Morgunblaðið - 05.04.2004, Side 10

Morgunblaðið - 05.04.2004, Side 10
Morgunblaðið/Sverrir OPIÐ hús var í leikskólum í Graf- arvogi á laugardag. Þar gafst fólki tækifæri til að skoða leikskólana og kynna sér starfsemi og menningu þeirra. Börnin sýndu foreldrum sín- um skólana og þau verkefni sem þau eru að vinna. Leikskólarnir starfa allir samkvæmt lögum um leikskóla en hver þeirra hefur mis- munandi áherslur og það er því áhugavert fyrir foreldra að kynna sér mismunandi leiðir skólanna. Sýna foreldrum leikskólann FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ THOMAS Möller, framkvæmdastjóri Thor- arensen Lyfja, fagnar skýrslu Ríkisendurskoð- unar sem sé vandlega unnin og tímabært inn- legg í umræðuna um lyfjamál. „Við lítum á það sem sameiginlegt markmið lyfjafyrirtækjanna, lækna, spítalanna og stjórn- valda að lækka lyfjakostnaðinn á Íslandi. Það verður aldrei unað við það til langframa að lyfja- kostnaður á Íslandi sé óeðlilega hár. Ég þekki af eigin raun að vera kaupandi lyfja sem fyrrver- andi stjórnarmaður í Landspítalanum í sjö ár. Ég skil vel sjónarmið kaupendanna sem vilja fá góð lyf á hagstæðu verði og vil leggja fram mitt af mörkum til að þjóna þessum stærsta kaup- anda lyfja með þeim hætti að hann sé sáttur við sinn birgi.“ Thomas segir að komast þurfi á sátt um hver sé eðlilegur verðmunur milli Íslands og sam- anburðarlandanna. Ísland verði ávallt dýrara land en nágrannaþjóðirnar, m.a. með tilliti til minni fólksfjölda, og fyrir liggi að jafn mikið kosti að skrá og viðhalda lyjum á skrá hér á landi og til dæmis í Danmörku. „Fyrir 15 árum var unnin fagleg skýrsla af sérfræðingum á vegum Háskóla Íslands sem mat hve mikill verðmunur milli þessara landa er eðlilegur. Við teljum að þá vinnu þurfi nú að endurtaka og komast að faglegri niðurstöðu í þessu mikilvæga máli í stað þess að slá fram ein- hverjum órökstuddum prósentutölum um æski- legan verðmun milli landa eins og verið er að gera í umræðunni þessa dagana.“ Thomas segir að í stað þess að vera með rík- isstýrt verðmyndunarkerfi megi ná mun betri árangri til lækkunar lyfjaverðs með reglu- bundnum útboðum og lækkun eftirlitskostnað- ar. Sé lyfjum handstýrt óeðlilega lágt niður og eftirlitskostnaður hækkaður of mikið leiði það til afskráningar, oft lífsnauðsynlegra lyfja. „Sem dæmi má nefna að um fimmtungur lyfja okkar hjá Thorarensen Lyfjum stendur ekki undir lyfjaeftirlitsgjöldum og skráningarkostnaði.“ Ríkið getur haft veruleg áhrif á lyfjaverð Thomas segir mikilvægt að draga fram ábyrgð ríkisvaldsins í málinu, hið opinbera geti haft veruleg áhrif á lyfjaverð og lyfjanotkun í landinu. „Það eru mörg tækifæri til að lækka lyfjakostnaðinn. [...] Lyfjageirinn vill samstarf við ríkisvaldið í þessu máli.“ Thorarensen lyf flytur eingöngu inn frumlyf. Spurður hvort til tals hafi komið að flytja inn samheitalyf segir hann að áhugi samheitalyfja- fyrirtækja á Íslandi virðist ekki mikill. „Það verður að gæta þess að þetta er mjög lítill mark- aður hér á landi.“ Thomas Möller, framkvæmdastjóri Thoraren- sen Lyfja, um skýrslu Ríkisendurskoðunar Sameiginlegt markmið að lækka lyfjakostnaðinn Hreggviður Jónsson, Pharmanor Samheitalyf ekki arðbær HREGGVIÐUR Jónsson, framkvæmdastjóri Pharmanor, segir að ekki hafi verið talið arð- bært að flytja inn samheitalyf í meira mæli en nú sé gert. „Nú er það nú svo að innlendir samheita- lyfjaframleiðendur, Delta og Omega Pharma, hafa setið um þau lyf sem hafa farið úr einka- leyfi og verið talið arðbært að sinna í sam- heitalyfjaframleiðslu. Þau hafa sinnt mark- aðnum þannig.“ Hreggviður segir mörg þessara samheitalyfja mjög ódýr og framleiða þurfi tiltölulega mikið magn til að þau beri sig. Pharmanor hefur flutt inn nokkur sam- heitalyf frá frumlyfjaframleiðendum sem fyr- irtækið hefur umboð fyrir en hafa síðan hafið framleiðslu á samheitalyfjum. Hreggviður segir ekki áform uppi um að auka innflutning á samheitalyfjum. Fá afslátt af verði samheitalyfja HRUND Rúdólfsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, segir afslætti milli ein- stakra fyrirtækja vera trúnaðarmál, er hún er spurð hvort Lyf og heilsa fái um- talsverðan afslátt af verði samheitalyfja sem Pharmaco framleiði og hvort sá af- sláttur skili sér til viðskiptavina. „Ég ætla ekki að upplýsa um það. Verð samheitalyfja er hins vegar lægra í dag þannig að einhvern veginn skapast það svigrúm. Bæði eru fyrirtækin meira tilbúin til að taka þátt í kynningarstarfi og á vissan hátt liðka fyrir um viðskipti. Mað- ur getur staðfest að þeir [Pharmaco] eru að gefa einhverja afslætti sem er hins veg- ar alveg andstætt við það sem er frá frum- lyfjaframleiðendum.“ Hrund vildi ekki upplýsa hvort afsláttur af verði lyfjanna gengi til viðskiptavina, þ.e. sjúklinga og ríkisins. Halldór Kristmannsson, forstöðumaður innri- og ytri samskipta hjá Pharmaco, vildi ekki tjá sig um hvort samheitalyf sem fyrirtækið framleiðir væru seld á sama eða svipuðu verði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Þá vildi hann ekki tjá sig um hvort fyrirtækið veitti lyfsölukeðj- um á Íslandi umtalsverða afslætti til að örva sölu samheitalyfja. Pharmaco myndi ekki tjá sig um skýrslu Ríkisendurskoð- unar um lyfjakostnað fyrr en að loknum fundi hjá fyrirtækinu í dag, mánudag. Hrund Rúdolfsdóttir, Lyf og heilsa Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri Delta „Markaðurinn í fullkomnu uppnámi í Danmörku“ HÖRÐUR Þórhallsson, framkvæmdastjóri Delta, segir að hafa verði í huga að á þeim mörkuðum sem Ríkisendurskoðun horfi til í skýrslu um lyfjakostnað ríki gífurlegt verð- stríð, til að mynda í Danmörku. Í skýrslunni er meðal annars á það bent að sami skammtur af blóðfitulækkandi lyfinu sim- vastatin sé seldur ódýrast hér á landi sem samheitalyf á um 13 þúsund krónur án virð- isaukaskatts en í Danmörku og Svíþjóð á um 1.500–1.600 krónur. Delta framleiðir sim- vastatin og selur lyfið í Danmörku en ekki Svíþjóð og eru ekki áform um að hefja sölu á því þar þar sem það er ekki talið arðbært. „Markaðurinn er í fullkomnu uppnámi í Danmörku. Hins vegar má benda á að þótt danski markaðurinn sé lítill á alþjóðavísu þá er hann margfalt stærri en hér heima. Við erum 280 þúsund manna markaður en á móti búa 5–6 milljónir í Danmörku. Það er deginum ljósara að svona samanburður brenglar afskaplega raunveruleikann.“ Hörður segir fastan kostnað vera stærsta einstaka þáttinn í framleiðslu, innkaupum, pökkun og markaðsstarfi á lyfjum. „Ég get nefnt sem dæmi að hjá Delta er stærð gæða- sviðs á við meðalstórt fyrirtæki á Íslandi í rekstri. Í Danmörku er nákvæmlega sami fjöldi fólks á gæðasviði nema hvað það er að vinna við miklu stærri framleiðslu. Annað sem ég get nefnt er að framleiðslumagn til útflutnings er að meðaltali 49,9 sinnum meira en fyrir Íslandsmarkað, og menn geta rétt ímyndað sér hvað þar munar.“ SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hafi í auglýsingabæklingi sínum um langtímalán brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán með því að upplýsa ekki um árlega hlutfallstölu kostnaðar í bæklingn- um. Samkeppnisráð athugaði málið í kjölfar erindis Neytendasamtak- anna á síðasta ári. Samtökin töldu að í bæklingi SPRON með fyr- irsögninni: „Tilboð á langtímalán- um“, hafi lánveitandi ekki veitt upplýsingar um árlega hlutfallstölu kostnaðar á starfsstöð sinni, en í 13 gr. laga um neytendalán segir m.a. að á starfsstöð lánveitanda, svo og í auglýsingum og tilboðum, sé skylt að upplýsa um árlega hlutfallstölu kostnaðar við lánssamninga sem lögin taki til. Samkeppnisráð telur að tilgang- ur lagagreinarinnar sé að tryggja neytendum sem greiðastan aðgang að upplýsingum um árlega hlut- fallstölu kostnaðar. „Er það gert með því að lánveitendum er gert skylt að veita upplýsingar um ár- lega hlutfallstölu kostnaðar bæði á starfsstöð og í auglýsingum,“ segir í greinargerð samkeppnisráðs. „Ef neytendalán eru auglýst er því ekki nægilegt að upplýsingar um árlega hlutfallstölu kostnaðar liggi einung- is fyrir á starfsstöð lánveitanda þó svo þær séu aðgengilegar fyrir neytanda. Ber því SPRON að upp- lýsa um árlega hlutfallstölu kostn- aðar í auglýsingabæklingi sínum.“ Brotið gegn lögum um neytendalán ÁTJÁN ára piltur reyndi að forða sér á hlaupum undan lög- reglumönnum um sexleytið á laugardagskvöld en hann reyndist hafa lítinn hassmola í fórum sínum. Pilturinn var í bíl að reykja hass rétt suður af Ak- ureyri þegar lögreglu bar að. Hann reyndi að forða sér en var hlaupinn uppi af lögreglumönn- um. Hljóp með hassmola

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.