Morgunblaðið - 05.04.2004, Síða 9

Morgunblaðið - 05.04.2004, Síða 9
GRÁSLEPPUTRILLA, með einum manni innanborðs strandaði á skeri fyrir utan Ný- lendu sem er skammt sunnan við Sandgerði, síðdegis á laug- ardag. Manninn sakaði ekki og tókst björgunarsveitarmönn- um að ná trillunni af skerinu. Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði, ásamt björgunar- skipinu Hannesi Þ. Hafstein, var kölluð út kl. 18.03 á laug- ardag vegna strandsins. Björg- unarsveitarmenn fóru með léttan slöngubát á vettvang og gátu tekið trilluna í tog þannig að hún losnaði af skerinu. Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein beið átekta en ekki reyndist þörf fyrir aðstoð þess. Lítil hætta var á ferðum samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Lands- björgu, enda blíðskapar veður á þessum slóðum og enginn leki kom að trillunni. STUTT Trilla strandaði fyrir utan Nýlendu Ljósmynd/N. Ravlo. „Ég lít á það sem mikinn heiður sem íslenskur ríkisborgari að fá að þjóna norska kónginum,“ segir Ágúst Snæbjörnsson um lífvarð- arstarfið. ÁGÚST Snæbjörnsson, liðsfor- ingjaefni í konunglega norska líf- verðinum í Ósló, er einn örfárra Ís- lendinga sem gegnt hafa því starfi. Ágúst starfaði hjá lögreglunni um nokkurra ára skeið en fluttist til Noregs fyrir tæpum tveimur árum og leggur stund á tveggja ára her- skólanám í vörnum gegn gjöreyð- ingarvopnum, þ.m.t. efna-, sýkla- og kjarnorkuvopnum. Náminu er skipt upp í bóknám og starfsþjálfun og hyggur hann á frekara nám í herstjórnun. Æfir hernað í borgum og skógum „Ég lít á það sem mikinn heiður sem íslenskur ríkisborgari að fá að þjóna norska kónginum,“ segir Ágúst um lífvarðarstarfið. Um 1.200 manns eru í sveitinni. Helm- ingur af tíma hans fer í þjálfun og vaktir við hallir og aðra staði þar sem konungsfjölskyldan dvelur en þess utan æfir sveitin sérstaklega hernað í borgum og skógum. Ágúst hefur sótt um í frekara nám við herstjórnun, sem fyrr segir, og eru framundan margþætt inntöku- próf þar sem reynir á líkamlegt og andlegt þol. Ágústi stendur til að boða að starfa áfram við lífvarðarsveit- irnar í eitt til tvö ár til viðbótar en segir óljóst hvað tekur við að loknu frekara námi. Þegar Morgunblaðið hafði samband við hann fyrir Ljósmynd/N. Ravlo. Ágúst Snæbjörnsson í fullum skrúða á vakt í norska lífverðinum. nokkru var hann á leið til fjalla í Mið-Noregi til æfinga á hernaði við vetraraðstæður. Þar ætlaði hann að dvelja með lágmarksvistir í um vikutíma. Ágúst er í stuttu fríi á Ís- landi sem stendur. Íslenskur liðsforingi í konunglega norska lífverðinum „Mikill heiður að fá að þjóna norska kónginum“ FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 9 Kringlunni, s. 588 1680 iðunn tískuverslun Nýtt - Nýtt sandalar Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Mikið úrval af DOMINIQUE vörum www.ropeyoga.com Bermúdabuxur - kvartbuxur - bolir Í fríið Vildi fara í sund um nótt SAUTJÁN ára piltur sem hugðist fá sér sundsprett í einni af laugum borgarinnar um þrjúleytið aðfaranótt sunnu- dagsins varð heldur óhress þegar honum var meinað um inngöngu af öryggisverði. Til átaka kom milli mannanna og þegar lögreglu bar að réðst hinn áhugasami sundmaður á lögregluþjón. Hann var handtekinn og gisti fangageymslur. Pilturinn er talinn hafa verið undir áhrifum áfengis. BÍLL valt út af Reykjanes- braut við Kúagerði á fjórða tím- anum í fyrrinótt en ökumaður er grunaður um ölvun, skv. upplýsingum lögreglu. Þrennt var í bílnum og voru þau flutt á slysadeild. Reyndist annar far- þeginn nokkuð slasaður. Bílvelta við Kúagerði GÍSLI Tryggvason, framkvæmda- stjóri Bandalags háskólamanna, BHM, andmælir því að sjálfseign- arstofnanir séu gallað rekstrar- form, eins og Þór Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, segir í pistli á vefsíðu ráðsins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Þór sagði hlutafélagsformið hafa sýnt yfirburði sína. Gísli segir hins vegar að sjálfseignarstofnanir henti vel til rekstrar í almanna- þágu fyrir opinbert fé, t.d. há- skóla, Orlofssjóða og sjúkrastofn- ana, sem ekki eiga að greiða út arð. Hann segir góða reynslu af sjálfseignarstofnunum í opinberum og hálfopinberum rekstri. „Þá er ég t.d. að tala um Háskólann í Reykjavík sem Verslunarráð Ís- lands setti einmitt á stofn sem sjálfseignarstofnun. Svo mér finnst það mikil mótsögn að fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs sé að andmæla því rekstarformi sem myndi aldrei vera liðið ef það væri hlutafélag sem gæti greitt arð,“ segir Gísli. Eina formið sem gæfist fyrir háskóla „Það kæmi ekki til greina að ég talaði af hálfu almennings og stjórnmálamanna. Því þarna greiða nemendur sem fá lán úr Lánasjóði íslenskra námsmanna skólagjöld. Sjálfseignarstofnunar- formið er því sennilega hið eina sem gæfist fyrir háskóla.“ Gísli nefnir einnig sem dæmi að umdeilt hafi verið að fela Öldungi að reka Sóltún sem hlutafélag. Hann segir það hafa sett lífeyr- ismál starfsmanna í uppnám um tíma. Gísli bendir á að hlutafélög gef- ist hins vegar vel þegar arðsem- ismarkmið eru fyrst og fremst höfð að leiðarljósi og tekur undir með Þór um að þegar stofnun eða félag starfi á samkeppnismarkaði, líkt og SPRON, komi kostir hluta- félagsformsins í ljós. Gísli Tryggvason, framkvæmdastjóri BHM Sjálfseignarstofnanir henta til rekstrar í almannaþágu Sina brann í hálfan sólarhring REYKJARMÖKK lagði yfir Akureyrarbæ síðdegis á laug- ardag og hringdi fjöldi fólks til lögreglunnar á Akureyri til að kvarta og spyrjast fyrir um or- sakir. Reykjarmökkurinn kom frá sinubruna við bæinn Þverá, sem er rétt sunnan við Akur- eyri. Að sögn lögreglu var bóndinn með öll tilskilin leyfi til að brenna sinuna á landi sínu en skömmu eftir að kveikt hafði verið í sinunni snerist vindáttin með þeim afleiðingum að reyk- inn lagði yfir Akureyrarbæ. Kveikt var í sinunni um fimmleytið á laugardag og um sexleytið í gærmorgun, þegar loks fór að rigna, logaði enn í glæðunum. Tugir hektara lands brunnu, en svæðið er á flatlendi niðri við bakka Eyjafjarðarár. Að sögn lögreglu var slökkvilið í við- bragðsstöðu ef eldurinn færi úr böndunum en engin þörf reynd- ist vera á aðstoð þess, rigningin sá um að slökkva eldinn. Úrslitin úr spænska boltanum beint í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.