Vísir - 27.06.1981, Qupperneq 25

Vísir - 27.06.1981, Qupperneq 25
Laugardagur 27. júní 1981 VÍSIR Matthias Jóhannessen: TVEGGJA BAKKA VEÐUR — ljóð. Almenna bókafélagið 1981. Matthías Jóhannessen er mikilvirkt ljóðskáid. Þetta er 11. ljóðabók hans — og maður- inn ekki nema á miðjum aldri. Og þetta er svo sem ekki eina orðasafn hans á prenti — f jöldi lausmálsbóka að auki — að maður gleymi nti ekki sjáifu Morgunblaðinu. Maðurinn er hamhleypa og ekkert minna. Þess vegna kemur á mann sauðarbros við að lesa eink- unnarorðin frá Hamsun sem hann velur nýrri og stórri ljóða- bók sinni og setur yfir dyr hennar rétt eins og það sé gullið augnablik eða einhending að hann „detti ofan á eina eða tvær góðar setningar f pistil eða neðanmál sgrein, ljómandi happdrætti að máli til”. Ég sé ekki betur en þetta hljóti alitaf að vera að gerast hjá Matthfasi — meira segja oft á dag. Slikt er auðvitað órækur vitnisburður um ferskleikann, skáldhrifning- una sem er lifið og sálin I öllum skáldskap, uppnámið sem þessi slnýja uppgötvun gamals sann- leika veldur og verður ekki hamið fyrr en þvi hefur verið komið í ljóð — gott eöa vont eftir atvikum eða heppni. Hitt er annað mál, hvort Matthias er nógu mikill slátrari. Sum skáld eru best I sláturhúsinu — önnur vilja helst aldrei koma þangað heldur hafa sauðburö allt árið. Slíkur Ijóðbóndi er Matthlas. Hann er lika blaðamaður og skáldskapur hans og blaða- mennska veröa vart sundur skiBn. Það sem menn skrifa I dagblöð verður hvorki snyrt né til slátrunar leitt af höfundi sjálfum — heldur af öðrum — bakkarnir yrðu tveir — oftast dekkri sá efri — en stundum var sem undir honum myn^aöist annar bakki, tiðum heldur ljós- ari. Þá var ivændum fúlviðri en áður en það stytti upp rann önn- ur hrina i slóöina, oftast kaldari jafnvel með frostiog hrið. Þetta var i minni fávisku tveggja bakka veður — tvieflt og tviþætt illviðri. I „bakka” fólst aldrei tvisýna i augum veðurglöggra manna fyrir norðan. Bakkanum var óhætt að trúa til ills — ekki sist ef hann var tviefldur. Ekki finnst mér þetta eiga við um hina nýju ljóðabók Matthiasar, og ég felli mig ekki heldur við nafngiftina „tvisýna” á hana. Ég kýs þvi helst að lita á nafnið sem slys, sem fallið hafi á káp- una fyrir mistök. Það skiptir ekki heldur neinu — þaö sem er innan spjaldanna er mergurinn málsins, svo að nóg er fjasaö um þetta. Matthias hefur bókina með „hólmgönguljóði” en eigi að lita á þetta sem vegvisi á þá braut, að hér sé um samferðabók Hólmgönguljóða hans frá 1960 að ræöa, þá er sagt rangt til vegar, enda er hann ekki að yrkja sjálfan sig upp. Það má Matthias eiga, að hann er mjög ferskur og nýr i hverri bók og sinnir kalli dagsins, þótt hann eigi si'na stuðla núoröið. Matthias Jóhannesson skáld og ritstjóri ur aðeins undirstrikun og út- færsla þessa kjarna málsins. Það getur hver og einn raunar leyst af hendi nógu vel fyrir sjálfan sig og af eigin reynslu. Ef til vill er þessu framhaldi of- aukiö. Það er aðeins eitt orð þarna sem ég felli mig ekki við — „takmörk” — þaö er svo tvi- bent i merkingu. Hefði „landa- mæri” ekki fariö betur og staö- ið þarna ef Matthias gæfi sér tima til að velja liflömb? Gaman væri að tina margt fleira til sem mér finnst bæði skýrlega hugsað og fallega sagt I þessari ljóðabók, en til þess gefst ekki rúm eða tlmi núna. En þarna er margt sem lyftir huga við lesturinn. Tilfinningin er afar ráðrik I ljóðagerð Matthíasar og hann segist sjálfur sveiflast þar „frá einni tilfinningu til annarrar”. Og hvað er ljóð án tilfinningar? Er tilfinning og list ekki tvær hliöar á sama hlut — ef til vill teningi? Er ekki neisti skáld- skapar fólginn i hrifningunni? Og hvaö er það sem hrifur skáldið til Ijóöa i þessari bók? Það er hið sama og hjá flestum öörum ljóöskáldum — náttúran, nýjar sýnir, ástin, minningar, fólk og faraldur. Minningar um menn — einkum orösins snill- inga — eru honum æriö oft ljóö- kveikja. Og vel á minnst — Matthias er skáld sjónmynd- anna en siður hljóma — eins og Einar. Hann sér og finnur til en heyrir færra. Líklega erég orðinn of gamall til þess aö geta hrópað „Ó, Lennon” meö honum. Það verð- ur að hafa þaö. Ég kann þvi bet- ur aö meta það sem hann segir um ýmsa aöra. Ég bendi á kvæðin um séra Matthias og Pál ísólfsson. Það er kveðskapur sem ég held aö margir sextugir kunni vel aö meta. Þar eru .hvorki orð né tilfinningar hand- járnuð. Skáld, semekki handjárnar ord og tilfinningar gleymnum lesendum. Blaða- maöurinn veröur aö láta það gossa jafnskjótt og hann hefur hripað siðasta (X'ðiö, getur varla lesið það yfir. Ljóðaskáldskapur Matthiasarlýtur að nokkru leyti sömu örlögum. Þaö verða aðrir en hann sjálfur sem velja líf- lömbinúr honum. Það hefur að visu aldrei þótt félegur búskap- ur, en látum svo vera. Þaö er ekki með öllu ill aöferö — að minnsta kosti góð frjálshyggja, úr nógu að velja. Þessi oröglöðu skáld velja ekki úr skáldskap sinum fyrir lesandann, fleygja helmingi eða þremur fjórðung- um, setja hitt i smákver og segja: — Þetta er gott hjá mér, ég hef valið fyrir þig, lesandi, sagt þér hvaö er góður skáld- skapur og hvaö ekki. Þó aö maður sé stundum þreyttur á vaðli held ég að ég kunni þessari aðferð betur þegar alls er gáð. Matthias kallar þessa ljóða- bók si'na Tveggja bakka veður. Hvað er nú það? A það að gefa i skyn, að tvisýnt veöur sé i þess- um ljóðum? Að hér geti brugöiö til beggja.vona? Það er aö minnsta kosti vinsamleg og heiðvirð ábending til lesandans um að fara með gát, gleypa ekki allt, hans sé að velja og hafna. Gott, ef það er þetta sem nafnið á aö segja, eöa þaö sé fyrirvari ljóöanna og timans tákn. Samkvæmt orðabók þýðir Tveggja bakka veður aðeins tvi- sýnt veður og ekki annaö. Mér er þessi veðurlýsing að visu ekki heimatöm og veit ekki gerla hvarisveithún er málvenja.En mér hefur jafnan fundist að annaö fælist i þessum orðum. Ég hélt, að „tveggja bakka veöur” þýddi tvieflt illviðri. Bakki við hafsbrún boðaöi mér aöeins illviðri en aldrei neina tvisýnu. Stundum var sem Andrés Krist- jánsson skrif- ar I kvæðinu Landið er brugðið upp þessum hnitorðaöa og mér liggur viö að segja fagra sólar- hring: Sólin fikrar sig eftir sjdndeildarhringnum uns hún siglir þöndum seglum úti hafsauga, kemur næsta morgun með nýjan farm af hrauni fjöllum og hafi I gagnsærri skikkju kemur gamall himinn til jarðar og gengur við sólstaf yfir hraunið. Maður staldrar við og hugsar ósjálfrátt: Er annars hægt aö segja þetta betur? Jú, auövitað er hægt að segja allt betur. En samt er þetta gott— mjög gott. Við biðum eftir næstu útgáfu þessarar daglegu en siungu skynjunar. Mann er alltaf að dreyma allt millihimins og jarðar og margt fleira. En hver hefur sagt manni það merkilegasta við drauma betur en Matthias i þessum orð- um: 1 draumi eru ailir dánir, I draumi eru allir lifandi. Milli dauðra og lifandi eru engin takmörk i draumi. Þarna blasir við manni sem uppgötvun það sem ætti þó að vera hversdagslegasta hugsun á hverjum morgni. Þetta er skáldskapur. Aeftir fylgir langt kvæðijimdraumana en þaðverö- En Matthias kann lika að segja mikiö i örfáum oröum. Ég bendi á örstutt ljóð i kaflanum „Smákvæði hiö næsta okkur”, til að mynda A Vatnsskarði: Gamli vegurinn er gróinn upp en sjálfur hef ég misst hárið. og Kirkjuna aö Keldum: Fólkið liggur I garðinum en flugurnar I gluggakist- unni. Liklega er Steinn Steinarr aöalmeistari Matthiasar, þótt aðföngin séu úr mörgum stað. Og þótt hann hafi sveigt ljóðlist sina æ meir I stakk persónulegs stlls meö árunum, er hann Steini mjög trúr, en þaö er langt frá þvi að hann veröi kallaður api hans. Hann er miklu meiri mælskumaöur en Steinn, og svið hans er stærra. Þessi nýja ljóðabók flytur aö minum dómi ýmislegt hið besta sem Matthi- as hefur ort, og ég held að hon- um hafi aldrei tekist eins velog i einstökum ljóðlinum þar. Þar eru hendingar sem munu lifa, og hann nær þessum áfanga fyrir það að hann þorir að láta orö sin tala og skina, takmarkar sig ekki um of og hikar ekki við að láta fjölina fljóta. Mér finnst þessi ljóöabók vera skýrari vitnisburöur um það en flest annað, sem Matthias Jó- hannessen hefur látið frá sér fara, að hann er kominn I fremstu röð ljóöskálda eftir- striösáranna og túlkar gerjun, hrynjandi og sviptingar þess timabils betur en önnur ljóð- skáldá Islandi. Þess vegna mun hann njóta athygli næstu kyn- slóða sem telja hann forvitni- legan fulltrúa þessa merkilega timabils en ekki aöeins ljóö- skáld i krafti þess besta sem hann hefur ort. w Laugardalsvöllur II. delld I dag kl. 17 Þróttur Völsungur Halda Þróttarar áfram sigurgöngu sinni? Hvað skeður í hálfleik?- ✓ Sveinlaugur verður á vellinum áhorfendum til trausts og halds /y^ v' ^ Múlar Ármúli Síðumúli Suðurlandsbraut Fálkagata Aragata Hörpugata Þjósárgata BLAÐBURtm FÓLKÓSKASPj ®cl a§6u Afleysingar Nes II frá 1-15/7 Barðaströnd Látraströnd Vesturströnd Víðimelur júlí og ágúst Víðimelur Reynimelur Nes III frá 6/22/7 Selbraut Skerjabraut Sæbraut íslandsmethafinn í kvartmílu til sölu Til sýnis og sölu á bílasölunni Bílatorg Borgartúni 24 Simi 13630

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.