í SUMAR
ÞÁ ER OKKAR TILBOÐ ÞITT HAPP!
AMSTERDAM
Glaðvær borg
með fjölbreytt mannlíf
og miðstöð lista
ISCARGO
Félag, sem tryggir samkeppni i flugi!
SKRIFSTOFA: AUSTURSTR/ETI 3. S 12125 og 10542.