Morgunblaðið - 05.04.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
icelandair.is/vildarklubbur
Tvöfaldir
Vildarpunktar
til 1. maí
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
24
12
5
0
4/
20
04
Þú færð Vildarpunkta
í Select og Shellverslunum
INGVELDUR Gísladóttir fædd-
ist 4. apríl árið 1904. Hún fagn-
aði aldarafmælinu með ætt-
ingjum og vinum laugardaginn
3. apríl, þar sem ómögulegt var
að fá sal til veisluhalda á pálma-
sunnudag, 04.04.04, að sögn
Rögnu dóttur hennar. Hún segir
að alls hafi um 130 gestir mætt
prúðbúnir til veislu. Ekkert ann-
að en stór veislusalur dugði fyr-
ir aldarafmælið því tala barna,
barnabarna og langömmubarna
Ingveldar er komin upp í 102.
Ingveldur er fædd á Rauðs-
eyjum á Breiðafirði. Hún flutti
til Patreksfjarðar um tvítugt og
bjó þar ásamt eiginmanni sínum
Guðmundi Kristjánssyni versl-
unarmanni. Hann lést árið 1959
en Ingveldur fluttist í Kópavog
um áratug síðar. Hún starfaði í
nokkur ár á sjúkrahúsinu á Pat-
reksfirði auk þess sem hún starf-
aði við fiskvinnslu hjá Barðanum
í Kópavogi í á sjötta ár, allt þar
til hún var 75 ára gömul. Ingv-
eldur býr nú á hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Ingveldur og Guðmundur
eignuðust tíu börn og af þeim
eru átta á lífi.
Aldarafmæli 04.04.04
Morgunblaðið/Sverrir
Ingveldur Gísladóttir fagnaði aldarafmæli á laugardag þar sem ómögu-
legt var að fá veislusal á sjálfan afmælisdaginn.
Ingveldur Gísla-
dóttir hélt upp á
aldarafmæli með
102 afkomendum
á Grand hóteli
EÐLILEGT samráð var haft við
forystumenn Þingvallahrepps varð-
andi stækkun hins friðhelga lands
Þingvalla, áður en frumvarp til laga
um stækkunina var fyrst lagt fram
á Alþingi fyrir fáeinum árum. Þing-
legri meðferð málsins var hins veg-
ar frestað vegna þjóðlendumála og
Björn Bjarnason, formaður Þing-
vallanefndar, segir að ekki hafi sér-
staklega verið haft samband við
sveitarstjórnarmenn nú þegar
frumvarpið er lagt fram óbreytt.
Þingvallanefnd hafi einfaldlega tal-
ið, að samruni Þingvallahrepps í
Bláskógabyggð árið 2002 með Bisk-
upstungnahreppi og Laugardals-
hreppi, breytti engu um afstöðuna
til stækkunar hins friðhelga lands.
Engin sjónarmið í þá átt hefðu
komið fram á samráðsfundum
nefndarmanna með forystumönnum
Bláskógabyggðar, en oddviti Blá-
skógabyggðar gagnrýndi í Morgun-
blaðinu í gær að ekkert samráð
hefði verið haft við sveitastjórnina
varðandi undirbúning frumvarpsins
og ekki heldur þegar umsókn til
UNESCO um að koma Þingvöllum
á heimsminjaskrá var send.
Björn segir frumvarpið eiga
margra ára aðdraganda en hafa ver-
ið rætt ítarlega við viðkomandi
sveitarstjórnarmenn og fleiri á sín-
um tíma.
„Síðan sameinast þarna sveitar-
félög. Ég veit ekki hvernig upplýs-
ingar berast milli þeirra sem voru í
fyrri sveitarstjórn og þeirra sem
sitja í stjórn hins sameinaða sveitar-
félags, en við fórum yfir þetta með
sveitarstjórn á sínum tíma og þetta
var ítarlega rætt.“
Aðspurður hvort honum hafi ekki
þótt tilefni til að taka málið upp aft-
ur við nýja sveitarstjórn segir
Björn: „Það var búið að hafa allt það
samráð sem var eðlilegt. Sveitar-
stjórnarmenn verða síðan að ganga
frá því hvernig þeir ræða sín mál.
Við höfum auk þess átt samráðs-
fundi með hinni nýju sveitarstjórn
og það hefur aldrei verið dregin
nein dul á áhuga Þingvallanefndar á
að þetta frumvarp nái fram að
ganga.
Ef sveitarfélög eru sameinuð er
það ekki okkar viðfangsefni að taka
þráðinn upp að nýju. Við gætum al-
veg eins sett okkur í þau spor að
finna að því, að sameining sveitarfé-
laganna hafi ekki verið borin sér-
staklega undir Þingvallanefnd, en
gerum það að sjálfsögðu ekki. Hver
hefur sínu verkefni að sinna og mik-
ilvægt er að samstarf sé gott.“
Ráðgjafar hafna nýjum
vegi um Gjábakkaland
Björn segir að ríkisstjórnin hafi
fyrir nokkrum árum ákveðið að
sækja um að Þingvellir yrðu skráðir
á heimsminjaskrá UNESCO og
hefðu miklar opinberar umræður
farið fram um málið og sérfræð-
inganefnd undir formennsku Mar-
grétar Hallgrímsdóttur þjóðminja-
varðar unnið að framkvæmd
málsins undir forystu menntamála-
ráðuneytisins í samstarfi við Þing-
vallanefnd. „Ég veit ekki annað en
að allir hafi verið mjög sáttir við
þessa umsókn, heimamenn ekki síð-
ur en aðrir.“
Björn segir að ákvörðun um það,
hvort Þingvellir komist á skrána
verði tekin á fundi í Kína í byrjun
júlí. Unnið hafi verið að því að svara
öllum spurningum sérfræðinga
fram á síðustu daga. „Það liggur
skýrt fyrir núna frá ráðgjöfum
UNESCO varðandi umsóknina og
formanni íslensku sérfræðinga-
nefndarinnar að ekki eru forsendur
fyrir því að leggja nýjan vegi innan
þess svæðis sem á að setja á heims-
minjaskrána,“ en Bláskógabyggð
hefur viljað fá heimild til að leggja
veg í gegnum Gjábakkaland, sem er
samkvæmt umsókn til UNESCO
innan þjóðgarðsmarka.
Formaður Þingvallanefndar um gagnrýni á
vinnubrögð varðandi frumvarp um Þingvelli
Samráð haft við sveit-
arstjórn á sínum tíma
Morgunblaðið/Ómar
ELSTI karlmaður
landsins, (Oddur)
Ágúst Benediktsson,
lést sl. föstudag, 103
ára að aldri. Ágúst
var fæddur hinn 11.
ágúst árið 1900 í
Steinadal í Kollafirði.
Ágúst var kvæntur
Guðrúnu Þóreyju Ein-
arsdóttur frá Þóru-
stöðum í Bitru, en hún
lést árið 2000, þá 93
ára að aldri.
Þau hjón voru gift í
71 ár og stunduðu bú-
skap að Hvalsá í
Kirkjubólshreppi við Steingríms-
fjörð í 43 ár, frá árinu 1929. Ágúst
stundaði sjómennsku
og starfaði sem tré-
smiður auk þess sem
hann var meðhjálpari í
þrjá áratugi á Kolla-
fjarðarnesi.
Árið 1972 fluttust
Ágúst og Guðrún til
Reykjavíkur. Ágúst
vann lengst af við
netagerð og gerði
bæði silunga- og laxa-
net. Síðustu þrjú ár
ævinnar var Ágúst bú-
settur á Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Af sjö sonum sem
Ágúst og Guðrún eignuðust eru
fimm á lífi.
Andlát
ÁGÚST
BENEDIKTSSON
SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir, for-
maður umhverfisnefndar Alþingis,
segist ekki sjá að neitt ætti að verða
því til fyrirstöðu að hægt verði að
fella umdeilt bráðabirgðaákvæði út
úr frumvarpi til laga um verndun
Mývatns og Laxár. Frumvarpið er
nú til meðferðar á Alþingi. Eins og
fram hefur komið hafa Landsvirkjun
og stjórn Landeigendafélags Mý-
vatns og Laxár orðið sammála um að
óska eftir því að bráðabirgðaákvæðið
falli brott, en ákvæðið heimilar
hækkun á núverandi stíflu við Lax-
árvirkjun að undangengnum
ákveðnum skilyrðum.
Að sögn Sigríðar Önnu hefur bréf
með umræddri ósk borist umhverf-
isnefndinni. Í bréfinu kemur m.a.
fram að báðir aðilar, þ.e. Landsvirkj-
un og Landeigendafélagið, muni
skipa viðræðunefnd til að leita lausn-
ar á rekstrarvanda Laxárvirkjunar
jafnskjótt og bráðabirgðaákvæðið
fellur brott. „Leiði viðræður aðila til
þess að lausn finnist, sem báðir geti
sætt sig við, þá munu þeir sameig-
inlega óska eftir því við Alþingi að
heimilað verði í lögum að láta meta
umhverfisáhrif þeirrar lausnar reyn-
ist það nauðsynlegt.“
Sigríður Anna segir þetta sýna að
menn séu reiðubúnir að ræða þessi
mál með það í huga að ná samkomu-
lagi. „Ég get ekki séð á þessari
stundu að neitt ætti að verða því til
fyrirstöðu að bráðabirgðaákvæðið
falli brott,“ segir hún, en leggur
áherslu á að nefndin hafi ekki enn
formlega fjallað um bréfið. Hún bæt-
ir því við að ekki sé útilokað að lausn
finnist á þessu máli fyrir þinglok tak-
ist aðilum að „vinna hratt saman“,
eins og hún orðar það.
Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður
umhverfisnefndar Alþingis
Ekkert því til fyrir-
stöðu að fella bráða-
birgðaákvæðið brott