Morgunblaðið - 05.04.2004, Síða 8
FRÉTTIR
8 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þetta er nú gamall pólitískur refur, herra.
Málþing um skattlagningu áfengis
Íslendingar
með heimsmet
Hádegisfundur umskattlagningu rík-isins á áfengi
verður haldinn í Háskóla
Íslands, Odda, stofu 101,
hinn 6. apríl nk., nánar til-
tekið á morgun, kl. 12.15–
13.15. Morgunblaðið hafði
tal af Guðmundu Smára-
dóttur, verkefnisstjóra hjá
Félagi íslenskra stórkaup-
manna, FÍS, sem ásamt
fleirum standa að þessum
fundi. Guðmunda svaraði
nokkrum spurningum sem
Morgunblaðins.
– Hver er yfirskrift
hádegisfundarins og hverj-
ir eru það sem halda þenn-
an fund?
„FÍS og viðskipta- og
hagfræðideild Háskóla Ís-
lands standa að þessum
sameiginlega hádegisfundi
sem haldinn verður í Odda á
morgun. Yfirskrift fundarins
verður: „Eru skattar á áfengi of
háir á Íslandi?““
– Hvert er tilefni þess að
blásið er til þessa fundar?
„Í stuttu máli að vekja fólk til
umhugsunar um ofurskattlagn-
ingu áfengis hér á landi. Rök með
og á móti háum áfengisgjöldum
verða kynnt – þannig að ekki verð-
ur um neina „hallelúja-samkomu“
að ræða. Fundurinn er jafnframt
liður í átaksverkefni sem FÍS ýtti
nýverið úr vör og miðar að því að
sannfæra stjórnvöld um að lækka
beri áfengisgjöld á Íslandi til jafns
við það sem gengur og gerist í ná-
grannaríkjum okkar. Með áfeng-
isgjöldum er átt við þann skatt
sem ríkið leggur á allt áfengi og
miðast við áfengisinnihald vökv-
ans. Sem dæmi renna allt að 84%
af vodkaflösku beint í ríkissjóð að
vsk meðtöldum.“
– Hverjar verða helstu
áherslur fundarins og hvaða
spurningum verður helst leitast
við að svara?
„Leitast verður við að svara
spurningum á borð við hver séu
markmið ríkisins með skattlagn-
ingu áfengis og hvort ekki sé kom-
inn tími á lækkun áfengisgjalda.
Sú aðhaldssama áfengisstefna
sem rekin er hér á landi á rætur
sínar að rekja 69 ár aftur í tímann
eða til ársins 1935 þegar áfengis-
banninu var aflétt. Menn voru á
þeim tíma skiljanlega uggandi yfir
framhaldinu og því voru gerðar
strangar kröfur til þeirra sem
seldu og framleiddu vín s.s. kröfur
um takmarkað aðgengi að áfengi,
bann við áfengisauglýsingum, há-
an áfengiskaupaaldur og hátt
áfengisverð. Árið 2004 erum við
enn að sjá sömu áherslur!
Sambærilegar áfengisstefnur
voru lengi reknar á hinum Norð-
urlöndunum að Danmörku undan-
skilinni. Þetta norræna „áfengis-
módel“ hefur þó verið að liðast í
sundur á síðustu árum. Skemmst
er að minnast þess að Danir lækk-
uðu áfengisgjöld um 45% í októ-
ber sl. og Finnar fylgdu í kjölfarið
1. mars þegar þeir
lækkuðu skatta af létt-
víni, sterku áfengi og
bjór að meðaltali um
33%. Norðmenn hafa
lækkað áfengisskatta
um 20% síðan 2002 og
Svíar fylgja án efa fljótlega í kjöl-
farið þar sem áfengisverslun er að
flytjast þar úr landi. Íslendingar
sitja eftir með heimsmeistaratit-
ilinn í höndum – hér er hæstu
áfengisskatta að finna í heimin-
um.“
– Hverjir taka til máls á fund-
inum og hver verða umræðuefni
þeirra?
„Frummælendur verða; Erna
Hauksdóttir, framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar, Þór-
arinn Tyrfingsson, yfirlæknir
SÁÁ, og Guðmundur Ólafsson,
lektor við Háskóla Íslands.
Erna mun fjalla um mistæka
neyslustýringu í þjóðfélaginu og
taka fyrir sjónarmið ferðaþjónust-
unnar gagnvart háu áfengisverði.
Þórarinn ræðir m.a. um há áfeng-
isgjöld út frá forvarnarsjónarmið-
um og hvort ríkið eigi almennt að
vera með sérstaka löggjöf varð-
andi skattlagningu áfengis. Guð-
mundur verður á hagfræðilegum
nótum og fjallar m.a. um hvaða
kostnað megi telja eðlilegt að
áfengissala beri, hvort verð á
áfengi hafi mikil áhrif á skaðsemi
þess og hvort ferðamenn varist
lönd þar sem hátt áfengisverð rík-
ir.“
– Ég geri ráð fyrir að þú eigir
von á líflegum umræðum?
„Tvímælalaust. Þetta verður án
efa málefnalegur en á sama tíma
fjörlegur fundur. Býst svo við að
margir fundarmanna láti gamm-
inn geisa að erindum loknum – og
hvet fólk eindregið til þess.“
– Sérð þú fyrir þér breyting-
ar í kortunum í þessum efnum í
náinni framtíð?
„Þeir þingmenn sem rætt hefur
verið við varðandi löngu tímabæra
lækkun áfengisgjalda hafa verið
mjög jákvæðir – spurn-
ingin er hins vegar hver
hefur hið pólitíska þor
til að stíga fram og
koma með frumvarp
um lækkun áfengis-
gjalda … En miðað við
þær undirtektir sem við höfum
fengið get ég ekki verið annað en
bjartsýn á framhaldið.“
– Mega allir taka þátt í fund-
inum, er hann lokaður eða ætlaður
einhverjum sérstökum hópum
öðrum fremur?
„Fundurinn er opinn öllum
áhugasömum um efnið og fólk er
hvatt til að mæta.“
Guðmunda Smáradóttir
Guðmunda Smáradóttir er
fædd í Reykjavík þann 2. maí ár-
ið 1971. Hún er með MS-gráðu í
viðskiptafræði – stjórnun og
stefnumótun frá Háskóla Íslands
árið 2001, BA í frönsku frá Há-
skóla Íslands árið 1998, stúdent
frá Verslunarskóla Íslands árið
1991. Starfaði með námi hjá
SPRON á árunum 1989–1998.
Hefur starfað sem verkefn-
isstjóri hjá FÍS, Félagi íslenskra
stórkaupmanna, frá árinu 2003.
Guðmunda er gift Þorsteini
Helga Steinarssyni verkfræðingi
og eiga þau þrjú börn; fimm ára
stúlku og tveggja ára tvíbura-
drengi.
Hér er hæstu
áfengisskatta
að finna í
heiminum