Morgunblaðið - 05.04.2004, Side 36

Morgunblaðið - 05.04.2004, Side 36
DAGBÓK 36 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Hafnarfjarðarhöfn: Hanseduo kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, kl. 14 fé- lagsvist. Hársnyrting, fótaaðgerð. Línudans- inn hjá Sigvalda byrjar aftur á morgun kl.11. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 10 söngstund, kl. 13–16.30 smíðar, útskurður, kl. 13–16.30 handavinna, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9– 12 bútasaumur, kl. 10– 11 samverustund, kl. 13–16 bútasaumur, kl. 13.30 dans. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð kl. 10. Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, opin vinnustofa, kl. 9–16.30, félagsvist kl. 13.30. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellsbæ, Dval- arheimilinu, Hlað- hömrum. Kl. 16 spænskunámskeið. Félagsstarf aldraðra Garðabæ, kvenna- leikfimi kl. 9.30, kl. 10.20 og kl. 11.15, pílu- kast í Garðabergi kl. 13 og aðstoð við tölvu. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, pútt í Hraunseli kl. 10–11.30, myndlist kl. 10, biljardsalurinn opinn til 16, tréút- skurður kl. 13, fé- lagsvist kl. 13.30, kór- æfing Gaflarakórsins kl. 17. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids í dag kl. 13. Handmennt, spjall og kaffi kl. 13.30. Línudanskennsla fyrir byrjendur kl. 18. Dans- kennsla í samkvæm- isdönsum, framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- lín, kl. 13 skák, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia, kl. 13 brids og bútasaum- ur, kl. 20.30 félagsvist. Hraunbær 105. Kl. 9 postulín, keramik og fótaaðgerð, kl. 10 bænastund, kl. 13.30 skrautskrift, kl. 13 hár- greiðsla, kl. 13.30 skrautskrift. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 13–16 spilað. Fótaað- gerðir virka daga, hár- snyrting þriðju-til föstudags. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun þriðjudag, sundleikf. Grafarvogs- laug kl. 9. 30. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16 fótaaðgerð, kl. 10– 11 ganga, kl. 13–16.45 opin vinnustofa, mynd- list. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9–10 boccia, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.30– 10.30 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla og spilað. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 9–16. Kl. 13.30 opið hús, ma. söngur, fé- lagsvist. Þórðarsveigur 1–5 Grafarholti. Kl. 13.30 spiladagur, félagsvist. Félag eldri borgara Suðurnesjum. Bingó í Selinu Vallarbraut 4, Njarðvík öll mánu- dagskvöld kl. 20. Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK Gullsmára spilar í fé- lagsheimilinu, Gull- smára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Kvenfélagið Fjallkon- urnar. Fundur fellur niður í apríl, næsti fundur er mánudaginn 5. apríl. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arsjóður í vörslu kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minningarkortin fást nú í Lyf og heilsu verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Kortið kostar kr. 500 Í dag er mánudagur 5. apríl, 96. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. (Hebr. 13, 8.)     Anna Hrefna Ingimund-ardóttir skrifar um jafnréttismál á heimasíðu sína, sem er á slóðinni http://www.hi.is/ ~einarod/anna/.     Anna segir: „Ég var ámálfundi um launa- mun kynjanna og þetta frumvarp sem Vinstri grænir eru að leggja fram. Það felst í aukinni valdheimild ríkisins til að krefjast gagna af fyr- irtækjum til að kanna hvort nokkuð sé verið að mismuna konum.     Ég vil byrja á því aðhrósa Eggerti nokkr- um Ólasyni fyrir ein- staklega skemmtilegan fyrirlestur. Á fundinum voru fjölmargir feministar sem höfðu gaman af því að sletta fram hinum ýmsu hugtökum.     Ég vil varpa fram nokkr-um spurningum í gamni: Tveir ein- staklingar eða fyrirtæki og einstaklingur semja um laun. Hvorum er frjálst að samþykkja eða hafna því tilboði sem berst. Í hverju felst misréttið? Hvað er frjáls markaður? Þó að það ríki ekki fullkomin samkeppni þar sem allir einstaklingarnir hafa sama „verð“, þá er samt frjáls markaður að verki.     Það getur enginn annaren fyrirtækið sjálft metið það hvers virði ein- hver er því fyrirtæki. Vörur geta verið einsleit- ar en engir tveir ein- staklingar eru eins. Getur verið að konur krefjist ekki jafnhárra launa og karlmenn þegar þær fara í atvinnuviðtöl?     Ef svo er, er þá ábyrgðinekki þeirra? Það er ekki eins og þeir sem taki viðtölin séu að segja við þær: „Nei heyrðu nú mig. Viltu ekki biðja okkur um að borga þér aðeins meira? Við erum meira en til í það.“ Það er ekki hlut- verk fyrirtækja. Ein- staklingurinn þarf sjálfur að leggja visst mat á sig.     Svo var ein sem sagði:„Það er ekkert hægt að setja apa og krókódíl við sama tréð og segja þeim að klifra upp.“ Nú geri ég ráð fyrir því að karlarnir hafi átt að vera aparnir og konurnar krókódílarnir sem geta ekki klifrað upp tréð. Fyrst við ætlum að setja þetta upp í svona skemmtilega dýrasögu þá segi ég : „Fyrst ég get ekki klifrað upp eitthvað asnalegt tré, þá ét ég bara apann.“ Nei, en að öllu gamni slepptu held ég að karlar og konur séu bæði apar. Það er nú ekki því- líkur grundvallarmunur á okkur. Ég tel mig ekki þurfa „hjólastól ríkisins“.     Að lokum:Er hægt að nota orðin jákvæð og mis- munun í sömu setningu?“ STAKSTEINAR Getur mismunun verið jákvæð? Víkverji skrifar... Áður hefur Víkverjaþessum orðið nöld- ursamt út af því tillits- leysi sem honum þykir hann mega sæta af hálfu ökumanna bifreiða þegar hann er á ferð í borg- arumferðinni á reiðhjól- inu sínu. En Víkverji verður þó að ítreka, að margir ökumenn sýna hina mestu tillitssemi. Jafnvel svo mikla að til vandræða er. Þannig var að Víkverji kom að gangbraut á hjólinu og stöðvaði á rauðum kalli. En þá brá svo við, að ökumaður sem var á grænu ljósi vildi endilega gefa rétt sinn eftir og hleypa Víkverja yf- ir. Ökumenn sem voru á eftir hinum ofurgreiðvikna lögðust allir sem einn á flautuna. Þótt Víkverji sé þakklátur fyrir tillitssemi má nú öllu ofgera. Maður getur ekki gefið eftir grænt ljós. Grænt ljós er ekki heimild til að aka yfir gatnamót, það er miklu fremur skipun um að aka, rétt eins og rauða ljósið er skipun um að stansa. Sérstaklega á þetta við þegar umferð er mikil. x x x En þótt reiðhjól séu uppáhalds far-artæki Víkverja þessa hefur hann áhuga á bílum og horfir helst alltaf á Formúlukappaksturinn. En vandi Víkverja er þó sá, að honum hefur ekki tekist að fara að halda með neinum formúlukappa síðan Mika Hakkinen hætti að keppa. Og eiginlega er ómögulegt að hafa al- mennilega gaman af kappakstrinum nema maður haldi með einhverjum. Víkverji veltir því fyrir sér, hvernig maður finni sér „sinn mann“ í kappakstrinum. Heldur maður með þeim sem vinnur oftast (Michael Schumacher)? Eða með þeim sem er alltaf alveg við það að slá meistaranum við (Montoya)? Eða hallokanum sem er að berjast við að hasla sér sinn eigin völl og komast úr skugga einhvers annars (Ralf Schumacher)? Einnig kemur til greina að halda með ökumönnum sem eru að berjast við síbilandi bíla – á einhverjum róm- antískum „maður gegn maskínu“ forsendum – eins og til dæmis þeir hjá McLaren. Eða á maður að spá í eitthvað allt ann- að en ökuhæfni, til dæm- is skemmtilega karakt- era (Coulthard) eða jafnvel keppandann með flottasta nafnið (Monto- ya og Ítalinn Bruni berjast um þann titil). Víkverja skilst að margir Ís- lendingar sem líkt og hann héldu með Hakkinen hafi tekið upp fána Raikkonens í staðinn, en Víkverji er orðinn sannfærður um að það verð- ur aldrei neitt úr þessum nýja Finna. Nú, svo kemur til greina að halda ekki með einum ökumanni heldur einhverju liði. Til dæmis Toyota af því að Víkverji á sjálfur Toyotu. Eða BMW vegna þess að Víkverja dreymir um að eignast BMW. Eða Sauber af því að Víkverja finnst það flottustu Formúlubílarnir. Þetta er ekki auðvelt mál, um það getur Víkverji borið. Ef einhver get- ur ráðið honum heilt væri það vel þegið. Reuters Montoya: Alltaf næstum því bestur. Strætisvagnaskýli – svar borgarstjóra HÉR í Velvakanda var strætisvagnabiðskýlið við Laugaveg 178 til umfjöllun- ar á dögunum. Borgarbúi með kennitöluna 230626- 4059 telur að skýlið þjóni illa hlutverki sínu. Þarna hefur bréfritari nokkuð til síns máls, því skýlið er smærra en flest önnur í borginni. Í áraraðir var þarna ekk- ert biðskýli en ástæðan er sú, að þarna er afar þröngt um. Um mittishár veggur er fast við gangstéttina og skilur hana frá bílastæði sem stendur talsvert hærra. Því verður skýlið að standa á stéttinni sjálfri. Það er því grynnra en önn- ur biðskýli og ef sett væri þil sem lokaði því að hluta að framan, yrði ekki pláss nema fyrir eina manneskju í skjólinu. Það þótti hins- vegar betra að hafa skýli af þessu tagi en ekki neitt. Það er því rétt hjá bréfrit- ara að skýlið er ekki eins vel úr garði gert og flest önnur, en þrengslin sníða skýli mjög þröngan stakk á þessum stað, þannig að það er ekki von á stærra skýli að óbreyttum aðstæðum. Þórólfur Árnason borgarstjóri. Paris at night Í VELVAKANDA 1. apríl sl. er grein þar sem „frankofíl“ undrast franska menningu upp á ensku og er með vangaveltur um það. Málið er ofureinfalt, eitt af ljóðum Prévert heitir einfaldlega „Paris at night“ á ensku og er óður til Par- ísar, þar af leiðandi er það ekki þýtt. Ég bendi viðkomandi á íslenska þýðingu „Ljóð í mæltu máli“ og ef hann les frönsku „Paroles“ eftir Jac- ques Prévert. Petrina Rós. Tapað/fundið Handprjónuð húfa týndist HÚFAN er fallega blá með þremur dúskum, rauðum gulum og grænum og ísaumað nafnið Alex. Húf- unnar er sárt saknað. Finnandi er beðinn að hafa samband í síma 568 9628 og 860 2811 eða 895 6396. Kvengleraugu týndust KVENGLERAUGU í brúnni umgjörð týndust fyrir u.þ.b. 2 vikum, senni- lega í verslun. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 551 0285. Dýrahald Köttur í óskilum í Hafnarfirði KÖTTUR er í óskilum á Hvaleyrarholti í Hafnar- firði. Hann er brúngrábrönd- óttur og líklega hálfpers- neskur, ómerktur en með bláröndótta ól. Upplýsing- ar í síma 567 5169. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 áþekkur, 8 leður, 9 æg- isnálin, 10 gljúfur, 11 suða, 13 hinn, 15 gleðjast, 18 sussar á, 21 vitrun, 22 drepa, 23 fnykur, 24 lygi. LÓÐRÉTT 2 ökumaður, 3 prútta, 4 Evrópubúa, 5 ekki gaml- an, 6 spil, 7 flanar, 12 væg, 14 tangi, 15 vatnsfall, 16 grotta, 17 flýtinn, 18 furðu, 19 tími, 20 vitlaus. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 ósjór, 4 þokki, 7 kerlu, 8 ötull, 9 föl, 11 prik, 13 vinn, 14 eigna, 15 ómar, 17 næmt, 20 Óli, 22 ertur, 23 lú- ann, 24 akrar, 25 tossi. Lóðrétt: 1 ósköp, 2 jarfi, 3 rauf, 4 þjöl, 5 kauði, 6 iglan, 10 öngul, 12 ker, 13 van, 15 ópera, 16 aktar, 18 Ævars, 19 tangi, 20 órar, 21 illt. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.