Morgunblaðið - 05.04.2004, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.04.2004, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ FLUGVÉL SKEMMDIST Betur fór en á horfðist þegar lítilli einkaflugvél hlekktist á í flugtaki skammt vestan við Hvolsvöll síðdeg- is í gær. Fernt var í vélinni en engin alvarleg meiðsl urðu á fólki. Vélin er mikið skemmd ef ekki ónýt. Rann- sóknarnefnd flugslysa rannsakar til- drög slyssins. Samheitalyf ekki síðri Forstjóri Lyfjastofnunar segir samheitalyf á markaði vera fyllilega sambærileg við frumlyf hvað varðar gæði og virkni lyfjanna. Lyfin séu skráð á þeim forsendum að rann- sóknir á þeim liggi fyrir og þau hafi verið borin saman við frumlyfin. Vel sé fylgst með bæði samheitalyfjum og frumlyfjum. Yfirverð húsbréfa 3–7% Ávöxtunarkrafa húsbréfa er óvenju lág sem stendur og er yf- irverð á bréfunum um 3–7%. Ástæð- an fyrir lækkuninni er að mati sér- fræðings Landsbankans aukinn áhugi erlendra fjárfesta á hús- bréfum. Sex féllu á Spáni Spænsk yfirvöld sögðu í gær að kjarni hópsins sem stóð að hryðju- verkunum í Madríd í síðasta mánuði sé nú allur annaðhvort fallinn í val- inn eða á bak við lás og slá. Fimm hryðjuverkamenn, þ.á m. höfuðpaur þeirra, sprengdu sig í loft upp er lög- regla sótti að þeim á laugardags- kvöldið. Einn lögreglumaður féll. Mannskæð átök í Írak Sex bandarískir hermenn féllu í átökum í Bagdad í gær og fyrr um daginn féllu um 20 manns, þ. á m. tveir hermenn úr liði bandamanna, er til átaka kom í borginni Najaf. Loksins reynt á Einstein Bandaríska geimvísindastofnunin ætlar nú eftir margra áratuga tafir loks að fara að senda á loft gervi- tungl með búnað sem á að nota til að láta reyna á almennu afstæðiskenn- ingu Alberts Einsteins. Bush hygli ríkum Sífellt fleiri Bandaríkjamenn telja að stefna George W. Bush forseta sé hallkvæm efnafólki, samkvæmt nið- urstöðum skoðanakönnunar. Frétta- skýrendur segja að baráttan vegna forsetakosninganna í nóvember snú- ist í auknum mæli um efnahags- og atvinnumál, og geti vel farið svo að þessir málaflokkar ráði úrslitum í kosningunum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 48 Vesturland 11 Krossgáta 35 Erlent 12/13 Dagbók 36/37 Daglegt líf 14/15 Kirkjustarf 37 Listir 16/18 Þjónusta 37 Umræðan 19/21 Fólk 38/41 Forystugrein 22 Bíó 38/41 Minningar 24/28 Ljósvakar 42 Hestar 29 Veður 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is MÁL OG MENNING – Heimskringla, sem á tæp- lega þriðjungshlut í Eddu útgáfu, greiddi Ólafs- felli ehf., sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, mismun bráðabirgðauppgjörs og endanlegs upp- gjörs fyrir árið 2001 skömmu eftir að Ólafsfell keypti sig inn í Eddu vorið 2002. Að sögn stjórn- arformanns Máls og menningar, Þrastar Ólafs- sonar, var aldrei þrætt fyrir þennan mismun en Ólafsfelli greiddir nokkrir tugir milljóna í bætur. Þar með hafi Mál og menning talið að búið væri að leiðrétta fortíðina. „Rétt eftir að við gengum frá kaupum Ólafsfells á hlut í Eddu kom fram ákveðinn mismunur á því bráðabirgðauppgjöri sem við höfðum gengið út frá í samningum við Ólafsfell sem okkar bestu þekk- ingu á fyrirtækinu og endanlegu uppgjöri. Bráða- birgðauppgjörið var það uppgjör sem endurskoð- endur höfðu farið höndum um. Þegar upp komst um mismuninn leiðrétti Mál og menning það. Þar með litum við svo á að þessum fortíðarmálum væri lokið,“ segir Þröstur, sem einnig er stjórnarmaður í Eddu útgáfu. Þröstur sat í stjórn Eddu – miðlunar og útgáfu áður en Ólafsfell eignaðist meirihluta í félaginu fyrir tveimur árum. Mál og menning átti þá helm- ingshlut í Eddu, Íslandsbanki átti fjórðung og Ólafur Ragnarsson, þá stjórnarformaður Eddu, og fjölskylda áttu fjórðungshlut. Halldór Guðmundsson var forstjóri Eddu þegar Ólafsfell keypti. Í samtali Morgunblaðsins við Pál Braga Kristjónsson sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag kemur fram að stjórn og stjórnendum hafi verið kunnugt um óreiðu í bókhaldi félagsins sem leiddi til ofmats á eignum félagsins. „Ég hef alltaf unnið mitt starf af heilindum og meira hef ég ekki að segja um þetta að svo stöddu,“ segir Halldór. Morgunblaðið hafði samband við Ólaf Ragnars- son, fyrrverandi stjórnarformann Eddu, og Guð- finnu S. Bjarnadóttur, fyrrverandi stjórnarmann í félaginu. Hvorugt þeirra vildi tjá sig um málið að svo stöddu. Mál og menning leiðrétti mismun — töldu málinu lokið Stjórnarformaður Máls og menningar segir félagið hafa greitt Ólafsfelli nokkra tugi milljóna vegna misræmis í bráðabirgðauppgjöri Eddu útgáfu fyrir árið 2001 PÁLMASUNNUDAG bar upp á 4. apríl að þessu sinni og mörg ferm- ingarbörn munu hafa viljað sjá dagsetninguna 04.04. 04 ritaða á sína sálmabók eða servíettur í ár. Íris Kristjánsdóttir, sókn- arprestur í Hjallasókn, fermdi tæpan helming sinna ferming- arbarna á pálmasunnudag, hinn 04.04. 04. Hún segist ekki hafa tekið eftir óvenjulega miklum áhuga meðal fermingarbarna á þessum degi til að byrja með en þegar leið á veturinn hafi hins vegar æ fleiri beðið um að skipta yfir á pálmasunnudag. Í Hjalla- sókn sé sá hátturinn hafður á að fermingarbörn og fjölskyldur geta valið fermingardaginn, en eru ekki bundin af bekkjarfélögum eins og víða tíðkast. „Við erum með sex fermingar í Hjallakirkju og tvær fjölmennustu fermingarnar eru á þessum degi. Það var svolítið um það að fólk vildi breyta og færa ferminguna á þennan dag. Það tók enginn fram að það væri vegna dagsetning- arinnar, en ég veit svo sem ekki um ástæðuna. Pálmasunnudagur hefur yfirleitt verið vinsælastur, hvenær sem hann hittir á,“ segir Íris. Um 6.600 sóknarbörn tilheyra Hjallasókn. Fermingarbörn voru 110 og kusu 47 þeirra að fermast á pálmasunnudag. Séra Vigfús Þór Árnason, sókn- arprestur í Grafarvogssókn, fermdi, skírði og gifti í gær, pálmasunnudag. Hann sagði við fermingarbörnin í hugleiðingu sinni til þeirra að þegar þau yrðu spurð eftir 50 ár hvaða dag þau fermdust myndu þau eflaust muna dagsetninguna auðveldlega þá en ekki þurfa að fletta því upp eins og margir. Vigfús Þór skírði barn í heima- húsi í gær, en foreldrarnir búa í Danmörku og komu sérstaklega til landsins vegna skírnarinnar. Hann segir foreldrana hafa verið sér- lega ánægða með þessa hentugu dagsetningu. Giftu sig 04.04. 04 til að gleyma ekki deginum Brúðhjónin sem Vigfús Þór vígði í gær ákváðu að ganga í það heilaga á pálmasunnudag til að eiga það ekki á hættu að gleyma brúðkaupsdeginum. „Ég gifti fólk sem er búið að þekkjast mjög lengi og búa saman í nokkur ár. Þau voru búin að vera að hugsa um þetta lengi en ákváðu að demba sér í þetta af því að það var þessi dagur. Vildu muna eftir brúðkaupsdeginum,“ segir Vigfús Þór. Morgunblaðið/ÞÖK Pálmasunnudagur vinsæll fermingardagur Stórmeist- arar og Bragi í undanúrslit STÓRMEISTARARNIR Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Áss Grét- arsson og Þröstur Þórhallsson og alþjóðlegi meistarinn Bragi Þor- finnsson eru komnir í undanúrslit landsliðsflokks Skákþings Íslands en allir unnu þeir sín einvígi 1,5– 0,5. Undanúrslit hefjast á morgun og mætast þá Hannes og Þröstur og Helgi Áss og Bragi. Anna Björg Þorgrímsdóttir er efst, með fullt hús, að lokinni 2. um- ferð Íslandsmóts kvenna, eftir sig- ur á Sigurlaugu R. Friðþjófsdóttur. Harpa Ingólfsdóttir og Guðlaug Þorsteinsdóttir, eru í 2.–3. sæti með 1,5 vinninga eftir jafntefli í inn- byrðis viðureign.  Keppni hafin/33 Morgunblaðið/Ómar Júlía Rós Hafþórsdóttir 11 ára og Anna Björg Þorgrímsdóttir á Ís- landsmóti kvenna í skák sem hófst á laugardaginn og haldið er í húsi Orkuveitu Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.