Morgunblaðið - 05.04.2004, Qupperneq 23
400 milljónir kr. Flutn-
ga út frá því, að undir
orðurveg verði staðið
m.
i verður farið sunnan
sunnan Mælifells niður í
yfir Héraðsvötn í Norð-
ru 57 km og kosta um 2
Undir þeim kostnaði yrði
m sparnaði, sem hlýst af
ing hringvegar
Norðurvegur
hefur unnið tillögur um,
sé að stytta hringveginn
r og Reykjavíkur. Þar
nni aðeins tvennt til
a lagi að reisa nýja brú
n til þess að sneiða fram
sem stytti leiðina um
taði 540 millj. kr. Í öðru
krókinn til Blönduóss
a yfir Blöndu hjá Mó-
bergi í Langadal, sem stytti leiðina um
14 km en kostaði 940 milljónir kr.
Þessir 17,5 km kostuðu m.ö.o. 1,5 millj-
arða kr., sem slagar hátt upp í kostn-
aðinn við að leggja veg úr Norðurárdal
að Blöndulóni.
Þessir kostir hljóta að verða íbúum á
Blönduósi umhugsunarefni. Því fylgja
ótvíræðir kostir að hringvegurinn liggi
áfram um Blönduós, ef hugsað er til
þeirrar þjónustustarfsemi, sem þar hef-
ur byggst upp. Með Norðurvegi opnast
nýr hringur, sem á eftir að verða vin-
sæll hjá ferðamönnum vegna þeirra
mörgu möguleika, sem hann gefur.
Óhjákvæmilegt er að árétta, að á síð-
ustu árum hefur veginum milli Ak-
ureyrar og Reykjavíkur verið lítið
sinnt. Hann er beinlínis hættulegur á
löngum köflum eins og í Norðurárdal í
Skagafirði og um Stafholtstungur. Það
er Guðs mildi, að ekki hefur stórslys
hlotist af. Þetta segi ég vegna þeirrar
þungu umferðar, sem um hann liggur,
vaxandi gámaflutninga og mikils fjölda
hópferðabíla. Á öðrum stöðum er veg-
urinn of mjór og veikur fyrir þá um-
ferð, sem um hann fer.
Mér er ekki kunnugt, að raunhæf
kostnaðaráætlun hafi verið unnin yfir
nauðsynlegar endurbætur á hringveg-
inum milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Við vitum, að umferðarþunginn hefur
farið fram úr því, sem vegurinn er
byggður fyrir. Slíkar endurbætur munu
kosta marga milljarða kr., þótt ekki sé
farið í þá styttingu hringvegarins, sem
áður er getið – nema Norðurvegur
verði lagður.
Sjálfsagt er að ýta út af borðinu hug-
myndum um jarðgöng úr Hörgárdal í
Hjaltadal með það fyrir augum að
þungaflutningar fari um Sauðárkrók og
Þverárfjall til Blönduóss og þaðan til
Reykjavíkur.
Nýtum kosti einkafram-
kvæmdar og veggjalda
Í þessum tillögum er lögð áhersla á,
að hagkvæmni Norðurvegar verði
könnuð til hlítar, áður en ráðist verður
í milljarða kostnað við endurbætur á
hringveginum, sem síðar reyndust
óþarfar. Slíkar rannsóknir ásamt mati
á umhverfisáhrifum taka fjögur til
fimm ár, svo að engan tíma má missa.
Framkvæmdir við Norðurveg kæmu
síðan í eðlilegu framhaldi af vegagerð
um Norðurárdal nyrðra.
Reynslan af Hvalfjarðargöngum
kennir okkur, að við eigum ekki að hika
við að fela einkaaðilum kostnaðarsamar
framkvæmdir, þar sem hægt er að
koma veggjöldum við. Hinn kosturinn
er, að nauðsynlegar vegabætur dragist
úr hömlu öllum til tjóns. Ef féð er til
reiðu þarf ekki að taka nema tvö til
þrjú ár að leggja veginn úr Skagafirði
suður í Borgarfjörð. Ef vel er að verki
staðið yrði Norðurvegur tilbúinn eftir
átta ár eða svo. Með því sparaði Vega-
sjóður milljarða króna og veitir ekki af
í önnur verkefni.
Leiðin um Norðurveg yrði mjög fal-
leg og gæfi margvíslega möguleika til
útivistar og fyrir ferðafólk. Ég sé fyrir
mér fjallahótel við Réttarvatn eða á
þeim slóðum. Þessu fylgdi líka sá ótví-
ræði kostur, að ágangur ferðafólks
dreifðist um landið, en sums staðar er
það farið að láta á sjá vegna örtraðar
ferðafólks.
Um Stórasand og suður heiðar
við sjáum bráðum leiðir greiðar.
Nærtækt er mér nafns að leita:
Norðurvegur skal hann heita.
leiða
Höfundur er 2. þingmaður
Norðausturkjördæmis.
r, að ágangur
ums staðar er
r ferðafólks.‘
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 23
ðurkenna
nna nema
með að
erandi
ússar líti
ússnesku
tsríkj-
eskur
essa dags
ekki úti-
það kæmi
löndum
eskum
leyma því
órn-
til hægri
engi
ínum.
núast um
sig undir
a. Margt
m saman
ði og
rétta átt.
tíma það
mörg ljón
spá fyrir
um framvindu í Rússlandi til fjög-
urra ára, hvað þá til lengri tíma. Með
aðild Eystrasaltsríkjanna að NATO
hafa Vesturlönd gefið skýrt til
kynna að þau myndu ekki líða
hernaðaríhlutun Rússa í þessum
löndum undir nokkrum kring-
umstæðum. Ljóst er að Eystrasalts-
ríkin gætu ekki með nokkru móti
varið sig sjálf væri þeim ógnað af
Rússum. Ólíklegt er að NATO komi
upp föstu varnarliði í þessum ríkjum
á næstunni, ekki síst vegna þess að
Rússar myndu líta á það sem alvar-
lega ögrun. Það er einnig ljóst að
NATO gæti ekki varið Eystrasalts-
ríkin fyrir innrás Rússa með venju-
legum herafla. Hægt er að velta því
fyrir sér hvort ráðamenn á Vest-
urlöndum hafi almennt gert sér
grein fyrir því að með aðild Eystra-
saltsríkjanna að NATO fælist í raun
yfirlýsing um að ef allt færi á versta
veg, væri bandalagið reiðubúið til að
heyja kjarnorkustyrjöld til að verja
sjálfstæði þessara landa, landa þar
sem grunnt er á pólitískum óróa.
Bætt samskipti við Rússa
Sem stendur er þó friðvænlegt í
Eystrasaltsríkjunum og margt bend-
ir til að smám saman sé að slakna á
þeirri spennu sem þar ríkir milli
þjóðarbrota. NATO og Evrópu-
bandalagið fylgjast grannt með
gangi mála og leggja hart að ráða-
mönnum Eystrasaltsríkjanna að
tryggja rússnesku minnihlutahóp-
unum full mannréttindi.
Vonandi verður NATO-aðild ný-
frjálsu ríkjanna í austri til þess að
bæta og efla samstarf Vesturlanda
við Rússland, jafnt á sviði viðskipta,
menningar og öryggismála. Eftir lok
Kalda stríðsins hefur Vesturlöndum
tekist að byggja upp góð samskipti
við rússnesk stjórnvöld þrátt fyrir
allt. Þar hafa mörg pólitísk og dipló-
matísk afrek verið unnin og auðvitað
hafa lánsfé og efnahagsaðstoð einnig
komið við sögu. Mikilvægt er að
áfram verði byggt á því trausti sem
fyrir er og Vesturveldunum takist að
sannfæra Rússa um að stækkun
NATO sé á engan hátt stefnt gegn
öryggishagsmunum þeirra. Vonandi
bera Rússar gæfu til að sjá að örygg-
is- og viðskiptahagsmunir þjóða fara
saman og leggja grunn að velferð
þeirra eins og þjóðir Vestur-Evrópu
hafa borið gæfu til undanfarin 55 ár.
Að þessu leyti geta Íslendingar haft
hlutverki að gegna og eiga að vera í
fararbroddi þeirra ríkja innan
NATO sem hvetja til þess að stutt
verði með ráðum og dáð við lýðræð-
isþróunina í Rússlandi og gott sam-
starf átt við Rússa í öryggis- og al-
þjóðamálum.
hreyfingin
gi sögunnar
Reuters
s, NATO, gengu fylktu liði við athöfn sem
kkun bandalagsins úr 19 ríkjum í 26.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
L
ÝÐRÆÐI er eitt
þeirra orða sem allir
nota í sífellu sem
eitthvað jákvætt,
óbreytanlegt og óum-
deilt fyrirbæri. En er lýðræðið
fast í hendi? Getum við verið viss
um að með því að nefna lýðræðið
nógu oft á nafn sé það virkt í
samfélaginu? Hér á landi ríkir
fulltrúalýðræði og allir flokkar
starfa sem lýðræðislegir flokkar
sem stefna að því að móta eða
breyta stefnu ríkisins með lýð-
ræðislegum leiðum, þ.e. í þing-
og sveitarstjórnarkosningum.
En er lýðræði bara fulltrúa-
lýðræði? Eða á að stuðla að virk-
ara lýðræði í samfélaginu? Og
með hvaða leiðum? Ef horft er á
sögu lýðræðisins má sjá að fé-
lagshyggjumenn hafa um aldir
barist fyrir lýðræðislegum breyt-
ingum, s.s. almennum kosninga-
rétti, jafnrétti kynjanna og vax-
andi íbúalýðræði.
Félagsleg öfl börðust þarna á
móti þeim sem vildu binda kosn-
ingarétt við eignarétt sem voru
þó öfl sem kenndu sig við frjáls-
lyndi.
Flokki sem kennir sig við fé-
lagshyggju er því skylt að
styrkja lýðræðið svo ekki sé
minnst á flokk sem kennir sig við
umhverfisstefnu sem er hug-
myndafræði sem hvílir á virkni
einstaklingsins, ábyrgð og skyld-
um í samfélaginu og virku lýð-
ræði. Vinstri-grænum er því
skylt og ljúft að skoða leiðir til
efla lýðræðið í samfélaginu.
Ég tel æskilegt að lýðræðið sé
eflt og hugtakið sé útvíkkað frá
hefðbundnum skilningi orðsins.
En áður en það er gert er nauð-
synlegt að velta fyrir sér inni-
haldi orðsins lýðræði. Það fyrsta
sem skiptir máli er að lýðræðið
kemur ekki að ofan. Það hlýtur
ávallt að koma að neðan og virka
upp á við. Og þar af leiðandi á
valdið að koma að neðan en ekki
ofan. Kosningar eru eitt form
lýðræðis en þar segir almenn-
ingur hug sinn um menn og mál-
efni.
Hins vegar getur lýðræðið ekki
þrifist ef framkvæmdavaldið beit-
ir ofríki.
Lýðræðisskipulag í ríki dugir
ekki til ef æ fleiri þættir þjóð-
félagsins færast í hendur ólýð-
ræðislegra aðila sem einungis
taka mið af hagsmunum fjár-
magnseigenda.
Þess vegna skiptir gríðarlegu
máli að berjast fyrir atvinnu-
rekstri sem er í höndum venju-
legs fólks og standa vörð um op-
inberan rekstur. Það dugir ekki
að hér ráði örfáir aðilar öllum
rekstri, hvort sem er bankastofn-
unum eða almennum fyrirtækja-
rekstri. Því að þannig fyr-
irkomulag er ólýðræðislegt. Allt í
einu hefur almenningur ekkert að
segja um þær stofnanir sem við
áttum áður, heldur örfáir stórir
hluthafar. Okkur er sagt að við
sem viðskiptavinir höfum valdið –
en er það lýðræðislegt? Á mark-
aði þar sem fákeppni er allsráð-
andi á flestum sviðum leggst lítið
fyrir vald viðskiptavinarins. Og
að sama skapi hlýtur vald við-
skiptavinarins ávallt að tengjast
umsvifum viðskipta hans. Þeim
mun fjársterkari viðskiptavinur,
þeim mun voldugri. Og það er
ekki lýðræði heldur pen-
ingaræði.
Að sama skapi verður
að berjast fyrir því að
innan hins opinbera sé
valdinu dreift. Miðstýring-
arárátta hins opinbera nú
virðist aldrei hafa verið
meiri, þrátt fyrir allt tal
um frelsi og lýðræði. Eft-
irlit með öllum sköpuðum hlutum
fer vaxandi, eins og sést á aukn-
um kröfum um lífsýnatökur við
ótrúlegustu tækifæri. Miðstýring-
aráráttu framkvæmdavaldsins má
sjá alls staðar og þar með minnk-
andi lýðræði því að um leið fækk-
ar möguleikum fólks á að hafa
áhrif.
Lýðræði felst ekki aðeins í því
að velja stjórnarmeirihluta sem
síðan framselur völdin til ráð-
herra og þeir miðstýra öllu rík-
isbákninu með lögum, reglugerð-
um og eftirliti í stað þess að
dreifa valdinu.
Valddreifing er óaðskiljanlegur
hluti lýðræðisins – ákvarðanataka
á að liggja nálægt einstaklingum
en ekki hjá fjarlægu og óper-
sónulegu valdi.
Og það má að sama skapi
spyrja hvort þessi einkenni
minnkandi lýðræðis megi sjá víð-
ar, s.s. í fyrirtækjum, verkalýðs-
félögum og opinberum stofn-
unum. Við sem teljum okkur vera
vinstrimenn og umhverfisvernd-
arsinna hljótum að trúa því að
lýðræðið eigi við alls staðar, hvort
sem það er á þingi, í atvinnu-
rekstri, í verkalýðsfélögum eða á
sveitarstjórnarstigi.
Við eigum að láta okkur það
varða að áhrif almennings virðast
fara æ minnkandi og við eigum að
velta fyrir okkur nýjum leiðum í
þessu samhengi.
Til að mynda skiptir þar máli
að börn og unglingar séu alin upp
í lýðræðislegum vinnubrögðum og
hugarfari. Þetta kann að hljóma
eins og sjálfsagt mál en svo er
ekki. Til að mynda er ekki skylda
að hafa nemendaráð í grunn-
skólum samkvæmt grunn-
skólalögum, einungis heimild. Ef
skólastjórnendur kjósa að nýta
sér ekki heimildina má segja að
nemendur geti engin lýðræðisleg
áhrif haft á skólastarfið.
Nemendaráð ættu að vera í öll-
um skólum. Íslendingar eru langt
á eftir öðrum Norðurlandaþjóðum
í þessum efnum en þar eru víða
starfandi nemendaráð á öllum
stigum grunnskólans; yngsta
stigi, miðstigi og elsta stigi. Þar
fylgja aukin réttindi og auknar
skyldur hærri aldri. Nemendur
venjast því að geta haft áhrif á
skólastarfið en um leið að rétt-
indum fylgir ábyrgð.
Nemendur ættu að geta haft
áhrif í grunnskólum, framhalds-
skólum og háskólum. Það er hins
vegar oft erfitt að tryggja lýð-
ræðisleg vinnubrögð.
Einveldi er að miklu leyti mun
auðveldara í framkvæmd. Það
þarf þá ekki að vera að tala við
alla og eyða tíma í það. En viljum
við slíkt stjórnarfar? Lýðræðið er
viðkvæmt en það er líka fjöregg
frjórrar hugsunar og betra sam-
félags. Þess vegna er tímans virði
að sinna því. Og það þarf að byrja
strax á unga aldri að ala börn
upp í lýðræðislegum vinnubrögð-
um til að þau verði síðar meir
virkir þegnar í samfélaginu. Skól-
inn er góður staður til að hefja
lýðræðislegt uppeldi og það kann
að smita út frá sér síðar meir um
samfélagið allt.
Lýðræði frá unga aldri
Eftir Katrínu
Jakobsdóttur
Höfundur er varaformaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
’Lýðræðið er viðkvæmt enþað er líka fjöregg frjórrar
hugsunar og betra sam-
félags. Þess vegna er tím-
ans virði að sinna því. ‘
’Vonandi verðurNATO-aðild nýfrjálsu
ríkjanna í austri til
þess að bæta og
efla samstarf Vest-
urlanda við Rússland,
jafnt á sviði við-
skipta, menningar og
öryggismála. ‘