Morgunblaðið - 05.04.2004, Side 26

Morgunblaðið - 05.04.2004, Side 26
MINNINGAR 26 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðný Péturs-dóttir fæddist á Sauðárkróki 15. mars 1927. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Jónsson, f. 20. júní 1891, d. 19. júní 1951 og Ólafía Sig- urðardóttir, f. 30. apríl 1898, d. 5. maí 1983. Pétur var son- ur Jóns Jónssonar á Kimbastöðum í Skagafirði og konu hans Guðrúnar Eggerts- dóttur frá Skefilsstöðum. Ólafía var dóttir Sigurðar Ólafssonar á Ketilseyri í Dýrafirði og konu hans Dagbjartar Helgu Jónsdótt- ur frá Læk í Dýrafirði. Systkini Guðnýjar; Rafn Alex- ander, f. 1918, d. 1997, maki Kar- ólína Júlíusdóttir, látin; Guðrún, 1920, d. 2003, maki Guðgeir Ólafsson, 1920, Sigrún Dagbjört, f. 1921, maki Jóhann Kristjáns- son, látinn; Björg, f. 1923, d. 2000, maki Jón Sigurðsson; El- ínborg, f. 1925, maki Harold Cassels, látinn; Olga, f. 1928, d. 1999, maki Bjarni Páll Thoraren- sen; Ingibjörg, f. 1930, maki Jak- ob Sigurðsson; Ingigerður, f. 1931, d. 1998, maki Sigmundur 1980 og eiga þau soninn Rafn Ágúst, f. 27. júlí 2003, c) Pétur, f. 1. júlí 1988. 3) Ragnar Hilmir, f. 18. nóvember 1955, maki Ása Linda Guðbjörnsdóttir f. 1. jan- úar 1955. Börn þeirra, Guðbjörn Hilmir, f. 24. maí 1985 og Guðný Björg, f. 11. apríl 1990. Börn Ragnars eru Anna Katrín, f. 10. mars 1979, maki Vilhjálmur S. Eiríksson, f. 5. desember 1977 og Þorsteinn Lár, f. 9. september 1983. 4) Pétur Kristófer, f. 12. apríl 1961, d. 11. febrúar 1980. Guðný fór í fóstur 5 ára gömul til Guðnýjar Jónsdóttur föður- systur sinnar, f. 12. júní 1883, d. 19. júlí 1971 og eiginmanns henn- ar Kristófers Grímssonar, f. 12. apríl 1893, d. 13. nóvember 1969, búsett í Sogahlíð í Reykjavík. Þeirra synir eru ; 1) Helgi Mark- ús, f. 9. ágúst 1918, maki, Anna Jensdóttir, f. 14. júlí 1921, 2) Haukur, f. 5. nóvember, maki Halldóra Jónsdóttir f. 15. júní 1911, d. 18. júlí 1991 og 3) Björg- vin, f. 20. maí 1921, maki, Krist- rún Gottliebsdóttir, f. 22. nóv- ember 1919. Guðný stundaði nám í Laug- arnesskóla, Flensborgarskóla og lauk prófi frá Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar 1948. Hún vann skrifstofustörf hjá Eggert Claessen hrl. og starfaði sem leikkona hjá Leikfélagi Reykja- víkur í Iðnó. Þegar börnunum fjölgaði hætti hún störfum utan heimilis að mestu og helgaði sig fjölskyldunni til dauðadags. Útför Guðnýjar fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Magnússon; Edda, f. 1933, maki Reymond Lemay; Hrafnhildur, f. 1936, d. 1937; Hrafnhildur Ester, f. 1939, maki Pétur Pálmason, látinn; Brynja, f. 1942, d. 1995, maki Guð- mundur Ólafsson. Guðný giftist 2. janúar 1949 Ragnari Ágústssyni, f. 12. september 1926. For- eldrar Ragnars voru hjónin Ágúst Jóns- son, f. 1897, d. 3. október 1937 og Guðmunda Ágústa Jónsdóttir, f. 19. ágúst 1901, d. 30. júní 1990 búsett á Þingeyri við Dýrafjörð. Börn Guðnýjar og Ragnars eru: 1) Ágúst Aðalsteinn, f. 11. desem- ber 1948, maki Katrín Pálsdóttir, f. 14. júlí 1949, sonur þeirra er Ragnar Árni, f. 14. mars 1989, sonur Ágústar, Hrafn Aðalsteinn, f. 14. janúar 1969, maki Joy Chang, f. 2. mars 1973. 2) Rafn Alexander, f. 26. október 1950, maki Gunnlaug Lydia Thoraren- sen, f. 4.júní 1956, börn þeirra, a) Arnar Þór, f. 2. nóvember 1976, maki Margrét Jóelsdóttir f. 13. ágúst 1978 og eiga þau soninn Pétur Orra, f. 8. júlí 2001, b) Ragnar Oddur, f. 27. júní 1981, maki Lilja Pálsdóttir, f. 11. júní Það er mikil sorg í fjölskyldu okk- ar. Minningar steyma fram. Við höfðum mælt okkur mót fyrir utan Þjóðarbókhlöðuna. Ég fylgdist vel með hvað tímanum leið því að ég vildi ekki láta hana bíða. Guðný kom alltaf á réttum tíma, það gat maður verið viss um. Þegar ég kom út úr húsinu stóð hún fyrir utan og beið, það var sól og bjart úti. Hún var smart klædd eins og venjulega, sportleg með hatt og létt í spori, enda hafði hún æft og sýnt fimleika með Ármanni þegar hún var ung en brá sér stundum í jóga hin seinni ár. „Klárt hjá þér að hafa samband,“ sagði hún. „Þetta var alveg í leiðinni fyrir mig að koma við.“ Henni fannst sjálfsagt að skutlast með mann ef þurfti. Hún brunaði af stað. Hún var öruggur bílstjóri og var enga stund á milli staða að manni fannst. Hún var ánægð með nýja bensinn þeirra Ragnars og sagðist njóta þess að keyra hann. Við höfum skutlast margar ferðir saman í þau ár sem við höfum átt samleið og einnig átt margar góðar stundir saman með fjölskyldunni. Minningar um þær geymum við hjá okkur en síðustu ferð okkar og sam- verustund í Þjóðleikhúsinu ætla ég að rifja upp. Guðný naut þess að fara í leikhús. Við höfum átt fasta miða í Þjóðleikhúsið í mörg ár. Hún hafði lag á því að gera þessar ferðir sér- stakar vegna þess að hún undirbjó okkur öll vel fyrir hverja sýningu. Hún átti það til að koma með gögn um sýningarnar sem við vorum að fara að sjá. Ef við vorum ekki heima þegar hún kom við þá stakk hún plöggunum í gegnum blaðalúguna. Svo hringdi hún og spurði hvort við værum ekki búin að lesa það sem hún hafði komið með. Leikhúsferðirnar okkar og þessi undirbúningur var engin tilviljun. Guðný steig snemma á svið, var að- eins 7 ára þegar hún stóð á sviði í Gamlabíó og fór með barnaþuluna „En hvað það var skrýtið“. Hún hafði lært hana utanbókar. Barnið fékk góða dóma fyrir frammistöðuna. Þegar hún var komin í Laugar- nesskóla hreifst Jónas B. Jónsson skólastjóri af því hversu vel hún las upp og oft fékk hún það hlutverk að fara á milli skólastofa og lesa upp fyrir börnin, þegar þau voru að borða nestið sitt. Guðný var góður námsmaður og var einum bekk á undan í skóla. Hún nam leiklist í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar og lauk þaðan prófi árið 1948. Meðfram námi og að því loknu lék hún hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó. Þegar börnun- um fjölgaði fannst henni að hún gæti ekki unnið utan heimilis og helgaði sig heimilinu og fjölskyldu upp frá því. Síðasta leikhúsferðin okkar var skemmtileg og Guðný var spennt að sjá uppfærslu Baltasars Kormáks á verki Hallgríms Helgasonar „Þetta er allt að koma“. Hún var búin að lesa sér vel til eins og venjulega. Þekkti leikstjóra og höfund verksins af fyrri verkum þeirra. Hafði séð kvikmyndir Balt- asars og lesið bækur Hallgríms. Guðný gerði leikhúsferðirnar há- tíðlegar vegna þess að hún klæddi sig alltaf upp þegar hún fór í Þjóð- leikhúsið. Skór og veski í stíl. Dragt eða kjóll, eftir því á hvaða dögum sýningar voru. Hárgreiðslan fín, lakkaðar neglur í sama lit og varlit- urinn. Hún var flott, dökkeygð og nett kona, sem gat verið mjög harð- ur gagnrýnandi. Hún skemmti sér vel þetta kvöld. Sagðist sjaldnast verða fyrir von- brigðum með uppsetningar ungra leikhúsmanna og þeim ætti að gefa tækifæri, annars yrði engin framþróun í listinni. Blessuð sé minning Guðnýjar Pét- ursdóttur. Katrín Pálsdóttir. … Nei, sjáið þið ,,camaro-inn“ strákar, vááá … og hvaða töffari er á þessu? Æi þetta er Amma’ans Hrafns. Einmitt, sagði ég stoltur, og hún á líka kók í bauk, eigum við að fara í heimsókn? Það var einhver glaður töfrablær yfir henni ömmu Gullu á Rauðalæk 20, þetta var öðurvísi amma. Hún var glaðleg, ástrík kona sem sinnti með stíl skipstjórahlutverki sínu í landi, á meðan afi Ragnar þræddi heimsins höf. Þrátt fyrir að vera ein á báti á meðan afi sinnti millilandasiglingun- um þá hreinlega geislaði hún af bjartsýni og lífsgleði. Mínar fyrstu minningar af henni ömmu Gullu eru af hafnarbakkanum í Sundahöfn veifandi fagnandi til hans afa sem var að koma úr enn einni langferð- inni og var að leggjast að bryggju. Það var alltaf óskaplega gaman að koma í heimsókn til ömmu á Rauða- læknum og uppgvötva heiminn í gegnum lifrarkæfu frá Belgíu, app- elsín frá Danmörku, Baby Ruth frá Ameríku, loðpels frá Rússlandi og spægipylsu frá Þýskalandi … Og á meðan Baby Ruth súkkulaðið festist í jöxlunum var hlustað með athygli á skipafréttirnar: ,,Brúarfoss á ein- hverjum gráðum vestur og einhverj- um gráðum norður er væntanlegur frá Norfolk til Reykjavíkur á morg- unn“ … og þá færðist glaðlegt bros yfir ömmu Gullu. Nú í seinni tíð höfum við Joy átt frábærar stundir með ömmu og afa í Eiðismýrinni, í skemmtilegum og oft á tíðum heimspekilegum umræðum. Þar hefur kynslóðabilið fengið að njóta sín og stutt í hláturinn. Í þess- um skemmtilegu umræðum okkar hefur byggst upp traust og vinskap- ur sem varðveitt verður í minning- unum. Þær eru óteljandi minningarnar sem streyma fram í hugann þegar þessi stórkostlega kona og amma hefur nú sagt skilið við okkur, í bili. Mig dreymdi draum stuttu eftir að amma Gulla lauk sinni jarðvist. Hún var mætt við hringborðið í Eið- ismýrinni og talaði heilmikið við okkur Joy og afa. Hún var glaðari en nokkru sinni og hún kvaddi okkur að lokum og biður að heilsa öllum, í bili. Hrafn Aðalsteinn Ágústsson. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Enn og aftur sitjum við systur saman, hnípnar og sorgmæddar er við kveðjum ástkæra systur. Guðný er sú áttunda úr stórum barnahópi þeirra Péturs Jónssonar og Ólafíu Sigurðardóttur frá Sauðárkróki, sem kveður. Okkur finnst nú nokkuð hart að fjölskyldunni vegið, því að á sl. níu árum hafa sjö af systkinunum látist, og aðeins eru tæpir fimm mánuðir síðan við stóðum yfir moldum einnar úr hópnum. Okkur er ljúft að minnast Gullu systur, eins og við kölluðum hana. Hún var vel gerð manneskja; glæsi- leg, glaðvær og skemmtileg, einkar hlý og gefandi kona. Gulla átti stór- an vina- og kunningjahóp, sem þótti gott að leita til hennar því hún var einkar lagin við að gefa ráð og leysa úr hvers manns vanda. Að koma á hið glæsilega heimili þeirra Gullu og Ragnars, og njóta gestrisni þeirra hjóna var ævintýri útaf fyrir sig, það geislaði af þeim hjónum er gesti bar að garði, og fór ekki framhjá neinum hversu sam- hent þau voru í því að öllum liði vel í návist þeirra. Þau voru bæði miklir fagurkerar og voru vakandi fyrir því að eignast fagra muni á ferðum sín- um til annarra landa, en Ragnar starfaði lengst af sem skipstjóri á Fossum Eimskipafélagsins. Það er öllum ljóst að starf sjó- mannskonu er meira en venjulegt húsmóðurstarf, því í fjarveru eigin- manns hvílir allur heimilisrekstur og uppeldi barna á hennar herðum, það starf leysti Gulla af hendi með mik- illi prýði, eins og allir vita er til þekkja. Allt hefur sinn tíma, en aldrei er maður viðbúinn skyndilegum ást- vinamissi; á augabragði er allt breytt, öll áform og væntingar verða að engu, og kærkomin stefnumót í bænum, yfir ljúfum kaffsopa verða ekki fleiri, og annar svipur verður nú á tónleika- og leikhúsferðum þeg- ar Gullu nýtur ekki lengur. Elsku systir, nú að leiðarlokum viljum við þakka þér fyrir allt sem þú hefur fyrir okkur gert, og sam- fylgdina í gegnum lífið, fullvissar um að þeir sem gengnir eru taka vel á móti þér. Vertu ætíð Guði falin. Nú andar næturblær um bláa voga. Við bleikan himin daprar stjörnur loga. Og þar sem forðum vor í sefi söng nú svífur vetrarnóttin dimm og löng. Svo undarlega allir hlutir breytast. Hve árin skipta svip og hjörtun þreytast. Hve snemma daprast vorsins vígða bál. Hve vínið dofnar ört á tímans skál. Og þannig skal um eilíf áfram haldið, unz einhverntíma fellur hinzta tjaldið. (Tómas Guðmundsson.) Við sendum þér, elsku Ragnar, börnum ykkar og þeirra fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Systurnar. Þegar okkur barst andlátsfregn Gullu frænku sóttu margar minn- ingar á hugann frá þeim tíma er við vorum ung í foreldrahúsum. Sam- skipti foreldra okkar og þeirra Gullu og Ragnars voru ætíð mikil og þegar við komum til Reykjavíkur var oft komið við á Flókagötunni eða á Rauðalæknum. Heimsóknir til þeirra hjóna voru ætíð spennandi og við bræðurnir áttum mikil samskipti við syni þeirra og náðum oft skemmtilega saman, hvort heldur leikið var heima hjá Gullu, staðið í stríðsrekstri við vaska hópa drengja á Klambratúninu eða síðar á græna Fordinum. Gulla frænka var sjómannskona og Ragnar langdvölum að heiman. Það hefur örugglega ekki alltaf verið einfalt mál hjá frænku okkar að ala upp fjóra stráka, halda þeim við efn- ið og sinna þeim eins og góðri móður sæmdi. En þetta gerði Gulla löngum ein og leysti verkið af hendi með frá- bærum hætti. Sjómannskonur á þessum árum þurftu örugglega að vera miklar kjark- og dugnaðar- manneskjur, standa í öllu því sem tveir tóku að sér öllu jöfnu við upp- eldi og heimilisstjórn. Gulla var eins og frænkur geta orðið bestar, hugs- unarsöm um þarfir okkar, ljúf og elskuleg en samt ákveðin þegar við ásamt strákunum gerðumst full uppivöðslusamir og ákafir í leikjum okkar. Við minnumst með mikilli ánægju vetrarparts, þegar Júlíus bróðir var í skóla í Reykjavík og dvaldi í góðu yfirlæti á heimili þeirra Gullu og Ragnars. Hann hefur oft talað um þennan vetur og hefur alltaf verið mjög þakklátur þeim hjónum fyrir. Aftur lágu leiðir saman, þegar Pétur og Ágúst og síðan Kjartan og Rafn voru bekkjarfélagar á Núpsskóla og áfram þróaðist frændsemin og vin- áttan sem endast mun alla tíð. Þetta er þessi sérstaka vinátta sem margir hafa kynnst og tengir marga frænd- ur en þarfnast ekki stöðugs sam- bands frænda í milli. Ekki gleymum við börn Rafns og Línu þeim stund- um þegar Ragnar skipstjóri kom á Akranes eða til Flateyrar á ein- hverjum Eimskipafélags-fossinum og Gulla stundum með. Þá var hátíð í bæ og ekki skemmdi eftirvænting okkar bræðranna því Ragnar færði okkur alltaf eitthvað nýtt sem ekki fékkst á Íslandi. Þetta eru góðar minningar sem við eigum um hana Gullu frænku og hennar fjölskyldu. Við sendum ykkur, elsku Ragnar, bræðurnir Ágúst, Rafn og Ragnar yngri og fjölskyldum, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Börn Rafns og Karólínu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdim. Briem.) Elsku Gulla mín, kæra vinkona, þú ert farin frá okkur án nokkurs fyrirvara. Ég og dætur mínar þökk- um fyrir allar dýrmætar stundir. Guð geymi þig og verndi. Kæri Ragnar og fjölskylda, við sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur, megi góður Guð gefa ykkur styrk á þessari erfiðu stundu. Guðrún (Dúddý), Kristín og Guðrún. Góð vinkona mín Guðný Péturs- dóttir er látin. Mér var brugðið þeg- ar ég fékk fréttirnar. Kallið kom með stuttum fyrirvara og öllum að óvörum. Nú sit ég hér að skrifa minningargrein með tárin í augun- um og skil ekki ... Mín fyrstu kynni af Gullu eru frá GUÐNÝ PÉTURSDÓTTIR Elskulegir foreldrar okkar og móðir mín, tengdaforeldrar, afi og amma MARGRÉT GUÐBRANDSDÓTTIR og GUÐMUNDUR EINAR SVEINSSON, Furugrund 42, Akranesi, verða jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn 7. apríl kl. 11.00. Edda Guðmundsdóttir, Einar Guðmundsson, Dröfn Guðmundsdóttir, Ægir Guðmundsson, Bragi Antonsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.