Morgunblaðið - 05.04.2004, Side 14
DAGLEGT LÍF
14 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
Nú eru
CONFETTI
dagar í
Rollingum
Mánud.,
þriðjud.,
og miðvikud.
25%
afsláttur
VEGGI veitingastaðarins Við fjöru-
borðið á Stokkseyri, sem þekktur er
fyrir grillaðan humar og göldróttar
súpur, prýða gjarnan verk eftir lista-
menn á staðnum eða í nágrenni.
Núna stendur yfir sýning á verkum
Þórdísar Þórðardóttur, en hún hefur
undanfarin ár málað pastelmyndir á
Celestial Seasonings tepoka.
Þegar blaðamaður snæddi nýlega
á veitingastaðnum greip þessi
óvenjulega list athygli hans og ákvað
hann að spyrja Þórdísi síðar um
verkin. Á tepokana voru málaðar
myndir af gömlum húsum, t.d.
nokkrum sem eru á Eyrarbakka. Á
höld tepokans voru rituð spakmæli
eftir þekkta spekinga, t.d. „Beauty is
not in the face, beauty is a light in
the heart“ sem merkir í hrárri þýð-
ingu: „Fegurðin er ekki í andlitinu,
fegurðin er ljósið í hjartanu“.
„Spakmælin skipta miklu máli,“
segir Þórdís, „oft velur fólk mynd,
sem það ætlar að gefa, eftir því
hvaða spakmæli fylgir. Það vill að
spakmælið hafi merkingu fyrir þann
sem á að fá gjöfina.“
Óvænt notkun tepokanna
Þórdís málar líka myndir eftir
óskum hvers og eins, og fær sendar
ljósmyndir af gömlum húsum með
beiðni um að mála það á tepoka.
Þórdís er fædd á Stokkseyri, en
býr nú á Eyrarbakka. Myndefnið
sækir hún aðallega í umhverfi sitt og
hafa gömlu húsin á Eyrarbakka
gjarnan orðið fyrir valinu.
Þórdís segist hafa valið Celestial
Seasonings tepokana vegna þess
hversu fyrirtækið er umhverf-
issinnað. Allar umbúðir utan um teið
eru úr endurunnum pappír og tepok-
arnir úr óbleiktum pappír. Segja má
að hún haldi áfram að endurvinna
efnið, því ekki fer það í ruslið.
Tepokar með spakmælum fást á
veitingahúsum en ekki í búðum, og
fær Þórdís þá þar eftir notkun og
forvinnur þá fyrir málun. Þórdís læt-
ur annaðhvort ramma málaða tepok-
ana inn eða límir þá á gjafakort.
Hún hefur nýlega opnað vinnu-
stofu í Hólmaröst á Stokkseyri og
eru verk hennar til sölu þar, einnig í
Rauða húsinu á Eyrarbakka, Ála-
fossi Mosfellsbæ, Litla jólahúsinu
við Grundarstíg 7 í Reykjavík og
stundum á handverksmörkuðum á
sumrin. Verk í ramma kostar 4.000
krónur en gjafakort með húsum 950
krónur. Hún vinnur einnig verk í
leir.
Vitar á tepokum
„Vinkona mín gaf mér frum-
hugmyndina að þessu og þá teiknaði
ég blóm á afmæliskort,“ segir Þórdís
og bætir við að þetta hafi þróast hjá
henni frá árinu 1999.
Hún segir að gaman væri að hafa
íslensk spakmæli á pokunum, þótt
ólíklegt sé að slíkt fari í framleiðslu.
Þó hafði hún samband við heildsöl-
una Karl K. Karlsson sem flytur
þetta te inn – og þaðan voru verk
Þórdísar send til stjórnenda Celesti-
al Seasonings sem hrifust mjög af.
Verk Þórdísar hafs spurst vel út
um byggðir landsins og segist hún
nú hafa teiknað og málað gömul hús
frá öllum landshornum á tepokana.
„Þetta er skemmtileg vinna sem
gefur mér mikið,“ segir hún og að
hún vinni nú að því að teikna alla vita
landsins á tepoka. Aðalhjálpartæki
hennar er bókin Vitar á Íslandi –
leiðarljós á landsins ströndum 1878–
2002 (Siglingastofnun, 2002).
Þórdís segir að sennilega hafi hún
oftast málað húsin á Eyrarbakka og
þá helst Akbraut, Rauða húsið,
Laugabúð, Sjónarhól, Garðshús og
Frímannshús.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gjafakort: Með
spakmælum og
húsamyndum á
tepokum.
LIST
Gömul hús á tepokum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Myndir: Fólk sendir Þórdísi ljósmyndir af gömlum húsum til að fá á tepoka.
Þórdís Þórðardóttir
fer ekki troðnar slóðir
í list sinni. Hún málar
gömul hús á tepoka,
rammar þá inn eða
festir á gjafakort.
guhe@mbl.is
TENGLAR
..............................................
http://www.fjorubordid.is/
www.eyrarbakki.is
www.karlsson.is
BÖRNUM yngri en 16 ára ætti að
vera bannaður aðgangur að ljósa-
bekkjum. Ástæðan er að böð á
ljósabekkjum auka verulega lík-
urnar á sortuæxli síðar á ævinni,
en það er algengasta krabbamein-
ið meðal ungra kvenna.
Þetta kemur fram í ályktun
sem rannsóknarstofa í krabba-
meinsfræðum í Bretlandi (Cancer
Research UK) og Samtök sólbaðs-
stofa (TSA) hafa komið sér saman
um. Þar kemur ennfremur fram
að æskilegt sé að sólbaðsstofur
upplýsi fólk um áhættuna af notk-
un ljósabekkja. Löggilding-
arstofum víða í Evrópu hefur ver-
ið sent álitið – með þeim
tilmælum að notendur ljósabekkja
þurfi að fá skýrar upplýsingar
um áhættuna.
Rannsóknarniðurstöður hafa
oft bent til þess að það skaði húð-
frumur og valdi krabbameini að
leggjast á ljósabekk. Í Bretlandi
eru um 70 þúsund einstaklingar
árlega greindir með húð-
krabbamein. Á Íslandi eykst tíðni
sortuæxla hraðar en nokkurs
annars krabbameins. Það hefur
verið skýrt af Landlæknisembætt-
inu sem óskynsamleg brúnku-
dýrkun, ásamt tíðum sólar-
landaferðum og meti í
ljósabekkjanotkun.
Sara Hiom, talsmaður CR
(Cancer Research UK), vill að á
ljósabekki verði settar aðvaranir
um mögulegan skaða – líkt og er
á sígarettupökkum. Hún vill að
Evrópusambandið setji slíkar
reglur og að þar komi fram
hvaða hópar séu í mestri hættu til
að skaðast.
Ályktun TSA og CR er í fullu
samræmi við ályktanir Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar og
félaga hér á landi sem hafa varað
ungmenni við óhóflegri notkun
ljósabekkja.
Aldurstakmark
á ljósabekki!